Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 45 sinni aðeins hluta þessarar heildar- myndar og ræðir mest um hlutverk eins eða tveggja höfðingja á 18. öld. Slíkt er óhjákvæmilega ákveðin fölsun, þótt vafalaust sé hún ómeð- vituð. Raunar hafa flestir aðrir, sem um bókina hafa fjallað, hagað sér ekki ósvipað Bimi, nefiiilega að sjá fyrst og fremst það sem þeim finnst nýstárlegast. Flestir hafa hins veg- ar brugðist vel við því andstætt Bimi. Meðal jákvæðra viðbragða er ritdómur sá, sem Bjöm notar sem upphafspunkt ádeilunnar sinnar á bók mina, hann tekur úr þeim dómi ákveðna setningu sem ég hef aldrei sagt og hefur síðan lestur yfír mér! Vistarbandið og strandrétt- ur í grein Bjöms segir m.a.: „Lög skylduðu til ársráðningar á vinnu- fólki. Var það kallað vistarband. Einhvem veginn hefur sá misskiln- ingur orðið til, að ráðningarákvæði þetta hafí bannað öðrum bændum upp í sveit að ráða fólk til vinnu. Verður Gísli sízt til að leiðrétta þennan misskilning." Mér er ekki alveg ljóst hvert Bjöm er hér að fara en vafalaúst em þessi orð hans í einhveiju sam- hengi við ítarlega grein hans, sem væntanlega birtist í tímaritinu • Sögu á þessu ári, og er bók mín einnig tilefni þeirrar greinar. Málið var einfaldlega það að að- eins tveir aðilar höfðu möguleika til að ráða fólk í vinnu á 18. öld, ábúendur á lögbýlum og kaupmenn. Með lagaákvæðum var kaupmönn- um bannað að ráða til sín íslend- inga í vinnu því að landeigendur og lögbýlisbændur óttuðust sam- keppnina um vinnuaflið. Bann þetta var fyrst endanlega afnumið árið 1787. Allt er þetta rakið í Upp er boðið ísaland (nánar tiltekið bls. 38-40). Lögbýlisbændur gátu að sjálf- sögðu haft atvinnu bæði af fískveið- um og landbúnaði. Strandrétturinn Dr. Gísli Gunnarsson „Björn Stefánsson er umfram allt að verja þá mynd af þessu gamla samfélagi, sem haldið hefur verið að Islend- ingum lengi; að það hafi einkennst af góðri menningu og samstöðu fólks, höfðingja og al- þýðu, húsbænda og hjúa.“ var eignargmndvöllurinn í fisk- veiðistefnu þessa tíma og þess var því vandlega gætt að aflanum væri aðeins landað á leyfílegum stöðum. Réttur þessi var því „kvótakerfi" fyrri alda og tengdi fiskveiðamar landskuldakerfí og landnytjum samfélagsins. Á þann hátt ógnuðu fískveiðar ekki stöðu landeigenda heldur styrktu hana. Nokkur orð nm merka ís- lendinga Um helmingur greinar Bjöms S. Stefánssonar fer í að raeða um framfaraviðleitni nokkurra merkra íslendinga á 18. öld og styðst hann þar við cand.mag.-ritgerð Ólafs Oddssonar frá 1970. Hér er um merka ritgerð að ræða og telst það Bimi til tekna að vekja athygli mína og bæta úr því. En það er nákvæmlega ekkert í tilvitnuðum atriðum úr ritgerð Ólafs Oddssonar sem er í ósamræmi við helstu tilgátumar í bók minni. Ólaf- ur fjallar þar um ákveðna þætti í starfi nafna síns Stefánssonar á 18. öld; ég fjalla um aðra þætti og reyni að skilja hlutverk hans í samhengi við stefnu íslenskra höfðingja í at- vinnumálum á öldinni. Ólafur Stefánsson var upplýs- ingamaður og því framfarasinni. En hann var einnig jarðbundinn málsvari fomra íslenskra samfé- lags- og atvinnuhátta og var raunar sjálfur ásamt konu sinni stærsti landeigandi síns tíma. Þetta tvennt fór ekki alltaf vel saman. Kemur það skýrt fram í tveimur ritgerðum sem birtust í sama hefti Rits Lær- dómslistafélagsins, nr. 7 árið 1786. Önnur ber heitið „Um Sjávarafla og Vatnaveiðar á íslandi". Þar