Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 64
Yfirdráttur á tékkareikninga launafólks SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Fastnúmera- kerfí samþykkt Bíleigendur fá að halda gömlu núm- erunum þangað til bifreið er afskráð LÖG um fastnúmerakerfi á bif- reiðum og að hlutafélag taki við hlutverki Bifreiðaeftirlits ríkis- ins voru samþykkt á Alþingi í gær. Númerskilti í samræmi við nýja kerfið verða tekin upp í áföngum á næstu misserum. en þau bílnúmer sem nú eru í notk- un haldast þó á bifreiðum meðan þau eru á ökutækjaskrá, nema eigendur óski eftir að einkenna þau með nýjum skiitum í sam- raemi við fastnúmer ökutækis. Aætlaður sparnaður af því að taka upp þetta nýja kerfi er tæp- ar 100 milljónir króna. Þingmenn voru ekki á eitt sáttir um þessa breytingu og greiddu átta 1 stjómarliðar atkvæði gegn þeirri grein frumvarpsins er fjallaði um fastnúmerakerfið. Greinin var sam- þykkt með 21 atkvæði gegn 15. Tveir þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Öll skráningarskyld ökutæki eru nú skráð í tvöföldu númerakerfi. Annars vegar eru ökutæki skráð samkvæmt þeim bflnúmerum sem eru sett á þau og hins vegar eru þau skráð samkvæmt svokölluðu fastnúmerakerfi, en númer í því kerfi kemur fram í skráningarvott- orði hverrar bifreiðar. Byggist það númer á tveimur bókstöfum og þremur tölustöfum. Númeraskilti í samræmi við það kerfi verða tekin upp í áföngum á næstu misserum. Alls rúmast um 575 þúsund núm- er innan þessa kerfis. Gerð hefur verið tillaga um að númeraskiltin verði úr áli með hvítum endurskins- grunni og dökkbláum bókstöfum og rönd við brún. í þessu frumvarpi er einnig kveð- ið á um stofnun nýs hlutafélags er taki við hlutverki Bifreiðaeftirlits ríkisins. Hlutafélagið mun bera nafnið Bifreiðaskoðun íslands hf. og er reiknað með að hlutafé þess verði 80 milljónir króna og eignar- hlutur ríkissjóðs verði annaðhvort 41 eða 39 milljónir króna. Fyrirtæk- ið á að taka að fullu til starfa í ársbyijun 1989. Sjá frásögn áþingsíðu, bls. 37. Tveir inflúensu- stofnar í gangi Varðskipsmenn skila trillunni í Hafnarfjarðarhöfn. Morgunblaðið/Sverrir OLVAÐUR A BATI GREINDIR hafa verið tveir inflúensustofnar samtímis hér á landi og er það í fyrsta skipti í að minnsta kosti tíu ár sem það hefur átt sér stað. Margrét Guðnadóttir forstöðu- maður Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði sagði í samtali við Morgunblaðið, að inflúensa af A-stofni hefði greinst hér strax eftir páska, og hálfum mánuði síðar hefði einnig greinst inflúensa af B-stofni. Sagði hún að það væri mjög sjaldgæft hér á landi að tvéir stofnar greindust samtím- is, og þyrfti að fara að minnsta kosti tíu ár aftur í tímann til þess að finna dæmi þess. Það væri þó algengt í stórborgum erlendis og á þéttbýlum svæðum. Að sögn Margrétar hafa stofn- amir tveir ekki greinst í sömu manneskju, og ekki væri henni kunnugt um að fólk hefði sýkst af völdum þeirra beggja. Bóluefnið sem notað er inniheldur blöndu af báðum stofnunum og ætti því að duga gegn þeim báðum. Bæði A- og B-stofnar greinast hér á landi á hvetju ári, en með einhverju millibili. Heldur hefur dregið úr inflúensu af A-stofni upp á síðkastið, en inflúensufaraldurinn hefur verið seinna á ferðinni nú en venja er, og fór fýrst að bera á honum eftir páska. Telur Margrét Guðnadóttir að ekki sé ólíklegt að það standi í sambandi við ferðalög