Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
45
Iðnaðarráðherra á fundi á Neskaupstað:
Raforkuverð lækk-
ar er líður á árið
Neskaupstað.
FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráð-
herra og Guðrúnu Zoéga aðstoðar-
manður hans voru fyrir nokkru
gestir á fyrsta fundi í fundaröð sem
kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins
í Austurlandskjördæmi gengst fyr-
ir.
í framsöguræðu sinni kom ráð-
herra víða við og ræddi meðal ann-
ars orkuverð og orkudreifingu og
kom fram í máli hans að verð á
raforku til húshitunar hefði áldrei
verið lægra og stefndi í að það
lækkaði enn er liði á árið þar sem
ekki væri gert ráð fyrir neinni
hækkun á því þrátt fyrir þær verð-
lags- og kauphækkanir sem fyrir-
sjáanlegar væru.
í máli Guðrúnar kom m.a. fram,
að innflutningur á eldsneyti hefði
dregist saman frá því að vera um
16% af heildarinnflutningi lands-
manna árið 1981 niður í um 8%
1987.
Margir fundarmanna tóku til
máls. Meðal þeirra var Davfð Bald-
ursson sóknarprestur á Esikfirði,
sem spurði ráðherra hver yrði fram-
vindan í málum kísilmálmverk-
smiðju á Reyðarfírði. Um kísil-
málmverksmiðjuna sagði ráðherra
að arðsemisútreikningar sýndu að
bygging hennar og rekstur borguðu
sig ekki og væri ekki fyrirsjáanlegt
að svo yrði í næstu framtíð en
málinu yrði haldið vakandi því fyrir
lægi mikil undirbúningsvinna vegna
verksmiðjunnar. .
í máli Ásgeirs Magnússonar
bæjarstjóra kom fram að hann vill
leggja skatt á hitaveitu Reylq'avíkur
og jafna þannig orkuverð í landinu.
Þá hélt hann því fram að Norð-
fírðingar borguðu hæsta söluskatt
allra landsmanna þar sem sölu-
skattur væri lagður á flutnings-
kostnað og fjarlægðimar miklar
hingað austur frá Reykjavík. Ás-
geir spurði ráðherra hvort hann
hefði í hyggju að jafna til fulls orku-
verð í landinu. f svari Friðriks kom
fram að hann væri á móti því að
jafna orkuverðið til fulls því það
drægi úr þeirri viðleitni manna að
leita eftir hagkvæmustu kostunum
í orkuöflun. Þá lýsti hann sig and-
vígan skattlagningu á heita vatnið
í Reykjavík.
Margir fleiri fundarmenn tóku til
máls, meðal annarra Egill Jónsson
alþingismaður, Hrafnkell Jónsson
varaþingmaður, og Albert Einars-
son skóiameistari. Fundarstjóri var
Hjörvar 0. Jensson.
Ágúst
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra í ræðustóli. Við hlið hans eru
Guðrún Zoéga og Hjörvar O. Jensson fundarstjóri.
Fyrirtækjaþj ónusta Toyota-umboðsins:
Hefur selt 300 bifreið-
ar með sérstökum kjörum
TOYOTA—UMBOÐIÐ á íslandi,
P. Samúelsson & Co. hf., hefur frá
því í árslok 1986 selt stofnunum
og fyrirtækjum um 300 bíla með
sérstökum kjörum sem fyrirtækið
kallar fyrirtækjaþjónustu. Hún
felst m.a. í magnafslætti og hægt
er að kaupa bUa án ýmiss auka-
búnaðar en þeir eru töluvert ódýr-
ari en vepjulegir bílar. Viðhalds-
samningur getur fylgt kaupunum,
ef óskað er, en hann felur i sér
reglulegt eftirlit og viðhald. Einn-
Flugklúbbur Reykjavíkur:
Oiri Eiríksson sigraði í
keppni um Haraldarbikar
FLUGKLÚBBUR Reykjavíkur
stóð fyrir keppni vélflugmanna
um Haraldarbikarinn á
Reykjavíkurflugvelli á sumar-
daginn fyrsta en bikarinn var
gefinn til minningar um Harald
Asgeirsson prentara sem fórst í
flugslysi í janúar 1986. Hann var
ritari i fyrstu stjórn klúbbsins.
