Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
Stjömuspeki og vísindi
eftir Gunnlaug
Guðmundsson
Franski tölfræðingurinn og sál-
fræðingurinn Michel Gauquelin hef-
ur gert margendurteknar rannsókn-
ir sem m.a. sýna fram á fylgni
milli stöðu pláneta við fæðingu ann-
ars vegar og árangurs í starfí og
persónuleikaeinkenna hins vegar.
Enski stjömuspekingurinn Ingrid
Lind kom í apríl 1968 fram í breskri
sjónvarpsstöð og lýsti fjórum ein-
staklingum, sem hún þekkti ekki,
útfrá stjömukortum þeirra með
þeim árangri að viðstaddir blaða-
menn sögðu að hún hlyti að hafa
þekkt þá. Enski stjömuspekingur-
inn John Addey gerði rannsóknir
sem m.a. sýna fram á tengsl milli
ákveðinna plánetuafstaðna og
hvítblæðis og langlífís, svo dæmi
séu tekin. Þó það teljist ekki til
rannsókna þá skrifaði breski
stjömuspekingurinn Denis Elwell
P&O-skipafélaginu bréf 3 vikum
áður en feijan Herald og Free Ent-
erprise fórst og varaði þá við. Þessi
atriði sem einungis em nokkur af
mörgum sýna að ekki er hægt að
halda því fram að engar sannanir
fínnist fyrir stjömuspeki.
Viðtal á Stöð 2
Tilefni þessara skrifa er það að
á Stöð 2 mánudagskvöldið 21. mars
síðastliðinn ræddi fréttamaður við
íslenskan visindamann í þættinum
19:19. Þar komu fram margar at-
hyglisverðar hugmyndir sem undir-
ritaðar telur sér skylt að svara,
ekki síst vegna þess að þar gætti
nokkurs misskilnings. Stjömuspeki
og stjömuspá var ruglað saman,
grunnatriði í stjömuspeki vom á
reiki og ekki vom alltaf dregnar
réttar ályktanir af þeim fullyrðing-
um sem vom settar fram. Síðan var
sumu sleppt sem vel má kóma fram
ef umflöllun um stjömuspeki á að
vera hlutlaus og vísindaleg.
Rannsóknir á stjörnuspeki
í fyrsta lagi var því haldið fram
að vísindamenn hafí lagt á sig mikla
vinnu við að rannsaka stjömuspeki
og hafí skrifað fjöldann allan af
bókum og greinum um fagið og
hafí niðurstöður svo til án undan-
tekninga sýnt fram á að stjömu-
speki væri haldlaus. Það er rétt að
einhveijar rannsóknir hafa verið
gerðar en staðreyndin er sú að þær
em ekki ýkja margar. Síðastnefnda
fullyrðingu er auðvelt að rökstyðja.
Rannsóknir kosta peninga, en mjög
fáar stofnanir eða fyrirtæki hafa
lagt fé í slíkar rannsóknir. í fljótu
bragði kemur mér enginn digur
sjóður í huga sem stendur að baki
slíkum rannsóknum. Flestar rann-
sóknir á stjömuspeki hafa því verið
gerðar af vanefnum. Stærsti gallinn
á þeim hefur verið sá að rannsak-
endur hafa ekki kynnt sér undir-
stöðuþætti fagsins nógu vel og hafa
ekki rannsakað vandaða stjömu-
speki. Þar af leiðandi em margar
þeirra marklausar. Þó hafa slíkar
rannsóknir verið blásnar upp í fjöl-
miðlum. Einhveijir lesendur Morg-
unblaðsins muna kannski eftir frétt
sem birtist í Morgunblaðinu 1986
og fjallaði um próf sem Shaw Carl-
son við Berkely-háskólann í Kali-
fomíu setti fyrir stjömuspekinga.
Fyrirsögn fréttarinnar var sú að
stjömuspámenn hefðu fallið á próf-
inu og niðurstaðan var sú að
stjömuspeki hefði verið afsönnuð.
Síðan þetta gerðist hefur Hans J.
Eysenck sálfræðingur birt gagnrýni
á þessa rannsókn og niðurstaða
hans er sú að rannsóknin sjálf sé
marklaus. Ástæðan er sú að notað
var CPI-sálfræðipróf sem einungis
er nothæft í höndum sálfræðinga
sem hafa af því nokkra reynslu.
Enginn sálfræðingur tók hins vegar
þátt í þessari rannsókn, einungis
raunvísindamenn og stjömuspek-
ingar. Auk þess gerir CPI-prófið
greinarmun á kynjum, en stjömu-
spekingamir sem prófaðir vom
fengu ekki að vita kyn viðfanga
sinna. Þetta atriði og þau dæmi sem
vom nefnd fyrst sýna fram á að
sú fullyrðing sem kom fram í þætt-
inum á Stöð 2 um að flest allar
rannsóknir hafi sýnt fram á hald-
leysi stjömuspeki sé einfaldlega
ekki rétt. Rannsóknir á stjömuspeki
em fáar, margar þeirra illa unnar
og margar sýna fram á jákvæða
niðurstöðu fýrir stjömuspeki.
