Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Ræða Dagbjarts Einarssonar formanns SÍF á aðalfundi SÍF: Aðilar í gávarútvegi verða að snúa bökum saman Hér á eftir fer rœða Dagbjarts Einarssonar, formanns Sölusam- taka íslenskra fiskframleiðenda, á aðalfundi samtakanna sem sett- ur var á Akureyri í gær: Það er einkennileg staða að standa hér og líta yfir liðið ár, sem var eitt mesta uppgangsár í sögu SÍF — virða síðan fyrir sér stöðuna í dag og skyggnast örlítið fram á veginn — þar er aðra sjón að sjá. Hún er dökk yfir að líta. Ég ætla nú samt að byrja á því að líta á björtu hliðamar. 1987 besta aflaárið Árið 1987 var eitthvert besta afiaárið síðan 1981. Botnfiskaflinn reyndist vera 674 þús. tonn — um 7% meiri en árið á undan. Verður að fara allt aftur til áranna 1981 og 82, til þess að sjá sambærilegar tölur um botnfískaflann. Það sama gildir um þorskaflann. Hann reyndist vera 390 þús. tonn, þegar upp var staðið, tæpum 7% meiri en árið 1986. Þetta er mesti þorskafli síðan 1981, þegar hann var 461 þús. tonn. Hitt er annað mál, að við veiddum miklu fleiri fiska í fyrra en aflaárið 1981, þið vitið hvers vegna — og ég kem að því síðar. Við söltuðum 161 þús. tonn af þorskaflanum í stað 136. þús. tonna árið 1986. Aukningin er um 18% og þar sem þorskaflinn jókst um tæp 7% — er ljóst að hlutdeild söltunar í þorskaflanum hefur vaxið nokkuð. Síðastliðið ár söltuðum við um 41% af þorskaflanum, en 37% árið áður. Eg mun koma frekar að þorskafl- anum á eftir, enda ástæða til, þegar haft er í huga, að 90 af hverjum 100 fiskum sem við söltum, er þorskur. Mesta framleiðsla frá 1935 Eins og fram hefur komið í frétta- bréfi okkar og víðar, þá var sl. ári mikið saltfiskár. Framleidd voru 64.400 tonn af saltfiski og verður að fara allt aftur til ársins 1935 til þess að fínna meiri ársframleiðslu. Auðvitað er þessi mikla fram- leiðsla tilkomin m.a. vegna mikils afla, en ég bendi á, að framleiðslan á sl. ári var þó meiri en aflaárið 1981, þegar þorskaflinn var 70 þús. tonnum meiri en á sl. ári. Því er ekki hægt að rekja þessa miklu framleiðslu eingöngu til mik- ils afla, hér kemur einnig til, að markaðsverð var hátt á árinu og afkoman í greininni nokkuð góð, miðað við afkomu í öðrum greinum botnfiskvinnslunnar, einkum fyrri hluta ársins. Og ekki má gleyma því, að veru- leg §ölgun saltfiskverkenda hefur átt sér stað á síðustu misserum. Árið 1985 voru framleiðendur 296, 332 árið 1986 og í fyrra 405. A tveimur árum hefur framleiðendum fjölgað um 109 eða um 37%. Þrátt fyrir þessa fjölgun verkenda hefur meðalframleiðsla á hvern verkenda verið óbreytt eða tæp 160 tonn. Ég vil nota þetta tækifæri og bjóða nýja félagsmenn veikomna í Sölusamband islenskra fiskfram- leiðenda. Fluttútfyrir9 milljarða króna Á árinu 1987 flutti SÍF út 62 þús. tonn af saltfískafurðum. Þetta er mesta útflutningsmagn \ tor.num talið á einu ári í sögu SÍF. Verð- mæti útflutnings okkar var tæpir 9 milljarðar króna. Hlutur okkar í vöruútflutningi íslendinga hefur vaxið á nýjan leik hin síðari ár — var t.d. 11% árið 1985 en 16,2% i fyrra. Af útflutningsverðmæti sjáv- arafurða lögðum við til rúm 21%. Ég segi því eins og