Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
Ný dælustöð tekin 1 notkun í Reykjavík:
Hrein strönd eftír þrjú ár
TEKIN hefur verið í notkun ný
dælustöð við Laugalæk fyrir hol-
ræsi, sem liggja frá Ægisgötu, að
Hringbraut og Skógarhlíð, Bú-
staðavegi, austan við Grensássveg
og norðanvert Laugarnesi. Er
dælustöðin liður í heildaráætlun
borgarinnar um hreinsun strand-
lengjunnar af mengun vegna hol-
ræsa á næstu tveimur til þremur
árum. Heildarkostnaður við nýju
dælustöðina er um 85 milljónir
króna.
Davíð Oddsson borgarstjóri, sagði
að með tilkomu stöðvarinnar væri
áfanga náð að hreinsun stranda-
lengjunnar við borgina. Leiðslur með
ströndinni hafa verið sameinaðar að
hluta og tengdar dælustöðinn. Þegar
lokið er við dælustöð sem nú er I
byggingu við Skúlagötu, og fyrir-
hugaða hreinsistöð í Laugamesi,
verður strandlengjan hrein við Skú-
lagötu.
Sagði Davíð að á næsta ári yrði
hafist handa við Ægisíðu en þar á
að sameina holræsi úr Fossvogi og
Skeijafírði í tvær dælustöðvar og
þaðan í eina hreinsistöð. Því næst
tekur strandlengjan við Eiðsgranda
við með tveimur dælustöðvum og
hreinsistöð í Örfirisey. „Á undan-
gengnum árum hafa borgaryfírvöld-
um vaxið í augu kostnaður við þess-
ar framkvæmdir og því ávalt lagt
til hliðar áætlanir um endurbætur.
Morgunblaðið/Þorkell
Þórður Þ. Þorbjamarson borg-
arverkfræðingur, Davíð Oddsson
borgarstjóri, sem vígði nýju
dælustöðina og Ingi Ú. Magnús-
son gatnamálastjóri.
Nýja dælustöðin við Laugalæk
sem formlega var tekin í notkun
í gær.
Kostnaður rejmdist hinsvegar lægri
er til var tekið og nú er verkið vel
á veg komið," sagði Davíð.
VEÐURHORFUR í DAG, 3..S. 88
YFIRUT f flær: Yfir Grænlandshafi or 1.008 mb smálægð sem
þokast SA. Milli Jan Mayen og N-Noregs er 1.002 mb. lægð og
1.028 mb hæð yfir NA-Grænlandi. Frost verður víða á NA- og
A-landi í nótt, en í öðrum landshlutum verður hiti á bilinu 2-5 stig.
SPÁ: Hæg breytileg vindátt og skýjað víðast hvar á landinu. Sum-
staðar skúrir eða slydduél. Hiti 1-5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: S og SV-átt og fremur svalt vestan-
lands, en hlýrra annars staöar. Skúrir eöa slydduól á S- og V-landi
en víöast þurrt á N- og A-landi.
HORFUR Á FIMMTUDAG: SA-átt um allt land og nokkuð hlýtt
víðast hvar. Rigning um sunnanvert landið en úrkomulítið fyrir
norðan.
