Morgunblaðið - 11.05.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 11.05.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Eigum að mörgu leyti frekar samleið með gyðingum en ýms- um arabískum bræðrum okkar Spjallað við dr. Eugene Makhlouf, upplýsingafulltrúa PLO Þetta sagði dr. Eugene Mak hlo- uf, upplýsingafulltrúi PLO í Stokk- hólmi. Hann kom hingað í boði félagsins Ísland-Palestína og hélt fyrirlestur á Hótel Sögu á sunnu- dag þar sem hann fjallaði um sögu Palestínu og hugsanlega fram- vindu, í ljósi þeirra atburða, sem hafa verið að gerast á Vesturbakk- anum, Gaza og raunar einnig innan ísraels síðustu mánuði. Dr. Eugne Makhlouf er fæddur í Haifa, en faðir hans var meðal æðstu embættismanna Breta á þeim tíma sem þeir höfðu lögsögu í. Palestínu. Fjölskyldan flutti til Jerúsalem, en læknanám stundaði hann í Bí landi sem hún getur kall- að sitt. eirut. Hann vann síðan í sex ár við læknastörf í Kuwait, en þegar borgarastyijöldin brauzt út í Líbanon hélt hann þangað og vann meðal annars í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofiiunina og Rauða krossinn. „Ég vissi lítið um völundarhús stjómmálanna," segir hann.„ Var ekki einu sinni félagsbundinn í PLO. En ég komst auðvitað ekki hjá því að fá nasasjón af þeim með starfi mínu í Líbanon. Að því kom að Yassir Arafat fól mér að vera fulltrúi PLO á ýmsum ráðsteftium, meðal annars hlutlausra rílqa. Þetta þróaðist svona smátt og smátt og loks var mér falið að veita forystu upplýsingaskrifstofu PLO í Svíþjóð, sem hafði þá einnig önnur Norðurlönd og írland undir sínum hatti." Sömuleiðis er dr. Makhlouf fulltrúi PLO á fundum Alkirkjur- áðsins í Sviss. -I fyrirlestri þínum á sunnudag vékstu að áætlun George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og gafst lítið fyrir hana. Nú hafa ísraelar einnig neitað að fallast á hana og það hlýtur að benda til að þeim hafi þótt að sinn réttur fyrir borð borinn líka. „í áætlun Shultz er gert ráð fýr- ir, að Jórdanir far með mál okkar. Við getum ekki samþykkt það. Við getum ómögulega séð, að aðrir en fulltrúar Palestínumanna eigi að hafa með málefni Palestínumanna að gera. Það felst í þessari áætlun ósvífni gagnvart Palestínumönn- um, sem er ógemingur að sætta sig við.“ -Á árunum frá 1948-1967 bjuggu Palestínumenn við hersetu Jórdana. Árið 1950 ákváðu þeir í kosningum að verða hluti af kon- ungsríkinu Jórdan. Af hveiju var ekki leitað eftir sjálfsstjóm eða óháðu Palestínuríki þá? „Á árunum eftir stofnun ísra- elsríkis voru Palestínumenn van- máttugir, óskipulagður og ráð- þrota, vopn áttum við engin, og á engan hátt þannig ástatt fyrir okk- ur, að við treystum okkur að krefj- ast mikils. Því áttum ekki kosta völ. Við fengum hvorki stuðning né gátum við ráðið einhveiju. Arabaheimurinn sleikti sár sín eftir stríðið við ísraela, og vestræn lönd voru himinlifandi vegna árangurs þessa ríkis samvizkubits þeirra. Við mynduðum að vísu útlagastjóm í Gaza. Síðan kom ný kynslóð sem stofnaði PLO 1964. Þá fyrst fer að rofa til og við fömm að skipu- leggja okkur. Ástandið um 1950 er svo gerólíkt og nú að það hefði einvörðungu verið óraunsæi ef við hefðum ætlað að rísa upp þá. Auk- in heldur er nokkur veginn ömggt, að ísraelar hefðu snarlega bmgðið við. Og við skulum ekki gleyma, að þó svo að í huga heimsins séu ísraelar við stofnun ríkisins, í meiri- hluta hijáðir og ofsóttir gyðingar rétt sloppnir úr búðum Hitlers, þá höfðu áttatíu þúsund gyðingar sem höfðu fengið þjálfun hjá Bretum og Bandaríkjamönnum og Frökk- um komið í skyndi til ísraels 1948.