Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 33 ford Oxford sterkan grunn að rann- sóknum á íslenskum bókmenntum í Bretlandi. Annar landi Guðbrands, Eiríkur Magnússon, var skipaður bóka- vörður í Cambridge árið 1871. Samfara starfí sínu kenndi hann íslensku og var Bertha Phillpotts, síðar prófessor í Cambridge og höfundur margra rita um íslenskar bókmenntir, meðal nemenda hans. Starf Eiríks bar því einnig ríkuleg- an ávöxt. Það var ekki lítils virði fyrir íslendinga að tveir slíkir menn, sem báðir voru miklir at- orkumenn og unnu íslenskum bók- menntum, skyldu hafa tækifæri til að kenna móðurmál sitt í tveimur af virtustu háskólum Englands. Eftir lát Guðbrands var um langt skeið engin formleg kennsla í íslensku og íslenskum bókmennt- um við Oxford háskóla. Áhugas- amir lærisveinar Guðbrands, eins og William Craigie og Henry Swe- et, héldu lífí í glóðunum, og áhrifa- miklir fræðimenn eins og J.R.R. Tolkien og E.V. Gordon stunduðu íslensku á þessum tíma í Oxford. En eftir rúma fimmtíu ára biðstöðu birti til. III Þegar dósentstaðan í íslenskum fombókmenntum var stofnsett árið 1941, hafði J.R.R. Tolkien for- göngu um að ungur fræðimaður, að nafni Gabriel Turville Petre, var skipaður í stöðuna. Það var heppi- leg ráðstöfun að Turville Petre var ráðinn til þessara starfa. Hann hafði dvalið langdvölum á íslandi og hafði meiri þekkingu á íslensku og íslenskum bókmenntum, að fomu og nýju, en aðrir landar hans. Hann talaði íslensku reiprennandi og unni öllu því sem íslenskt var. Kennsla hans var því af öðmm toga en þeirra sem einungis höfðu lesið um ísland af bókum og höfðu ekki haft tækifæri til að kynnast því af eigin raun. Þessi nánu tengsl hans við ísland tuttugustu aldar voru mikils virði fyrir nemendur hans. Hann talaði ekki aðeins um Ara og Snorra heldur einnig um Laxness og Þórberg. Turville Petre hafði mikil áhrif á íslensk fræði í Bretlandi, því að nemendur fylltu fljótt kennarastóla, bæði í helstu háskólum í Bretlandi (s.s. Cardiff, London, Newcastle, Durham, Le- eds, Birmingham) og ennfremur í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar Turville Petre lét af störf- um árið 1975 vofði sú hætta yfir að staðan yrði „fryst“ eins og kall- að er, og ekki í hana ráðið um ófyrirsjáanlegan tíma. En ári síðar var Ursula Dronke, gamall nem- andi Turville Petre, ráðin eftirmað- ur hans. Mikil gróska hefur verið í deildinni undir hennar hand- leiðslu. Frá árinu 1979 hafa sjö doktorsritgerðir verið lagðar fram undir umsjá Ursulu Dronke og fímm aðrar eru í deiglunni. Rann- sóknarefni þeirra endurspegla fjöl- breytileika kennslunnar, sem spannar allt frá dróttkvæðum til samtímasagna. Þrátt fyrir ftjótt starf hennar sjálfrar og árangur af kennslu hennar, er enn á ný þrengt að þessari stöðu. Þegar Ursula Dronke lætur af störfum á hausti komanda, verður staðan „fryst" og tilveru hennar stofnað í hættu. Ástæðan er einföld. Fjárhagur háskóla í Bretlandi hefur þrengst mjög á síðustu árum. Þær náms- greinar sem ekki draga að sér flokk nemenda, né höfða til tísku sam- tímans, hafa orðið að víkja fyrir þeim greinum sem vinsælli eru um stundarsakir. Ein af þeim greinum er fomíslenska. Dósentstaðan í Oxford er sér- stök að því leyti að henni er ein- göngu ætlað að sinna íslenskri tungu og bókmenntum. í því felst einnig styrkur hennar og mikil- vægi innan háskólans. Hún vekur athygli og hefur sína eigin sérstöku rödd innan enskudeildarinnar. ís- lensk fræði hafa ætíð verið hluti af enskudeild í breskum háskólum. Þau tengsl eru mikilsverð því að hinar gömlu bókmenntir Breta og íslendinga hafa sömu rætur og hagnast þess vegna á því samlífi. Eldri fraeðimenn í fomensku, eins og J.R.R. Tolkien, gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að rannsaka þennan skyldleika á báða vegu. Kennsla í íslenskum fræðum í Oxford nýtur þess hve bókakostur er þar góður. Guðbrandur Vigfús- son gaf bókasafn sitt til háskóla- garðs síns í Oxford, Christ Church College. Safn hans er vandað, mik- ið