TÁKN:
x, Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
10 Hitastir,;
10 gráður á Celsius
stefnu og fjaðrirnar •
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður SJ Skúrir
er 2 vindstig. * V H
Léttskýjað / / /
/ / / / Rigning — Þoka
Hálfskýjað / / / = Þokumóða
* / * ’ , » Súld
Skýjað ' * / * Slydda / * / OO Mistur
* * * —j- Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * |Tx Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UMHEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hltl 1 5 veður þoka skúr
Bergen 8 rígning
Helsinki 1* lóttskýjað
Jan Mayen +3 snjóél
Kaupmannah. 13 rignlng
Narssarssuaq 3 ekýjeð
Nuuk 44 skýjað
Osló 13 rigning
Stokkhólmur 16 skýjað
Þórshöfn 3 alskýjað
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 17 skýjað
Aþena vantar
Barcelona 18 skýjað
Berlln 20 ekýjað
Chlcago 4 skýjað
Feneyjar 17 þokumóða
Frankfurt 13 skúr
Qlasgow 12 mlstur
Hamborg 1S akýjað
Las Palmas 22 skýjað
London 15 skúr
Los Angeles 13 heiðskírt
Lúxemborg 12 skur
Madrfd 11 rignlng
Malaga 22 skýjað
Mallorca 21 akýjað
Montreal 8 alskýjað
New York vantar
Parfs 16 skýjað
Róm 18 skýjað
San Diego 11 heiðskýrt
Winnipeg vantar
Kona í gæsluvarðhaldi:
Stakk sambýlis-
mann sinn hnífi
KONA í Reykjavík var í gær úr-
skurðuð í Sakadómi Reykjavíkur
í gæsluvarðhald til 1. júní næst-
komandi. Hún hefur játað að hafa
stungið sambýlismann sinn með
hnif í kviðarholið og liggur hann
nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Aðfaranótt laugardagsins var
nokkuð gestkvæmt í íbúð sambýlis-
fólksins við Hagamel í vesturhluta
Reykjavíkur og sat fólk þar að
drykkju. Talið er að einhvem tíma
þá um nóttina hafí konan stungið
sambýlismann sinn, en ekki er vitað
nákvæmlega hvenær atburðurinn
átti sér stað. Það var ekki fyrr en
snemma á sunnudag sem fólk f íbúð-
inni kallaði eftir aðstoð og var mað-
urinn þá fluttur með hraði á sjúkra-
hús. Sambýliskona hans játaði við
yfírheyrslu að hafa stungið manninn
og notað til þess vasahnff. Ekki er
ljóst hvað leiddi til þess að konan
stakk manninn. Rannsóknarlögregla
ríkisins, sem fer með rannsókn máls-
ins, gerði kröfu um að konan yrði
úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. júní
og var úrskurðurinn kveðinn upp í
Sakadómi Reykjavíkur eftir hádegi
í gær, mánudag.
Á sunnudag var maðurinn talinn
í lífshættu. í gærmorgun var hann
á batavegi, en var þó ekki enn talinn
úr allri hættu.
Akærður fyrir að
bana konu sinni
MAÐUR í Reykjavík hefur verið
ákærður fyrir að hafa orðið eig-
inkonu sinni að bana á heimili
þeirra að Klapparstig 11 í janúar
sl.
Þann 10. janúar síðastliðinn til-
kynnti maðurinn, sem er 51 árs,
að eiginkona hans, Gréta Birgis-
dóttir, 26 ára, væri látin í íbúð
þeirra að Klapparstíg. Þegar lög-
reglan kom á vettvang fann hún
konuna látna, en eiginmaðurinn,
sem var í fbúðinni, var handtekinn.
Hann bar fyrst að konan hefði veitt
sér sjálf þá áverka er drógu hana
til dauða, en síðar viðurkenndi hann
átök við hana. Við krufningu kom
í ljós að dánarorsök konunnar var
köfíiun.
Ákæra í málinu hefur nú verið
birt eiginmanninum, en Pétur Guð-
geirsson, sakadómari, fer með mál-
ið fyrir Sakadómi Reykjavíkur.
Hraðfrystihús Stokkseyrar:
Stefán Runólfsson var
ráðinn framkvæmdastjóri
STEFÁN Runólfsson hefur ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Stokkseyrar.
Hann tekur við þvi starfi I júlf-
mánuði næstkomandi.
Stefán hefur undanfarin ár ver-
ið búsettur í Vestmannaeyjum og
hefur unnið við fískvinnslu í tæp
40 ár. Síðastliðin 14 ár hefur hann
verið framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum,
en hætti störfum þar fyrir nokkru.
Stefán sat í 12 ár í stjóm Sölusam-
bands fslenzkra fískframleiðenda
og á nú sæti í stjóm Umbúðamið-
stöðvarinnar.
Stefán Runólfsson