Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 57

Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 57 Minning: Kristinn Björns-t son, rafverktaki Góður vinur okkar og félagi, Kristinn Bjömsson, rafverktaki, er fallinn frá langt um aldur fram, aðeins 62 ára gamall. Kristinn fæddist 2. ágúst 1925 að Hafnarhóli í Strandasýslu og ólst upp hjá foreldrum sínum á Hólmavík. Hann var alla tíð sann- ur Strandamaður. Á unglingsárum vann hann öll almenn störf til lands og sjávar eins og þá var venja. Hann stundaði iðnnám í rafvirkjun hjá Aðalsteini heitnum Gíslasyni rafvirkjameistara í Sandgerði á árunum 1944—1948 og vann við iðn sína síðan. Árið 1959 stofnaði hann Rafíðn hf. hér í Keflavík, ásamt Bjama frænda sínum Guðmundssyni og Ingvari Hallgrímssyni. En það var einmitt í ferð með þeim í Þýzkalandi sem hann fór sína hinztu för. Kristinn var framkvæmdastjóri fyrirtækis þeirra frá byijun til dánardags. Árið 1949 giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Magneu Jóns- dóttur, mikilli sómakonu, sem ól honum sex mannvænleg böm. Þau em: Fanney, gift Einari Jónssyni, Bjöm, kvæntur Jóhönnu Þórmars- dóttur, Jón Kristinn, Agnar, sam- býliskona Rósa Steinsdóttir, Guð- björg, gift Sævari Jóhannssyni, og Gylfí, kvæntur írisi Jónsdóttur. Leiðir okkar Kristins lágu víða saman, einkum vegna starfa okkar að hinum ýmsu félagsmálum. Á því sviði áttum við langt og ein- staklega ánægjulegt samstarf. Samstarf sem ávallt var byggt á fullkomnu trausti og einlægni í öllum okkar samskiptum. Á þeim ámm sem við höfðum bein af- skipti af stjóm bæjarmála hér í Keflavík, var Kristinn einn af okk- ar nánustu samheijum og var hann þá sem ávallt tillögu- og ráðagóður og jafnan hinn trausti bakhjarl sem hægt var að treysta, á hveiju sem gekk. Kristinn starf- aði alla tíð mikið að málefnum Framsóknarflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hans vegum, átti meðal annars sæti í hinum ýmsu nefndum bæjarfé- lagsins um langt árabil. Samvinnuhugsjónin leiddi okk- ur jafnframt til náins samstarfs. Kristinn var áhugasamur um framgang samvinnustefnunnar og tók virkan þátt í mótun og upp- byggingu samvinnuhreyfíngarinn- ar hér á Suðumesjum. Hann átti sæti í stjóm Kaupfélags Suður- nesja frá 1966 og til dauðadags. Öðrum félagsmálum sinnti Krist- inn og fómaði til þess miklum tíma, hann var meðal annars virk- ur í samtökum rafvirkja, Lions og Oddfellowreglunni svo eitthvað sé nefrit. Við vissum að Kristinn bar hag fjölskyldu sinnar allrar mjög fyrir bijósti. Missir ykkar allra er því mjög mikill. Við, og eiginkonur okkar, sendum Magneu og flöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Kristni þökkum við innilega samfylgdina og hans einstöku tryggð og vináttu. Blessuð sé minning góðs drengs. Guðjón Stefánsson Hilmar Pétursson Okkur bamabömunum langar að minnast elskulega afa okkar með nokkrum orðum. Afí lést 24. apríl sl. Það hvarfl- aði ekki að okkur þegar við kvödd- um hann síðasta vetrardag, er hann var á leið utan, að hann yrði ekki lengur hjá okkur. Minningin frá síðasta sumri er við fórum með afa og ömmu til Búlgaríu og Þýska- lands, mun seint líða úr huga okk- ar. Ef eitthvað var að, þá brást afí fljót við af allri sinni einlægni og hjálpsemi í hvert sinn er við leituð- um til hans. Missir okkar er mikill, en þó er missir þinn, elsku Magnea amma, mestur. Öll okkar samúð er hjá þér, elsku amma. Minningin um hann afa geymum við í hjörtum okkar, um leið og við sendum honum okkar hinstu kveðju biðjum við góðan guð að geyma hann. Ó, Jesú séu orðin þin andláts siðasta huggun min sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (H.P.) Kristinn, Magnea, Brynja, Sævar. Sumardagurinn fyrsti er dagur- inn sem við bíðum eftir. Hann kom með vorið til okkar. Á fyrstu dögum vorsins fór afí í ferðalag, en hann kom ekki aftur til okkar. Gleðin yfír vorinu dvínaði hjá okkur öllum. Afí fór í aðra og lengri ferð, þang- að sem okkur er sagt að sé eilíft vor og sumar. það er erfitt fyrir Marsibil Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 6. júlí 1914 Dáin 17. apríl 1988 Billa er dáin! Ég hef misst kæra vinkonu og næstum móður, Marsibil Sigurðar- dóttur frá Grund í Höfðahverfí. Minningarnar streyma fram og það er erfítt að vera svona langt í burtu. Við kynntumst næstum af hreinni tilviljun. Þá var ég tæplega þrettán ára og örlögin réðu því, að ég hafnaði á Grund, sem heimil- isaðstoð eða „litla ráðskonan með stóra rassinn". Ég á einungis góð- ar endurminningar frá Grund. Þar var ávallt glatt á hjalla og gest- kvæmt mjög. Billa naut þess að