Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 5
MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 5 Morgunblaðið/Þorkell Við Skúlagötu er verið að reisa dælustöð, sem tekin verður í notkun í haust. Hækkandi álverð: Tekjur Landsvirkjunar jukust um 12 milljónir milli ársfjórðunga TEKJUR Landsvirkjunar vegna raforkusölu til Álversins i Straumsvík jukust um 12 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við síðasta ársfjórðung árið 1987. Er það i samræmi við hækkandi álverð á heimsmarkaði að undanfömu, en samkvæmt samningi fyrir- tækjanna er tekið mið af álverði við verðlagningu á raforku til ISAL. í nýju dælustöðinni eru 8 dælur, 4 sem hver um sig dælir allt að 1500 1/sek af regnvatni og aðrar 4, sem dæla allt að 320 1/sek hver dæla. Heildarafköst stöðvarinnar eru þvi tæpir 7.300 1/sek og er mesta lyftihæð 12 m. í þurrviðri er einungis dælt skólpi og eru minni dælumar notaðar til þess. Dælt er upp í þiýstitum og frá honum verð- ur á næstu árum lögð plastlögn að fyrirhugaðri hreinsistöð í Laugamesi og þaðan eftir 2-300 m langri leiðslu í sjó fram. í mikilli úrkomu hafa minni dælumar ekki undan. Ræðst þá af sjávarstöðunni hvort ein- streymislokinn opnast og regnvatn rennur án dælingar í yfirfallsútrás- ina út fyrir stórstraumsQöru þegar sjávarstaðan er lág eða hvort ein- streymislokinn lokast og stærri dæl- umar, dæla regnvatninu í yfírfalls- útrásina þegar sjávarstaðan er há. Starfsmenn gatnamálastjóra, ásamt verkfræðistofu A. R. Rein- ertsen í Þrándheimi og Sveini T. Þórólfssyni aðstoðarprófessor, við Tækniháskólan í Þrándheimi sáu um reikninga á aðrennsli. Tveir þeir síðast töldu skipulögðu dæluþróna, sáu um útboðsgögn vegna kaupa á dælubúnaði og stýrðu að auki vinnu við hönnun raf- og stýribúnaðar ásamt loftræstikerfi. Arkitekt hússins er Bjöm Halls- son. Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddssen annaðist burðarþolsreikn- inga og gerð útboðsgagna vegna uppsteypu stöðvarinnar. Holræsa- stokka að og frá stöðinni hannaði verkfræðistofan Línuhönnun. Út- boðsgögn vegna smíði stálhluta ann- aðist Sigurjón Yngvason tæknifræð- ingur. Hersir Oddsson tæknifræð- ingur annaðist hönnun rafbúnaðar í yfirbyggingu. Verkið var unnið af Málmsmiðju og Suðustál á Akranesi og Hagvirki hf. Eftirlit annaðist Verkfræðistofan Mat sf., Verkfræðistofan Vista, Sig- uijón Yngvason og Hersir Oddsson. Að sögn Amar Marinóssonar, fjármálastjóra Landsvirkjunar, voru rafmagnskaupin frá ÍSAL að magni til svipuð á síðasta ársfjórðungi 1987 og fyrsta ársfjóðungi þessa árs og miðað við sama raforkumagn skilaði fyrsti ársfjóðungur 1988 Landsvirkj- un um 12 milljón krónum meira en síðasti ársflórðungur 1987, en þá voru tekjumar alls um 180 milljónir króna vegna raforkusölunnar til ÍSAL. í þessum útreikningum er miðað við þáverandi verðlag og ekki tekið mið af gengisbreytingum. Mið- að við sömu forsendur er gert ráð fyrir að tekjumar á öðrum ársflóð- ungi verði um 28 milljón krónum meiri en á síðasta ársfjóðungi 1987. Samkvæmt samningi Landsvirkj- unar og ÍSAL er lágmarksverð 12,5 bandarísk mill (um það bil 50 aurar á núverandi gengi) á kW-stund. í upphafí árs 1987 var raforkuverðið 12,514 mill, en siðasta ársflóðrung 1987 var það komið upp í 14,921 mill og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 15,78 mill. Öm sagði að gert væri ráð fyrir að raforkuverðið til álversins yrði um 17 mill fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Lauslega reiknað aukast tekjur Landsvirkjun- ar, fyrir hvert hækkað mill, um rúm- lega 50 milljónir króna á ársgrund- velli. Reiknað er með að meðaltal á raforkuverði til álversins á þessu ári verði um 16 mill. Tími nagla- dekkja liðinn NÚ ER komið fram i maí og þvi tími til kominn að taka nagla- dekkin nndan bifreiðunum. Sektir liggja við þvi að aka á negldum hjólbörðum eftir 1. maí, nema akstursskilyrði séu slæm. í reglugerð um gerð og búnað bifreiða er tekið fram, að óheimilt sé að nota keðjur og neglda hjól- barða á tímabilinu 1. maí til 15. október, nema þess sé þörf vegna sérstakra akstursskilyrða. Sektir við því að aka á nagladekkjum þegr aðstæður krefjast þess ekki, eru 1500 krónur. Handleggsbrot í fangageymslum: Tveir lögreglumenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært tvo lögreglumenn í Reykjavík vegna þess atburðar, er ungur maður handleggsbrotnaði i fangageymslum lögreglunnar. Annar hinna ákærðu er faðir mannsins, sem kærði unga manninn fyrir að skemma bifreið sína. Hon- um hefur verið vikið úr starfí sínu hjá lögreglunni í Reykjavík. Hinn maðurinn, sem ákærður hefur ver- ið, er varðstjóri í fangamóttöku lög- reglunnar við Hverfisgötu. Málið verður rekið fyrir Saka- dómi Reykjavíkur og fer Ingibjörg Benediktsdóttir, sakadómari, með það. Ingibjörg neitaði í gær að gefa upplýsingar um efni ákærunnar, þar sem hún hefði ekki verið birt sakbomingum. Ennþá elnu slnnl nýr og byltlngarkenndur HONDA CIVIC með breytingum, sem gera HONDA CIVIC tvímsalalaust fremstan í flokki minni bíla. Allar gerðlr koma nú með vól úr lóttmálml og 16-VENTLA, ýmist með elnum eða tvelmur kambásum, sem þýðir meiri orku og minni eyðslu. Ný frábsar fjöðrun, sem á sór enga hliðstsaðu í sambærlegum bílum og óvenju mlkll lengd á mllli hjóla gefur bílnum mjög góða aksturseiginleíka og aukln þssglndl I akstrl. Með þessu hefur HOIMDA sannað enn einu sinni, að þelr framleiða „litla bíllnnM með þsaglndl og rými stóru drekanna en aðalsmerki HONDA í fyrirrúml: SPARNEYTNI, GÆÐI OG ENDINGU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.