Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
Japani jafnmikið og ég, en fær
hærri laun fyrir það.“
Þar sem keisaraættin var upp-
runnin í Mansjúríu vildi Pu Yi sýna
að hann gæti ríkt sem raunveru-
legur keisari í landi forfeðranna,
en hann hafði engin pólitísk áhrif
og var líklega valdaminnsti þjóð-
höfðingi heimsins. Afstaða Japana
til hans harðnaði, einkum vegna
þess að hann eignaðist engin börn,
því að þeir höfðu stofnað leppríkið
Manchukuo til að koma nýrri keis-
araætt til valda þar og síðan í öllu
Kína. Hann snerist öndverður
X ■* gegn kröfu Japana um að hann
tæki sér hjákonu, en valdi sér eina
að lokum eftir ljósmynd frá hjú-
skaparmiðlara. Hún fór fljótlega
frá honum og Japönum gramdist
það svo mjög að þeir sýndu honum
og konu hans ekki eins mikla til-
litssemi en áður.
Japanar gripu síðan til þess
ráðs að breyta reglum um ríkis-
erfðir. Bróðir keisarans, Pu Jie,
varð ríkisarfí og Japanar fengu
hann til að kvænast Hiro Saga,
-^frænku Hirohitos keisara, til að
treysta enn betur ítök sín.
Sinnaskipti
V
Pu Yi var steypt af stóli í lok
stríðsins 1945 og Rússar tóku
hann til fanga. Fimm árum síðar
framseldu þeir hann kommúnista-
stjóminni í Kína, sem dæmdi hann
fyrir samvinnu við Japana. Hann
sat í fangelsi í Mukden í 13 ár og
hlaut rækilega „endurmenntun",
öðru nafni heilaþvott, sem ger-
breytti honum.
Að því er Pu Yi sagði síðar
fannst honum það hálfgerður létt-
ir að lenda í fangelsi. Þar kvaðst
hann hafa kynnzt venjulegu fólki
í fyrsta skipti á ævinni og eignazt
vini, sem hafí kunnað að meta
hann eins og nann var í raun og
veru, en ekki af því hann hafði
verið keisari. Hann sætti sig fljótt
við strangan aga í fangelsinu og
fór að líta á vistina þar sem eins
konar skóla. Hann fylltist aidrei
beiskju og virtist komast að þeirri
niðurstöðu að hann hefði öðlazt
„andlegt frelsi" og loksins „fundið
sjálfan sig“ í fángelsinu. Hann lét
jafnvel í ljós þakklæti vegna þeirr-
ar „endurmenntunar", sem hann
hlaut.
Pu Yi varð dyggur kommúnisti
í fangelsinu, en sú breyting, sem
varð á honum, stafaði ekki ein-
göngu af því að hann var heila-
þveginn. Hann iðraðist þess ein-
læglega að hafa hjálpað óvinum
Kínveija og átt þátt í að færa þján-
ingar yfír þjóðina.
I kvikmynd Bertoluccis er gefíð
í skyn að helzti veikleiki Pu Yis
hafí verið skortur á hroka. Hann
hafí verið lítill bógur og reynt að
sýnast mikill maður. Ekkert af því
sem henti hann hafí verið hans sök
eða afleiðing hans eigin gerða,
jafnvel ekki samvinnan við Jap-
ana. Hún hafí verið pólitísk mis-
tök, en einnig lýst þeirri þörf hans
að komið væri fram við hann eins
og keisara, þ.e. á sama hátt og
hann hafði vanizt. í rauninni hafí
hann verið dauðadæmdur allt frá
því dyr Forboðnu borgarinnar luk-
ust upp fyrir honum.
- ' Ekkert spurðist til Pu Yi eftir
Varðturn keisarahallarinnar (1935): undarleg gerviveröld.
í veizlu, sem Chou En-lai hélt
Montgomery marskálki til heiðurs.
Skömmu áður hafði Pu Jie, bróðir
hans, sem hafði verið fímm ár í
sovézkum fangabúðum, fengið að
koma heim frá Japan ásamt hinni
japönsku eiginkonu sinni og þau
settust að í Peking. Stuttu síðar
var frændi þeirra, sem var frægur
tamningamaður, skipaður hrossa-
ræktarráðunautur heraflans og
fulltrúi í nefnd, sem fjallaði um
vandamál þjóðarbrota í Kína. Loks
var tveimur systrum Pu Yis, sem
bjuggu einnig í Peking, boðið til
óformlegs hádegisverðar með
Chou En-Iai, sem hafði greinilega
tekið að sér að vera vemdari keis-
arafjölskyldunnar. Kannski vildi
hann stuðla að sáttum við
Mansjú-menn og önnur þjóðarbrot
og sýna að kommúnistar virtu
foma frægð og menningu.
Keisarinn fyrrverandi var nú
fijáls ferða sinna og gat tekið á
móti gestum. Það varð honum ný
Chun prins og synir hans: „sonur
himinsins" varð kommúnisti.
reynsla að snæða í veitingahúsum
og ferðast með strætisvögnum.
Hann samdi sig að háttum venju-
legra Kínveija, réðst til starfa í
Skrúðgörðum Peking og varð fyr-
irmyndarþegn alþýðulýðveldisins
og fyrirmyndarfélagi í flokknum.
„Hann er eins og hver annar
verkamaður," skrifaði fréttaritari
franska blaðsins Le Monde, próf.
Tibor Mende, þegar hann hafði
rætt við Pu Yi og fylgzt með hon-
um við garðyrkjustörf 1962,
Garðyrlgumaðurinn í Peking
(1961): undi glaður við sitt.
„klæddur bláum verkamannaföt-
um og alltaf rneð tvo kúlupenna í
bijóstvasanum. Hann er grannur
og heldur sér vel, brosmildur og
dálítið feiminn, en glettinn. Þegar
hann talar um liðna tíð fer ekki á
milli mála að hann er því feginn
að hún er löngu liðin . . . Hann
er ekki lengur leiksoppur örlag-
anna, hefur ánægju af starfí sínu
og virðist hafa náð aftur fótfestu
í lífínu."
Þótt mikið hafí verið gert úr
að honum var varpað í fangelsi
þangað til hann bar vitni í réttar-
höldum gegn japönskum stríðs-
glæpamönnum í Mukden 1956.
Afdráttarlaus framburður hans
þótti lýsa slægð, sem kemur ekki
heim við það álit að hann hafí
verið barnalegur í stjómmálum.
Veizlugestur
Skömmu eftir að Pu Yi var lát-
inn laus 1959 var honum boðið
að taka þátt í hátíðahöldum í til-
efni 10 ára afmælis kommúnista-
stjómarinnar og hann fékk sæti
við hlið Mao Tse-tungs og annarra
valdamanna.
Næst mætti Pu Yi öllum á óvart
Pu Yi ásamt Chiang Kai-shek
(1935): valdalaus leppur Japana.
Keisarinn og keisaradrottningin
borin til grafar i Peking i nóv-
ember 1908 (hermenn vestrænna
sendiráða fylgjast með): tvö þús-
und ára keisaradæmi á barmi
upplausnar.
Tze-Hsi keisaradrottning: reið-
hjól hættuleg.
’