Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Fjárlög, ráðuneyti og umsvif ríkisstofnana eftirFinn Sveinbjörnsson Stutt er síðan nokkur umræða varð um fjárhagsstöðu Landakots- spítala. Þar komu m.a. fram tvö ólík sjónarmið um íjárframlög til spítal- ans, annars vegar að spítalinn eigi að fá það fé úr ríkissjóði sem stjóm- endur hans telja að hann þurfi og hins vegar að stjómendur spítalans ættu að laga starfsemi hans að þeim flárveitingum sem honum eru ætlað- ar í flárlögum í stað þess að senda „bakreikninga" til flármálaráðuneyt- isins. Bilið á milli þessara tveggja sjónarmið, mælt í krónum, er um 150 m.kr. í framhaldi af þessari umræðu langar mig að fjalla lítillega um flár- lög, hlutverk þeirra og forsendur, umsvif ríkisstofnana og hlutverk ráðuneyta í Qármálastjóm í því skyni að varpa nokkru ljósi á hvers vegna sama staða og í Landakotsmálinu kemur upp aftur og aftur hjá ýmsum ríkisstofnunum. Hlutverk fjárlaga Fjárlögum er ætlað tvíþætt hlut- verk. Annars vegar nota stjómvöld þau til að hafa áhrif á þróun efna- hagsmála. Til að meta þessi áhrif þarf að huga að helstu stærðum ijárlaga, svo sem heildartekjum, heildarútgjöldum og lánastarfsemi ríkissjóðs. Það er grundvallaratriði að helstu stærðir f fjárlögum (og reyndar einnig í lánsfjárlögum) séu í samræmi við þau markmið sem ríkisstjóm setur sér í efnahagsmál- um á hverjum tíma og byggðar á sömu forsendum um efnahagsþróun og aðrar áætlanir í efnahagsmálum. Þetta var ekki þannig til skamms tíma en minna má á mikilvæga áfanga í Ólafslögum frá 1979 og lagabreytingum sem snerta fjár- lagagerð frá 1985. Til að fjárlög endurspegli sem best áhrif ríkis- Qármála á efnahagslffið er afar mikilvægt að fjárlög nái til allra þátta í starfsemi ríkissjóðs og rfkis- stofnana, þ.e. að mikilvægir þættir ríkisflármála séu ekki utan fjárlaga. Ef þess er ekki gætt verður um- ræða um fjárlög sem hagstjómar- tæki marklaus og ákvarðanir í ríkis- fjármálum geta auðveldlega leitt til annarra áhrifaj efnahagsmálum en til var ætlast. Ég ætla ekki að fjalla frekar um þessi vandamál, enda hafa ýmsir hagfræðingar gert þessu efni góð skil í þessu blaði og á öðr- um vettvangi á allra síðustu árum. Hitt aðalhlutverk fjárlaga er að ákveða hversu miklu fé ríkisstofn- unum og öðrum aðilum í þjóðfélag- inu er ætlað úr ríkissjóði á ijárlaga- árinu. í íjárlögum er starfsemi stofnana því sniðinn stakkur eftir vilja Qárveitingavaldsins. í þessu efni er engin stofnun undanþegin, hvorki sú sem fær lítið sem ekkert fé úr ríkissjóði né hin stærsta, Ríkisspítalar, sem fá um 4 milljarða króna úr ríkissjóði skv. fjárlögum fyrir árið 1988. Auk þess að til- greina framlög úr ríkissjóði til starf- semi stofnana er að finna f fjárlög- um greiðslur til ýmissa aðila í þjóð- féiaginu. Hér fer iangmest fyrir greiðslum almannatrygginga til einstaklinga, framlög í ýmsa sjóði, framlög til atvinnuvega þjóðarinnar auk aragrúa af framlögum til ýmissa félagasamtaka. Forsendur fjárlaga Pjárlög eru ávallt byggð á ákveðnum forsendum um gang mála á fjárlagaárinu sem eru eðli samkvæmt háðar nokkurri óvissu. Þessar forsendur eru af tvennum toga. í fyrsta lagi er um að ræða forsendur um þróun efnahagsmála á fjárlagaárinu. Ifyrir flestar stofn- anir skipta þar mestu forsendur um þróun launa og verðlags. í öðru lagi er um að ræða forsendur um starfsemi stofnana, t.d. fjöldi starfsmanna og launaflokkar þeirra, breytingar á verkefnum, kaup á tækjum og viðhald hús- næðis. Forsendur