Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 ÍSLAND HF. eftirAsgeir Gunnarsson Sú skoðun hefur ríkt innra með mér, að stinga ekki niður penna hvorki um menn né málefni og birta opinberlega. Ég hef ætíð kosið munnlegu leiðina í formi samtala og fyrirlestra. Nú er þó svo komið að ég hef í fyrsta sinn tekið mér penna í hönd, til þess að tjá mig á opinberum vettvangi, þvert ofan í lífsregluna. Ég bý mig að sjálfsögðu undir ýmsar rassskellingar fyrir þá ákvörðun — en hvað um það, penn- inn er kominn í gang. Fyrir þremur árum flaug í gegn- um huga mér sú hugmynd, að setja fyrirtæki mínu ákveðinn ramma; ákveða stærð þess og framtíð. Stjómunin og framtíð þess mætti þá auðveldari verða. Til þess að slíkt væri hægt að gera, varð við- komandi að kunna góð skil á fortíð og nútíð, öðruvísi er ekki hægt að gera sér hugmyndir um framtfðina. Framtíðin er nefnilega það sem skiptír máli: hún skal byggð á grunni fortíðar og nútíðar. Núið er eftir andartak orðið þáið; en framtíðin er eilíf, og eftirsóknarvert verkefni, því í henni eigum við að búa. Með því að móta fyrirtækinu stefnur og takmörk, var ég að tryggja mér og mínum öruggari framtíð. Nú voru góð ráð dýr. Ég hef ætíð verið unnandi heimilda aftur í tímann, sérstaklega tölu- legra. Slíkum heimildum safnaði ég því saman í upplýsingaformi mynda og máls fyrir starfsfólk mitt og ráðamenn fyrirtækisins, ásamt því að láta vissa aðila innan fyrirtækis- ins svara fjölda spuminga. Allt þetta varð til þess að fyrirtækið sá nú framtíðina fyrir sér og fór að vinna samkvæmt því, eftir hópvinnu og fyrirlestrahald. Rammi fyrir- tækisins var settur, miðað við nú- verandi þjóðskipulag. Eftir miklar vangaveltur fór ég að velta því fyr- ir mér, af hveiju ég setti fyrirtæk- inu þennan ákveðna ramma, þessa ákveðnu stærð. Ég spurði marga, og leitaði víða fanga, en engin ákveðin svör blöstu við. Mín ein- læga skoðun var og er sú, að bíla- eign landsmanna verður ekki meiri. Hún staldrar við 130 til 133 þúsund bíla. Þama var að vissu leyti for- senda fyrir stefnumótun fyrirtækis- ins; en var það ekki eitthvað fleira sem knúði dyra um stærð fyrirtæk- isins og framtíð? Ég er fullviss um það, að fleiri stjómendur mismun- andi fyrirtækja hafa velt þessari spumingu fyrir sér, en ef til vill ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu. Eftir miklar vangavelt- ur, er að mínu mati svarið einfalt! Svarið er ísland hf. Hvar er ísland statt og hvert er ísland að fara? Ég hef kosið að kalla fsland nafninu ísland hf., vegna þess að ísland er verzlunar- fyrirtæki í þess orðs víðustu merk- ingu. Fyrirtæki sem við öll eigum og erum hluthafar í, og hefur alla tíð verið þannig, frá því að Ingólfur Arnarson hóf búsetu hér. Hann og hans líkar flúðu frá Noregi undan sköttum, skyld- um og reglum Noregskonungs. En svo skaut svo skökku við að íslendingar urðu sjálfgerðir heimsmethafar í sköttum, skyld- um, lögum og reglum. Sér grefur því gröf sem grefur. En aftur til íslands hf. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS segir réttilega að offjárfest- ing riki innan Sambandsins og víðar. Guðlaugur Bergmann seg- ir 20 prósent of mikið af verslun- um vera á Reykjavíkursvæðinu og svo mætti lengi telja. En af hverju spyija menn sig ekki, Hvers vegna? Hver er orsök- in? Þjóðhagsstofnun, sem að mínu mati vinnur gott starf, er látin „matreiða“ fyrir þjóðina t.d. fárra prósenta minnkandi þjóðarhagvöxt (1—2%), viðskiptahalla um ellefu milljarða og þar fram eftir götun- um. Fæstir þegnar þjóðfélagsins skilja svo smáar