Þetta er ekki áróður, heldur skjalfest vitneskja. Þekking þess- ara manna og þjálfun þó svo að kannski megi segja, að arabisku herimir hafí megnaðð að stöðva frekari útþenslu. Þótt hið sama yrði ekki uppi á teningnum í Sex daga stríðinu. Við kjósum að kalla það Sex daga stríð, til að halda eftir hluta sjálfsvirðingar okkar, því að í reynd tók það ísraela ekki nema sex klukkustundir að útkljá stríðið... Sem betur fer bragðumst við þó við á annan veg en 1948, þégar fólk flýði í stóram hópum. Nú ákváðu menn að vera kyrrir á Vesturbakkanum og Gaza og töldu það skynsamlegustu leiðina til að vinna að Palestínumálinu. Án efa var það rétt stefna og hefur eflt mjög þjóðarvitund Palestínu- manna. Jafnvel þótt þeir hafi mátt sæta misrétti, órétti af hendi ísrael- anna. Þrátt fyrir auðmýkjandi ósig- ur og ömurlega stöðu hygg ég að tilurð PLO þremur áram áður hafi átt sinn þátt í að efla móral okkar á þeim erfiðum tímum sem í hönd fóra." -í fyrirlestrinum á sunnudag var þér tíðrætt um lýðræðiskennd Pa- lestínumanna og þeir vildu ríki sem byggði á meginreglum lýðræðis. í öðram löndum Arába er ekki lýð- ræði. Hvers vegna telur þú að Pa- lestínumönnum henti að búa til lýð- ræði og geti virt meginreglur þess, fyrst aðrir arabar gera það ekki? „Ég hygg, að fyrst og fremst komi þar til, að Palestínumenn tóku að sinna menntun og uppfræðslu löngu á undan öðram arabaþjóðum. Þekking og skilningur er undir- staða lýðræðis. Það hefur margoft verið tíundað að Palestínumenn standa fremstir arabaþjóða hvað menntun fólks snertir og era raun- ar númer þijú í heiminum öllum. Dr. Eugene Makhlouf Þetta er ekkert tómt hjal, þetta er staðreynd, sem er viðurkennd. Pa- lestínumenn hafa einnig lært af ísraelum...Mér er fullkomin alvara með þessum orðum. Því að hvað svo sem við deilum við þá er alveg á hreinu að ísraelsríki er eina lýð- ræðisríkið í þessum heimshluta - þótt kannski megi deila um, hversu styrkum fótum það stendur nú. En í Israel þyrpast menn út á götur og mótmæla aðgerðum stjómvalda. í Israel era ftjálsar kosningar, sem hvergi þekkist í Arabalöndum. Kannski það eigi einnig sinn þátt í lýðræðisþörf okkar, að við höfum víða farið, leitað til Vesturlanda varðandi framhaldsmenntun og dregið lærdóma af sem við teljum við getum fært okkur í nyt. Þing Palestínumanna er vísir að þessu. Það hefur stundum verið staðhæft að eitt merki þess að Yassir Arafat standi höllum fæti innan PLO, sé að hann tekur ekki ákvarðanir í meiri háttar málum, nema að höfðu samráði við aðra innan forystu samtakanna. Ég vænti þess að þið „Oj bara, leðurblaka .. Það er foráttuveður í BláQöllunum og varla hundi út sigandi. Göngu- og svigskíði, skíðagallar — skór, húfur og vettlingar fara ekki langt upp í brekkur í dag. Til hvers var líka verið að draga allt þetta drasl með til Reykjavíkur fyrir einn dag? Á íslandi hefur aldrei verið hægt að reiða sig á veðurfar. Póstkorta- veður í dag getur þýtt blindbyl á morgun. Menn era heldur súrir yfir morg- unverðinum hjá frændfólkinu. Hver tautar ofan í sinn disk. „Við föram bara heim," segir ein- hver. „Hvaða endemis vitleysa, Eins og sé ekki hægt að gera nóg I Reykjavík á frídegi?" „í bijáluðu veðri! Svosem eins og hvað?