fóiks er- lendis um páskana. Aðalfundur SÍF: FREKARI verðlækkun hefur orðið á saltfiskmarkaðnum í Portúgal, 4% til viðbótar þeim 8%, sem áður voru komin fram. Þetta kom fram á aðalfundi Sam- bands íslenskra fiskframleið- enda á Akureyri í gær. Til Portú- gals voru flutt rúm 37 þúsund tonn á síðasta ári eða um 65% VARÐSKIPSMENN af Óðni færðu í gær til Hafnarfjarðar bátseiganda sem hafði látið úr vör á trillu sinni undir áhrifum áfengis. Lögreglunni í Hafnar- af heildarútflutningnum. „Árið 1987 reyndist ár mikilla átaka og umskipta í saltfiskheimin- um,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, í ræðu sinni á aðalfundinum. Fram kom í máli hans og annarra framsögumanna, að þrátt fýrir metsölu í fyrra og mjög hátt verð fyrir afurðimar, er firði var gert viðvart um ferðir mannsins og óskaði hún aðstoð- ar Landhelgisgæslunnar. Trillan var ekki komin langt frá landi þegar varðskipsmenn náðu afkoma saltfiskverkenda ekki góð um þessar mundir, að öllum líkind- um er greinin rekin með tapi. Helstu ástæður þess eru gengisskráning dollarans, en 90% saltfisksölunnar er fyrir dollara, og kostnaðar- hækkanir hér innanlands, þar á meðal launahækkanir og hærra hráefnisverð. Framsögumenn á fundinum ræddu um viðbrögð við slæmri stöðu fiskverkenda. Þeir töldu gagnslaust að fella gengið, nema til kæmu víðtækar hliðarráðstafan- ir, en skýrðu ekki nánar hvað þar var átt við. Ennfremur sögðu þeir nauðsynlegt að taka verulega á í gæðamálum og beita stóraukinni hagræðingu í vinnslunni og flutn- ingum á markaði og að þróa þyrfti vöruna til samræmis við breyttar kröfur á mörkuðunum. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Gunnarsson, að saltfisk- henni á gúmbáti. Fóru þeir um borð og tóku við stjóminni. Þegar komið var að landi var bátseig- andi afhentur lögreglunni, sem flutti hann í fangageymslu. verkendur hefðu verið að horfast í augu við veikari markað. „Verð hefur lækkað. Það er mjög erfitt að segja til um hvernig þróunin verður áfram. Við erum búnir að ganga frá samningum um töluvert magn af fiski til afhendingar á næstu mánuðum og síðan eru ýmis utanaðkomandi áhrif eins og afli og framleiðsla samkeppnisaðilanna sem munu hafa áhrif á það hvemig verð þróast á næstu mánuðum. Við höfum reynt að standa að aukinni vömþróun og emm að vinna að því af miklum krafti. Ég held að við verðum að leggja mjög hart að okkur til að halda saltfiskinum á matseðlinum hjá þeim sem kunna að meta hann í dag,“ sagði Magnús Gunnarsson. Aðalfundi SÍF lýkur í dag. Sjá bls. 26: Ræðu Dagbjarts Einarssonar formanns SÍF. Ný rækjumið við Austfirði ÁRNI Friðriksson, eitt af skip- um Hafrannsóknastofnunar, fann fyrir skömmu ný rækju- mið 75 til 80 sjómílur réttvís- andi austur af Gerpi. Eru miðin um 15 mílur frá norðri til suð- urs. „Rækjan sem Ámi Friðriksson fékk á þessum miðum var af meðalstærð eða um 200 til 230 rækjur í kílói," sagði Jaköb Jak- obsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Árni veiddi eingöngu karldýr en rækjan breytist í kvendýr þeg- ar hún eldist og það er ætlunin að athuga hvort það eru ekki kvendýr þama í grenndinni. Skip- ið verður við rannsóknir útifyrir Austur- og Suðausturlandi fram- eftir þessum mánuði og það verð- ur leitað að nýjum rækjumiðum út af Vestíjörðum í júlí nk. “ Saltfiskverðið í Portú- gal lækkar enn um 4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.