Hænan eða eggið
Þegar vísindamaður heldur því
fram að stjömuspeki sé haldlaus
og rakalaus hjátrú hlýtur hann að
verða að koma fram með sannanir
fyrir þeirri fullyrðingu sinni. í fram-
angreindum þætti var því hins veg-
ar haldið fram að ekkert væri til
að afsanna eða sanna þar sem eng-
in sönnun hefði komið fram fyrir
stjömuspeki. Ég vil í því sambandi
nefna að margar vísindakenningar
hafa verið settar fram án beinna
sannana eða þekktra lögmála, án
þess að þar með hafí verið hægt
að fullyrða að þær hafí verið rang-
ar. Stjömufræðingurinn Carl Sag-
an, sem neitaði að skrifa undir
ályktun sem átti að fordæma
stjömuspeki, segir t.d. að engin
þekkt lögmál hafi verið til fyrir
kenningum Alfreds Wegners um
landrek sem hann setti fram árið
1915. Eigi að síður hefur komið í
ljós að hann hafði rétt fyrir sér og
þeir sem mótmæltu á þeirri for-
sendu að engin þekkt lögmál væm
til sem styddu kenningu hans höfðu
rangt fyrir sér.
Tveir dýrahringir
í fyrrgreindum þætti var einnig
sagt að stjömumerkin hefðu færst
til og stjömuspekingar notuðu því
ekki rétt dýramerki (Hrútsmerkið í
dag væri ekki lengur Hrútsmerkið
o.s.frv.). Þetta eru gömul rök sem
því miður eiga ekki við. Stjömu-
spekingar nota ekki umrædd
stjömumerki. Ástæðan fyrir þess-
um misskilningi er sú að til em
tveir dýrahringir. Annars vegar
dýrahringur fastastjamanna svo-
kölluðu (sideral zodiac) sem virðast
færast til vegna framsóknar jafn-
dægrapunkta. Hins vegar er til
árstíðardýrahringur (tropical
zodiac) sem breytist ekki. Fyrsta
merkið, Hrúturinn, byijar alltaf á
voijafndægrum. Flestir vestrænir
stjömuspekingar nota árstíðahring-
inn og hinir taka tillit til breyttra
merkja. Með því að gagnrýna
stjömuspekinga fyrir að nota það
sem þeir nota ekki fer vísindaleg
aðferðafræði illa útaf sporinu. Þetta
er svona álíka og segja að BMW
Gunnlaugur Guðmundsson
„Ég vil að lokum
biðja þess að gagnrýn-
endur stjörnuspeki geri
greinarmun á speki og
spám og reyni að verða
sér úti um bækur sem
fjalla um það nýjasta í
faginu, ræði við ábyrga
stjörnuspekinga og al-
mennt kynni sér vand-
lega um hvað málið
snýst áður en felldir
eru harðir dómar.“
sé vondur bíll vegna þess að gufu-
vélar séu úreltar. Það er m.a. þetta
sem ég á við þegar ég segi að
vísindamenn kynna sér ekki alltaf
undirstöðu stjömuspeki áður en
dómur er felldur. Slíkt hlýtur hins
vegar að vera forsenda allrar um-
fjöllunar, sbr. stofnmarkmið Há-
skóla íslands, að aldrei skuli fella
dóm um ákveðið fag fyrr en að vel
athuguðu máli.
ísköld röksemdafærsla
Þess var einnig getið að ekki
væri hægt að gera stjömukort fyrir
fólk sem væri fætt fyrir norðan
heimskautsbaug því sum stjömu-
merkjanna rísa þar aldrei og átti
þetta að sýna fram á haldleysi
stjömuspekilegra kenninga. I
stjömuspeki er stuðst við plánetur,
merki, hús og afstöður. Norðan við
heimskautsbaug gerist síðan það
að sum húsakerfí verða stundum
óvirk. Framangreind röksemda-
færsla hljómar kannski vel í eyrum
leikmanna sem vita ekki um hvað
er rætt. Staðreyndin er hins vegar
sú að vel er hægt að gera stjömu-
kort á Norðurpólnum eða nyrst í
Noregi og nota plánetur, merki,
afstöður og sum húsakerfa. Húsa-
kerfí sem skiptir útfrá Miðhimni
virkar t.d. á Norðurpólnum.
