Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 63

Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 gekk ekki heil til skógar. Ekki svo að skilja að Rúna hafi kvartað sjálf, það var af og frá. Aldrei heyrðist æðruorð og ég man ekki eftir henni öðruvísi en glaðri og kátri. í fljótu bragði virtist sem hún væri hraust- asta manneskjan á allri jarðar- kringlunni. Rúna þreytti hvorki mig né nokkum annan með veikindatali eða áhyggjum sínum. Þeir sem voru þess aðnjótandi (og þeir voru marg- ir) að geta litið inn til Rúnu á Hjallaveginn voru ævinlega hress- ari þgar haldið var heim aftur. Hún var höfðingi heim að sækja. Ég ætla ekki að rekja ættir Sig- rúnar, ég veit að það munu aðrir gera sem eru betur til þess fallnir en ég. En þar sem hún var ein stór- brotnasta manneskja sem ég hefi kynnst þá lét ég verða að þeirri löngun minni að minnast hennar með nokkrum orðum. Það er sjálf- sagt mismunandi hvað hver og einn leggur í orðið stórbrotin. Ég veit hvað ég á við þegar ég lýsi Rúnu sem stórbrotinni. Hún var vel gefin. Hún var góð eiginkona og móðir og frábær húsmóðir. Heimilið var henni allt. Ung giftist hún Garðari Jóhannssyni, 10. apríl 1943. Þau bjuggu fyrst á Patreksfirði en flutt- ust til Reykjavíkur 1960 og hafa búið þar síðan. Þeim varð sjö barna auðið, 6 drengja og einnar stúlku. Drengimir komust allir til fullorð- insára og lifa móður sína en litla stúlkan dó í fmmbemsku. Það gef- ur augaleið að oft var þröngt í búi og erfitt að fæða og klæða átta manna fjölskyldu. En ég er þess fullviss að enginn drengjanna man eftir að hafa liðið skort, hvorki fyrr né síðar. Undir öllum kringumstæð- um stóð bemskuheimilið opið og þeir vissu að mamma var þar líka þegar þeir vom orðnir fullorðnir, Rúna og Garðar bámst ekki mikið á. Þau áttu sitt litla vinalega hús, sem þau stækkuðu og gerðu upp eftir því sem efni leyfðu. Þau eyddu ekki um efni fram. Það hefði aldrei hvarflað að þeim að fara í siglingu upp á krít eins og nú virðist vera svo algengt. Utanlandsferðin var aldrei farin, það varð aldrei afgang- ur fyrir slíkt bmðl í sjálfan sig. Eg veit að þau söknuðu þess ekki held- ur, því þau vom svo rík af öðmm verðmætum sem em margfalt meira virði eins og það að eiga yndislegt heimili og góð og heilbrigð börn. Það er áreiðanlega stærsta gjöf hverra hjóna. Minnngar sækja á. Ég kynntist Rúnu gegnum systur hennar, þær Mörtu og Sólveigu. Þá var ég sjálf nýbúin að stofna heimili og bjó í Langholtinu eins og Rúna. Fyrst var farið með bamavagn svo kerm, eftir því sem bömin stækkuðu, upp á Hjallaveg. Yfirleitt lagði ég það ekki í vana minn að setjast upp hjá fólki með börnin mín en til Rúnu var farið til að hressa sig. Seinna eftir að bömin uxu úr grasi til- heyrði það eftir sem áður að líta inn á Hjallaveginn öðm hvom. Ávallt var Rúna söm við sig, elskuleg og skemmtileg. Það lýsir henni vel að alltaf undantekningalaust þegar maðurinn minn kom að sækja mig kom ekki annað til greina en að Þ>ggja góðgeðir hjá húsfreyjunni, hann fann eins og við öll hin hvað það gat verið mikil heilsubót að Minning: Jens Guðbrands son - kveðjuorð Fæddur3.júní 1918 Dáinn 15. apríl 1988 Það var að morgni 16. þessa mánaðar sem fregnin barst okkur: Jens Guðbrandsson frá Höskulds- stöðum í Laxárdal er látinn. Hann hafði látist kvöldið áður, þá staddur norður í landi vegna starfs síns, fjarri öllum ættingjum, en hann hefur starfað við Tilraunastöðina að Keldum og var iðulega sendur út á land vegna rannsókna á sauð- fjársjúkdómum. Svo snögg um- skipti koma öllum á óvart og er því mikill harmur kveðinn að fjölskyldu hans og vinum öllum. Það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut, en Guð ræður. Minningamar streyma fram í hugann ein af annarri. Jens á Hös- kuldsstöðum, eins og hann var allt- af kallaður hér fyrir vestan, kom fyrst til stundardvalar á heimili okkar að Hrútsstöðum fyrir rúmum tveimur áratugum. Hann stundaði þá ýmsa vinnu hér og þar, aðallega múrverk. En það er ekki ætlun mín að rekja hér æviatriði Jens heitins, það hafa aðrir gert. Þetta eiga að- eins að vera fáein þakkarorð til hans og