Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Hjartaþeginn kemur til Is- landsí dag „ÉG TRÚI því varla að ég sé að fara heim,“ sagði Halldór Hall- dórsson hjarta- og lungnaþegi f samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en hann kemur heim til íslands f dag. Skipt var um hjarta og lungu í Halldóri 2. febrúar en hann fór fyrst til Englands 26. september í fyrra til að undirbúa aðgerðina. Halldór sagðist hafa skroppið aðeins heim um jólin í tvær vikur og farið aftur út til Englands í byijun janúar þar sem hann hefur dvalið síðan. „Ég vona að ég geti farið að vinna eitthvað með tímanum," sagði Halld- ór Halldórsson. Reyndu að smygla 1.000 vodkaflöskum FIMM skipveijar á Urriðafossi hafa játað að hafa smyglað 961 flösku af rússneskum vodka hing- að til lands frá Murmansk í Sov- étríkjunum. Smyglið komst upp þegar tollgæslunni barst vfsbend- ing um að verið væri að flytja gám, merktan Ríkisskip, inn f Sundahöfn. Góssið var sett í gám við komu skipsins til Reyðaifyarðar og flutt með strandferðaskipi til Reylqavíkur. Frá fundi starfsfólks f ferðaþjónustu í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sverrir Ferðaþjónustufólk undir- býr stofnun stéttarfélags FUNDUR til undirbúnings stofn- unar Félags starfsfólks í ferða- þjónustu var haldinn í gærkvöldi á Hótel Sögu. Um eða yfir hundr- að manns var á fundinum og spunnust talsverðar umræður um kosti og galla stofnunar sér- stáks stéttarfélags fólks sem starfar að ferðaþjónustu. Undirbúningsnefnd hefur unnið að stofnun félagsins. í henni eiga sæti Inga Ólafsdóttir, Bjami Sig- tryggsson, Sigríður Jóhannsdóttir og Dröfn Bjömsdóttir. Dröfn sagði að lengi hefði verið ríkjandi óánægja með stéttarfélagsmál fólks í ferðaþjónustu og verkfall verslun- armanna nú nýverið hefði sýnt að stofnun sérstaks félags væri nauð- syn. Þeir sem væru á fundinum gætu gerst stofnfélagar. Einnig óskaði hún eftir að fólk af hveijum vinnustað tæki með sér lista, svo þeir sem væm ekki mættir gætu skráð sig sem stofnfélaga. Til stofn- fundar yrði boðað síðar. í drögum að lögum félagsins kemur fram að markmið þess er að efla og styrkja hag fólks í ferða- þjónustu á félagssvæðinu, sem nær til kaupstaða og sveitarfélaga í Gullbringu- og Kjósarsýslu, með því meðal annars að semja um kaup og kjör þess. Allir geta orðið félag- ar sem orðnir em fullra 16 ára og vinna fagleg störf í ferðaþjónustu, t.d. hjá flugfélögum, ferðaskrifstof- um, hótelum og bflaleigum. A fundinum kom fram að það era einkum félagar í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur sem standa að stofnun félagsins. Félag- ið verður ekki fullgilt stéttarfélag fyrr en gildandi kjarasamningar renna út og það hefiir gert kjara- samning við viðsemjendur sína. Nokkrar umræður spunnust um hveijir ættu rétt til aðildar að félag- inu, um lífeyrismál og um réttindi fólks í þeim félögum, sem það myndi segja sig úr, ef það gengi í nýja félagið. Þá komu einnig fram raddir um það að stofnun nýs stétt- arfélags yrði einungis til þess að auka á sundmngu í verkalýðslireyf- ingunni, sem væri engum nema vinnuveitendum í hag. Einnig kom fram spuming um hvort möguleiki væri á að ferðaþjónustufólk stofn- aði sérdeild innan VR og tillaga kom fram um að undirbúningsnefndin hefði samband við stjóm VR og athugaði hvað hún hefði fram að færa. Morgunblaðið/Kr.Ben. Ragnar Magnússon verkstjóri bendir þar sem riffilskotið grófst í vegginn eftir að hafa farið rétt við hestana. Grindavík: Skothríð í hest- húsahverfinu Grindavík. LOGREGLAN í Grindavík vinnur nú að því að upplýsa ásamt rannsóknarlögreglunni í Keflavík skothríð í hesthúsa- hverfinu í Grindavík aðfara- nótt sunnudagsins þar sem meðal annars var skotið inn um glugga á einu húsinu og mesta mildi að hestar sem þar voru urðu ekki fyrir skoti. Eigandi hesthússins, Ragnar Magnússon verkstjóri í Grindavík sagði fréttaritara blaðsins að þegar hann hefði komið til að gefa hestunum á sunnudagsmorgun hefði hann séð gat á rúðunni eftir skot og glerið allt spmngið. „Sem betur fer vom hestamir lifandi en gat í veggnum gegnt glugganum sýndi