af síðara taginu ákvarða þau umsvif sem stofnunum eru ætluð í fjárlögum. Til að áætlanir flárlaga um út- gjöld á fjárlagaárinu standist þurfa hvoru tveggja forsendumar að vera réttar, þ.e. forsendur um þróun launa og verðlags og forsendur um umsvif stofnana. Forsendur af fyrra taginu hafa ekki staðist sem skyldi á síðustu árum og sem dæmi má nefna að skv. nýlegri skýrslu fjár- málaráðherra um ríkisflármál á ár- inu 1987 kemur fram að í fjárlögum fyrir árið 1987 var gert ráð fyrir 20% hækkun launa á milli áranna 1986 og 1987 en í reynd varð hækk- unin nærri 40%. Á sama hátt var gert ráð fyrir að framfærsluvísitala hækkaði um 12,5% á milli 1986 og 1987 en raunverulega hækkun var tæplega 19%. Það gefur augaleið að reynist þessar forsendur rangar er rekstri ríkisstofnana stefnt í tvísýnu, að öllu öðru óbreyttu. Til að eyða ekki meira fé en ákveðið var í fjárlögum 1987 hefðu stjóm- endur stofnana orðið að grípa til ýmissa harkalegra ráðstafana, eins og að segja upp starfsfólki og draga úr starfsemi með ýmsu móti. Til þess kom þó ekki, enda hefur mál- um verið komið svo fyrir að stofnan- ir fá „sjálfkrafa" aukið fé úr ríkis- sjóði þegar laun ríkisstarfsmanna hækka. Því má segja að fjárlög séu verðtryggð eins og svo margar fjár- skuldbindingar f þessu landi, a.m.k. sá hiuti þeirra sem nær til launa- greiðslna og annarra sambærilegra greiðslna, eins og bóta almanna- trygginga. Hins vegar fá ríkisstofn- anir ekki aukið fé til að standa undir öðrum útgjöldum þegar verð- bólga verður hærri en ráð var fyrir gert. Það ætti hins vegar ekki að valda stjómendum verulegum vand- ræðum því önnur útgjöld eru yfír- leitt mun lægri en launaútgjöld, sem eru langstærsti útgjaldaliður stofn- ana. Síðamefndu forsendur fjárlaga, þ.e. forsendur um umsvif ríkisstofn- ana eru því eiginlega mikilvægari en hinar fyrri, a.m.k. fyrir starfsemi einstakra stofnana og útgjöld til afmarkaðra mála. Það skiptir höf- uðmáli fyrir fjárhag stofnana og ekki síður hversu vel fjárlög nýtast sem stjómtæki að þessar forsendur fjárlaga séu réttar. Þannig gefur augaleið að séu starfsmenn ríkis- stofnunar tuttugu talsins hlýtur að fara illa ef fjárveiting í fjárlögum er miðuð við tíu starfsmenn. Af þessu má ráða að sú kvöð hlýtur að hvíla á Qárveitingavaldinu að vanda sem mest gerð fjárlaga og tryggja eins og kostur er að þau endurspegli þá starfsemi sem raun- verulega fer fram. Á sama hátt hlýtur sú skylda að hvíla á forstöðu- mönnum stofnana og ráðuneytum að þau tryggi að starfsemi stofnana sé í samræmi við þessar forsendur fjárlaga. Sú pólistíska togstreita sem kem- ur upp á yfirborðið við gerð fjárlaga snýst um þessar forsendur um umsvif ríkisstofnana og útgjöld til einstakra málaflokka. Niðurstaðan felst yfirleitt f málamiðiun milli ólíkra sjónarmiða. Á fjárlagaárinu kemur svo í ljós hvemig þessar for- Finnur Sveinbjörnsson „Til að áætlanir fjár- laga um útgjöld á fjár- lagaárinu standist þurfa hvoru tveggja forsendurnar að vera réttar, þ.e. forsendur um þróun launa og verðlags og forsendur um umsvif stofnana.