Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
Barnabæturnar
og blessunin
eftirEddu
Ragnarsdóttur
Eru stjómvöld, og þá er átt við
bæði ríkisstjóm og verkalýðsforystu
alveg orðin ær, — eða er vísvitandi
verið að vinna að því að gera al-
þýðu þessa lands gjaldþrota?
Hingað til höfum við ekki heyrt
um neinn sem getur lifað á loftinu.
Magnús sálarháski reyndi að lifa á
kindalungum í eina viku, munnvatni
í aðra og Guðsblessun í þá þriðju —
og var sú vikan verst að hans sögn.
Við höfum að vísu munnvatnið, en
það er orðin spuming með blessun-
ina, að minnsta kosti er prestastétt-
in búin að fá fýrir hjartað vegna
þess hvað einstæðir foreldrar hafa
það gott.
Það em nú meiri ósköpin, hvað
við höfum það gott. Við fáum
bamabætur — eða hvað?
Einstætt foreldri með ungling 16
ára og eldri fær ekki bamabætur
og getur heldur ekki nýtt ónýttan
persónuafslátt afkvæmis síns. Aft-
ur á móti getur fólk í sambúð og
hjón nýtt ónýttan persónuafslátt
sambúðaraðila allt að 80%. Ungl-
ingur á þessum aldri er í flestum
tilvikum í skóla og dýr í rekstri,
jafnvel þó hann/hún sé ekki í neinu
tómstundastarfí, íþróttum, tónlist
eða öðru því sem ætti að vera sjálf-
sagt fyrir æsku þessa lands.
Með nýjum skattalögum, matar-
skatti og hækkaðri vísitölu, auk
annarra hremminga hafa kjör ein-
stæðra foreldra versnað svo að til
algjörs hmns horfír. Þess vegna
komum við saman nokkrir félagar
í FEF og gerðum úttekt á heimilis-
bókhaldi nokkurra félagskvenna.
Til viðmiðunar em upplýsingar
frá Hagstofu íslands um vísitölu-
ijölskylduna. Vísitölufjölskyldan
samanstendur af hjónum með rúm-
lega eitt og hálft bam, þ.e. 3,66
meðlimir, og samkvæmt útreikning-
um sérfræðinga Hagstofunnar þarf
þessi íjölskylda til mánaðarlegra
útgjalda kr. 116.548,- og er þá
ekki húsleiga reiknuð, en hús-
næðisliður talinn ca 10% þessarar
upphæðar.
Eitt er að þurfa en annað er að
hafa til ráðstöfunar og munum við
nú koma með dæmi því til sönnunar.
Lítum fyrst á einstæða móður
með eitt bam á framfæri sínu, þar
sem það er langalgengasta fjöl-
skyldumunstur einstæðra foreldra.
Þessi umrædda kona býr í Reykja-
vík, leigir á almennum leigumark-
aði og vinnur í verslun.
Hún hefur í laun kr. 34.000,- á
mánuði, frá dregst lífeyrissjóðsgjald
kr. 1.360 og kr. 340 í stéttarfélags-
gjald, þannig að útborguð laun em
kr. 32.300,-
Telqur:
Útborguð laun
Bamabætur
Meðlag
Mæðralaun
Bamabótaauki
Útgjöld:
Húsaleiga
Hússjóður
Rafmagn
Sjónvarp
Sími
Dagheimilisgjald
Strætisvagnakostn.
Mismunur
kr. 32.300
kr. 4.472
kr. 5.332
kr. 3.342
kr. 3.540
kr. 48.986
kr. 25.000
kr. 1.250
kr. 1.991
kr. 1.162
kr. 875
kr. 5.462
kr. 3.200
kr. 38.940
kr. 10.046
sem verður að duga fyrir mat, föt-
um og tilfallandi útgjöldum tveggja
aðila. Er nokkur undrandi yfír því
að þessi kona er að gefast upp á
því að láta enda ná saman. Eða
finnst ykkur hún mjög svo öfunds-
verð af bamabótunum? Auk þess
má benda á að bamabætur koma
til útborgunar á þriggja mánaða
fresti, en ekki mánaðarlega, ena
þótt við reiknum þau þannig út
hér. Og bamabótaauki greiðist með
tveimur greiðslum. Fyrri greiðsla
eigi síðar en 1. ágúst og síðari
greiðsla eigi síðar en 1. nóvember.