“ spyr táningurinn á bænum. „Við getum heimsótt Önnu frænku á Seltjamamesinu," segir mamma glaðlega. „Neiiiiiii," hljóðar allt eldhúsið samtímis. „Nú það er naumast," segir mamma stúrin og slær upp í Mogg- anum. Táningurinn tekur við sér. „Sjáðu héma mamma. Þrír menn og bam í Bíóhöllinni klukkan fimm. Föram þangað!" „Eg ætla á Emil í Kattholti," heyr- ist í lítilli stúlku. Og enn mi'nni rauð- hærð frænka hennar segir umsvifa- laust. „Við förum á Emil.. .“ „Fáum okkur hamborgara, ég er svangur," segir matmaðurinn í flöl- skyldunni og úðar í sig Seríosi. „Maður tekur Hafnarfjarðar- strætó á Emil,“ segir frænkan spök. „Svo getum við farið í keilu á eftir ... í Öskjuhlíðinni." Táningur- inn er farinn að lyftast frá gólfi. „Tommahamborgarar era frábær- ir . . .“ „Það verðíir ekki af því. Við förum á safn!“ Þ Ö G N. „Hvað segirðu pabbi?" „Við föram á safn,“ svarar pabbi rólega. „Já en við eram í Reykjavík," segir einhver. „Einmitt þess vegna föram við á safti t.d. Náttúragripasafnið eða Listasafnið í gamla Glaumbæ." Mamma fær einkennilegan glampa í augun þegar pabbi nefnir Glaumbæ. „Listasafnið, oj bara!“ „Ég meina það ég fer heim ... „Og svo föram við á Emil á eft- ir,“ segja þær litlu samvinnufúsar. Það er þungbúin fjölskylda sem þrammar upp stigana á Náttúru- gripasafninu á Hverfísgötu. Við dymar situr góðlegur eftirlitsmaður. Aðgangur er ókeypis. Á safninu er tveir útlendingar sem læðast um og hvíslast á einhveiju torkennilegu máli. Bömin þoka sér inn og rýna .full mótþróa á dýrin í skápunum. Þær litlu era fyrstar að taka við sér og era ekki beint lágværar: „Vá, sérðu kyrkislönguna ...“ „ ... og paradísarfuglinn ... Þær flögra um salinn eins og fiðr- ildi. „Sætur fuglinn númer níu — Gramsöngvari," stafa þær. „Af hveiju ætli hann heiti svoleið- is?“ spyr önnur. „Hann er öragglega útlendingur," svarar hin. „Oj bara leðurblaka! Sjáiði... sjá- iði!“ æpa þær litlu. Allir þyrpast í kringum leðurblök- una. „Hvað, mér finnst hún ekkert „Það er þungbúin fjöl skylda sem þrammar upp stigana á Náttúru- gripasafninu á Hverfis- götu. Við dyrnar situr góðlegur eftirlitsmað- ur. Aðgangur er ókeyp- is. A safninu eru tveir útlendingar sem læðast um og hvíslast á ein- hveiju torkennilegu máli. Börnin þoka sér inn og rýna full mót- þróa á dýrin í skápun- um.“ ógeðsleg." Táningurinn er búinn að fá málið aftur. „Víst, hún er eins og sláturkeppur sem hangir á snúra." „Mér finnst slátur vont.. .“ Frænkumar halda áfram. Þær fara hönd í hönd framhjá sýningar- skápunum og stafa sig fram úr les- málinu. Stundum vefst latínan fyrir þeim en þær hjálpast að“ I s t i o p- horus Ameríkanus,... al- ger hálfviti." Svo halda þær áfram. Aðrir heimilismenn hafa smám saman verið að þiðna upp og horfa nú áhugasamir inn í skápana. „Hvaðan kemur þessi geirfugl, pabbi. Era þeir ekki löngu útdauðir?" „Sérðu mamma egg-kyrkislöng- unnar era nákvæmlega eins og lýsis- pillur! Heldurðu að þetta sé ekki bara plat?