ég sagði í fyrra: Saltfiskframleiðendur geta borið höfuðið þó nokkuð hátt. Víst voru umsvifin mikil á síðasta ári — mikil framleiðsla og mikill útflutningur og það er mikið starf sem liggur hér að baki og hafa margir komið þar við sögu. En auðvitað var árið 1987 enginn dans á rósum þótt tonnin hafi verið mörg sem fóru um okkar hendur. Árið hófst með sjómannaverkfalli, fyrri hluta ársins voru tekin 4—7% af andvirði afurða okkar í Verðjöfn- unarsjóð, tollar Evrópubandalagsins lögðust æ þyngra á útfluttning okk- ar og gengi Bandaríkjadollars fór stöðugt lækkandi eftir því sem líða tók á árið og innlendar kostnaðar- hækkanir héldu sínu striki upp á við. Kostnaðurinn hér innanlands virðist ekki vera bundinn gengi doll- arans jafn óijúfanlegum böndum, nú sem fyrr á árum. Og hvað um fiskverðið? Það hækkaði milli ver- tíða um 40% á sumum svæðum, að minnsta kosti. Fiskverð hækkar — afurðaverð lækkar Hver er staðan í dag? Ég hef aldrei þótt spámannlega vaxinn og sé því ekki fyrir endann á þeirri kollsteypu, sem við eru að ganga í gegnum. Þó get ég nefnt nokkrar staðreyndir: — Markaðsverð á afurðum okkar á erlendum mörkuðum hefur lækk- að og mun jafnvel lækka enn. — Tollar Evrópubandalagsins á ýmsum af okkar afurðum hafa hækkað og kvótar minnkað. — Gengi dollarans heldur áfram að lækka. — Vertíðin var léleg að venju á hefðbundnum vertíðarsvæðum eins og á Suðumesjum og einnig við Breiðaflörð. — Fiskverð hefur hækkað en af- urðaverð lækkað, en hráefnislið- urinn er langstærsti kostnaðar- liðurinn í vinnslunni eins og menn vita. Niðurstaðan er, að sú fiskvinnsla, sem ekki er þegar komin á hausinn, á örugglega stutt eftir. Er þetta hægt Matthías? Getur þetta gengið lengur? Af hveiju hættum við ekki? Pökk- um öllu saman, lokum búllunni og flytjum suður í borg Davíðs og för- um að selja sólarlandaferðir. Sumir geta farið að vinna í banka, þar sem peningamir verða víst til og enn aðrir fara í byggingarvinnu, að byggja ráðhús eða veitingastaði á hæðum höfuðborgarinnar. Hvað er það sem gerir okkur það vitlausa að halda áfram í vonlausum atvinnurekstri? Er það tryggðin við plássið og fólkið sem lifír af því að starfa með okkur, beint eða óbeint. Höfum við þetta sterkari taugar til starfsfólks okkar en stjómendur fyrirtækja í öðrum greinum eða er- um við enn í þessu bara af gömlum vana? Ahyggjuraf fiskveiðunum Er við funduðum saman fyrir ári síðan vora einkum tvö mál ofarlega í huga manna, fískmarkaðir og fijálst fiskverð. Verið var að stofn- setja fyrstu fiskmarkaðina og sam- fara harðnandi samkeppni um hrá- efnið hér innanlands m.a. vegna aukinnar ásóknar erlendra kaup- enda í þorskinn okkar urðu yfírborg- anir á fiskverði algengari en áður hafði tíðkast og raddir sjómanna og útgerða um fískmarkaði og fijálst fiskverð urðu æ háværari. Stjóm SIF var á sínum tfma sam- mála því, að ekki væri lengur kom- ist hjá því, að gera tilraun með fijálst fískverð, þótt efasemdir hafí verið ofarlega í hugum manna. Ekki þótti útgerðarmönnum tilraunin takast betur en svo, að þeir sam- þykktu á LÍÚ-þingi sl. haust að fela fulltrúum sínum f Verðlagsráði sjáv- arútvegsins að beita sér fyrir því, að Verðlagsráð