Aftur á móti fá þeir sem nutu
bamabótaauka á árinu 1987 55%
af greiðslum þess árs fyrirfram og
greiðist sú upphæð með tveimur
jöfnum greiðslum fyrri hluta árs. í
dæmi okkar deildum við bamabót-
um og bamabótaauka jafnt niður á
árið óg reiknuðum þá með fullum
bótum. Einnig er öllum útgjalda-
auka deilt niður í jafnar mánaðar-
legar greiðslur. Ef þessi kona skuld-
ar skatta eru þau gjöld dregin frá
bótum og getur svo farið að hún
fái yfírhöfuð engar bætur útborgað-
ar. Ef konan er nýskilin og/eða
nýlega hefur verið slitið sambúð,
em skattaskuldir eiginmanns eða
sambúðaraðila teknar af bamabót-
um.
Og svona til umhugsunar: Eiga
bamabætur ekki að vera leiðrétting
á skattprósentu, þar sem allir fá
nú sama persónuafslátt, sama hvar
í fíokki þeir standa félagslega, og
vera þannig tæki til að rétta hlut
bamafjölskyldna og tryggja að
bömin okkar fái þó í það minnsta
að borða?
Einnig er rétt að taka fram að
venjulega er talað um bamabætur
og bamabótaauka á ársgrundvelli
og margir hafa skilið það svo að
sú fjárhæð sem þá er nefnd sé til
greiðslu í hverjum mánuði. Virðist
áróður fjármálaráðherra ekki hvað
síst hafa stuðlað að þeim misskiln-
ingi í hugum fólks.
Formaður VR lét hafa eftir sér
í blöðum og sjónvarpi nú nýverið
að 75% afgreiðslufólks í verslunum
væri með laun á bilinu 32-40 þús-
und krónur á mánuði og allir vita
að þar em konur í meirihluta.
Ekki emm við með þessu að segja
að hjónafólk með böm séu öfunds-
verð í okkar nútímaþjóðfélagi. Þó
er nú éngin goðgá að ætla að þar
sem fullorðnir einstaklingar em
tveir í stað eins í fjölskyldu, séu
heldur meiri tekjumöguleikar fyrir
hendi. Enda full þörf á fleiri krónum
til heimilisreksturs heldur en fram-
angreind kona hefur úr að spila.
Eigum við því svolítð erfítt með að
skilja þann „kristilega“ hugsunar-
hátt, sem ffarn kemur í umræðum
þeirra presta sem finnst einstæðum
foreldmm vera gert svo mikið
hærra undir höfði en öðmm þegnum
þessa lands að það hvetji til upp-
lausnar hins heilaga hjónabands.
Skal hér aðeins minnst á þann
samanburð sem gerður hefur verið
í fjölmiðlum undanfarið á kjörum
einstæðra foreldra og hjóna eða
sambúðarfólks. Talað er um allar
þessar bamabætur til einstæðra
foreldra. Tökum mið af hjónum með
eitt bam þar sem maðurinn nýtir
80% af persónuafslætti konu sinnar,
og bemm það saman við einstætt
foreldri með eitt bam. Þegar um
hjónin er að ræða verður nýtanleg-
ur persónuafsláttur maka kr.
11.760 á mánuði eða kr. 141.120
á ári. Bamabætur einstæðs foreldr-
is umfram hjónin kr. 1.490,67 á
mánuði þ.e. kr. 17.888 á ári. Á
ársgmndvelli er því mismunurinn
kr. 123.232,- hjónafólki í hag. Ekki
virðist þessi samanburður vera
hvetjandi til sambúðar- eða hjóna-
bandsslita, eða hvað? Að ekki sé
21
Edda Ragnarsdóttir
„Með nýjum skattalög
um, matarskatti og
hækkaðri vísitölu, auk
annarra hremminga
hafa kjör einstæðra
foreldra versnað svo að
til algjörs hruns horfir.
Þess vegna komum við
saman nokkrir félagar
í FEF og gerðum úttekt
á heimilisbókhaldi
nokkurra félags-
kvenna.“
nú minnst á samanburð á bamlaus-
um hjónum og foreldri með ungling
á framfæri. Hjá hvomgu er um
bamabætur að ræða — og reikni
nú hver sem vill.
Og þá skulum við iíta snöggvast
á annað dæmi um einstæða móður.
Hún býr líka í Reykjavík, hún á
bfl, íbúð í blokk (fasteignamat 4,1
millj.) og vinnur á skrifstofu. A
heimilinu hjá henni býr sonur henn-
ar, 17 ára gamall nemandi í flöl-
braut. Með honum fær hún ennþá
meðlag og mæðralaun, en ekki
bamabætur og fær ekki að nýta
ónýttan persónuafslátt hans, því
gagnvart skattinum er sonurinn
sjálfstæður einstaklingur og konan
er því einungis að hálfu einstæð
móðir, ef marka má tvískinnung
opinberra stofnana. Laun þessarar
konu era kr. 76.362 á mánuði,
skattar em kr. 12.082, lífeyrissjóð-
ur kr. 1.944 og stéttarfélagsgjald
kr. 535, þannig að útborgað fær
hún kr. 61.801,00. Gjöld á árs-
gmndvelli sem falla undir hús-
næðislið em fasteignagjöld kr.