Það er þó rétt að geta þess að
sumir stjömuspekingar geta ekki
sætt sig við þessa niðurstöðu og
vilja því ekki nota húsakerfin yfír-
höfuð. Þegar þeir gera stjömukort
fyrir mann fæddan nyrst í Noregi
nota þeir einungis plánetur, merki
og afstöður. Ríkjandi skoðun í heimi
stjömuspekinnar í dag er hins veg-
ar sú að hægt sé að nota fleira en
eitt húsakerfí og þá eftir aðstæðum.
Þetta er hins vegar faglegt atriði
sem byggir á því að við skiljum og
höfum þekkingu á undirstöðuþátt-
um stjömuspeki.
Sanngirni
Einnig var talað um spádóma
fyrir Kennedy og Nixon. Þó undir-
ritaður hafí ekki sérstakan áhuga
á að veija stjömuspáfræði, tel ég
ósanngjamt að tala einungis um
þá spámenn sem höfðu rangt fyrir
sér og gleyma hinum sem höfðu
t.d. birt á prenti að Kennedy kynni
að vera í lífshættu á þeim tíma sem
hann var skotinn, sbr. Reinhold
Ebertin. Við vitum að hinir ólíku
einstaklingar búa ekki allir yfír
sömu hæfni og þekkingu. Við get-
um því ekki dregið einn óhæfan
einstakling fram fyrir skjöldu og
gleymt hinum. Slík vinnubrögð em
slæm. Hvaða bókmenntagagnrýn-
andi myndi meta bókmenntir útfrá
Sönnum sögum en gleyma því að
minnast á Halldór Laxness?
Allt sama tóbakið?
Síðan var talað um franska könn-
un þar sem túlkun á korti frægs
glæpamanns var send til fólks sem
þeirra kort. Meirihluti þeirra sem
svöruðu sögðu að lýsing ætti ágæt-
Athugasemd við
Afmælisspjall
eftir Benjamín H.J.
Eiríksson
í síðasta tölublaði HAGS, marz
1988, er Afmælisspjall eftir dr.
Gylfa Þ. Gíslason. Spjallið fjallar
um hagfræðiskrif og hagfræðistörf
á íslandi undir sjónarhomi sögunn-
ar. Við þetta annars fróðlega spjall
langar mig til að gera fáeinar at-
hugasemdir.
Dr. Gylfí telur upp þá sem helzt
eru þekktir fyrir hagfræðileg skrif
eða störf á íslandi. Hann byijar á
þeim Skúla Magnússyni og Hannesi
Finnssyni. í upptalninguna fínnst
mér vanta fyrst og fremst Erik
Lundberg, sænskan hagfræðing,
sem hingað var fenginn, valinn að
ráði Gunnars Myrdals. Hann vann
fyrir Skipulagsnefnd atvinnu-
mála, sem stjóm Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks skipaði árið
1934 og átti að framkvæma víðtæk-
ar rannsóknir á atvinnu- og fjármál-
um þjóðarinnar og gera tillögur til
úrbóta. Dvaldi hann hér haustið
1935. Nefndin gaf út mikið rit:
Álit og tillögur Skipulagsnefnd-
ar atvinnumála, 1936 (Rauðka).
Héðinn Valdimarsson var formaður
nefndarinnar, en þegar hann fór
úr nefndinni tók Emil Jónsson við
formennskunni. Skráin yfír helztu
skjöl Lundbergs telur tíu, en Álitið
mun annars samið af Amóri Sigur-
jónssyni og því mjög læsilegt. Lund-
berg varð frægur hagfræðingur og
byijaði sú frægð með riti hans
Study in the Theory of Expansi-
on, 1937. Hann varð prófessor og
seinna hagfræðingur Skandinav-
iska Banken, og kom aftur hingað
til Jands einu sinni eða oftar.
í þessu sambandi má og minna
á, að til eru á þýzku tvær ritgerðir
um hagfræðileg efni er varða ís-
land. Hin fyrri er doktorsritgerð dr.
Odds Guðjónssonar um greiðslu-
jöfnuð íslands árið 1930. Þjóðar-
bandalagið birti úrdrátt úr henni
árið 1933. Hin er prófritgerð Har-
alds Hannessonar frá 1939 um þró-
un íslenzka þjóðbankans, óbirt.
Báðar byggja þessar ritgerðir á
frumgögnum.
Dr. Gylfí víkur einnig að mér í
Afmælisspjallinu. Það hafði hann
áður gert í bókinni um Bjama Bene-
diktsson. Þar sem nokkuð var þar
missagt fann ég mig knúinn til að
koma á framfæri nokkrum leiðrétt-
ingum. Komist missagnir athuga-
semdalaust á kreik, þá er eins víst
að með því sé þeim gefíð líf, sem
erfitt getur reynzt að ráða við síðar.