að vöxtum og ríkt af fágætum bókum. Turville Petre gerði slíkt hið sama eftir sinn dag. í bóka- safni hans vom ekki einungis fom- bókmenntir og bækur um fom fræði, heldur einnig nútímaskáld- sögur og kveðskapur, sem bera merki um hinn almenna áhuga hans á íslenskum bókmenntum síðari tíma. Þessar bókagjafír hafa veitt kennumm og nemendum í Oxford ómetanlegan stuðning í rannsóknum sínum og er sá gmnd- völlur sem öll kennsla byggist á. Dósentstaðan í Oxford stendur á gömlum gmnni, en nú verður að treysta hann á nýjan leik og þar geta íslendingar lagt þungt lóð á vogarskálamar. Áhugi nemenda í dag sýnir, að íslenskar bókmennt- ir eiga ekki bara áhugasama, held- ur einnig þroskaða og fíjóa lesend- ur í Bretlandi. Það er ekki einung- is verið að kenna fomt tungumál í fílabeinstumi á gömlu fræða- setri, heldur em nemendur örvaðir til að lesa bókmenntimar í ljósi nýrra athugana í bókmenntafræði og þjóðfræðum. En um fram allt em þeir hvattir til að lesa þær á nýjan hátt fyrir nýjar kynslóðir, því aðeins á þann hátt geta þær átt erindi við nútímann. Þetta skapandi starf sem unnið er af ósérhlífni hátt í breskum háskólum er betri landkynning en margt það sem við hreykjum okkur af nú á dögum. Það er mikilvægt fyrir okkur að sýna áhuga á starfi þess- ara bresku framheija íslenskrar menningar og styðja þá í baráttu þeirra fyrir framgangi íslenskra mennta. Ef rannsóknir á íslenskum bókmenntum dragast saman er- lendis, er það einnig tap okkar. Það kuldakast, sem nú ríkir í breskum háskólum, má ekki verða að hörkuvetri fyrir íslensk fræði. Höfundur er að Ijúliti framhalda- námi íbókmenntasögu við Ox- ford-háskóla. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir DAVID OWEN Þorskastríð vegna franskra smáeyja við Nýfundnaland Aðeins 12 sjómílum frá Burin-skaga á suðurströnd Nýfundna- lands eru frönsku eyjarnar St. Pierre og Miquelon. íbúar eyj- anna, um 6.000 manns, lifa svo tíl eingöngu af fiskveiðum, og misstu þeir því stóran spón úr aski sínum þegar Kanada færði efnahagslögsögu sína út f 200 mOur árið 1977. Hafa frönsk og kanadísk yfirvöld átt í stöðugum deilum um fiskveiðiréttindi eyjaskeggja undanfarin eUefu ár, en nú hefur náðst samkomulag um að fá einhvem þriðja aðila tíl að reyna að finna lausn á deO- unni. Fram til ársins 1973 voru pen- ingaseðlar þessara frönsku eyja skreyttir myndum af sæbörð- um stríðsmönnum og berbijósta suðrænum meyjum, sem svipaði til kvennanna frá Tahiti I málverkum Gauguins. En eyjamar eiga fátt sameiginlegt með Tahiti. Frekar mætti líkja þeim við Falklandseyjar þar sem íbúamir em einnig mjög háðir fiskveiðum, þó þeir hafí einn- ig sauðfjárbúskapinn sem vart rikkist á St. Pierre og Miquelon. báðum eyríkjunum er veðráttan óblíð, og sem dæmi má nefna að á undanfömum 170 árum hafa um 700 skip farizt við strendur frönsku eyjanna. Þessi samlíking fékk nýja merk- ingu eftir Falklandseyjastríð Breta og Argentínumanna áríð 1982. Þá varaði Marc Plantagenest, þáver- andi forseti löggjafarsamkundu frönsku eyjanna, við þvl að þær gætu orðið einskonar „Falklands- eyjar Norður-Atlantshafsins". Að vísu taldi hann harla ólíklegt að Kanadamenn gerðu innrás á ey- jamar, en þeir gætu sett á þær viðskiptabann. Um 70% alls inn- flutnings St. Pierre-Miquelon kem- ur frá Kanada. Útgerð í vanda Eftir útfærslu efnahagslögsögu Kanada ákváðu Frakkar að fylgja fordæmi þeirra og lýsa yfír 200 mílna lögsögu við St. Pierre- Miquelon, ekki síður vegna hugs- anlegra auðlinda á hafsbotni en vegna fiskveiðanna, en kanadísk yfírvöld viðurkenna aðeins 12 mflna lögsögu Frakka við eyjam- ar. Þá neita Frakkar að hlíta ákvörðunum Kanada um fískveið- ikvóta á „umdeildum svæðum" þar sem meint yfirráðasvæði ríkjanna skarast. Þetta hefur Ieitt til kanadískra ásakana um ofveiði franskra fiskiskipa og skipa eyja- skeggja á miðunum. Þegar slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum í fyrrahaust, gripu Kanadamenn til þess ráðs að banna fiskiskipum frá Frakklandi og St. Pierre -Miquelon með öllu aðgang að fiskimiðum sínum og höfnum. Kom þetta sér sérlega illa fyrir eyjaskeggja, sem misstu aðgang að hefðbundnum miðum sínum á St. Lawrenceflóa, og var meinað að senda skip sín til venju- legs viðhalds og viðgerða í kanadískum höftium. Þessar aðgerðir kipptu fótunum undan efnahag eyjaskeggja, sem eru algjörlega háðir fiskveiðunum, þótt útgerðin sé rekin með miklum ríkisstyrkjum. Aðeins einn af sex togurum St. Pierre-Miquelon er enn í rekstri. Tvær fiskverkunar- stöðvar eru á eyjunum. Þeirri minni hefur nú verið lokað og rambar hún á barmi gjaldþrots. I þeirri stærri er aðeins unnið hálf- an vinnudag í viku hverri, og er áætlað að tap á rekstri hennar nemi um 8 milljónum franskra franka (um 55 millj. kr.) það sem af er árinu. Umdeildar eyjar Það var portúgalski landkönn- uðurinn Jose Alvarez Faguendez sem fann eyjamar árið 1520, en Frakkar lögðu þær undir sig árið 1604. Frá 1702-1814 voru eyjam- ar ýmist undir stjóm Frakka eða Breta, en með samningnum í París árið 1814, eftir lok Napóleons- styrjaldanna, urðu eyjamar end- anlega frönsk nýlenda, og eru nú síðasta nýlenda Frakka í Norður- Ameríku. Það leynir sér ekki í höfuð- borginni St. Pierre að eyjamar em franskar. Franskar bifreiðir á götunum, kosningaveggspjöld með myndum af Francois Mitter- rand og Jacques Chirac, og Gita- nes-sígarettur í verzlunum. En samskipti eyjaskeggja við aðflutta Frakka frá meginlandinu em beggja blands. Talið er að um 1.000 franskir embættismenn og skyldulið séu á eyjunum. „Það starfa 17 manns í landbúnaðar- ráðuneytinu, og hér vex ekki strá," segir Jean-Pierre Andrieux, hóteleigandi og ræðismaður Kanada á St. Pierre. Eyjaskeggjum er fyllilega ljóst hvað það kostar Frakka að halda þessarí síðustu nýlendu sinni í Norður-Ameríku. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs, sem fran- skir embættismenn segja að hafi verið „mjög gott ár“, nam and- virði heildaútflutnings eyjanna aðeins um 40-42% af þeim 256 milljónum franka (rúmlega 1.750 millj. króna) sem greitt var fyrir innflutt matvæli og olíu. Þá em Frakkar að koma þama upp stórri sundlaug og þurrkví, sem áætlað er að kosti 250 milljónir franka. Þrátt fyrir þessa fyrirgreiðslu alla sýnist lítil vinátta ríkja milli efnaðra franskra embættismanna og eyjaskeggja, sem yfirleitt búa við fátækt. Þótt undarlegt megi teljast með tilliti til yfírstandandi deilna em eyjaskeggjar í mun nánari tengslum við nágranna sína á Nýfundnalandi, enda mikið um hjúskapartengsl þar á milli. Svo mikil em þessi tengsl að þær em orðnar fáar flölskyldumar á eyjunum sem ekki eiga ættingja í Kanada. Uppgangur á bannárunum Joseph Lehuenen er sérfræð- ingur í sögu eyjanna og segir að mest hafí borið á giftingum eyja- skeggja og karla og kvenna frá Nýfundnalandi á ámnum 1920-30 — en þá fluttist fjöldi manns til eyjanna frá Nýfundnalandi vegna mikillar velmegunar á eyjunum. Þessi velmegun stafaði þó ekki af fiskveiðunum, sem áttu sitt blómaskeið um síðustu aldamót þegar um 4.000 sjómenn stun- duðu þar veiðar á um 200 seglbát- um. Það var áfengi sem var undir- staða þessa uppgangs. Áfengis- bannið í Bandaríkjunum varð til þess að St. Pierre lá vel við sem miðstöð fyrir smyglara og leynivínsala til að koma áfengi á gróðavænlegan markaðinn í Bandaríkjunum. Þegar þessi viðskipti vom í hámarki, og innlendir smyglarar eins og Henri Moraze störfuðu við hlið glæpasamtaka A1 Capones og Bills McCoys, vom um 3 millj- ónir kassa af áfengi sendar árlega frá St. Pierre á Bandaríkjamark- að. Enn kalla íbúar St. Pierre afnám bannlaganna í Banda- ríkjunum „efnahagshmnið". Síðarí tilraunir til að koma upp nýjum atvinnugreinum og gera eyjaskeggja óháðarí fískveiðunum hafa engan árangur borið. í þeim tilraunum kennir margra grasa, og í einni áætluninni var gert ráð fyrir innflutningi alpaka og lama- dýra til Miquelon, sem siðan átti að flytja út á ný til bænda í Norð- ur-Ámeríku. Höfundur er blaðamaður lyá Financial Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.