Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 17 lega við sig. Að mínu viti sannar þessi könnun ekki annað en það að hægt er að gera lýsingu sem er það almenn að flestir geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Það að slíkt er hægt sannar ekki að allar lýsing- ar allra stjömuspekinga séu al- mennar. Eða á að halda því fram að þeir þúsundir eða hundruð þús- unda stjömuspekinga sem starfa í heiminum í dag séu allir faglega á sama stigi? Það segir sig sjálft að svo er ekki. Það sem kannski er þó merkilegast í þessu samhengi er að framangreind könnun var framkvæmd af Michel Gauquelin, þeim manni sem ætlaði sér í upp- hafi að afsanna stjömuspeki, en er í dag tíður gestur á þingum stjömu- spekinga og verður sennilega þegar upp er staðið frekar minnst sem stjömuspekings heldur en sálfræð- ings eða tölfræðings. Könnun sem var gerð með kort glæpamannsins hefur því ekki minnkað áhuga þess sem framkvæmdi hana á stjömu- speki og getur því varla talist veiga- mikil. (Ekki síst þegar litið er ui þess að sami maður hefur gert aðr- ar rannsóknir sem sýna fram á já- kvæða niðurstöðu fyrir stjömu- speki.) Sálfræðileg stjörnuspeki í margnefndum sjónvarpsþætti var talað um uppeldis-, umhverfis- og erfðaþætti sem sagt var að væru ráðandi en að stjömumar hefðu ekkert að segja. Rétt þykir mér að taka það fram að velflestir stjömu- spekingar af sálfræðilega skólanum svokallaða, til að greiningar frá stjömuspáfræðinni sem við aðhyll- umst ekki, telja stjömuspeki ein- ungis einn þátt af mörgum, eða þátt sem hefur með upplag að gera. Erfðaþættir, uppeldi, umhverfísmál og þroskastig einstaklingsins skipta siðan að sjálfsögðu miklu. Tvö ólík fög Ég vil að lokum biðja þess að gagnrýnendur stjömuspeki geri greinarmun á speki og spám og reyni að verða sér úti um bækur sem fjalla um það nýjasta í faginu, ræði við ábyrga stjömuspekinga og almennt kynni sér vandlega um hvað málið snýst áður en felldir eru harðir dómar. Einnig vil ég að lok- um segja eitt: Stjömuspeki flokkast að mínu viti aðallega undir innsæis- og hugvísindi. Ef rannsóknir á stjömuspeki eiga að sanna eða af- sanna eitthvað verða þær að taka mið af aðferðafræði stjömuspekinn- ar en ekki einungis af aðferðafræði þeirrar vísindagreinar sem ætlar sér að rannsaka hana. Þó tölfræðilegar rannsóknir Gauquelins og annarra sýni fram á gildi afmarkaðs þáttar stjömuspeki, þá duga þær einungis að takmörkuðu leyti. Stjömuspeki er fag sem fjallar um upplag og innsta eðli einstaklingsins. Þessir þættir eru flóknir og hafa mörg birtingarform, allt eftir umhverfi, aðstæðum og þroskastigi einstakl- ingsins. Þetta þýðir að meta þarf sérstaklega hvert kort fyrir sig út- frá þessum þáttum en erfitt er að setja á það staðlaða mælistiku. Þess vegna er erfítt eða aðeins að takmörkuðu leyti. Stjömuspeki er fag sem ijallar um upplag og innsta eðli einstaklingsins. Þessir þættir eru flóknir og hafa mörg birtingar- form, allt eftir umhverfi, aðstæðum og þroskastigi einstaklingsins. Þetta þýðir að meta þarf sérstak- lega hvert kort fyrir sig útfrá þess- um þáttum en erfitt er að setja á það staðlaða mælistiku. Þess vegna er erfitt eða aðeins að takmörkuðu leyti hægt að rannsaka stjömuspeki útfrá fastskorðuðum forsendum töl- fræðilegrar sálfræði. Carl Friedrich Von Weizsácker, kjameðlisfræðing- ur og heimspekingur, einn merkasti vísindamaður 20. aldar, sagði í við- tali á þýskri sjónvarpsstöð árið 1976: „Eg nálgaðist stjömuspeki sem eðlisfræðingur fullur efa- semda .. . Af reynslu minni dreg ég þá ályktun að eitthvað sé til í stjömuspeki." Og af því að hamast er við að fordæma stjömuspeki með tilvitnunum í tölfræðilegar rann- sóknir má aftur vitna í Weizsácker, er aðstoðarmaður hans sýndi hon- um rannsókn sem var neikvæð fyr- ir stjpmuspeki. „Þetta sagði ég þér. Ég tel eftir sem áður að það sé eitthvað að marka stjömuspeki en að við finnum það ekki út á þennan hátt,“ (þ.e. með tölfræðileg- um rannsóknum). Það sem átt er við, eða er sambærilegt, er að ef t.d. múhameðstrúarmaður ætlar sér að skilja íslenskt þjóðfélag verður hann að reyna að setja sig inn í menningu og staðhætti íslands, en forðast að dæma einungis útfrá því gildismati sem tíðkast fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er formaður Samtaka áhugamanna um stjömuspeki. