Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 illtrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Samtök á vinnu- markaði og breytt samfélag Ilenzkur þjóðarbúskapur hefur sérstöðu um margt. Hann er háðari ytri aðstæðum en gengur og gerizt með grannþjóðum. Þar skipast skjótt veður í lofti. Lægð- ir og hæðir í efnahagslífí okkar ráðast af sveiflum í sjávarafla og sveiflum í verði sjávarafurða. Erlend verðþróun innflutnings og erlend gengisþróun setja og mörk sín á kjaradæmi þjóðarinn- ar. Óvíða hafa viðskiptakjör við umheiminn jafn ríkuleg áhrif á lífskjör almennings og hér á landi. Eftir Qögurra ára uppsveiflu í þjóðarbúskap okkar horfðum við — í upphafí árs — fram á samdrátt í landsframleiðslu og útflutningstekjum, versnandi viðskiptakjör og vaxandi við- skiptaúialla við umheiminn. Jafn- framt gætti töluverðs óróa á Ig'aravettvangi, einkum meðal starfshópa sem töldu sig af- skipta í meintu almennu launa- skriði næstliðin þensluár. Bar þar hæst verzlunarfólk, sem vinnur margt hvert á „strípuðum töxtum", það er án yfírborgana eða bónusálags, og býr sumt hvert við langan vinnudag. Hlið- stæð óánægja sagði einnig til sín hjá fiskvinnslufólki. Svo vel hefur til tekizt að aðilar vinnumarkaðar hafa víðast náð samningum fram á komandi ár, sem í aðalatriðum taka mið af viðblasandi efna- hagsstaðreyndum. Því ber og að fagna að markmið um áfram- haldandi hjöðnun verðbólgu hafa ekki verið látin lönd og leið við samningsgerðina, eins og stund- um áður. Á heildina litið virðist því frið- samlegt á íslenzkum vinnumark- aði, með nokkrum undantekn- ingum þó. Af þeim bera hæst verkföll verzlunarfólks, sem hef- ur nokkra kjarasérstöðu. í þeim hefur gætt töluverðrar hörku, svo sem fram hefur komið f frétt- um. Samtök verzlunarfólks hafa óneitanlega sett svip á fjölmiðl- afréttir næstliðnar vikur, en von- andi linnir þeim átökum brátt með viðunandi hætti fyrir alla aðila. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er langfjölmennasta stéttarfélag landsins. Það hefur borið hitann og þungann í kjara- baráttu verzlunarfólks undan- famar vikur. Skiptar skoðanir eru um það, eins og gengur, hvem veg haldið hefur verið á þeirri baráttu. Hvað sem þeim skoðanaágreiningi líður má ljóst vera að innan þessa stóra stétt- arfélags eru allnokkrir hags- munahópar, sem ekki eiga endi- lega samleið í öllum tilfellum. Spuming, sem oft áður hefur skotið upp kolli, hvort skipta eigi Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur í deildir, þar sem sérstaða einstakra hagsmunahópa er virt, kemur væntanlega til skoðunar í kjölfar afstaðinna kjaraátaka. Sama máli gegnir um aðra hugmynd, sem oft hefur verið viðruð hvort rétt sé að stofna sérstök „vinnustaðafélög", þar sem „stórir" vinnuveitendur eiga í hlut. Þá yrði allt starfsfólk stór- fyrirtækis í einu og sama stéttar- félaginu, hvert sem starf þeirra er. Þessi háttur þykir draga úr launamisræmi milli starfsgreina, og gagnast þannig láglaunahóp- um, um leið og hann tryggir starfsöryggi fyrirtækja. Ekki er ólíklegt að kröfur um endurskoðun og endurskipulagn- ingu verkalýðshreyfíngarinnar, með hliðsjón af margskonar breytingum í samfélaginu liðna áratugi, láti á sér kræla í ríkari mæli en verið hefur næstu miss- eri. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur samdi við um sextíu verzlunarfyrirtæki, framhjá Vinnuveitendasambandi íslands. Framkvæmdastjóm VSÍ hefur falið samningaráði að hefja und- irbúning að viðskipta- og af- greiðslubanni á þá vinnuveitend- ur sem hér eiga hlut að máli, þá er sömdu við aðila í verkfalli gegn VSÍ. Sú misvísun, sem hér kemur f ljós, vekur spumingar um, hvort sama máli gegni um samtök vinnuveitenda og samtök launþega, að endurskipulagning- ar sé að vænta — með hliðsjón af gjörbreyttum aðstæðum í samfélaginu síðustu áratugi. Samtök vinnuveitenda og launþega semja um kaup og kjör innan þeirra marka sem efna- hagsstaðrejmdir í þjóðarbú- skapnum setja þeim. Samningar umfram þau mörk em samning- ar um verðbólgu. Bætt lífslgör þjóðar verða aldrei sótt annað en í aukin verðmæti í þjóðarbú- skapnum, stærri skiptahlut. IJfskjör verða aldrei til í samningum, þótt þeir geti breytt skiptingu þjóðarteknanna. Þess- vegna