skýr- ir hann frá mikilvægu hlutverki fískveiða { íslenskum þjóðarbúskap og nauðsyn þess að efla þær. Hin ritgerðin ber heitið „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna". Þar varar höfundur sterklega við því að sjáv- arútvegur eflist á kostnað land- ■búnaðar. Það fór fyrir mér, eins og Bimi Stefánssyni þegar hann bar saman lýsingu Olafs Oddssonar og lýsingu mína á steftiu Ólafs Stefánssonar, að fyrst þegar ég las þessar tvær greinar virtust þær vera ósamræm- anlegar að öllu leyti. Við frekari lestur og umhugsun sá ég þó að svo var ekki. Ólafur Stefánsson vildi efla fiskveiðar, en aðeins ef sú efl- ing kæmi landbúnaðinum til góða. Þannig hneykslaðist hann á físk- verðlaunum kaupmanna vegna þess að sambærileg verðlaun voru ekki fyrir framtak í landbúnaði. Umfram ailt var hann því mótfallinn að físk- veiðar væru stundaðar án tengsla við landbúnað; þetta tvennt yrði að fara saman og vera í höndum sömu manna. Helst vildi hann að lands- drottnar ættu bátana og leiguliðar, sem voru allur þorri bænda, rém á bátum þeirra en ekki eigin bátum. Sennilega hefur hann hugsað sér að Jjessir bátar væm þilskip. I bókinni Upp er boðið ísaland er ítarlega fjallað um Ólaf Stefáns- son á tveimur stöðum. Útreikningar hans á landsframleiðslu 1770 em nýttir til hins ýtrasta (bls. 42—44) og deilur hans við Skúla Magnússon á sama tíma um verslunarmál fá allmikla undj'öllun (bls. 233—242). Skúli hafði þá lagt fram áætlun um „fríhöndlun", sem í raun og vem fól í sér stórfellda uppstokkun á íslenska samfélaginu. Flestir emb- ættismenn íslenskir snémst gegn þessari áætlun Skúla og þótti hún allt of róttæk. Forystu í þessum embættismannahóp hafði sá æðsti þeirra, Ólafur Stefánsson. Hann vildi framhald verslunareinokunar í formi svonefndrar umdæmaversl- unar, þó þannig að íslendingar yfír- tækju sjálfir tvær hafnir til að læra verslunarrekstur. Rök Ólafs gegn hugmyndum Skúla var ótti við fólksflótta úr landbúnaði í sjávarút- veg, það væri landinu hættulegt að kaupmenn væm búsettir hér á landi að staðaldrí og einnig taldi hann að siglingar til landsins yrðu ekki nógu tryggar í fríhöndlun. Raunar virðist Olafur hafa fylgt í þessum efnum ráðum velgjörðarmanns síns, þess hálærða og merka héraðs- harðstjóra. Bjama sýslumanns Halldórssonar í Húnavatnssýslu. Góða lýsingu á sjónarmiðum og starfsháttum Bjama er að fínna f doktorsriti sænska sagnfræðingsins Haralds Gustafsson um fslenska embættismenn á 18. öld. (Mellan kung och almoge. Stokkhólmur 1985. Vonandi getur Bjöm lesið þessa bók þótt hún sé á sænsku. Móðurmál Haralds er nefnilega - sænska og bið ég Bjöm að virða honum það til málsbóta.) Þilskipaútgerð og sögulegir dómar Útgerð Norðmanna á 18. öld var að mestu leyti í formi þilskipa með- an íslendingar á sama tfma réru nær eingöngu á opnum bátum. Að sjálfsögðu vildu þeir íslendingar, sem eitthvað þekktu til, ráða hér bót á og breytir hér stefna þeirra í samfélagsmálum á öðmm sviðum engu um. Athyglisverð mjög er lýsing Ólafs Oddssonar (f endursögn Bjöms) á þilskipahugmyndum Páls Vídalíns, Bjarna Halldórssonar og Ólafs Stef- ánssonar. Útgerðarhugmyndir þessara mektarmanna em að sjálf- sögðu ekki í neinu ósamræmi við efnisatríði f Upp er boðið ísaland. Raunar fínnst mér vanta einn mann í þessa upptalningu Bjöms, en það er séra Páll Bjömsson í Selárdal, sem hóf þilskipaútgerð þegar á 17. öld. Séra Páll var mikill lærdóms- maður bæði f fomtungum