að skotið hafði lent hársbreidd frá þremur hest- um sem em í eigu fjölskyldunn- ar“, sagði Ragnar og bætti við að hann hefði deginum áður fært til kókflösku sem stóð í glugganum og sennilega hefði það skipt sköpum því á hana var greinilega miðað. Að sögn Sigurðar Ágústsson- ar aðalvarðstjóra í Grindavík fundust bæði tóm og heil skot með sprengjuoddi úr 22 cal. rifli á víð og dreif um hesthúsahverf- ið og í einni. hesthúshlöðunni fannst svo rifíllinn ásamt þremur pökkum af skotum. Málið er enn í rannsókn. Kr.Ben. Hag'sýslustjóri seg- ir stöðu sinni lausri GUNNAR H. Hall hagsýslustjóri hefur sagt stöðu sinni lausri, en hann var skipaður í hana í jan- úar sl. Hvorki Gunnar né Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra vildu skýra frá ástæð- um uppsagnarinnar en sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins tengist hún nýju skipu- Skákmótið í Miinchen: Enn einn signr hjá Jóhanni JÓHANN Hjartarson vann tékkneska stórmeistarann Jan Smejkal í áttundu umferð skák- mótsins i Milnchen í Þýskalandi í gær. Jóhann hefur nú vinnings- forskot á næsta mann, dr. Rob- ert HUbner. Skák Jóhanns og Smejkals varð 40 leikir en báðir keppendur lentu í miklu tímahraki, Smejkal þó sínu meira og hann átti eftir nokkrar sekúndur til að leika sínum 40. leik. Staða hans var þá orðin gjörtöpuð svo hann sá þann kost vænstan að gefast upp áður. Jóhann er með 6V2 vinning eftir 8 umferðir en Hubner hefur 5V2 vinning. Næstir koma Zoltan Ribli með 5 vinninga og Smejkal og Art- ur Júsupov með 4V2 vinning. Í 9. umferð í dag teflir Jóhann við þýska alþjóðameistarinn Hickl og hefur svart en í síðustu umferðunum tefl- ir Jóhann við þýsku stórmeistarana Hiibner og Kinderman. riti fjármálaráðuneytisins og stofnun hagdeildar innan þess, sem mun m.a. eiga að sinna verk- efnum sem hagsýsluStjóri telur að Fjárlaga- og hagsýslustofnun eigi að sinna lögum samkvæmt. Gunnar H. Hall afhenti íjármála- ráðherra uppsagnarbréf sitt á mánudag. í samtali við Morgun- blaðið sagðist Gunnar hafa skýrt fjármálaráðherra frá ástæðu upp- sagnarinnar en sagðist ætla honum að gera grein fyrir málinu á opin- bemm vettvangi. Gunnar sagðist hafa talið þessa ákvörðun óhjá- kvæmilega en sagði aðspurður að hún hefði ekki átt mjög langan aðdraganda. Annað vildi hann ekki segja um málið. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði að þegar starfs- maður segði upp starfí þá væri það hans að gera grein fyrir ástæðunum ef hann væri þeirrar skoðunar að þær væm opinbert umræðuefni. Fjármálaráðherra sagðist því ekk- ert hafa um málið að segja annað en að hann hefði reynt Gunnar Hall að því að vera ákaflega vand- aður og hæfur í alla staði, og sér þætti miður ef þetta væri hans end- anlega ákvörðun. Jón vildi ekkert segja um hvort breytt skipurit fjármálaráðuneytis- ins ætti þátt í uppsögn Gunnars en sagði að með því hefði engin breyt- ing orðið á málefnum Fjárlaga- og hagsýslustofnunar enda væri um tvö aðskilin ráðuneyti að ræða. Um nýja skipuritið sagði Jón að það fæli í sér styrkingu á þeim hefð- bundnu sviðum sem þar hefðu ver- ið, þ.e. tekjusviði, gjalda- og eigna- sviði og launasviði og því næst festi það í sessi með formlegum hætti hagdeild innan Qármálaráðuneytis- ins. Borgarráð: Aukafjárveiting til framkvæmda í Viðey BORGARRÁÐ hefur samþykkt milljón króna aukafjárveit- ingu vegna framkvæmda í Viðey. Þar af verður 9,8 milljónum króna varið í byggingu timbur- húss með aðstöðu fyrir staðar- haldara en þegar við upphafi framkvæmda í Viðey, var gert ráð fyrir að slíkt hús yrði reist síðar. Og samkvæmt nýrri áætl- un um lok framkvæmda við Við- eyjarstofu og kirkju verður kostnaður á þessu ári 90 miljjón- ir króna í stað 85 miiyóna króna. í greinargerð bygginj Reykjavíkurborgar, sem beiðni um aukaflárveiting fram að miðað er við að lc endurbyggingu á Viðeyjai á kirkjunni, utan sem innai ári. Stofan búin húsgögnc keypt í kirkjuna og innré henni lagfærðar. Lokið 1 byggingu tveggja jarðhúsa rotþró. Gerð sjávargata hellulögð. Bæjarhlaðið stei kirkjugarður lagfærður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.