Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 25 Mynd þessi er tekin á skrifstofu Harrys S. Trumans (t.v.), Bandaríkjaforseta, 21. janúar 1949, eftir að Dean Acheson (í miðju), utanríkisráðherra, hafði svarið embættiseið sinn fyrir Vincent, forseta hæsta- réttar (t.h.). Tveim mánuðum síðar átti Acheson viðræður við íslensku ráðherranefndina, þar sem hann staðfesti f.h. Bandaríkjanna og annarra væntanlegra stofnaðila NATO, að aðildin mundi hvorki leiða til þess að ísland þyrfti að stofna her né heldur að hafa erlendan her í landinu á friðartímum. Greinar- höfundur var viðstaddur embættiseiðtöku Achesons sem fréttamaður Vísis og tók þá þessa mynd. istahreyfing sem leiðtogamir í Kreml höfðu að mestu alræðisvald yfir og fulla stjóm á. í dag geteur aftur á móti að líta um alla heims- byggðina víðáttumikið samansafn af mismunandi kommúnistaflokk- um og hugsjónaafbrigðum. Kína kemur strax í hugann sem dæmi, einnig Albanía, Rúmenía og Júgó- slavía. Þessi ríki taka ekki við fyrir- mælum frá Moskvu og leggja áherslu á mikilvægi þess, að hug- sjón kommúnismans sé framkvæmd samkvæmt þeirra eigin skilningi á honum og aðlögun hans að þörfum þjóða þeirra og ríkja. Hitt er ekki síður athyglisvert, að perestrojka Gorbatsjovs er greinileg mótsögn við Breshnev- kenninguna og nútíma Kremlveijar virðast ætla að leyfa þjóðum Aust- ur-Evrópu að velja sínar eigin að- ferðir við að þróa hið pólitíska og efnahagslega kerfi kommúnismans með tilliti til aðstæðna og menning- arerfða á hveiju landsvæði. Gorb- atsjov talar meira að segja um mik- ilvægi þess að efla lýðræðislega stjómarhætti í ríkjum kommúnism- ans, svo sem lesa má í Perestrojku hans. Og þá vantar ekki fagrar yfirlýs- ingar Kremlveija um friðar- og af- vopnunarvilja þeirra. Þetta em allt dæmi um miklar breytingar á forsendum og stöðu alþjóðamála á fáum áratugum. Slíkar breytingar kaila eðlilega á að hugað sé að því, hvort breyta mætti og bæta fyrirkomulag okkar eigin vamarmála með tilliti til breyttra forsenda síðustu 35 árin. Endaskipti öryggisþver- sagnarinnar ■ Nú er mikið í húfi að takist að draga ur vígbúnaðarkapphlaupinu, sem leitt hefur til þess, að kjam- orkuveldin í fomstu vamarbanda- laga austurs og vesturs ráða yfir vopnum og sprengikrafti til þess að tortíma hvort öðm og heiminum öllum a.m.k. 10 sinnum. Ogþað sem verra en Tæknin og tölvuvæðing nútímavígbúnaðar er orðin svo há- þróuð, að lítilsháttar bilun í tölvu gæti leitt til þess að gjöreyðing- arstríð hæfist sem enginn ætlaði sér að heíja. Eftir Reykjavíkurfund Gorb- atsjovs og Reagans 10,—12. októ- ber 1986, sem m.a. greiddi fyrir Washingtonfundi þeirra og fyrsta skrefi að kjamorkuafvopnun með samningnum frá 8. desember 1987, virðist það rökréttt hlutverk íslend- inga innan Atlantshafsbandalags- ins að reyna að draga úr áhrifum þeirrar óvinarímyndar sem svo margir í austri og vestri draga upp. Með því að eyða óvinarímyndinni opnast möguleiki til þess að draga út spennu, eyða tortryggni, efna til vinsamlegra viðskipta, samskipta og samvinnu rílq'a austurs og vest- urs. Ef vel tækist til gæti komið til eins konar afvopnunarkapp- hlaups í stað vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Endaskipti yrðu þá höfð á öryggisþversögninni. Samkvæmt henni leiðir sérhver aðgerð annars stórveldisins til styrktar vömum sínum sjálfkrafa til hlutfallslega minni öryggis hins. Hann finnur sig knúinn til að svara með því að efla eigin vamir. Hinn fyrri svarar aftur með því að styrkja herbúnað sinn. Þannig leiðir þessi víxlverkun til sífellt vaxandi vígbúnaðar beggja og knýr vígbúnaðarkapphlaupið áfram. Einhvers staðar þarf að byija á að eyða óvinarímyndinni, uppræta tortryggni og stuðla að afvopnun. Tækist að snúa við áhrif- um öryggisþversagnarinnar stigi mannkynið mikið gæfuspor sem með tíð og tíma gæti stuðlað að alhliða afvopnun, friði, öryggi og samvinnu ríkja. Washingtonsamningurinn frá 8. desember 1987 er skref í þessa átt. Hann gerir ráð fyrir útiýmingu allra meðal- og skammdrægra kjamorkueldflauga á landi. Þótt hann geri ráð fyrir eyðingu aðeins um 5% af kjamorkubirgðum stór- veldanna þá mundi það magn eitt út af fyrir