hafa heimilið hreint og búrið fyllt með kræsingum því lengi var von á einum. Snemma var mér sýnt það mikla traust að fá að elda og baka ofan í mannskapinn. Það gekk nú á ýmsu en Billa sýndi mér mikla þolinmæði. Hver man t.d. ekki eftir „eldkássunni miklu", sem'varð til er ég missti piparbauk- inn ofan í gúllasið? En því var tek- ið með stóískri ró og gert góðlát- legt grín að sunnlendingnum sem hvorki þekkti til bekkjarýju né sperðla. Ég tók strax miklu ást- fóstri við Billu og leit á hana sem mína aðra móður. Ég er mjög þakklát fyrir þau 20 ár sem ég hef notið vináttu hennar og fjöl- skyldunnar frá Grund. Elsku Helgi og fjölskylda. Ég samhryggist ykkur innilega. Billa hefur nú fengið hvíld sem hún þráði svo lengi og hvílir nú í faðmi þeirra ástvina sinna sem famir voru á undan henni. Hvíl, því þraut er búin burt með hryggð og tár. Launað, traust og trúin talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín, hlý að hinsta blundi helgast minning þín. (Magnús Markússon) Ástarþakkir fyrir allt. ! ' EUa^ okkur að skilja þetta núna, en við eigum eftir að stækka og þroskast og þá fáum við kannski svör við öllum þeim spumingum sem leita á okkur núna þegar við kveðjum elsku afa í síðasta sinn. Við munum eiga eftir að hugsa oft og mikið um afa, sem alltaf tók á móti okkur svo ljúf- ur og góður. Það verður öðruvísi að koma í Ásgarðinn eftir þetta. Við áttum eftir að gera svo margt saman, öll sömul. Fjölskyldan er stór og við munum deila minningun- um saman með ömmu, sem hefur misst svo mikið, það skiljum við tæplega ennþá. Við systumar mun- um segja Kristni bróður okkar frá afa, þegar hann stækkar en Krist- inn litli er bara fjögurra mánaða núna, en hann er alnafni afa okkar. Við sögðum að fjölskyldan væri stór, hún er það. Amma, Magnea Jónsdóttir og bömin hennar og afa eru: Fanney Þómnn, Bjöm, Jón Kristinn, Agnar Hákon, Guðbjörg Jóna og Gylfí. Við biðjum Guð að vera með elsku ömmu okkar og öllum frænd- unum og frænkunum og þökkum afa fyrir allt sem hann var okkur. Við vonum að sumarið verði bjart og hlýtt eins og minningin um afa okkar er. Guðrún Þóra Björnsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kristinn Björnsson, Atli Már Gylfason. Tilfínningum sínum við harma- fregnum er erfítt að Iýsa með orð- um. Þegar fréttin um andlát Krist- ins mágs míns barst fylltist ég sorg og söknuði yfír að missa þennan heiðarlega, trausta og trygga vin, og elskulega bróður. Ég hef þekkt hann frá því hann var ungur, og fylgst með hans ferli og áhugamálum. Alia þá leið hefur hann verið sá sami, ákveðni, rétt- sýni og hlýi, alltaf reiðubúinn að rétta hjálpandi hönd. Hann var ein- lægur og sannur vinur, sem hvorki bar hugsanir sínar né gjörðir á torg. Kristinn var Strandamaður, son- ur Guðbjargar Níelsdóttur og Bjöms Bjömssonar á Hólmavík. Hann var á sextugasta og þriðja aldursári, alltof fljótt kallaður burt. Hann ólst upp með glöðum og greindum systkinum, sem öll Iifa bróður sinn, og sakna mjög. Eftirlifandi kona Kristins, Magnea Jónsdóttir, og sex böm þeirra sitja nú sár eftir, en styðja sig þó fast við minninguna um þennan elskulega eiginmann og föð- ur. Þau hjón vom samhent með bamahópinn sinn, þau bjuggu þeim fallegt og gott æskuheimili, og stuttu þau vel til manndóms og þroska. Bömin em nú öll búin að stofna sitt eigið heimili, og fjöl- skylduböndin em sterk og góð. Minningamar munu ávallt lifa i hjörtum þeirra og okkar allra vin- anna hans, og verða leiðarljós um ókomna tíð. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. (Bjömst. Bjömss.) Ég sendi eiginkonu, bömum, tengdabömum, bamabömum, og systkinum innilegar samúðarkveðj- ur. Sjálf kveð ég hann með trega. Guð blessi minningu Kristins Bjömssonar. ^ Fótboltaskór, Adidas Anderlect. Malarskór með sterkum botni. Nr. 37-46’/2. Verð 3.670,- kr. AdidasTango malarskór. Mjúkt og sterkt leöur. Nr. 38-4672. Verð4.840,-kr. Adidas Match gervigrasskór. Nr. 36-47. Verð 3.8S0,- kr. Adidas Bamba. Sterkir skór fyrir möl og gervigras. Nr. 36-47. Verð 3.340,-kr. Patrick Platini Pro. Sterkir malarskór. Nr. 37-45. Verð 3.605,- kr. Adidas World Class. Toppgrasskórnirfrá Adidas. Nr. 38-4672. Verð 5.550,- kr. Patrick Professional. Mjúkir malarskór. nr. 41 -46. Verð 3050,- kr. Adidas Penarol grasskór. Sterkir, mjúkt leður nr. 37-46. Verð 3.950,- kr. Adidas Laserapa- skinnsgalli. Vinsælasti gall- inn frá Adidas. Nr. 138-198. Lit- ir: Dökkblátt, kóngablátt, svart, hvítt með dökk- bláum buxum, grænt með dökk- bláum buxum. Kr.7.165,- fí Póstsendum samdægurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.