20.922, afb. vextir og vísitöluálag
kr. 324.000, eignaskattur kr.‘
11.896, samtals kr. 356.818, það
er kr. 29.734 á mánuði, sé því deilt
jafnt niður á árið. Þá lítur dæmið
þannig út:
Tekjur:
Útborguð laun kr. 61.801
Meðlag kr. 5.332
Mæðraiaun kr. 3.342 kr. 70.475
Gjöld:
Húsnæðisliður kr. 29.734
Hússjóður 2.230
Skattar af mæðral. kr. 1.176
Rafmagn kr. 1.897
Sfmi kr. 987
Sjónvarp kr. 1.162
Bifr.kostn. (skv. FÍB) kr. 11.988 kr. 49.174
Mismunur 21.301
Laun þessarar konu em ekki
rauntekjur. 36,30% er fyrir eftir-
vinnu, þannig að ef hún missir hana
á hún ekkert eftir til að lifa af og er
í raun í mínus um kr. 6.413 á mán-
uði.
Óréttlæti eignaskattsins hefur
bmnnið á mjög mörgum í þessu
landi. Tökum sem dæmi hjón sem
eiga skuldlausa íbúð að fasteigna-
mati 3,9 milljónir. Fasteignamatið
skiptist milli þeirra, þau borga eng-
an eignaskatt. Ef fjölskyldan sam-
anstendur af einstæðu foreldri með
bam, (sú fjölskylda þarfnast ekki
minna húsnæðis — hafa hjón ekki
yfirleitt sameiginlegt svefnher-
bergi?) þá telst húsnæðið í eigu ein-
staklings, sem þar af leiðandi þarf
að borga eignaskatt. Sömu sögu
er að segja um konu sem verður
ekkja. Hún borgaði engan eigna-
skatt fyrir lát maka síns, en þegar
launatekjur skerðast við fráfall
hans, þarf hún að fara að borga
eignaskatt. Undarlegt réttlæti það.
Þykir okkur sem eignaskatts-
mörkin séu alltof lág. Miða þyrfti
við að íbúðarhúsnæði, sem ekki
teldist óhóflega stórt yrði eigna-
skattlaust. Við íslendingar verðum
að beijast í þvi mest alla okkar ævi
að eignast þak yfír höfuðið og eram
svo sannarlega látnir borga opinber
gjöld af launatekjum okkar. Hversu
oft eigum við að borga skatta af
sömu fjárhæð?
Þá er það einnig furðulegt að
okkar áliti hvemig húsnæðisbætur
em ákvarðaðar. Einstaklingur, þar
með taldir einstæðir foreldrar, án
tillits til bamafjölda viðkomandi,
fær ákveðna ijárhæð. En hjón, sam-
búðarfólk eða einhveijir tveir éin-
staklingar kaupa saman íbúð, fá
þau tvöfalda þá fjárhæð. Eigum við
að trúa þvi að vaxtakostnaður á
hveija íbúð sé hærri ef tveir — eða
jafnvel þrír — em um að afla tekna
til að greiða kostnaðinn?
Að hveijum er verið að gera grin?
Grátt finnst okkur það grín vera.
Höfundur er formaður Félags ein-
stæðr.a foreldra (FEF) ogritaði
þessa grein fyrir hönd samstarfs-
bóps félagsins.
STÓRIR-STERKIR-SPARNEYTNIR
HINO FBog HINO FD
eru í fremstu röö
flutningabíla af milli-
stærö. Við eigum nú til
afgreiðslu STRAX og á
sérlega hagstæðu verði:
HINO FB 113:
Heildarþungi: 7500 kg
Burðargeta: 5400 kg
Vél: 111 Hö
HINO FD 174:
Heildarþungi: 9900 kg
Burðargeta: 7140 kg
Vél: 165 Hö
Við getum afgreitt
þessa bíla með
vönduðum pöllum eða
vörukössum, sem vakið
hafa verðskuldaða
athygli og fengið
frábæra dóma atvinnu-
manna. Ennfremur léttar
álvörulyftur, sturtur og
vökvakrana.
Hafið samband við
sölumenn véladeildar,
sem veita fúslega allar
nánari upplýsingar.
BÍLABORG H.F.
FOSSHÁLS11, SlMI 68 12 99