Sigurvegari keppninnnar varð
Orri Eiríksson frá Akureyri.
Orri keppti á TF-TOM sem er
af tegundinni Piper PA-22 Tri-
Pacer og fékk 262 refsistig. í öðru
sæti, með 875 refsistig, varð Almar
Sigurðsson frá Selfóssi á TF-EOS
sem er af tegundinni Piper PA-28
Warrior. í þriðjja sæti, með 1034
refsistig, varð Steingrímur Friðriks-
son frá Reykjavík á TF-UPS sem
er af tegundinni Piper PA-28 Warri-
or. Steingrímur náði bestum ár-
angri í gerð flugáætlunar og fékk
ekkert refsistig fyrir þann hluta
keppninnar. Yfirdómari keppninnar
var Mogens Thaagaard en hann er
í Flugklúbbi Selfoss.
Ferðaskrif-
stofa í
Hveragerði
MYND þessi átti að birtast með
frétt um nýja ferðaskrifstofu i
Hveragerði í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 26. apríl sl.
Á myndinni eru Valgarð Runólfs-
son eigandi ferðaskrifstofu Hvera-
gerðis og Bryndís Forberg starfs-
maður ferðaskrifstofunnar, sem er
til húsa að Bréiðumörk 10 í Hvera-
gerði.
ig er hægt að semja um að notað-
ir bílar og lyftarar, sem keyptir
hafa verið af fyrirtækinu, verði
teknir upp í kaup á nýjum, að
sögn Guðmundar Guðjónssonar
sölustjóra lyftara- og fyrirtækja-
þjónustu P. Samúelssonar & Co.
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að einnig væri hægt
að kaupa bíla og lyftara af umboðinu
með mánaðarlegum afborgunum.
„Það sem við köllum fyrirtækjaþjón-
ustu er kallað „fleet sales" á ensku,"
sagði Guðmundur. „Ég heimsótti
fínnska Toyota-umboðið í október
1985 tii að kynna mér fyrirtækja-
þjónustu þess. Finnar hafa ianga og
góða reynslu af þessari þjónustu og
selja töluvert af bflum með fjármögn-
unarleigu- og þjónustusamningi sem
kallað er „full sevice leasing" á
ensku.
í febrúar 1986 voru samþykkt á
Alþingi lög um ármögnu n arleigu
og við gátum því byijað með fyrir-
tækjaþjónustuna f árslok 1986 þegar
við seldum Bflaleigu Flugleiða hf.
55 bíla. Skömmu sfðar seldum við
svo 5 öðrum bílaleigum samtals 150
bíla. Fyrirtækjaþjónustan hefur selt
happdrættum og Innkaupastofnun
ríkisins bíia og frá því að Innkaupa-
stofnun fór að bjóða út bflakaup
hefur Toyota-umboðið verið stærsti
einstaki söluaðili á bflum til ríkis-
ins,“ sagði Guðmundur.
3M
SLIPIVORUR
SANDPAPPIR
SKIFUR
BELTI
SCHOTCHBRITE
&2S&'
ÁRVÍK
ÁRMÚU 1 - REYKJAVÍK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687295
BV.
Hand-
lyftí-
vugnar
;r Eigum ávallt fyrirliggjandi
| (. hinavelþekktuBV-hand-
lyftivagna með 2500
og 1500 kílóa lyftigetu.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BÍLDSHÖFÐA 16 SlMI:6724 44
Morgunblaðið/Pétur P. Johnson
Orrí Eiríksson, sigurvegari keppninnar um Haraldarbikarinn, við
flugvél sína TF-TOM. Orrí vann þessa keppni einnig i fyrra, auk
þess sem hann varð íslandsmeistarí Flugmálafélags íslands í vél-
flugi 1986 og 1987.
Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir
Það er miklu dýrara
að hafa milliliði
Verslaðu því beint hjá framleiðanda.
Þú færð aðstoð fagmanna, smíðað eftir máli og
getur valið um margskonar leður og áklæði.
Láttu fara vel um þig og kauptu gæða húsgögn
hjá okkur.
Bólstrun og tréverk h/f,
Síðumúla 33.
Síml 6885ð9 - 688599.