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands: Rekstr ar afgang- ur 4,4 millj. króna Á AÐALFUNDI Krabbameins- félags íslands, sem haldinn var sl. föstudag, sagði Gunnar M. Hansson, gjaldkeri félagsins, að rekstrarafgangur á ársreikningi félagsins fyrir sl. ár hefði numið 4,4 milljónum króna. Þegar skýrslur aðildarfélaga Krabba- meinsfélags íslands voru fluttar kom í ljós að Krabbameinsfélag Akureyrar er orðið fjölmennasta aðildarfélagið. Á fundinum var Almar Grímsson, lyfjafræðingur, kosinn formaður Krabbameins- félags íslands. í stjóm Krabbameinsfélags ís- lands voru einnig kosin Guðrún Agnarsdóttir, læknir og alþingis- maður, Ragnar Pálsson, deildar- stjóri, og Jón Þorgeir Hallgrfmsson læknir. Gestur fundarins, Arthur Holleb, læknisfræðilegur forstjóri Banda- ríska krabbameinsfélagsins, flutti erindi um starfsemi félagsins og sagði m.a. að það fengi engan fjár- stuðning frá hinu opinbera. Dr. Gunnlaugur Snædal, fráfarandi formaður Krabbameinsfélags ís- lands, flutti erindi um starfsemi félagsins á sl. ári, Hermann Ragnar Stefánsson sagði frá Samtökum krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra, Kristján Sigurðsson, yfirlæknir, flutti erindi um nýskipan legháls og bijóstakrabbameinsleit- ar, Helga Ogmundsdóttir, yfirlækn- ir, fjallaði um rannsóknir til að auka skilning á eðli krabbameins og Höskuldur Frímannsson, rekstr- arráðgjafí, talaði um árangur end- urskipulagningar Krabbameinsfé- lagsins. Fjölmargir vinningar í Umboð í Reykjavík og nágrenni: ADALUMBOD: Tjarnargötu 10, símar: 17757 og 24530. Sparisjúður Reykjavíkur og nágrennis. Austurströnd 3, Seltjarnarnesi, sítni: 625966. Bókaversiunin Hugföng, Eidistorgi, sími: 611535. Verslunin Neskjör, Ægissídu 123, símar: 19832 og 19292. Bókaverslunin Úlfarslell, Hagamel 67, sími: 24960. Sjóbúðin Grandagarði 7, sími: 16814. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, sími: 27766. Passamyndirhf., Hlemmtorgi, sími: 11315. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Hátúni 2 B, sími: 622522. Bókaverslunin Griffill, Síðumúla 35, sími: 36811. Hreyfill, bensínafgreiðsla, Fellsmúla 24, sími: 685521. Paul Heide Glæsibæ, Álfheimum 74, sími: 83665. Hrafnista, skrifstotan, símar: 38440 og 32066. Bókabúð Fossvogs, Efstalandi 26, sími: 686145. Landsbanki Islands, Rofabæ 7, sími: 671400. Bókabúð Breiðholts, Arnarbakka 2, sími: 71360. Straumnes, Vesturberg 76, símar: 72800 og 72813. Happahúsið, Kringlunni, sími: 689780, Birgir Steinþórsson KOPAVOGUR: Bóka- og ritfangaverslunin Veda, Hamraborg 5, slmi: 40877. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími: 40180. GARDABÆR; Bókaverslunin Gríma, Garðatorg 3, sími: 656020. 1 I HAFNARFJÚRÐUR: Kári- og Sjómannafélagið, Strandgötu 11-13, simi: 50248: . Hrafnista Hafnarfirði, sími: 53811. [MOSFELLSSVEIT: Bóka- og ritfangaverslunin Ásfell, Háholt 14, sími: 666620. Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja velkomna. HAPPDRÆTTI DVAULRHEIMIUS ALDRAÐRA SJÓMANNA M Við viíjum velija atfiygfi viMiptavina á jná að 1. maí - 1. septemScr verður oSaískrifstofa fciagsins opinjrá HL ÉBRUnnBðTRF&JIG fSLRMS Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 26055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.