Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
HÁTÍÐARHÖLD í TILEFNI 1. MAÍ
Pólland:
Harðvítug átök sljórnar-
andstæðinga og herlögreglu
Varsjá, Reuter.
SVEITIR öryggislögreglu
beittu táragasi og kylfum gegn
stjómarandstæðingum i að
minnsta kosti sex pólskum bæj-
um og borgum á sunnudag, 1.
maí. Lögreglumenn réðust að
fylgismönnum „Samstöðu",
hinnar ólöglegu hreyfingar
pólskra verkamanna, í kirkju
einni f Gdansk og kom til
harðvítugra átaka, að sögn
sjónarvotta. Wojciech Jaruz-
elski, hershöfðingi og leiðtogi
pólska kommánistaflokksins,
sagði að yfirvöld í Póllandi
myndu ekki líða stjómleysi og
að hvergi yrði hvikað frá stefnu
stjómvalda þrátt fyrir óróa og
verkföll í landinu að undanf-
ömu.
Hvatning frá Walesa
Fyrr um daginn hafði Lech
Walesa, þekktasti leiðtogi „Sam-
stöðu“, hvatt þúsundir stuðnings-
manna samtakanna til að grípa
til aðgerða á mánudag og sýna
með því móti stuðning við kröfur
16.000 verkamanna í Lenín-stá-
liðjuverinu í Krakow, sem verið
hajfa í verkfalli frá því í byijun
sfðustu viku.
Jaruzelski hershöfðingi sagði í
hátíðarræðu í Varsjá að hvergi
yrði hvikað frá stefnu stjómvalda
í efnhags- og félagsmálum og
sagði að stjómleysi í landinu yrði
ekki liðið. Áfram yrði unnið að
þvf að þoka landinu í átt til lýð-
ræðis og umbóta þrátt fyrir and-
stöðu fhaldsmanna og þrýsting
„niðurrifsafla" í þjóðfélaginu.
Keuter
Óeinkennisklæddur öryggislögreglumaður grípur til gúmmíkylf-
unnar og sprautar táragasi að einum fylgismanna „Samstöðu"
í Varsjá.
Gífurlegt fjölmenni á Rauða torginu í Moskvu:
Sendimenn vestræna ríkja
Að sögn sjónarvotta og tals-
manna stjómarandstæðinga
beittu sveitir öryggislögreglu bar-
eflum og táragasi gegn þúsundum
stjómarandstæðinga sem safnast
höfðu saman í tilefni dagsins í
Varsjá, Gdansk, Krakow, Wroc-
law, Lodz, Poznan og Plock.
Heimildarmenn Reuíers-frétta-
stofunnar sögðu fimm öryggislög-
reglumenn hafa ruðst inn í kirkju
heilagrar Brygidu í Gdansk. Fé-
lagar í „Samstöðu" höfðu safnast
saman í kirkjunni og grýttu þeir
öryggisverðina. Kom til átaka inni
í kirkjunni og lumbruðu stjómar-
andstæðingar á tveimur heriög-
reglumönnum eftir að hafa af-
vopnað þá. Fréttaritari Reuters í
Gdansk kvað hundruð herlög-
reglumanna og stjómarandstæð-
inga hafa barist á götum borgar-
innar og grýttu fylkingamar
hvora aðra auk þess sem táragasi
og bareflum var óspart beitt.
Atökin stóðu f um 40 mfnútur og
var fjökii fólks handtekinn. Marg-
\r hlutu opin sár eftir að hafa
prðið fyrir bareflum herlögreglu-
manna sem spörkuðu gjaman í
herskáustu „Samstöðu“-mennina
eftir að hafa slegið þá niður.
tóku bátt í hátíðarhöldunum
Mnolrvu Rnntop
Moskvu, Reuter.
HUNDRUÐ þúsunda Moskvubúa
tóku þátt f hátfðarhöldum á
Rauða torginu f Moskvu f tilefni
af I. maf, alþjóðlegum baráttu-
degi verkalýðsins. Sendiherrar
vestrænna ríkja voru viðstaddir
hátíðarhöldin f fyrsta skipti frá
þvf í desember 1979 og sögðust
stjómarerindrekamir með
þessu vifja lýsa yfir ánægju sinni
með þá ákvörðun Sovétstjóraar-
innar að kalla innrásarliðið heim
frá Afganistan. Ekkert þótti
koma fram við hátfðarhöldin,
sem bent gæti til þess að dregið
hefði verið úr áhrifum Jegors
Lfgatsjovs, næstráðanda
Mfkhafls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga.
Hátfðarhöldin á Rauða torginu
stóðu í tæpar tvær klukkustundir.
Göngumenn báru borða, fána og
blöðrur í öllum regnbogans litum
auk þess sem skrautlegir vagnar
voru dregnir yfir torgið. Áletranir
og slagorð þar sem lýst var yfir
stuðningi við umbótaáætlun
Heuter
Raisa Gorbatsjova kaupir
sér kaffi á Rauða torginu.
Mfkhafl Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokkfeins,
veifar til mannfjöldans ofan af grafhýsi Lenfns á Rauða torg- <
inu. Gorbatsjov á hægri hönd er Andrei Gromýko, forseti Æðsta
ráðs Sovétríkjanna, og hinum megin við Gorbatsjov getur að
líta Níkolaj Rýzhkov, forsætisráðherra Sovétrfkjanna.
Mfkhafls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
voru áberandi.
