Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 30

Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Bandaríkin: Framleiðni- og hagvaxtaraukning Hagvaxtarskeiðið hefur staðið á sjötta ár Reuter Flak bifreiðarinnar, sem hryðju- verkamenn írska lýðveldishersins sprengdu í bænum Nieuw Bergen í Hollandi á sunnudag. Tveir breskir hermenn féllu í tilræðinu. Hálftima áður höfðu Iiðsmenn IRA myrt einn breskan hermann og sært tvo í bæn- um Roermond og sýnir innfellda myndin breska hermanninn látinn í framsæti bifreiðar þriggja. Washington. Reuter. PANTANIR frá bandarískum verksmiðjum jukust um 1,6% í mars og hafa ekki aukist jafn mikið siðustu þijá mánuði. Þá vekur það einnig athygli, að enn virðist framleiðni á hvern starfsmann vera að aukast. Kemur þetta fram í nýjum tölum frá bandaríska viðskipta- ráðuneytinu. Auk þessa jukust fjárframlög til húsbygginga um 1,5% í mars og þessar tölur og þær, sem birtar voru í fyrri viku, benda til áfram- haldandi vaxtar í efnahagslífínu út árið. Hagvaxtarskeiðið í Banda- ríkjunum hefur nú staðið í hálft sjötta ár. Bandarísk fyrirtæki hafa að undanfömu aukið fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði og skorið niður ýmsan kostnað til að standast betur samkeppnina á alþjóðlegum markaði en auk þess hefur fram- leiðni á hvem starfsmann verið að aukast í nokkur ár. Árið 1986 jókst hún um 1,6%, 1987 um 0,8% og þetta ár byijar með 0,9% aukn- ingu. Ber öllum saman um, að í framtíðinni verði betri kjör og meiri velferð aðeins sótt í aukna framleiðni. Flugumenn IRA fella þijá breska hermenn í Hollandi: Morðingjanna ákaft leit- að og öryggisgæsla hert Þrír hermenn fluttir helsærðir í sjúkrahús Nieuw Bergen, Roermond, Amsterdam. Reuter, Daily Telegraph. ORYGGISGÆSLA var hert tU muna í herstöðvum Breta í Vest- ur-Þýskalandi á sunnudag eftir að hryðjuverkamenn á vegum írska lýðveldishersins (IRA) höfðu vegið þijá breska her- menn í Hollandi. Lögreglan í Hollandi heldur uppi miklum viðbúnaði vegna morðanna en að sögn talsmanna lögregluyfir- valda er ekki vitað hversu margir tilræðismennirnir voru né heldur hvernig vopnabúnaði þeir beittu. Breskum hermönn- um í Vestur-Þýskalandi hefur verið ráðlagt að fara ekki yfir landamærin til Hollands. Bresku hermennirnir sem féllu í árásunum voru í helgarleyfi í Hollandi. írski lýðveldisherinn, sem berst gegn yfírráðum Breta á Norður- Irlandi, hefur lýst ábyrgð á morð- unum á hendur sér. Er almennt talið að hryðjuverkasamtökin hafí með illvirki þessu viljað hefna þriggja liðsmanna samtakanna, sem breskar öryggissveitir felldu á Gíbraltar í marsmánuði. í orð- sendingu samtakanna, sem birt var tíu klukkustundum eftir að ill- virkin höfðu verið framin og beint var til Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, sagði: „Farið Indland: Þriggja hæða sjúkra- húsbygging hrundi Lík 21 hefur fundist, 66 er enn saknað Srinagar & Indlandi. Reuter. ÞRIGGJA hæða barnaspítali hrundi í bænum Jammu á Norð- ur-Indlandi i gær. Að sögn yfir- valda hafa Ifk yfir tuttugu barna þegar fundist. Margra er enn saknað. Að sögn indversku fréttaþjón- ustunnar PTl voru 200 sjúklingar og fjöldi starfsmanna í sjúkrahús- byggingunni þegar efsta hæð hennar hrundi í gær. Þegar efsta hæðin hrundi féll hluti af neðri hæðunum saman. Einn læknir á spítalanum, Mahesh Gupta, sagð- ist hafa veitt athygli stórum sprungum í veggjum á efstu hæð- inni þegar hann var á stofugangi í gærmorgun. Hafði Gupta látið flytja fáeina sjúklinga af efstu hæðinni. Yfírmaður sjúkrahússins, D.R. Manhas, sagði í samtali við Reut- ere-frettastofuna að talið væri að um 30 hefðu farist þegar efsta hæð spítalans hrundi. Sagði Man- has að ekki væri vitað fyrir víst Hversu margir væru enn grafnir undir rústunum en 66 sjúklinga væri enn saknað. Um fjölda starfs- fólks er ekki vitað. 50 bömum hefur verið bjargað. Hermenn og íbúar bæjarins vinna að því að leita í rústunum. Yfírmaður Jammu- og Kasmír- fylkis, Farooq Abdullah, lokaði skrifstofu sinni og flaug til Jammu til að "hafa yfirumsjón með björg- unarstarfínu. frá írlandi ogþá kemst á friður.“ Tvítugur breskur hermaður féll og tveir félagar hans særðust al- varlega er skotið var á bifreið þeirra aðfaranótt sunnudags í bænum Roermond í suðurhluta Hollands. Mennimir vora að koma af veitingastað og höfðu enn ekki gangsett bifreiðina er tilræðis- mennimir hófu vélbyssuskothríð. „Ég heyrði skothríð og hljóp út á svalir," sagði Niek Groot í samtali við Éeuters-fréttastofuna. „Bif- reiðinni hafði verið lagt beint fyrir neðan svalimar og ég sá helsærð- an mann skríða út úr henni.