og stærð- fræði. Hann lét brenna mörg sókn- arböm sín og landseta fyrir galdra. Hann og Páll Vídalín vom tvímenn-_ ingar, Amgrímur lærði var afí þeirra beggja. Væri það réttmætt ef séra Páls yrði aðeins minnst fyrir lærdóm eða þilskipaútgerð eða galdrabrennur og hann síðan dæmdur eftir gildis- mati nútímans? En slík einföldun á fræðum fínnst mér einmitt ein- kenna margnefnda grein Bjöms S. Stefánssonar um bók mfna. Höfundur er lektor ísagnfræði við Háskóla tslands. Við höfum lent í öllu Gildran sendir f rá sér plötu Um þetta leyti á sfðasta ári fór hljómsveitin Gildran að vera áberandi á tónleikastöðum Reykjavfkur og f enduðum maf 1987 kom út platan Huldumenn. Platan varð til þess að vekja frekari athygli á sveitinni og lög af henni voru töluvert spiluð f útvarpi fram á sumar. Gildran er enn að og annað kvöld heldur sveitin tónleika f Duus og kynnir þar lög af nýrri plötu sem þegar er búið að taka upp og hljóðblanda og kemur út innan skamms. Ljósmynd/BS Gildran er sveit úr Mosfells- sveit og hefur kjarni hennar verið lengi að f tónlistinni, lengur en aliflestar sveitir sem nú eru uppi. Rokksíðan hitti sveitarmeðlimi og textahöfund í æfingarplássi f afskekktum sumarbústað á Kjal- arnesi. Þegar Huldumenn kom út má segja að nafnið hafi að vlssu leyti átt við um sveitina, þvf þeir voru margir sem ekki þekktu sveitina, sem þó var einnig við það að gefa út plötu í Bretlandi. Segið már frá að- draganda Gildrunnar og plötu- gerðar f Bretlandi. Þórhallur og Karl byrjuðu á dansiballaspilamennsku, voru fjórtán og fimmtán ára að spila í klúbbnum með málað yfirvara- skegg til að fá að spila. Biggi kom inn í það dæmi og við fórum að spila frumsamda tónlist, þunga- rokk af þyngstu gerð undir nafn- inu Pass. Það gerðum við í þrjú til fjögur ár, en það gekk ekki neitt. Við gátum ekki spilað nema tvisvar til þrisvar á ári, því við vorum alltaf að skipta um gítar- leikara. Við vorum ekki fyrr búnir að æfa inn gítarleikara, en þeir gáfust upp á strangri æfinga- áætluninni og við þurftum, að fara að æfa inn nýjan mann. Svo fór að við tókum það ráð aö reka sfðasta gítarleikarann sem við vorum með og Biggi tók við gítarnum. Það var 1985 og það var erfið ákvörðun, enda hafði hann aldrei snert á rafmagns- gítar. Við tókum þessa ákvörðun vegna þess að við gátum ekki hugsað okkur að vera fá einhvern snilling í hljómsveitina sem nenn- ir ekki að vinna með okkur, sem nennir ekki að æfa. Þá kynntumst við Kalla breska sem þá vann á Álafossi. Kalli bað okkur að koma með sér til Eng- lands og það varð úr að við pönt- uöum tíma í hljóðveri í Sheffield. Þar fengum viö til Iið6 við okkur mann að nafni Mark Ester, sem við höfðum frétt af og hann tók að sér að stýra upptökum á tveggja laga tólftommu, sem er nú tilbúin til útgáfu ytra, búiö að skera plötuna og hanna umslag, en enn á eftir að gera útgáfu- samninga. Annað lagið á tólf- tommunni tók 250 tíma í hljóð- veri, en hitt 50 tíma, þannig að þetta er 300 hljóðverstíma tveggja laga tólftomma, sem er eins ólíkt Gildrunni og veriö get- ur. Nýja platan okkar sem er nú væntanleg var tekin upp og hljóðblönduð á 68 tímum, en Húldumenn var unnin á 45 tímum. Af þessu má sjá að þetta voru algjörir öfgar. Það heldur kannski einnig aftur af okkur með útgáfuna að þessi lög eru svo ólík því sem við erum að gera í dag; það er svo mikil vinna lögð í útsetningar og það eru allskyns auka hljóðfæraleikarar og