“ sendur fjárlaga standast. Ýmsar ástæður geta valdið því að þær standast ekki. Sem dæmi má nefna að starfsemi er raunvemlega um- fangsmeiri en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga og engin pólitísk samstaða um að draga úr umsvifum. Ný lög em sett, stofnun em falin ný verkefni og breytingar á ytri aðstæðum kalla oft á útgjöld sem enginn gat séð fyrir. Fyrir þessu er séð í stjómarskránni með heimild til aukafjárveitinga. Hlutverk ráðuneyta í fjármálastjórn Ekki er unnt að fjalla um for- sendur fjárlaga og rekstur ríkis- stofnana án þess að fara nokkmm orðum um mikilvæg atriði sem hafa úrslitaáhrif á ríkisfjármál og rekst- ur ríkisstofnana. I því sambandi mun ég þó einungis flalla um þátt ráðuneyta í flármálastjóm en sneiða hjá öðmm gmndvallaratriðum, eins og ákvörðunum um verkaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og einstaklinga og samtaka þeirra, stefnu(leysi) 1 starfsmannamálum hjá ríkinu, eft- irlit Alþingis með fjármálum ríkis- ins og starfsemi ríkisstofnana og ábyrgð stjómmála- og embættis- manna á ráðstöfun almannafjár, svo dæmi séu nefnd. Það deilir líklega enginn um það Opið bréf til ríkisstjórnarinnar Verkföll — Vinnudeilur Ríkisstjórnin ber ábyrgðina eftir Helga Viborg Hreiðarsson Á undanfömum ámm hafa vinnu- deilur sett æ meiri svip á íslenskt efnahagslíf. Verkföll em tíð og óán- ægja launafólks er greinileg, jafnvel eftir að „samningar" hafa náðst. Nú era verslunarmenn í verkfalli, kenn- arasamtökin em með lausa samninga og ekki sér fyrir endann á þeirri deilu og samningar háskólamennt- aðra starfsmanna ríkisins verða að öllum líkindum lausir í maí—júní. Því má við bæta að þó samningar Verka- mannasambandsins og -vinnuveit- enda séu í höfn verður farið fram á „leiðréttingu" í samræmi við samn- inga verslunarmanna. í öllum ofan- nefndum tilvikum er ekki samið til frambúðar og samningar verða laus- ir aftur innan fárra mánaða. Strax f haust em fyrirsjáanlegar deilur starfsmanna ríkisins og á næsta árí enr %jrfar-engF fretri-:-Það-er -1jóst að íslenska þjóðin mun, að öllu óbreyttu, búa við vinnudeilur og verkfoll næstu árin. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar Meðan á þessu stendur „reynir" hæstvirtur forsætisráðherra að vera hlutlaus í málinu. Hann, sem for- svarsmaður ríkisstjómarinnar, vill ekki skipta sér af vinnudeilum. Vinnudeilur og samningar launþega og atvinnurekanda eiga að vera frjálsir. En er ekki verið að misnota hugtakið frelsi? Það er misnotkun á hugtakinu frelsi þegar verkföll em kölluð „frjáls". Þau em alltaf neyðarúrræði, hvort sem er í Pól- landi eða á íslandi. Það er líka misnotkun þegar „fijálsir" samn- ingar leiða til harðvítugra vinnu- deilna, sem lama atvinnuíífið ár eftir ár. Það er líka rangtúlkun að h»IHa þvf fram að ríkisstjóm- in beri ekki ábyrgð á þessu Aíitandi. Rfkisstjóm Steingríms Hermannssonar hafði mjög skipulögð afskipti af launamál- um í landinu sem m.a. leiddi af sér mikla kjaraskerðingu fyrir suma launþegahópa og olli meiri kjaramismun en áður hefur tfðkast hér á landi. Það var Ifka verk ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að ganga svo frá máhnn að kjarasamningar urðu að hreinum skrípaleik, þar sem samið var um lágmarkstaxta, sem giltu einungis fyrir hluta launþega en baksamningar og yfirvinnugreiðslur giltu fyrir aðra. Ábyrgð þessara verka situr núverandi ríkisstjóm uppi með. Að setja upp hlutleysissvip og segja að þetta sé ekki verksvið ríkisstjómar- innar er annað hvort ábyrgðarleysi eða lýsir ánægju með þetta ástand. Hvomgu trúi ég á ríkisstjómina, a.m.k. ekki á hæstvirtan fjármála- ráðherra, sem almennt er á móti bmðli og hefur sagt að hann berjist' fyrir bættum kjöram almenningi til handa. Ég tel að vinnudeilur, verk- foll og óánægt starfsfólk sé bmðl „Hér með skora ég á ríkisstjórnina að skapa þann grundvöll sem nauðsynlegur er til að friður ríki á