“ ' Hálftíma síðar sprakk sprengja í bifreið þriggja hermanna fyrir utan skemmtistað í bænum Nieuw Bergen um 50 kílómetra norður af Roermond. Tveir mannanna létu lífíð og hinn þriðji særðist alvarlega. Sprengjan var gífurlega öflug og rifnuðu hurðir og þak af bifreiðinni. „Brak þeyttist í loft upp og eldsúla steig á loft,“ sagði breskur hermaður sem varð vitni að sprengingunni. Mér datt IRA strax í hug. Þeir eru alls staðar." íhelgarleyfi Hermennimir sex störfuðu allir við herstöðvar breska flughersins í Vestur-Þýskalandi. Voru þeir í helgarleyfi og óku yfír landamær- in til Hollands þar sém skemmti- staðir era að öllu jöfnu opnir leng- ur en í Vestur-Þýskalandi, að því er segir í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Hinir særðu vora þegar í stað fluttir í sjúkrahús og lágu á gjörgæsludeildum þar til síðdegis í gær er þeir vora fluttir í sjúkrahús breska hersins í Vest- ur-Þýskalandi. Munu þeir ekki lengur vera taldir í lífshættu. Utvarp breska hersins í Vest- ur-Þýskalandi birti áskoranir til breskra hermanna um að vera vel á verði og grandskoða bifreiðar áður en þær væra hreyfðar. Á sunnudag var komið upp skiltum við landamæri Hollands þar sem breskum hermönnum var ráðlagt að fara ekki inn í landið. Öryggis- gæsla hefur einnig verið hert í Hollandi og hafa hásettir embætt- ismenn í innanríkis- og dómsmála- ráðuneytinu lagt á ráðin um hvem- ig haga beri viðbúnaði í landinu í kjölfar ódæðisverkanna. Talsmaður lögregluyfírvalda í Hollandi sagði í gær að breskir sérfræðingar, sem þekktu vel til aðferða hryðjuverkamanna, að- stoðuðu við rannsókn málsins og væri hafín leit að tilræðismönnun- um um gjörvalla Evrópu. Flugu- menn írska lýðveldishersins létu síðast til sín taka í Hollandi árið 1979 er sendiherra Bretlands í Haag var skotinn til bana fyrir utan breska sendiráð ið í borginni. Árið 1986 vora þrír félagar IRA handteknir í íbúð í Amsterdam og höfðu þeir fyllt hana af vopnum og sprengiefni. Tveir þeirra höfðu flúið úr Maze- fangelsinu í Belfast árið 1983 og vora þeir framseldir til Bretlands. Kúbönsk vél skotin niður yfir Ang’ola Havana, Reuter KÚBANSKA stjórnin skýrði frá þvi á föstudag, að 26 kúbanskir hermenn hefðu látið lífið, þegar eldflaug var skotið að kú- banskri flugvél yfir suðurhluta Angola. Tekið var fram að með- al hinna látnu væri virtur hers- höfðingi. TUkynning þessi vakti athygli, þar sem Kúbustjóm hefur yfirleitt ekki gefið út yfirlýsingar að fyrra bragði um mannfall f Angola og einatt neitað fréttum þess efnis. Þetta er mannskæðasta slys sem Kúbanir hafa orðið fyrir frá því þeir hófu að veita stjóminni í Luanda hernaðaraðstoð fyrir þrettán árum. í yfírlýsingu stjóm- arinnar er sagt, að hershöfðinginn sem var í vélinni, Francisco Craz Bourzac sé hetja úr Svínaflóaorr- ustunni 1961 og hann hafí setið í ýmsum helztu vaidastofnunum á Kúbu. Vélin var af gerðinni Antonov 26 og var á leið til bæjarins Tcha- hutete í Suður Angola. Hún var að koma inn til lendingar, þegar eldflaugin hæfði hana. Kúbumenn hafa nú um 40 þús- und hermenn og ráðgjafa í An- gola, marxistastjóminni þar til stuðnings í baráttu við skæraliða og hermenn frá Suður Afríku, sem öðru hveiju ráðast inn yfír landa- mærin. Hópur evrópskra geimfara þjálfaður Strassborg’. Reuter. EVRÓPSKA geimferðastofn- unin (ESA) ætlar að hafa lokið þjálfun rúmlega 30 geímfara fyrir aldamót og eiga þeir að starfa við alþjóðlega geimstöð og evrópskar geimrannsókna- stöðvar á braut um jörðu. Evrópumenn vinna nú að smíði geimskutlunnar Hermes og á hún að vera tilbúin árið 1997. Verður þriggja manna áhöfíi um borð og eiga þeir að fara á misserisfresti frá jörðu að ómannaðri geimrannsókna- stöð á braut og vinna þar að ýmsum athugunum. Bandaríkjamenn, Vestur- Evrópumenn og Japanir vinna saman að smíði annarrar geim- stöðvar og á bandarísk geimfeija að flytja hana á braut $ 19 ferð- um. Er að því stefnt, að hún verði tilbúin árið 1998 en átta menn verða um borð að stað- aldri. Áætlaður kostnaður Evr- ópumanna við smíðina nemur um 160 milljörðum króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.