Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 49 Þórhallur Leós- son - Minning Þess eru dæmi að óþekktar stjömur hafi uppgötvast áður en þær sáust í nokkrum stjömukíki. Þekktar stjömur undir áhrifum þeirra hafa þá borið tilvist þeirra vitni og stjömufræðingar veitt því athygli. Svo greinileg hafa áhrifin þá verið. Þessi samlíking kemur mér í hug þegar ég hugsa um þau áhrif sem Þórhallur tengdasonur minn hefir orðið fyrir af föður sínum, Þórhalli Leóssyni, sem nýlega lést hér í borg, 88 ára gamall. Þegar ég kynntist yngra Þórhalli þóttist ég þegar sjá hvaða mann foreldrar hans hefðu að geyma í ljósi þess sannmælis, að sjaldan falli eplið langt frá eik- inni. Það staðfestist og þegar ég kynntist þeim, og nú er hann geng- inn en minningin lifir. Prúðmennska var Þórhalli Leós- syni umfram allt í blóð borin ásamt glöðu bragði og hjartahlýju, er frá honum stafaði ómeðvitað alla tíð og hvarvetna, en þó hvergi sem á heimili hans og í því andrúmslofti ólust böm þeirra hjóna upp. Kurt- eisi hans og sálarylur áttu djúpar rætur í jarðveginum, sem ættartré hans spratt úr. Systkini hans kváðu einnig hafa borið eðlislægri menn- ingararfleifð órækt vitni. Sjálfur kynntist ég þessu í fari Jóns Leós bróður hans. Þórhallur Leósson fæddist á ísafirði, sonur hjónanna Kristínar Halldórsdóttur frá Rauðamýri og Leós Eyjólfssonar söðlasmiðs og kaupmanns, en hann var bróðir Höllu skáldkonu á Laugabóli. Eyj- ólfur faðir Leós var bóndi, en for- feður hans í beinan karllegg vom prestar í 6 ættliði, að undanteknum þriðja ættliðnum, sem var Bjami Pálsson, landlæknir. Þórhallur ólst upp með sínum virtu foreldmm og systkinum á Isafirði og isafjörður var ævina á enda ofarlega í huga hans. Sérstak- lega minntist hann íþróttastarfsins þar, sem hann var lífið og sálin í á uppvaxtarámm sínum. Hann var fjölhæfur íþróttamaður og stofnaði, ásamt bræðmm sínum, íþróttafé- lagið Hörð og var fyrsti formaður þess. Síðan sigldi Þórhallur, ásamt Jóni bróður sínum, til verslun- amáms í Danmörku(og lauk prófí frá Kaupmannaskólanum í Höfn árið 1924. Árið 1931 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Steinunni Ás- geirsdóttur frá ísafirði, merkri mannkostakonu. Meðan þau bjuggu á ísafirði stundaði hann verslunar- störf og rak eigin verslun í 8 ár. En 1940 fluttust þau með þijú böm sín til Reykjavíkur, þar sem hann Hafnarfj örður; Borgarafund- ur um sam- göngur og mál- efni Landleiða ALMENNUR borgarafundur verður haldinn um almennings- samgöngur og málefni Landleiða í Gaflinum í Hafnarfirði i kvöld, þriðjudaginn 3. maí klukkan 20.00 Að fundinum standa Fjarðarpóst- urinn og Útvarp Hafnarfjarðar og verður bein útsending frá fundinum á FM 91,7. Hægt er að koma fyrir- spumum, munnlegum eða skrifleg- um, til Fjarðarpóstsins fyrir næst- komandi þriðjudag og eins má leggja fram skriflegar fyrirspumir í upphafi fundarins á þriðjudags- kvöldið. Framsöguerindi flytja Ágúst Hafberg, forstjóri Landleiða, Jón Gestsson hópferðahafi, Magnús Jón Ámason formaður bæjarráðs og Svend Aage Malmberg, haffræð- ingur, fulltrúi neytenda. Fundar- stjórar em Fríða Proppé og Sigurð- ur Sverrisson frá Fjarðarpóstinum. vann áfram að verslunarstörfum, lengst af hjá heildversluninni Eddu. Þau Steinunn og Þórhallur byggðu sér hús við Sörlaskjól, á sólarströnd Seltjarnamess má kalla, þar sem 6Þ einhver fegursta ijara á höfuð- borgarsvæðinu. þar stóð heimili þeirra í 38 ár. Bömin urðu 5 að tölu og bamabömin em orðin mörg. Öll hafa þau notið yndisstunda í þessu afa- og ömmuhúsi. Og þar opinberaðist undirrituð- um einmitt við sérstakt tækifæri, í áttræðisafmæli ættföðurins, hve mild og máttug áhrifin höfðu verið frá honum, og þeim báðum, á bama- og afkomendahópinn. And- rúmsloftið talaði sínu þögla en ótví- ræða máli. Þar að auki talaði einn sona hans til hans, sem undirstrik- aði allt er aldrei verður sagt en er þó ofar öllu, þar sém kærleikurinn ríkir. Afmælisbarnið var ofurlítið ann- ars hugar, heyrði e.t.v. ekki allt sem sonurinn sagði. En hvað sem því leið ríkti „sólfögur gleðin á brá“. Hann var heima hjá sér, þar sem hjarta hans hafði ætíð verið, í hópn- um sínum. Það var honum allt og þótt sonurinn gæti reiknað með að faðir hans fylgdist ekki með hveiju orði, er hann mælti til hans af innsta hjartans gmnni, valdi hann orð sín og tóninn, sem hann talaði í, af slíku listfengi og kostgæfni sem líf lægi við að áhrifin, sem hann hafði orðið fyrir frá honum, bærust aftur til upphafs síns. Síðustu árin þurfti Þórhallur umönnunar við á hjúkrunarheimili. Aldrei brást þó ástúð eiginkonu og barna. Og svo lengi sem einhver veit eitthvað í þennan heim, og finn- ur til, nær hún ein í gegnum alla skilveggi. Emil Björnsson rU£i5r« mk Ht* \ upp pbne ? Gódandaginn! 16. og 30. júní verða sérstakar fjölskylduferðir til Costa Del Sol. í þessum ferðum sem kallaðar eru HNOKKA- FERÐIR, fá öll börn á aldrin- um 2-11 ára 40% afslátt og 12-15 ára 11.700 kr. afslátt. Hnokkaferðir okkar til Costa Del Sol hafa slegið í gegn. Fjöldi ánægðra við- skiptavina vitnar um það. Við bjóðum aðeins fyrsta flokks gististaði, þar sem aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. PRINCIPTO SOL, SUNSET BEACH CLUB ofl. Fararstjórarnir Þórunn Sigurðardóttir og Sigríður Stephensen sjá um að allir séu ánægðir. Jakcbína Davíðsdóttir, HNOKKA- FARARSTJÓRI, heldur uppi fjörinu hjá ungu kynslóðinni og léttir áhyggjum af foreldrunum. Öll börn fá fría húfu, Sögu- bol og meðlimakort í Hnokkaklúbbnum. í lok sumars verður svo dregið úr öllum kortunum og þá verða 5 börn svo heppin að fá fría ferð sumarið 1989. BROTTFARW Nú eru 6kkÍ '1 ' FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S.624040
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.