fjölskyldu hans, sem réttu okkur drengilega hjálparhönd á mesta annatíma ársins í sveitinni, um sauðburðinn. Á annan áratug kom Jens á hveiju vori hingað vest- ur með fjölskyldu sinni og var hjá okkur í nokkra daga, meðan mest var að gera. Það var sumarfríið hans. Það var ákaflega gott að vinna með Jens, hann var afbragðs verkamaður að hveiju sem hann gekk, glaðlyndur og ungur í anda. Kannski verður því best lýst með orðum sonar míns, þá sex ára snáða, þegar hann kom og til- kynnti mér, að hann ætlaði alltaf a vera ungur eins og hann Jens, en aldursmunurinn á þeim var 42 ár. Nú er vorið komið og sá tími nálgast sem hann var vanur að koma. Það var alltaf viss tilhlökkun þegar von var á honum og fjölskyld- unni vestur. Minningar um slíkan setjast aðeins niður á þessu heimili sem var svo laust við allt stress og tíminn var tekinn frá bara fyrir þig. Því miður eru þessi heimili að hverfa. Nú eru heimilin okkar mannlaus yfir daginn, allir úti að vinna, en á kvöldin dirfist enginn að líta inn því heimilisfólkið situr stjarft við sjónvarpið og eins gott að trufla ekki. Þeir heimilum fækk- ar sem eru eins og heimili Rúnu og Garðars á Hjallaveginum. Von- andi hætta þau ekki að vera til. Síðasta samtal okkar Rúnu end- aði eins og ævinlega: „Farðu nú að koma, Susie mín, það er orðið langt síðan ég hef séð þig.“ Og ég svara: „Það er nú lengra síðan þú komst í heimsókn til mín,“ og Rúna bætir við: „Þú veist nú hvemig ég er, ég fer aldrei neitt. Ég vil bara vera heima, þannig er ég.“ Já, þannig var Rúna, hún vildi vera heima, heima þegar Garðar kæmi heim, drengirnir eða einhver úr fjölskyld- um þeirra og Rúna var líka heima ef við hin vildum líta inn. Ég þakka Guði mínum fyrir að hafa fengið að kynnast þeim Rúnu og Garðari. í dag er hún kvödd með virðingu og þökk. Við hjónin sendum samúðar- kveðjur til ykkar allra sem drúpið höfði í sorg og söknuði í dag. Af eigin reynslu vitum við að enga huggun betri er að fá en Guðs orð og þá blessun er það gefur, því sendum við ykkur Sálm 119.105: Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. Guð blessi minningu Sigrúnar Jónsdóttur, Guð blessi ykkur öll. Susie Bachmann mann sem Jens Guðbrandsson er öllum gott að eiga og ég tek að láni þau orð að ég muni minnast hans er ég heyri góðs manns getið. Og ég vona að bestu vinimir lesi á milli línanna það sem ég vildi sagt hafa. Það ríkir söknuður á okkar heimili, en minningin lifir. Að leiðarlokum eru honum inni- lega þakkaðar ljúfar samverustund- ir og vel unnin störf í okkar þágu. Fjölskyldu hans sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Elín Guðlaugsdóttir t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLUR KRISTJÁNSSON fyrrverandi póstfulltrúi, Úthli'ð 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 3. maí, kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en bent á líknarstofnanir. Ingeborg Kristjánsson, Inger Hallsdóttir, Kristján Baldvinsson, Rúnar Þór Hallsson, Sigfrið Guðlaugsdóttir, Heba Hallsdóttir, Eyjólfur Eðvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR GUÐSTEINSDÓTTUR, Álfaskeiði 28, Hafnarfirði. Haukur Marsveinsson, Valgerður Marsveinsdóttir, Bragi Marsveinsson, Guðrún Marsveinsdóttir, Bára Marsveinsdóttir, Rúna Marsveinsdóttir, Hulda Valdimarsdóttir, Jón Stefánsson, Unnur Maríasdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför STEINÞÓRS STEFÁNSSONAR, Vatnsendabletti 90, Reykjavík. Sérstakar þakkir flytjum við öllum þeim sem þátt tóku i leit að honum 27. og 28. mars sl. Þurfður Þórðardóttir, ÁsþórTryggvi Stefánsson, María Sigurbjörnsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Stefán Þór Stefánsson, Viðilundi 2b, Akureyri. t Kæru vinir! Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför okk- ar ástkæra eiginmanns, föður,pg^ afa, HALLDÓRS RUNÓLFSSONAR. Sérstakar þakkir til Glitnisbræöra, Kvennadeildar S.L.F; JC fé- laga, starfsfólks og lækna deildar 13a Landspítala. Ykkar stuðningur er ómetanlegur og gleymist aldrei. Guð blessi ykkur öll. Björg Stefánsdóttir, Stefán, Jóhanna og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.