tölur, né svo stórar tölur sem viðskiptahallinn er. Þar má meðal annars kenna um að við- miðunartölur og grunnupplýsingar skortir. Hvað þá heldur að skilja orðtökin. Af hveiju þá ekki að „mat- reiða“ fyrir þjóðina hvað er að ger- ast, hvers vegna er ísland hf. statt eins og það er í dag? Svarið er í raun ofur einfalt, og þannig ber að Ásgeir Gunnarsson yÉg hef kosið að kalla Island nafninu ísland hfvegna þess að Is- land er verzlunarfyrir- tæki í þess orðs víðustu merkingu. Fyrirtæki sem við öll eignm og erum hluthafar í.“ „matreiða" það fyrir hluthöfum ís- lands hf. ísland hf. hefur sett sér físki- aflakvóta. Eigi skal veitt meira magn en 1.700.000 tonna úr sjó (+/- 50 þúsund). Útflutningsverð- mæti sjávaraflans eru því um 77 af hundraði tii 80 af hundraði. 12 til 15 af hundraði er ál- og málm- blendi og afgangurinn ull, ullariðn- aður, kjöt og ýmis annar iðnaður. ísland hf. hefur sett sér sína hám- arks útflutningsstærð, sem vart á eftir að stækka, nema til komi auk- in fjárfesting t.d. í raforku til auk- ins iðnaðar. Hvoru tveggja er hæg- fara og verða að teljast óvissuþætt- ir. Semsé, ísland hf. hefur sett sér sína stærð. Á hinn bóginn er það staðreynd að innflutningur er nánast mettaður. Eins og að framan greinir er bfla- floti landsmanna mettaður. Út- varps-, sjónvarps- og myndvarpa- markaðurinn er mettaður. Elda- véla-, ísskápa- og frystikistumark- aðurinn er mettaður. Tölvumarkað- urinn á um það bil tvö ár í land. Byggingamarkaðurinn er ekki enn mettaður vegna flótta frá lands- byggðinni. Utanbæjarmenn kaupa húsnæði Reykvíkinga, meðan Reyk- víkingar byggja sér nýtt húsnæði. Byggingamarkaðurinn verður mettur innan um það bil tveggja ára. Ferðamannastraumurinn frá íslandi er mettaður, og svo mætti lengi telja. Niðurstaðan er því sú, að Island hf. hefur í fyrsta sinn, frá því land byggðist, náð sínu hám- arki; jöfnuði. Jöfnuður átti sér stað í Svíþjóð um 1968 og sama gerðist í fleiri löndum ýmist fyrr eða slðar. Það skortir aðeins eitt í „matreiðslunni". Hún á að vera jákvæð úr hendi stjómvalda, og við sem erum hlut- hafar í íslandi hf. eigum að fá að gleðjast yfír því að svona skuli vera komið. Én það þarf góða stjóm- málalega sálfræðinga til að „mat- reiða“ þetta nýja ástand fyrir hlut- höfunum, og það þarf að hafa hraðann á. Island hf. verður héðan Ég og deildarstjóramir sátum og einblíndum á VANDA- MALIÐ (svörtu kúluna). Svarta kúlan var greypt í mig, jafnvel í draumaheiminum. voru örfáar litlar svartar kúlur. Ég og deildarstjóramir vorum orðnir lokaðir innan fjög- urra veggja. Einblíndum á svörtu kúluna. Gleymdum þvi að utan þessa fjögurra veggja skein sólin, skipin fóru á veiðar, bændumir ræktuðu sitt fé. ísland hf. var í gangi. Að lokum var allt starfsfólkið orðið meðtekið af svörtu kúlunni og hálfpartinn lamað í vinnu. y/ /*\Í Ég tjáði deildarstjórunum þessi tíðindi, og við brenndum því upp svörtu kúluna i hugum okkar, og gengum út úr fjögurra veggja vítinu. Ég og deildarstjórarnir básúnuðum neikvæðni, og að það væri verulegt vandamál á ferðinni. Hvað? Það vissi eng- inn. Svarta kúlan stækkaði alltaf dag frá degi i huga starfsmannanna. Eftir utanlandsförina og að sjá landið okkar kæra ann- ars staðar frá, ákvað ég að skera upp svörtu kúluna og kryfja til mergjar hvað inni i henni var. Litlu svörtu kúlumar voru ekki vandamál, þær voru verkefnin okkar. Það eru nefnilega engin vandamál til, aðeins verkefni, litlar svartar kúlur sem teknar eru fyr- ir ein í einu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.