“ Pabbi og mamma era löngu búin að missa úthaldið og sest niður en ungviðið er enn að skoða. Þau grúfa sig yfir steinasafnið. „Þama er Tóp- as á númer sautján. Ætli sé líka grænn Opal?“ Þau hlæja hrossa- hlátri. „Vá, jaspisinn er eins og lakkaðar neglur ...“ / „Ég á disk úr mármara með engl- um,“i segir sú rauðhærða ogí dáist að marmaranum. „Það er lygi, hann er úr plasti," stríðir stóri frændi. „Sjálfur geturðu verið úr plasti. Þú ert blár í framan eins og grímu- kötturinn." Hún er kotroskin. „Sjáið þið, ekta gull og silfur ...“ Það er glaðlegur hópur sem þakk- ar fyrir sig og rennir sér á handrið- inu niður stigana. Á leiðinni niður Laugaveginn fá menn að vita allt um hve sorglegt það var þegar Glaumbær brann. „Hvert fórstu þá á ball í gamla daga, mamma, fyrst Glaumbær var branninn?" „í gamla daga dönsuðu allir svo hallæríslega og héldu hvor í annan, svona . . .“ Hlátrasköllin glymja i aftursætinu. Það kostar heldur ekkert inn á Listasafnið. Það er ódýrt að vera menningarlegur! Inni á safninu er hlýtt og bjart. í kjallaranum er mik- ið um að vera, þar mega bömin sjálf teikna og mála. Menn dreifa sér um húsið og hver unir glaður við sitt. í sýningarskránni era þijár mynd- ir eftr Snorra Arinbjamar. Mömmu langar til að sjá þær og nú upphefst mikil Ieit. „Það er ekkert kerfí í þessari upphengingu," blæs pabbi og fer sal úr sal. En mamma, sem er löngu orðin uppgefin, spyr góðlega eftir- litskonu, hvar hún fínni myndimar. Konan slær upp í pappíram sínum og sendir hana inn í sal þar sem myndimar era ekki. Góðleg konan í þeim sal blaðar í sínum pappírum og fullvissar hana um að myndimar séu í næsta sal. Eftirlitskonan í næsta sal leggur hönd sína að veði að myndimar séu í salnum fyrir of- an. Þær finnast í síðasta salnum, era fallegar og vel þess virði að leita þær uppi. Eftir langa stund birtast frænk- umar með bunka af málverkum undir hendinni. Þær raða þeim á gólfið og dýrin á Náttúragripasafn- inu birtast eitt af öðra meðan þær meta framleiðsluna. „Mér fínnst paradísarfuglinn flottastur," segir frænkan. „Nei, grímukötturinn er betri," segir hin, „eða leðurblakan, oj bara, sláturkeppurinn!" Bræðumir hlæja að listaverkun- um. Þeir vora á ferðalagi í lyftunni þar til góðleg kona benti þeim á að lyftan væri ekki leikvöllur.. . „Það era alvöra málverk héma stelpur sjáið þið bara," segir táning- urinn og snarast inn í sal tvö. Hers- ingin fer sal úr sal. „Þetta era nú bara klessur," seg- ir litla frænka og liggur hátt rómur. „Strik og bollur," segir frænka hennar. „Mér finnst þessi hestur flottast- ur. Þetta er eins og póstkort," segir matargatið og staðnæmist fyrir framan mynd í sal númer eitt. „Mínar myndir era flottari," segir systir hans ákveðin og hagræðir myndabunkanum undir handleggn- um. Þau kíkja inn í kaffistofuna sem érþéttsetin. „Oj bara, kaffílykt...“ Frænkumar hengja upp nokkrar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.