Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
63
Enn um skattamálin
DAGVI8T BARNA
- athugasemd við grein Þorleifs Kr. Guðlaugssonar
Til Velvakanda.
Mig langar að skrifa nokkur
orð vegna greinar Þorleifs Kr. Guð-
laugssonar í Velvakanda um dag-
inn. Þar biður hann mig að reikna
skattadæmið uppá nýtt og vegna
þessa misskilnings hans á skattaút-
reikningnum bið ég hann að lesa
eftirfarandi vandlega:
Hann segir mig vera að reikna
allt annað dæmi en hann gerir. Það
er svo sannarlega rétt, ég reikna
dæmið nákvæmlega eins og Ríkis-
skattstjóri gerir í bæklingi sínum
sem heitir „Launagreiðandi í stað-
greiðslu" og var þessi bæklingur
sendur mér sem öðrum í pósti
snemma á þessu blessaða stað-
greiðsluári. Þar segir orðrétt á bls.
10, grein 4 sem heitir Skatthlutfall
staðgreiðslu: „Skatthlutfall stað-
greiðslu er samanlagt skatthlut-
fall tekjuskatts og útsvars.
Launagreiðandinn á því að reikna
telquskatt og útsvar í einu lagi með
einu sameiginlegu skatthlutfalli
35,2% á árinu 1988.“ Og síðar á
sömu blaðsíðu: „Skatthlutfall stað-
greiðslu er fastur hundraðshluti,
óháður launafjárhæð. Staðgreiðsl-
an er því ekki stigvaxandi skatt-
ur“ (leturbr. mín).
Þorleifur segir mig vera að fela
það framlag sem fólk fái frá ríkinu
og talar um hlunnindi lágtekju-
fólks. Ég get því glatt Þorleif með
því að „hlunnindin" sem hann talar
um fá allir, hann Iíka, allir fá kr.
14.797.- í persónuafslátt á mánuði,
hvað svo sem tekjumar eru háar.
Þorleifur fær því einnig þessi
umræddu hlunnindi sem eru
skattaafsláttur kr. 14.797.- á
mánuði.
Eftirfarandi má lesa í bæklingi
Ríkisskattstjóra, sem að ofan er
nefndur
Dæmi 1:
Launamaður sem er með mánaðariaun yfir
skattleysismörkum:
heildarlaun á mánuði 60.000 kr.
x35,2“ = kr. 17.600
Frá dregst persónuafsláttur skv.
skattkorti(100%) kr. -14.797
Skilaskyld staðgreiðsla kr. 2.803
Laun að frádr. staðgreiðslu kr. 47.197
Dæmi 2:
Launamaður sem er með mánaðarlaun und-
ir skattleysismörkum:
Heildarlaun á mánuði 25.000 kr.
x 35,2% = kr. 8.800
Frá dregst persónuafsláttur skv. skattkorti
(100%) kr. -14.797
Skilaskyld staðgreiðsla kr. 0
Laun að frádreginni staðgreiðslu
Til Velvakanda.
Halldór Laxness sagði í Alþýðu-
bókinni forðum (1. útg. 1929), að
í Ameríku gætti um of „öfugþrosk-
andi undirstöðuatriðis: Hvað fæ ég
mikla aura fyrir þetta eða hitt, how
much do you get? Verður þannig
öll þjóðin ein allsheijarlágstétt strit-
andi launaþjarka, sem alla ævi beij-
ast eins og vitfirringar við að standa
í skilum að afborganir á fötum og
húsgögnum, vagni og húsi“.
Sá, sem þetta ritar, þekkti nokk-
uð til í Ameríku, og telur að hér
sé e.t.v. kveðið of fast að orði, enda
hæli Laxness Ameríkumönnum
m.a. fyrir verkmenningu og hrein-
læti. En, hvemig er þetta annars á
Dæmi 3:
Launamaður sem er með mánaðarlaun yfír
skattleysismörkum:
Heildarlaun á mánuði 100.000 kr.
x 35,2% = kr. 35.200
Frá dregst persónuafsláttur skv.
skattkorti (100%) kr. -14.797
Staðgreiðsla kr. 20.403
Leiðinleg orð um láglaunafólk
sem Þorleifur notar t.d. að þeir sé
„löglegir skattsvikarar" (Mbl. 17.
mars sl.) getur hann því notað á
sjálfan sig og ef hann er enn ósátt-
ur við skattaútreikning minn, þá
verður hann að ræða um það við
Ríkisskattstjóra, því þaðan er út-
reikningurinn kominn. 77Q7
íslandi um þessar mundir? Það
skyldi nú ekki vera, að of mikið af
tíma fólks fari í að hugsa um fjár-
muni til þess að eiga fyrir of dýrum
fotum og húsgögnum, vagni (bíl)
og húsi.
Þama mætti og bæta við utan-
landsferðum, og svokölluðum
skemmtunum. Enda virðist „sálar-
tetrið" (eins og Páll sál. Ólafsson
nefndi svo) oft verða útundan, með
vondum afleiðingum.