vinnu- markaðnum“ Hvað á ríkisstjórnin að gera? Það er verk ríkisstjómarinnar að skapa forsendur fyrir friði á vmnu- markaðnum. Til að svo geti orðið verður a.m.k. tvennt að koma til: í fyrsta lagi hækka barnalíf- eyri a.m.k. um helming. (Hugtak- ið bamabætur minnir á miskabætur eða slysabætur og er ekki mínum bömum bjóðandi.) Aukinn bama- lífeyrir myndi augljóslega auðvelda Qölskyldum lífið og myndi stórlega auðvelda kjarasamninga. í öðru lagi kemst rfkisstjórnin fyrir atvinnurekendur og þjóðfélag- i ekki .bjá þ.vf að fjölga skattþrep- íð-f"hétldf"■■r-"■-'’r'*•"''r" um. Skattþrepakerfi era notað til að fjármálaráðherra og starfsmönn- um hans er ætlað að annast mál- efni ríkissjóðs og skal fáa undra þótt þeir sinni fjárgæslustarfi sínu af íhaldssemi. Hins vegar er staða annarra ráðherra og ráðuneyta málum blandin. Á hveiju hausti taka ráðherrar sameiginlega ákvörðun um stefnu í efnahagsmál- um á komandi ári, þ.m.t. hvaða þátt ríkisfjármálum er ætlað að leika. í þessu felst m.a. að ákveða heildartekjur og heildarútgjöld í fjárlagafmmvarpi og útgjöld til stærstu liða þess. Og þótt fjármála- ráðherra og starfsmenn hans semji fjárlagafmmvarp er það gert í sam-_ ráði við önnur ráðuneyti og þau eiga sinn þátt í að ákveða umsvif einstakra ríkisstofnana sem fjár- veitingar miðast við og ættu þar af leiðandi einnig að axla ábyrgðina á því að áætlanir standist. En eftir að fjárlagafmmvarp hefur verið lagt fram og síðar þegar Qárlög hafa verið samþykkt virðast leiðir hins vegar skilja í of mörgum tilfell- um og ráðuneyti veita ekki þá for- ystu sem er nauðsynleg til að fjár- lög standist. Þau gerast talsmenn þeirra málaflokka sem undir þau heyra og skeyta oft lítt um mark- mið og fyrri ákvarðanir ríkisstjóm- ar í efiiahags- og ríkisíjármálum. Það er auðvelt að skilja þessa af- stöðu ráðuneyta en hins vegar er forstöðumaður stofnunar ekki öf- undsverður af hlutverki sínu ef ráðuneytið sem stofnun heyrir und- ir hefur lítið sem ekkert samband við hann og gefur ekki skýr fyrir- mæli um það hver umsvif stofnun- arinnar skuli vera á sama tíma og íjármálaráðuneytið hnippir í öxl forstöðumannsins og tilkynnir hon- um að „stofnunin sé komin framúr fjárlögum og nú verði að draga saman seglin". Þessu verður ekki breytt nema saman fari einbeitt fjárhagsleg og fagleg stjómun í ráðuneytunum. Núverandi fyrirkomulag sem felst í fjárhagslegum samskiptum stofn- ana við fjármálaráðuneyti og §ár- laga- og hagsýslustofnun og fagleg tengsl við hin ráðuneytin getur ekki leitt til annars en áframhaldandi streymis „bakreikninga" til flár- málaráðherra. Lausnin hlýtur að felast í öflugri fjármálastjóm í ráðu- neytum í nánum tengslum við fag- lega stjómun samfara stórauknu eftirliti fjárveitingavaldsins með framkvæmd fjárlaga. í þessu felst m.a. að flármálaskrifstofur í ráðu- neytum verði efldar og þær látnar bera ábyrgð á áætlanagerð í stofn- unum vegna fjárlaga í samræmi við faglega stefnumótun ráðuneytanna sem og eftirliti með og ábyrgð á greiðslustöðu stofnana. Höfundur er hagfrseðingur. Helgi Viborg Hreiðarsson tekjuöflunar og launajöfnuðar í öll- um vestrænum ríkjum og er ekkert minna nauðsynlegt hér en f Banda- ríkjunum eða Evrópu, nema sfður væri. Þrepaskattkerfi er hagstjóm- artæki, sem myndi auðvelda kjara- samninga og skapa frið á vinnu- markaðnum, ef til lengri tíma er . Iitið. _Með þrepaskattkerfí er. hægt I að vonast eftir því ástandi að kjara-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.