ákvæði lágmarks- verð á nýjan leik og sú varð raunin á, því að 15. nóvember sl. ákvað Verðlagsráð lágmarksverð á botn- fiski. Vissulega hefur verðlagningin farið úr böndunum. Þar sem ég þekki til hækkaði fiskverð milli verðtíða um rúm 40%. Eflaust vilja menn svara mér og segja, að það sé lögmál markaðarins sem stjómi þessu, framboð og eftir- spum. Já, rétt er það, en gallinn hefur verið sá, að framboðið á fisk- mörkuðunum hefur verið mjög lítið miðað við eftirspum og þetta ójafn- vægi á mörkuðunum á suð-vestur- hominu hefur síðan haft áhrif á fisk- verð um allt land. En þrátt fyrir fallandi verð á salt- fiski á mörkuðunum, sem er vissu- lega áhyggjuefni, hef ég miklu meiri áhyggjur af öðra, en það era fisk- veiðamar sjálfar. En þar á ég fyrst og fremst við þorskinn, sem er og hefur verið, undirstaða þess, að hægt sé að lifa mannsæmandi lífí í þessu landi, norður við ysta haf. Eða dreymdi okkur um, að þegar við færðum út landhelgina að við ætluðum aðeins að veiða 250—350 þúsund tonn? Og ég fullyrði, að það er stutt í það, að það verði mun minna, ef fram heldur, sem horfir. Eða dreymdi okkur um, að ekki yrði um afla framar að ræða á ver- tíðarsvæðunum? Eða dreymdi okkur um, að þessi stóra og glæsilegu skip, sem við eigum, kæmu með afla að landi, sem er að meðalþyngd 1,3—1,8 kg? Ykkur finnst það kannski hlálegt, að koma með 60 ára gamalt dæmi, en mér fínnst það eiga fullkomlega rétt á sér í dag, og því kem ég með það: Ég var nýlega að lesa bókina „Um láð og lög“, eftir Bjama Sæmunds- son, fiskifræðing. Þar segir hann frá því, þegar hann fór túr með togaranum Skallagrimi í lok apríl árið 1927. Vora þeir á veiðum í Jökuldýpi, og komu i land aftur á lokadaginn, 11. maí. Höfðu þeir þá verið 10 daga á veiðum og var afl- inn 140 tonn af saltfíski, eða 350—400 tonn af þorski upp úr sjó. Auk þess vora þeir með 120 lifr- arföt. Bjami giskaði á, að þar að auki hafí öðra eins magni verið hent í sjóinn aftur, eða 170 tonnum. Þar á hann við hausana, hiyggina og ýmsar tegundir físka; svo sem karfa, keilu og aðrar tegundir. Hafði hann af því miklar áhyggjur, að þessum miklu verðmætum, eins og hann segir sjálfur, skyldi vera hent í sjóinn aftur. Árið eftir fór hann túr með sama togara, en þá fiskuðu þeir á Selvogs- banka. — Þeir fóra út 12. apríl og vora komnir í land 10 dögum seinna með 150 tonn af saltfíski og 135 lifrarföt. En því er ég að rifla þetta upp, að mig langar til að spyija ykkur, hvort við höfum gengið til góðs, götuna fram eftir veg, f þau sextíu sumur, sem síðan era liðin. Mig dreymir um, að eitthvað svona geti endurtekið sig, að togar- ar geti fyllt sig á 3—4 dögum af rígaþorski. Mig dreymir líka um að vertíð- arbátar gætu klárað sinn kvóta á IV2—2 mánuðum og það þá að kvót- amir væra mun meiri, en þeir era í dag. Ef við gætum snúið þróun- inni í þessa vera, þá hefðu engar af okkar samkeppnisþjóðum roð við okkur á mörkuðunum. Alla vega ekki, meðan þær ganga um sín fiski- mið, eins og raun ber vitni. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að það kostar alltof mikið að sækja fiskinn. Því þrátt fyrir alla þessa gífurlegu tækniþróun, sem átt hefur sér stað, þá fiska þessi glæsilegu skip okkar í dag, ekki hálft á við það, sem þessir kláfar komu með að landi árið 1928. Dagbjartur Einarsson StaðaSÍF Öðra hveiju skýtur upp í kollinn efasemdum um ágæti samtaka eins og Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda. Umræða um sölu- samtök sem okkar, hefur ef til vill verið meiri undanfarin misseri, eftir að viðskiptaráðherra veitti nokkram aðilum, til viðbótar þeim sem fyrir vora, leyfi til þess að selja sjávaraf- urðir á Bandaríkjamarkaði. Vissulega er öll umræða um sam- tök okkar af hinu góða ef hún er málefnaleg og sanngjöm. Alltaf má betur gera, en menn verða einn- ig að muna það sem vel hefur verið gert. Talsmenn þess hóps sem vilja aukið frelsi í útflutningi saltfisk- afurða frá íslandi og reyndar allir saltfiskframleiðendur svo og þeir ráðamenn 0g embættismenn sem um þessi mál ijalla, verða að gera sér grein fyrir því hváð tæki við, ef tjómanum yrði fleytt ofan af við- skiptum SÍF. Já, hvað mundi ger- ast, ef upp spryttu töskusalar sem gengu hér á milli manna, bjóðandi gull og græna skóga fyrir ákveðinn fisk, hvað stærð og gæði varðar þegar markaðsverð væri viðunandi. Hvert færa þeir þegar verðfall yrði? Og hver á að selja þann fisk sem þeir hefðu ekki þörf fyrir? Sagði einhver SÍF? Ójá, ætti SIF að starfa áfram sem einhver „raslakista" og ábyrgjast sölu á því, sem þessir höfðingjar hefðu ekki áhuga á að selja? Og áður en slík ákvörðun yrði tekin, ættu framleiðendur og viðkomandi ráðamenn að minnast stöðu skreiðarsölumála okkar. Ég held að það sé hollt fyrir okkur að leita á vit sögunnar og riQa upp tilurð stofnunar SÍF í júlí 1932. Arið 1931 hafði verið hið óhagstæðasta öllum fiskframleið- endum hér á landi. Olli því ekki aflaleysi, heldur það, að markaðs- verð á saltfíski fór sílækkandi þeg- ar á árið ieið. Orsakimar fyrir þessu óhagstæða verðlagi mátti annars vegar rekja til óeirða og lélegs efna- hagsástands í sumum markaðslönd- um íslendinga, en hins vegar mátti rekja hina sorglegu útkomu ársins 1931 til þess, að mati þáverandi ráðamanna þjóðarinnar, að allmiklu hafi þar um ráðið, óheppilegt fyrir- komulag á fisksölunni og einkum Kskortur á samtökum af hálfu endinga. Framleiðendur stóðu dreifðir, flestir svo þurfandi um fjármagn til atvinnurekstrar síns, að þeir urðu að hafa vöra sína á boðstólum, þótt sýnilegt væri, að markaðsverð væri mjög fjarri því að samsvara framleiðslukostnaði. Afleiðingamar urðu svo þær, að verðið fór hríðfallandi. Þegar kom fram á árið 1932 og allt virtist fara á sömu leið eða jafn- vel verr en áður — þ.e. frekari verð- lækkun á íslenskum saltfiski — var hafist handa um að stofna til mjög víðtækra fijálsra samtaka, til þess að fá úr því skorið, að hve miklu leyti yrði ráðin bót á þessu hörmu- lega ástandi, af hendi íslendinga sjálfra. Leiddi þessi samtakavið- leitni til þess að stofnað var í byij- un júlímánaðar 1932, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda. Höfuðmarkmið samtakanna var, að stöðva verðlækkun á útfluttum saltfiski og reyna að koma honum í eðlilegt verð, með tilliti til kaup- getu í neyslulöndunum. Jafnframt var samtökunum ætlað að styðja hagsmuni