Væri ekki ráð að gera hér stutt-
an stanz, mitt í öllu kapphlaupinu,
og huga lítillega að þeim verðmæt-
um, sem mölur og ryð fá ekki
grandað?
Sigurður
kr. 25.000
Hugsum við of mik-
ið um fjármuni?
Þessir hringdu ..
Máfurinn aðgangsfrekur
G.K. hringdi:
„Það er orðið svo mikið máfa-
ger hér í borginni að það er kom-
inn tími til að reyna að spoma
eitthvað við þessari plágu. Máf-
urinn er jafnvel kominn í húsa-
garða. Þar sem ég bý í Vestur-
bænum sér maður ekki lengur
þresti í trjánum, þeir eru flúnir.
Manni dettur stundum í hug að
maður sé staddur á haugunum,
þvílík eru lætin í máfnum. Von-
andi ganga borgaryfirvöld í það
að láta fækka máfí með ein-
hverju móti. Eins með ungana á
Tjöminni, það er sorglegt að
horfa uppá hvemig máfurinn
tínir þá upp. Með þessu áfram-
haldi verður ekkert fuglalíf á
Tjöminni áður en langt líður,
nema kannski máfurinn.
Eins með minkinn, honum
ætti að útrýma. Nú er að koma
sá tími sem ungar fara að koma
hjá smáfuglunum, og það verður
víst lítið eftir af þeim með þessu
móti.“
Ósmekkleg auglýsnig
6214-9197 hringdi:
«Ég er mjög óánægð með
þessa eyðniauglýsingu sem stöð-
ugt er verið að sýna í auglýs-
ingatímum sjónvarpsstöðvanna á
kvöldin. Þessi auglýsing hlýtur
þegar að hafa náð sínum til-
gangi og tímabært að hætta með
hana. Bömin horfa mikið á sjón-
varp á þessum tíma og er alls
ekki viðeigandi að láta þau horfa
uppá þetta.“
Ráðhúsið verður til prýði
Eldri kona hringdi:
„Góðir Ijamargötuíbúar, ver-
ið róleg og sjáið björtu hliðamar
á byggingu ráðhússins. Ég hef
átt heima í Tjamargötu 10 og
Tjamargötu 11 með góðu fólki
en aldrei sá ég neitt fallegt við
umhverfi húsins þama, síst bak-
lóðir sem voru mjög vanhirtar.
Ekki veit ég hvemig þær eru nú.
En ég segi enn, verið róleg og
fagnið fallegu ráðhúsi. Vona þið
lifið öll að sjá það fullgert, þá
er ég viss um að þið verðið stolt
að búa í nágrenni þess. Dæmið
ekki fyrirfram."
Hnitmiðuð ræða
9263-6313 hringdi:
„Ég vil þakka Gunnari Ey-
jólfssyni fyrir afbragðsgóða
ræðu sem hann flutti í skáta-
messu á sumardaginn fyrsta.
Ræðan var hnitmiðuð og áhrifa-
mikil. Það þyrftir að birta þessa
ræðu á prenti því margir vildu
eflaust lesa hana.“
Svefnpoki
Laugardaginn fyrir páska tap-
aðist svefnpoki fyrir utan
Víkingsheimilið, þegar hópur var
að koma úr páskaskíðaferð.
Einnig tapaðist armband fyrir
utan hótel Loftleiðir eða í leigubíl
á leið inn í Fossvog aðfaranótt
sunnudagsins 17. apríl. Ef ein-
hveijir hafa fundið þessa hluti
eru þeir vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 820796.
Kettlingur
Vill einhver dýravinur taka að
sér sex mánaða gamlan kettling
sem vantar gott heimili? Upplýs-
ingar í síma 45232.
Lyklákippa
Lyklakippa með með sjö lykl-
um fannst við Laugaveg $ gær.
Upplýsingar í síma 10405.
HRAUNBÆR
Árborg — Hlaðbæ 17
Staða forstöðumanns á leikskólanum Árborg
er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k.
Upplýsingar gefur framkvœmdastjóri
Dagvistar bama í síma 27277.
HEIMAR — KLEPPSHOLT
Brákarborg v/Brákarsund
Staða forstöðumanns á leikskólanum Brák-
arborg er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k.
Upplýsingar gefur Jmmkvœmdastjóri
Dagvistar bama í síma 27277.
Vinningstölurnar 30. apríl 1988.
Heildarvinningsupphæð: 4.678.052,-
1. vinningur var kr. 2.341.650,- og skiptist hann ó milli 3ja
vinningshafa, kr. 780.550,- á mann.
2. vinningur var kr. 701.730,- og skiptist hann á milli 230
vinningshafa, kr. 3.051,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.634.672,- og skiptist á milli 7.046 vinn-
ingshafa, sem fá 232 krónur hver.
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN