Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 35 Málflutningi í kaffibaunamáli lokið: Dóms Hæstaréttar að vænta á næstu vikum Málflutningi i kaffibaunarpál inu lauk fyrir Hæstarétti í gær. Þá svaraði vararíkissaksóknari, Bragi Steinarsson, ræðum verjenda sakborninganna fimm og veijendurnir héldu síðan stutta tölu hver. Dómur í málinu verður kveðinn upp á næstu vikum. Bragi Steinarsson ítrekaði kröfur ákæruvalds um þyngingu refsingar fjögurra starfsmanna SÍS, sem dæmdir voru í héraði, og sakfellingu fyrrum forstjóra SÍS, sem var sýkn- aður í héraði. Hann benti á að veij- andi Erlendar Einarssonar, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hrl., hefði kvartað undan því að verjendur hefðu ekki náð eyrum dómenda í héraði og sagði að ef veijendur ætluðust til að svo væri yrðu þeir að haga málflutningi sínum í sam- ræmi við raunveruleikann. Öll gögn málsins hefðu sýnt að viðskipti SIS og Kaffibrennslu Akureyrar hefðu verið umsýsluviðskipti. Veijendur hefðu hins vegar skyndilega snúið við blaðinu og farið að tala um verslunarkaup. Þannig hafi við- skiptunum verið háttað hjá O.Jo- hnson & Kaaber og því hafi starfs- menn SÍS rokið til og haldið því fram að svo hefði einnig verið í þeirra tilfelli, jafnvel þó sömu menn hafi áður talað um umsýsluvið- skipti áður en gögn um mál O.Jo- hnson & Kaaber voru lögð fram. Bragi sagði kaffiviðskiptin hafa gengið þannig fyrir sig að SÍS hefði keypt kaffið í eigin nafni og komið fram gagnvart NAF og brasilískum seljendum sem sjálfstæður aðili. Hins vegar ætti umsýslumaðurinn, SÍS í þessu tilfelli, að taka ákveðna þóknun af umsýsluveitanda, Kaffi- brennslunni, fyrir að koma viðskipt- unum á. Samið væri um slíkt milli umsýslumanns og umsýsluveit- anda. Bragi sagði, að samningur milli SÍS og Kaffibrennslunnar um kaffikaup hefði verið í gildi í ára- tugi, en hann væri ekki til skrifleg- ur. SÍS hefði hins vegar slitið þess- um samningi árið 1979, þegar ákveðið var að skrifstofan í London sæi um greiðslur á kaffinu og þar með hefði SÍS eignað sér tekjur af kaupunum. Veijendur hefðu viður- kennt að fram að þeim tíma hefði verið um umboðsviðskipti að ræða, en segðu að þá hefði eðli viðskipt- anna breyst og eftir það hefði verið um verslunarkaup að ræða. „Það, hvemig SÍS sagði upp fyrri við- skiptaháttum, gaf framkvæmda- stjóra Kaffibrennslunnar enga ástæðu til að kaupa bækur og blöð og kynna sér þessi kaffiviðskipti nánar, enda var Kaffibrennslan ekki látin vita að á þeirri stundu hætti SÍS að vera umboðsmaður og við tækju verslunarkaup," sagði vararíkissaksóknari. Bragi tók nokkra reikninga vegna kaffikaupa sem dæmi, þar á meðal fimm með áletruninni „com- mission included as agreed upon.“ „Ef um verslunarkaup hefði verið að ræða, hvar á byggðu bóli hefði þá verið samið um sérstaka þókn- un?“ spurði Bragi. Þá nefndi hann átta reikninga, þar sem kæmi fram að samið væri um ákveðna tölulega hækkun, sem rynni til SÍS og kvað þetta sýna hvers konar viðskipti væri um að ræða. Þá sagði Bragi að því hefði verið haldið fram að Kaffibrennslan hefði ekki getað fengið ódýrara kaffi annars staðar. „En hefði SÍS getað selt öðrum þetta kaffi? Kaffi- brennslan keypti kaffið, vann það og kom á markað og SÍS hagnaðist á þessu. Ætli verðið til Kaffi- brennslunnar hafi ekki verið rúm- lega það sem það átti að vera? Er það ekki einmitt það sem þetta mál snýst um?“ spurði vararíkissak- sóknari. Varðandi þá kröfu Ragnars Aðal- steinssonar, veijanda Arnórs Val- geirssonar, að ákærunni yrði vísað frá dómi, sagði Bragi, að sú krafa virtist eingöngu studd efnisrökum. Slík rök myndu fremur leiða til sýknu en frávísunar, fengju þau hljómgrunn. Þá segði veijandinn ákæruna ónákvæma og illa unna. Að vísu hefðu verið tölulegar villur í ákæru, en þær hefðu allar verið leiðréttar. Síðar sagði Bragi einnig, að ekki hefði verið hægt að tíma- setja nákvæmlega alla atburði ákæru, þar sem slíkar upplýsingar hefðu ekki verið fyrir hendi, til dæmis um dagsetningu funda og hvenær ákvarðanir voru teknar. Þá vék vararíkissaksóknari að þeim ummælum veijenda, að ekki væru allir þeir ákærðir sem rétt hefði verið að ákæra. Hefðu veij- endur nafngreint ákveðna menn í því sambandi. Bragi lagði á það áherslu, að rannsókn málsins hefði sýnt að ekki var ástæða til að ákæra þessa menn, þar sem þeir hefðu lítt eða ekki komið við sögu viðskipt- anna. Varðandi þær fullyrðingar veij- enda, að ekki væri ljóst af ákæru hvort ákært væri fyrir brot á 1. eða 2. mgr. 158. greinar hegningarlaga sagði vararíkissaksóknari, að efn- isákvæði greinarinnar væri að fínna í 1. mgr., en refsiákvæði í 2. mgr. Ákært væri fyrir brot gegn ákvæð- um greinarinnar í heild, svo sem vani ákæruvalds væri vegna slíkra brota. Þá hefði verið fróðlegt að heyra veijanda Amórs segja að sumir reikninganna vegna viðskipt- anna hefðu verið endurútgefnir í London; þetta væru nýjar upplýs- ingar í málinu og gæti verið ástæða til frekari rannsóknar á því hvort um skjalafals hefði verið að ræða. Loks vék vararíkissaksóknari að launung í málinu. Hann sagði að talað hefði verið um að launung væri sjálfsögð í heimi viðskiptanna. Þar væri talað sem kaffiviðskiptin hefðu verið eðlileg viðskipti, en sú hefði einmitt ekki verið raunin og þess vegna væri málið rekið fyrir dómstólum. Einkamál Jón Finnsson hrl., veijandi Er- lendar Einarssonar, sagði að ekki hefði verið um neina launung að ræða í kaffiviðskiptunum, a.m.k. ekki eftir að SÍS tilkynnti Kaffi- brennslunni um greiðslur í febrúar 1981 og því síður eftir aðalfund SIS í maí sama ár, þar sem skýrsla endurskoðanda SÍS var lögð fram. Síðan hefði SÍS greitt Kaffibrennsl- unni að fullu og væri málarekstur þessi ekki að tilstuðlan Kafibrennsl- unnar að neinu leyti. Ákæruvaldið væri að rekast í máli, sem í raun væri einkamál. Veijandinn lagði áherslu á,. að engu máli skipti hvaða orð væm notuð um viðskiptin, efni samninga skipti öllu. Eðlisbreyting hafi orðið á viðskiptunum þegar SÍS fór að greiða kaffið í London og starfs- menn SÍS hefðu talið að SÍS bæru tekjur af viðskiptunum vegna aðild- ar að NAF. „Starfsmennimir voru í góðri trú,“ sagði veijandinn. Þá sagði hann að þrátt fyrir að vararík- issaksóknari teldi viðskiptin dæmi- gerð umboðsviðskipti gæti hann ekki bent á dæmi um hliðstæð við- skipti. Um skjólstæðing sinn, Erlend, sagði Jón að hann hefði ekki staðið í sambandi við Kaffíbrennsluna vegna viðskiptanna og verknaðar- lýsing í ákæru um að hann hefði sammælst við aðra um fjársvik með ákvörðun um leynd ætti sér enga stoð í rannsóknargögnum. ítrekaði veijandinn kröfur sínar um sýknu og lagði málið í dóm. Verslunarkaup Veijandi Hjalta Pálssonar, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hrl., sagði að það væri undanlegt af vararíkis- saksóknara að telja veijendur ekki hafa haldið sig við aðalatriði máls- ins, hvert eðli viðskiptanna í raun var. Það hefðu þeir einmitt gert og sýnt fram á að um verslunarkaup hefði verið að ræða. Það væri al- rangt að forráðamenn SÍS hefðu ekki fullyrt fyrr en eftir að skjöl um O. Johnson & Kaaber voru lögð fram, að um bein kaup og endur- sölu hefði verið að ræða. Þessi skoð- un hefði þegar komið fram hjá Hjalta fyrir héraðsdómi, áður en skjölin lágu fyrir. Þegar vetjandinn flutti fyrri ræðu sína í síðustu viku innti einn dómara hann eftir því, hvort hann teldi ekki skipta máli að lögum að starfsmenn SÍS hefðu litið á við- skiptin sem umboðsviðskipti. Þessu svaraði veijandinn nú nánar og sagði að þrátt fyrir að notað hefði verið hugtakið umboðsviðskipti þá hefðu starfsmenn SÍS litið á SIS sem kaupanda kaffísins og að fyrir- tækið ætti rétt á tekjum vegna við- skiptanna. Þá tók veijandinn fram, að deildarstjórar SÍS hefðu verið mjög sjálfstæðir í starfi og hefði framkvæmdastjóri Kaffibrennsl- unnar til dæmis ekki haft samband við Hjalta vegna viðskiptanna. Veijandinn sagði að ekki hefði verið staðið að rannsókn málsins og ákæru af þeirri þekkingu sem nauðsynleg var, þegar um svo flók- in milliríkjaviðskipti var að ræða. Hann sagði einnig að í viðskiptum væri ávallt ríkjandi viss leynd og varðandi hækkanir á reikningum erlendis hefði verðlagsstjóri stað- fest, að ekki væri talið um brot að ræða. Loks sagði veijandinn, að allan efa ætti að meta sökunaut í hag, ítrekaði kröfur um sýknu og lagði málið í dóm. Vaf i ákærðu í hag Eiríkur Tómasson hrl., veijandi Sigurðar Áma Sigurðssonar, sagði að þegar vararíkissaksóknari væri að tala um hugsanlegt skjalafals vegna endurútgáfu reikninga í Lon- don væri um það eitt að ræða, að uphæðum hefði verið breytt úr doll- urum í pund. Kvað hann með ólík- indum að heyra vararíkissaksókn- ara hóta rannsókn og hugsanlega málshöfðun vegna þessa, enda hefðu reikningar þessir ávallt legið fyrir í gögnum málsins. Hann sagði, að þetta viðhorf ákæmvalds lýsti því ef til vill að það óttaðist að Hæstiréttur sýknaði hina ákærðu að fullu og vildi því slá vamagla. Þá sagði veijandinn, að tveir samningar skiptu máli við úrlausn malsins. í fyrsta lagi samningur SIS og Kaffibrennslunnar, en hann hefði verið munnlegur og efni hans væri hulið þoku. Ákæravaldinu hefði ekki tekist að leiða efni hans í ljós og bæri að skýra þetta ákærðu í hag. í öðra lagi væri SÍS kaup- andi kaffísins samkvæmt reikning- um yfir kaupin. Ef vafi léki á að svo væri bæri einnig að skýra það ákærða í hag. Eiríkur Tómasson kvaðst hafa sannfærst um að málið væri á villi- götum og útgáfa ákæra mistök. Þetta legði Hæstarétti vissan vanda á herðar, en sjálfur kvaðst veijand- inn fullviss um að niðurstaða dóms- ins gæti einungis orðið sú að sýkna ákærðu, hvort sem sú niðurstaða byggðist á því að um verslunarkaup hafí verið að ræða, eða að vafí leiddi til sýknu. Annarlegar ástæður Öm Clausen, veijandi Gísla The- ódórssonar, sagði að komið væri skýrt fram að mál þetta snerist fyrst og fremst um eðli viðskip- tanna, sem veijendur hafí sýnt fram á að væru verslunarkaup. Þó svo væri að SÍS hefði látið hækka reikn- inga erlendis sé ljóst að ekkert refsi- vert sé við það. Þá ítrekaði vetjand- inn, að Gísli Theódórsson, sem yfír- maður skrifstofu SÍS í London, hafí ekki getað gert sér grein fyrir hvað varð um hagnaðinn að yið- skiptunum, eftir að peningarnir vora færðir á reikining SÍS í Reykjavík og sjálfur hafí hann ekki haft nein samskipti við Kaffi- brennsluna. Hann hefði ekki haft neina ástæðu til að telja að verið væri að hafa fé af Kaffíbrennsl- unni, enda væri síðar leitt í ljós að Kaffíbrennslan hafí ekki orðið fyrir neinu tjóni. Öm Clausen sagði, að mál þetta, sem í raun væri innanhússmál SÍS, hefði farið af stað út af annarlegum ástæðum og „panik". Enginn hefði verið svikinn og ekkert tjón hlotist af viðskiptunum. „Er hægt að refsa mönnum sem vora í góðri trú?“ spurði veijandinn, ítrekaði kröfur sínar um sýknu og lagði málið í dóm. Harkaleg viðbrögð Síðastur veijenda talaði Ragnar Aðalsteinsson, veijandi Amórs Val- geirssonar. Hann sagði að viðbrögð vararíkissaksóknara við ádeilu á ákærana hefðu verið harkaleg og hann hefði leyft sér að segja að endurútgáfa reikninga í London væri skjalafals. Veijandinn sagði, að vararíkis- saksóknari hefði haldið þvi fram að veijendur væra á villigötum með því að horfa sífellt til Brasilíu eftir skýringum á gangi viðskiptanna. Sagði veijandinn að þetta hlyti að þýða að réttara væri að líta til Lon- don, Reykjavíkur og Akureyrar, sem svo aftur þýddi að ákæravaldið liti svo á að kaffið hefði verið keypt í London og þá af SÍS. Uppranalegi seljandinn hefði auðvitað verið í Brasilíu og samkvæmt samningum hefði SÍS keypt kaffíð þaðan. Þá sagði veijandinn það hafa komið fram í máli ákæravalds að brotið hefði verið gegn hinum al- menna neytanda. Þó hafí allir þeir, sem seldu kaffi hér á landi á þeim tíma sem um ræddi, selt á sama verði og Kaffíbrennslan, til dæmis kaffíbrennsla O.Johnson & Kaaber. Loks benti Ragnar á, að ekki hefði verið sýnt fram á það í málinu að það hefði verið ásetningur Am- órs Valgeirssonar að svíkja fé út úr Kaffíbrennslunni, ekki hefði ver- ið sýnt fram á auðgunartilgang eða ætlun hans að valda Kaffíbrennsl- unni tjóni. Þá ítrekaði veijandinn kröfu sína um frávísun ákæra hvað skjólstæðing hans varðaði, en til vara sýknu, og lagði málið í dóm. Siglufjörður: Dagur eldri borgara Siglufirdi. NÚ SÍÐUSTU árin hefur upp- stigningardagur verið helgaður eldri borgurunum í söfnuðum landsins. Þessi tilhögun hefur mælst vel fyrir og hafa kirkjur landsins verið vel sóttar þennan dag. Þá sögu er einnig að segja hér, svo var um uppstigningar- dag á liðnu ári. I þetta sinn mun formaður Félags eldri borgara, Jónas Tryggvason, prédika og eldri borgarar flytja ritn- ingarorð. Eftir messuna hefur félagsmála- ráð Siglufjarðar „opið hús“ í safnað- arheimilinu. Þar verður fjallað um væntanlega ferð eldri borgara á leiksýningu á Akureyri, kynntar ferðir suður til Reykjavíkur á veg- um Rauða krossins o.fl. I lok dag- skrár verður sem fyrr spilað. Allir eldri borgarar era boðnir velkomnir í kaffísamsætið, en engin aldurstakmörk era gagnvart þátt- töku í guðsþjónustunni. - Matthías Sigurður K. Arnason sýnir í Gallerí Borg SIGURÐUR K. Árnason opnar sýningu i Gallerí Borg, Pósthús- stræti fimmtudaginn 12. maí kl. 17.00. Sigurður K. Ámason fæddist í Vestmannaeyjum árið 1925. Hann stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og Handíða- og mynd- listaskólann. Þetta er áttunda einkasýning Sigurðar nú, en hann hefur einnig tekið þatt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis, m.a. Islándische Malerei, Lubeck 1967 og Kunst aus Island, Berlín 1968. 1980 var Sigurður sæmdur gullmedalíu Accademia Italia delle Arti e del Lavoro. Á sýningunni era olíu- og pastel- myndir. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Henni lýkur þriðjudaginn 24. maí. (Fróttatilkynning) Tónlistarskólinn í Keflavík: Lúðrasveitartónleikar í kvöld og á morgun Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík heldur í kvöld, miðviku- dagskvöld, tónleika í Keflavíkur- kirkju, sem hefjast kl. 20.30. Lúðrasveitin er á föram til Dan- merkur og Svíþjóðar þar sem hún mun halda tónleika á mörgum stöð- um í lok maí. Efnisskráin saman- stendur af íslenskum lögum og er- lendum. Stjómandi lúðrasveitarinn- ar er Siguróli Geirsson. Á morgun verða svo aðrir vortón- leikarnir á vegum tónlistarskólans og heflast þeir kl. 16.00 í skólanum. Þar munu eldri nemendur skólans leika svo og þeir sem komnir era af byijendastigi í náminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.