bak- raddir. Þetta er hálfgerð diskó- tekatónlist sem viö gætum aldrei náð á tónleikum. Nærtækasta skýringi á því hvers vegna við byrjuöum á vit- lausum enda og fórum að vinna plötu úti áður en við höfðum unni okkur sess hér heima er að við fundum engan hljómgrunn hér heima fyrir það þungarokk sem við vorum að leika þá. Allt umstangið hefur síðan gert það að verkum að þó hljómsveitin Gildran sé ekki nema tveggja ára gömul í augum margra popp- gagnrýnenda og þeirra sem keyptu plötuna Huldumenn, þá höfum við öðlast mikla reynslu f hljóðversvinnu og ekki sfður f tónleikahaldi. i þeim efnum höf- um við kynnst ýmsu og misjöfnu. Eitt sinn fórum við erfiöa ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja, vorum í fimm tíma, með miklum harmkvælum og sjóveiki, og spil- uðum þar fyrir einn mann þó svo boðsgestir hafi verið um tuttugu. Þetta er harður bransi og það eru fáir sem gera sér grein fyrir því að við höfum lent í öllu. Hvernig er með nýju plötuna, verður hún f ætt við Huldu- menn? Nýja platan, sem heitir Hugar- fóstur, er öllu rólegri og yfirveg- aðri en Huldumenn. Við náum því fram á henni sem við ætluð- um að gera; að gera ekki sömu plötuna aftur og láta þau rólegu lög sem við áttum njóta sín. Hafið þið hugsað ykkur að reyna að koma nýju plötunni á framfæri ytra? Nei, við höfum ekki tíma til að standa í því. Okkur langar líka til að vinna okkur sess á íslandi áður en við förum að standa í einhverju úti. Útgefendur úti spyrja líka að því hvað hljóm- sveitin hafi gert á íslandi og menn hér heima vita ekkert og þekkja hljómsveitina ekkert. Við byrjuðum á öfugum enda og þessi plata verður væntanlega til að bæta úr því. Hún verður gefin út af stórfyrirtæki á íslensk- an mælikvarða, en Huldumenn seldist lítið vegna þess að við gáfum hana út sjálfir. Hún náði þó að borga sig, en hún týndist í plötuflóðinu og menn hafa bara ekki vitað af henni, enda höfðum við ekki efni á að auglýsa hana rækilega. Þið hafið ekki f hyggju að reyna að látta tónlistina til að ná meir vinsældum? Það er hægt að gera hvað sem er vinsælt með réttri markaðs- setningu og okkar tónlist er þar engin undantekning. fslenski poppmarkaðurinn má ekki þróast í þá átt að lögin veröi alltaf létt- ari og léttari þar til þú getur ekki heyrt lagið nema einu sinni í út- varpi þá ertu þegar orðinn ieiður á því. íslenska gleöipoppið á til að mynda ekkert erindi á markað úti, til þess er það of mikil froða. Nýja platan okkar er kannski aðgengilegri en Huldumenn, því tónlistin er rólegri og þessvegna gefa menn henni frekar tæki- færi, hún gerir ekki eins miklar kröfur. Þið eruð ekki að 'gefast upp á rokkinu eftir tfu ára basl? Ekki á meðan við erum á upp- leið. Hvað með U2 áhrlfin? Þaö kom okkur leiðinlega á óvart að menn gáfu hljómsveit- inni þennan U2-stimpil þegar Huldumenn kom út. Það má kannski segja sem svo að það séu einhver U2 áhrif i laginu Mærin, en það er ekki nema eðiilegt. Tónlistarmenn hlusta mikið á tónlist og vitanlega skilar það sem þeim þykir gott sér að einhverju leyti inn i það sem þeir eru að gera. Þaö er þó miklu meira af Led Zeppelin í Gildrunni en nokkum tímann U2. Þetta kom hálf kjánalega út á köflum; menn voru kannski að spila plöt- una í útvarpinu og kynntu sveit- ina sem U2 fslands og spiluðu síöan lagið Huldumenn sem er alíslenskt rokklag, þetta var fár- ánlegt. Viðtal: Árni Matthfasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.