innflytjendanna með því að koma í veg fyrir verðsveiflur á fiskinum og gera þeim þannig áhættuminna að kaupa fískinn. Með öðram orðum — hagsmunir beggja vora hafðir í huga, útflytjenda sem innflytjenda. Stoftiun Sölusambands var stór- felldasta tilraunin sem gerð hafði verið hér á landi, til þess að halda aðalframleiðsluvöra landsmanna í viðunandi verði og skapa festu og öryggi fyrir framleiðendur. Það var mat þeirra forsvars- manna fiskvinnslunnar sem stóðu í stafni næstu árin á eftir, að stofnun SÍF hafí forðað íslensku efna- hagslífí frá algjöra hrani. Síðan era liðin 56 ár og margt hefur breyst á þeim tíma — í mark- aðslöndum okkar, í þjóðfélaginu, í íslenskum sjávarútvegi og í salt- fiskiðnaðinum okkar. Margt hefur áunnist fyrir tilstuðlað SÍF og mik- il þróun hefur átt sér stað í grein- inni. Ég spyr: Er þá ekki þörf fyrir SÍF lengur? Eflaust vilja einhveijir svara þeirri spumingu neitandi, aðrir því, að gott og blessað sé að hafa SÍF en fleiri eigi að fá tækifæri. Mitt svar er þetta: f mínum huga er og verður SÍF aðeins í þeim skiln- ingi og með því fyrirkomulagi, sem það er í dag. Verði slík ógæfa leidd yfír okk- ur, að einhveijir misgóðir spámenn fái að þeysast um hérað, með alls- konar gylliboð, en SÍF eigi síðan að annast þann fisk, sem þessir aðilar sjá sér ekki hag í að höndia með, þá hrynur SÍF til granna á skömmum tíma og sama ástand muni skapast hér og ríkti fyrir stofnun SIF. Menn verða að gera sér grein fyrir, að allir kaupendur era ekki jafn ánægðir með SÍF og vita sem er að þeir hefðu þróunina meira í sinni hendi, ef hægt yrði að sprengja samtökin. Sumir þeirra era jafnvel tilbúnir að leggja í tals- verðan kostnað, til að svo mætti verða. Við skulum líka hafa í huga, að SÍF er ekki eingöngu sölusamtök okkar — ekki má gleyma þeirri hagsmunagæslu, sem SÍF annast fyrir félagsmenn sína, þótt ekki þyki ástæða til oft á tíðum að blása þá vinnu út. Má ég nefna nokkur dæmi svo sem vöraþróun og eftirlitsstörf, umbúðainnkaupa og dreifing, glíman við tolla- og kvótamál Evr- ópubandalagsins, hagsmunagæsla okkar gagnvart Verðjöfnunarsjóði gagnvart ýmsum ríkisstofnunum og þátttaka í samningum um fis- kverð og fleira og fleira. Ég endurtek og leyfi mér að full- yrða, að ef fleiri aðilum en SÍF verði leyft að flytja út og selja salt- fisk, þá mun SIF hiynja til granna á tiltölulega skömmum tíma. Þessa fullyrðingu mína byggi ég m.a. á þeirri staðreynd, hve einhæf greinin er, og markaðurinn þröngur. Erfiðurtími Að lokum þetta: Við störfum nú á erfiðum tímum. Markaðsverð hefur lækkað og sam- keppnin á mörkuðunum mun harðna og hér heima megum við búa við kolranga gengisskráningu og síhækkandi framleiðslukostnað. Það er deginum ljósara að forsjá landsfeðranna er ekki óbrigðul — það þýðir ekki lengur að einblína í þá áttina og bíða. Aðilar I sjávarút- vegi verða nú að snúa bökum sam- an og vinna það verk sem þarf að vinna. Leita þeirra leiða, sem era færar út úr þeim erfíðleikum, sem nú ríkja í íslenskum sjávarútvegi, marka stefnuna og leggja fyrir stjómvöld. Sameinaðir getum við þetta og þar á SÍF að vera framar- lega í flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.