skiptir meginmáli, að at- vinnuvegum okkar séu sköpuð skilyrði til að færa út kvíar, auka verðmæta8köpun og stækka skiptahlutinn á þjóðar- skútunni. Aðgát skal hö en eftirlits er ] eftir Ólaf * Olafsson Forsenda réttrar sjúkdómsgrein- ingar og meðferðar byggist m.a. á traustu trúnaðarsambandi læknis og sjúklings. Mörg einkamál sem læknum eru tjáð í trúnaði eru sögð eftir vand- lega íhugun þess, sem komist hefur í trúnaðarsamband við ákveðinn lækni og þekkir hann. Mannréttindi þeirra er til læknis leitar eru að ráða sjálfír hverjum trúað er fyrir einkamálum. í fá- menni eins og hér á landi er aðgát- ar sérstaklega þörf. í sumum tilfell- um er atvinnuöryggi jafnvel ógnað sbr. t.d. örlög nokkurra eyðnisjúkl- inga hér á landi. Þess vegna hefur löggjafinn sett f lög að enginn á óhefta aðgöngu að sjúkraskrá sjúklings nema þeir er hafa hana til meðferðar og landlæknir í vissum tilvikum. Örfá dæmi um einkamál: 1. Þekktur skipsljóri á togara fær einkenni frá þvagfærum og fer til kynsjúkdómalæknis sem tek- ur sýni og greinir kynsjúkdóm. 2. 60 ára vel kunnur stjómmála- maður leitar geðlæknis til stuðn- ings vegna tímabundins álags sem hann verður fyrir. 3. 25 ára kennari í fámennu plássi fer til heimilislæknis síns vegna vaxandi kvíða. Hann fer í viðtöl til geðlæknis og í ítarlegar rann- sóknir. Með hjálp geðlyfja heldur hann áfram daglegum störfum sínum með góðum árangri. 4. Kona fer í þungunarpróf og síðan fóstureyðingu. 5. Sjúklingur með eyðni er í með- ferð hjá smitsjúkdómalækni. Allt þetta ímyndaða fólk sem þó em fulltrúar margra þeirra sem til læknis leita, treystir því að upplýs- ingar um einkamál þeirra fari ekki til annarra en viðkomandi læknis. Þessar tilbúnu sjúkrasögur eru ekki undantekningartilvik, því að um 10% sjúklinga er leita til lækna þjást af geð- og taugasjúkdómum og 7—8% af þvagfærasjúkdómum, Ólafur Ólafsson landlæknir. þar af fleiri hundruð árlega vegna gruns um kynsjúkdóm. Rangar upplýsingar um eftirlit Mjög hefur verið alið á því að Morgunblaðið/Emilta Sigurður Helgason forstjóri afgreiðir farþega við brottför á Reykjavíkur- flugvelli. Farþegar ganga um borð f fiugvélar Flugleiöjr fluttji þegana til Reykja Keflavík. UTANRÍKISRÁÐHERRA, Steingrfmur Hermannsson hafði síðdegis f gær samband við Magn- ús Gfslason formann verslunar- mannafélags Suðurnesja og sagði Magnús í samtali við Morgun- blaðið, að ráðherrann hefði sagt honum að menn hefðu haft sam- band við sig og talið aðgerðir verkfallsvarða gegn vegabréfa- skoðun ólögmæta aðgerð til að loka landamærum. “Ekkert frek- ar, alveg eins,“ sagði Magnús, þegar hann var spurður hvort verslunarmenn myndu vera með einhveijar aðgerðir f Flugstöð Leifs Eiríkssonar f dag. Magnús sagði, að verslunarmenn í Borgar- nesi, Hafnarfirði og á Akranesi og Selfossi hefðu f gær lofað lið- veislu f flugstöðinni f dag. Til stimpinga kom í flugstöðinni í gærmorgun, þegar verkfallsverðir í Verslunarmannafélagi Suðumesja hindruðu farþega Flugleiða í að kom- ast gegnum vegabréfsskoðun. Tok- unokkrir farþegar til þess ráðs að klifra eftir loftinu yfir verkfallsverð- ina og komust þannig í gegn. Þegar ljóst var að þorri farþeganna færi hvergi, tilkynntu Flugleiðamenn eftir röskrar klukkustundar töf, að þeir myndu fljúga frá Reykjavíkurflug- velli. Báðu þeir alla farþega að ganga út, þvl fyrir utan biðu áætlunarbílar sem ækju farþegunum til Reykjavík- ur. Tvær Boeing 727-vélar sem vom staðsettar á Keflavíkurflugvelli héldu til Reykjavíkur og fór önnur þaðan beint til Lundúna full af farþegum, en hin hélt aftur til Keflavfkurflug- vallar þar sem hún tók viðbótarelds- neyti og hélt siðan áfram til Kaup- mannahafnar, Gautaborgar og Berg- en. Meðal farþega í þeirri ferð voru 16 skólanemar úr 9. bekk í Garða- skóla. Þau vom á leið til Kaup- mannahafnar f skólaferðalag sem hafði tafíst f nokkra daga vegna verkfallsins. Farþegar sem ætluðu með DC-8-vél Flugleiða til Lúxem- borgar komust ekki um borð í vélina og fóm þeir utan með Lundúna og Kaupmannahafnarvélunum og áttu að fljúga á áfangastað þaðan. Far- þegar sem höfðu komist inn f flug- stöðina, fóra með vélunum til Reykjavíkur. Nokkrir farþeganna lögðu fram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.