sig nægja til þess að eyða öllu lífínu á jörðinni, ef sprengt væri. Samningurinn er því stórkost- leg byijun sem vekur bjartsýnar vonir um framhaldið. Sumir tala um, að með Was- hington-samningnum sé nýtt skeið mnnið upp í samskiptum stórveld- anna. Stefnt er að helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna í yfir- standandi samningaumleitunum og Sovétríkin hafa hafið heimflutning herliðs síns frá Afganistan. Gagn- kvæmt traust hefur stóraukist. Samt er það ekki meira en svo, að hvorugt stórveldið þorir að taka áhættu af að hitt gæti öðlast hem- aðarlega yfírburði. Kjami vandans við framhald samninganna virðist vera sá, að aðiium takist að skil- greina lágmarksfjölda þessara vopna án þ ;ss að rýra fælingar- mátt þeirra og spilla ógnaijafn- væginu. Þetta er ekki létt verk og kallar á markvisst sleitulaust starf því örlög mannkyns geta ráðist af því hvemig til tekst. Perestrojka Gorbatsjovs og ann- arra umbótasinna í Sovétríkjunum vekur einnig vonir um frekari já- kvæða þróun afvopnunar- og ör- yggismála. Menn gera sér vonir um, að væntanlegur fundur Gorbatsjovs og Reagans í Moskvu í júní 1988 geti leitt til verulega batnandi sam- búðar stórveldanna og tímamóta í samningum um afvopnunarmál. Hlutur Íslendínga Við íslendingar getum e.t.v. lagt nokkuð af mörkum þótt í smáu sé, til þess að styðja þessa jákvæðu þróun í öryggis- og afvopnunarmál- um. Þetta gætum við t.d. gert með því að gera skynsamlegar breyting- ar á fyrirkomulagi okkar eigin vam- armála, án þess að rýra öryggi okkar. Markmið slíkrar breytingar myndi vera að kalla á samsvömn á landsvæði Varsjárbandalagsins og þannig stuðla aið rýmandi vígbún- aði í Evrópu. Sjá bls. 42 Fríkirkjan Hafnarfirði: Dagnr aldraðra og vor- ferð barnastarfsins Á FIMMTUDAG, uppstigningar- dag, býður FWkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfírði eldra safnaðarfólki til guðsþjónustu kl. 14. Að lokinni guðsþjónustu verður síðan kaffis- amsæti á vegum kvenfélags kirkj- unnar í Iðnaðarmannahúsinu. Er þess vænst að sem flest eldra safn- aðarfólk sjái sér fært að mæta og geta þeir sem óska eftir því að verða sóttir heim haft samband við safn- aðarprest. Á laugardag 14. maí verður sfðan farið í hina árlegu vorferð bama- starfsins. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 11 og verður veðrið látið ráða hvert haldið verður. Áætl- að er að koma til baka fyrir kl. 17. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá safnaðarpresti. Einar Eyjólfsson, safnaðarprestur. PH.!,,- . Fríkirkjan í Hafnarfirði. Dagur aldraðra 1 Sel- tjarnarneskirkju Uppstigningardagur hefur nú um árabil verið dagur aldraðra í söfnuð- um landsins. Af þessu tilefni mun Seltjamamessöfnuður bjóða eldri bæjarbúa sértaklega velkomna til guðsþjónustu og til veislukaffis á eftir. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og mun Þórir Guðbergsson predika. Sóknarprestur, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, þjónar fyrir altari og organisti verður Sighvatur Jón- asson. Þegar kaffið hefur verið dmkkið og fólk hefur notið sam- félags hvert við annað, mun Elísa- bet F. Eiríksdóttir syngja nokkur lög og ef til vill verður efnt til fjölda- söngs ef stemmning verður góð. Seltjarnarneskirkja. Þó dagurinn sé sérstaklega helg- aður eldra fólkinu em að sjálfsögðu allir velkomnir á hvaða aldri sem þeir em, böm og fullorðnir, ungir sem aldnir. Sóknarprestur Það er eftirsóknarvert og ódýrt að ferðast með SAS til meginlands Evrópu SAS heldur uppi tíðu áætlunarflugi til allra heimsins horna. Þú getur treyst því að SAS komi þér á áfangastað fljótt og örugglega, hvenær sem er. Með viðkomu í Kaupmanna- höfn geturðu ferðast með SAS til allra helstu borga Evrópu. Amsterdam, Hamborg, Frankfurt, Dússeldorf, Munchen, Zúrich og Genf eru eftirsóknar- verðir áfangastaðir. SAS býður ódýr fargjöld til þessara staða og þú nýtur þjónustu, sem þekkt er um heim allan. Með SAS kemstu örugglega á áfangastað — hvert sem er! Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrifstofum, og hjá SAS, símar 21199 og 22299. 44T o o Laugavegi 3, símar 21199 / 22299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.