Nú líkar mér miður að dr. Gylfí
skuli ekki halda sig við það sem
hann þá sagði rétt, og ekki síður
að hann skuli ekkert tillit taka til
leiðréttinga minna sem birtust í
Morgunblaðinu hinn 21. desember
Benjamín H.J. Eiríksson
„Þessar leiðréttingar
mínar eru engar stór-
vægilegar. Ég hef samt
lagt í að gera þær, mest
í þeim tilgangi að koma
í veg fyrir að búin verði
til flækja handa þeim
sem síðar kynnu að fást
við þessa sögu.“
1983: Sagnaritun dr. Gylfa Gísla-
sonar.
Skal ég nú reyna að gera í stuttu
máli grein fyrir umræddri atburða-
rás. Eg kom hingað til lands vorið
1949 að ósk ríkisstjómar Stefáns
Jóhanns, og samdi þá ritið Álits-
gerð um hagmál. Hún var ekki
birt almenningi, en ríkisstjóm,
alþingismönnum og fáeinum öðr-
um. Eftir haustkosningaraar
1949 kom ég aftur og nú að ósk
minnihlutastjórnar Sjálfstæðis-
flokksins. Þetta rek ég í Morgun-
blaðsgreininni. En það var þá
sem við Ólafur Björnsson sömd-
um lagafrumvarp ásamt greinar-
gerð, en í henni var, eða fylgdi,
hagfræðileg álitsgerð, að mestu
úrdráttur úr Álitsgerðinni frá
sumrinu á undan. Þetta sömdu við
því ekki fyrir stjóm Steingríms
Steinþórssonar vorið 1950, eins og
dr. Gylfi segir, heldur stjóm Ólafs
Thors, og því um áramótin
1949/1950, desember til febrúar.
En það var hin nýja stjóm
Steingríms Steinþórssonar sem
kom svo málinu í gegnum þingið.
Greinargerð okkar Olafs er því ekki
óbirt, heldur prentuð í Alþingistíð-
indum. Það er Álitsgerð um hag-
mál frá sumrinu 1949 sem enn er
óbirt.
Þá segir dr. Gylfi að fyrsti hag-
fræðingurinn, sem ráðinn er í fullt
starf sem efnahagsráðunautur
ríkisstjómarinnar hafí verið Jónas
H. Haralz, sumarið 1957, en 1961
hafí hann verið skipaður ráðuneyt-
isstjóri í nýstofnað efnahagsráðu-
neyti. Ekki er þetta alveg í sam-
ræmi við Stjóraartíðindi. Bæði
Sijóraartíðindi og Lögbirtinga-
biaðið skýra frá því að ég hafí
verið „ráðinn ráðunautur' ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum frá
I. maí 1951 aS telja“ (Lögb. 12.
maí 1951). Ég flytzt því heim þeg-
ar 1951, ekki 1953, til þessa starfa,
em • verð svo bankastjóri Fram-
kvæmdabankans 1953, eins og dr.
Gylfi hermir réttilega, enda var
hann í bankaráðinu frá upphafí.
Dr. Gylfí segir að Jónas hafí ver-
ið skipaður ráðuneytisstjóri í hinu
nýstofnaða efnahagsráðuneyti árið
1961, og hefír þetta sennilega eftir
Viðskipta- og hagfræðingatali, en
í Stjóraartíðindum er skipunin
auglýst að vera frá 16. nóv. 1959.
Framangreindar upplýsingar úr
Áliti Skipulagsnefndar, Stjóm-
artiðindum og Lögbirtingablaði
hefír Klemens Tiyggvason fyrrver-
andi hagstofustjóri góðfúslega út-
vegað mér.
Til mun málsgrein eftir Áma
Magnússon handritasafnara. Fjall-
ar hún um erroribus. Segir hann
að sumir menn setji vitleysur í
umferð, aðrir fáist svo við að leið-
rétta. Þannig hafí hvorirtveggju
nokkuð að starfa ævina.
Nýlega þóttist ég sjá vikið að því
í blaði, að dr.Gylfi fengist við að
setja saman rit sögulegs efnis. Það
er kvíðvænlegt ef horfa þarf fram
á það að eiga kannski að fá þar
mikið af missögnum. Lágmark væri
að hann tryði heimildinni þegar
heimildin er hann sjálfur. Tvær
álitsgerðir (í bók B.Ben.) myndu
þá ekki verða að einni (í Afmæiis-
spjalli).
Því trúa víst fáir, nema þeir sem
fást við ritstörf af þessu tagi,
hversu erfítt er að fá allt rétt, þann-
ig að ekki verði misskilið. Einn
vandinn er val og samviskusamleg
notkun heimilda, annar er orðalagið
eitt.
Þessar leiðréttingar mínar era
engar stórvægilegar. Ég hef samt
lagt í að gera þær, mest í þeim til-
gangi að koma í veg fyrir að búin
verði til flækja handa þeim sem
síðar kynnu að fást við þessa sögu.
Höfundur er hagfrteðingur.
A