Fremur kalt var í verði og var
Gorbatsjov klæddur þykkum
frakka og með hatt er hann tók
sér stöðu á grafhýsi Vladimírs
Leníns byltingarleiðtoga á Rauða
torginu. Á hæla honum komu An-
drei Gromýko forseti og Níkolaj
Rýzhkov forsætisráðherra. Næstur
þeim kom Jegor Lígatsjov, hug-
myndafræðingur flokksins og ann-
ar valdamesti maður Sovétríkj-
anna. Orðrómur hefur verið á kreiki
um að völd hans hafi verið skert í
kjölfar birtingar greinar í sovésku
dagblaði þar sem ráðist var harka-
lega að umbótaáætlun Gorbatsjovs
og stjómarhættir Jósefs Stalíns
varðir. Lígatsjov veifaði til mann-
fjöldans og virtist hinn ánægðasti.
Spjölluðu þeir Gorbatsjov saman í
mikilli vinsemd á meðan aðrir fé-
lagar stjómmálaráðsins komu sér
fyrir á grafhýsinu. Sögðu sérfræð-
ingar um sovésk málefni að
Lígatsjov hefði tekið sér hefð-
bundna stöðu næstráðanda leið-
toga sovéska kommúnistaflokksins
og hefði ekkert komið fram við
hátfðarhöldin sem bent gæti til
þess að völd hans og áhrif hefðu
verið skert. Við hlið Gorbatsjovs
stóð Viktor Tsjebríkov, yfirmaður
sovésku öryggislögreglunnar,
KGB, en hann er einnig sagður
hafa efasemdir um ágæti umbóta-
áætlunar Sovétleiðtogans.
Raísu heilsað
Hægra megin við grafhýsi
Lenfns höfðu verið reistir pallar og
gat þar að líta Raisu Gorbatsjovu,
eiginkonu Sovétleiðtogans, ogdótt-
ur þeirra Írínu. Ræddu þær mæðg-
ur við nokkra áhorfendur, sem
valdir höfðu verið úr fjöldanum sem
tók þátt í hátíðarhöldunum. Vakti
þetta mikla athygli og flykktust '
ljósmyndarar að þeim til að taka
myndir.
Þar til á sunnudag höfðu sendi-
menn erlendra ríkja ekki tekið þátt
í opinberum hátfðarhöldum í Sov-
étríkjunum frá því í desember árið
1979 er herlið Sovétmanna gerði
innrás í Afganistan. Vestrænir
stjómarerindrekar kváðust hafa
verið viðstaddir að þessu sinni til
að lýsa yfir ánægju sinni vegna
viðræðna um frið í Afganistan og
þeirrar ákvörðunar yfirvalda f Sov-
étríkjunum að hefla brottflutning
innrásarliðsins þann 15. þessa
mánaðar. „Mér þykir við hæfi að
taka þátt í hátfðarhjöldunum á
ný,“ sagði Jack Matlock, sendi-
herra Bandaríkjanna, og bætti við
að með þessu vildi hann einnig
leggja sitt af mörkum til að bæta
andrúmsloftið í samskiptum risa-
veldanna fyrir flögurra daga fund
þeirra Míkhafls Gorbatsjovs og
Ronalds Reagans Bandarflq'afor-
seta í Moskvu, sem hefet 29. maí.
Austur-Þýskalandi:
Göngumenn beðn-
ir að sýna skilríki
Austur-Berlín, Reuter.
LÖGREGLA í Austur-Berlín
gerði Ieit að andófsmönnum á
meðan á 1. mai hátiðarhöldum
stóð á sunnudag. Að sögn vest-
rænna sendimanna vom að
minnsta kosti fjórir kirkjugestir
handteknir. Þúsundir tóku þátt
í opinberum hátfðarhöldum f
borginni.
Mikill fyöldi manna tók þátt í
kröfugöngunni niður Karl-Marx-
stræti í Austur-Berlín. Báru
göngumenn borða, slepptu
blöðrum og veifuðu til leiðtoga
kommúnistaflokksins Erichs
Honeckers og annarra háttsettra
flokksleiðtoga. Sjónarvottar segja
að lögregla hafi beðið marga þeirra
sem vildu taka þátt í göngunni um
skilríki áður en þeir fóru f raðir
göngumanna. Segja vestrænir
sendimenn, að þeir hafi ekki séð
slfkt eftirlit áður. Óeinkennis-
klæddir lögreglumenn komu í veg
fyrir að ljósmyndarar og vestur-
þýskir sjónvarpsmenn gætu fest
það á filmu, þegar lögreglan krafð-
ist skilríkja af göngufólki.
Talsmaður kirkjuyfirvalda í
Austur-Berlín sagði að lögregla
hefði elt mann frá heimili hans við
Alexanders-torg þar sem hann
hefði verið handtekinn ásamt fimm
ára dóttur sinni. Maðurinn var á
leið til guðsþjónustu í Soffíu-kirkj-
unni þar sem lögregla hafði tekið
nokkra menn höndum skömmu
áður. Kirkjan í Austur-Þýskalandi
hefur oft skotið skjólshúsi jrfir
andófsmenn og virðist sem lög-
regla hafi ætlað að hafa hendur í
hári stjómarandstæðinga við guðs-
þjónustur á 1. maí.
0 Reuter
Óvenjuleg sjón á Spáni
Mörg þúsund manns tóku þátt í 1. maí hátíðarhöldum í Madríd á
Spáni þrátt fyrir gífurlega úrkomu. Þátttakendur í hátíðahöldunum
í Madríd sjást hér kyija „Intemationalinn", alþjóðasöng verka-
manna, undir risastóm veggspjaldi af Jósef Stalín.