Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Ráð-andí eftir Baldur Hafstað Reykvíkingar búa við andríki. Éggeng stundum kringum TjQrnina og nýt lífs. Heyri þá raddir anda. Stór verður stundum sá kór. Þetta heyrðist margoft kveðið í vetur: Þessi tjöm er ei það víð að þar megi rísa, Davíð, af þinni hálfu þráð hús: Þekkert pláss fyrir ráðhús. Hljóðfræðilega er þetta þekkert síðasta vísuorðinu dálítið spenn- andi: Það er ekkert; minnir á kraftmikið unglingamál. Þá er og athyglisvert m.t.t. framburðarins að það við skuli ríma á móti Davíð: önghljóðið ð í það veiklast gjaman í framburði og heyrist naumast, og verða þá umrædd rímorð samsvar- andi t.d. rímorðunum offors — koff- orts (framborið: koffors). Að vísu skal játað að orðið víð fær full- mikla áherslu miðað við hið áherslu- létta -víð í Davíð og truflar þetta brageyra hagyrðinga. En það var ekki ætlunin að tala um þljóðfræði, heldur anda vísunn- ar. í henni var góðlátleg ábending, iaus við hroka, til manns sem mik- ils er megandi. Hann var beðinn um að fara sér hægt í viðkvæmu og vandasömu máli og gæta sinna handa. En maðurinn hlustaði ekki. Hann kaus að láta reisa ráðhús í tjöm. Fólkið sem kaus hann fékk ekki að vita af fyrstu skóflustung- unni. Þetta hefði getað orðið hátíð- isdagur — en athöfnin bar í sér anda jarðarfarar. Þegar ég gekk þama á bakkan- um skömmu eftir „hátíðina" heyrð- ist sungið: Boginn gröf i baki tók borgarstjóri lúinn, pirraður hann pálinn skók: pólitískt er hann búinn. Ekki er beinlínis vel kveðið frem- ur en fyrri daginn, og auðvitað al- veg óþarfí að taka fram að menn séu bognir í baki þegar þeir taka grafír. En andinn er skýr. Stóri kórinn veit hvað hann syngur. í 0 Baldur Hafstað neðanmálsgreinum Reykjavíkur- sögunnar verður getið um borgar- stjóra sem féll á að skella skolleyr- um við röddum manna og annarra dýrategunda. Höfundur kennir við Kennarahá- skóla fslands. LISTAHATIÐIN I Erum með vikuferð á hina óviðjafnanlegu listahátíð í Vín. Flogið verður 28. maí og fararstjóri er Már Magnússon söngkennari. Gott hótel — Gott verð Ifavandi Vesturgötu 5. Reykjavík sími 622420 Vi |N IM| m I & (i Mi Álitamál, túlk- un þess og vinnubrögð eftir Gísla Gunnarsson í Morgunblaðinu 23. apríl sl. birt- ist grein eftir Bjöm S. Stefánsson, búnaðarhagfræðing, sem bar heitið „nýsköpunartilraunir á 18. öld“. í grein þessari örlar nokkuð á gagn- rýni á bók mína, Upp er boðið ísaland, jafnframt því sem Bjöm fagnar mjög útkomu hennar á ís- lensku í upphafí greinarinnar. Bók mín vekur athygli en ... Það er ánægjulegt þegar rit um málefni 18. aldar, eins og þessi bók mín er, vekur mjög sterk viðbrögð líkt og sjá má í grein Bjöms S. Stefánssonar. Þessi ánægja verður þó nokkuð blendin þegar í ljós kem- ur að deilt er á ákveðna efnisþætti verksins en sleppt er ýmsum fyrir- vörum sem í verkinu em um þessa efnisþætti. Byrjað er á því að túlka ákveðin atriði, stundum ranglega að því er mér fínnst, og síðan er ráðist á þessa túlkun og látið sem verið sé að deila á bók mína. Túlkun og gagnrýni af þessari gerð er mér raunar engin nýjung. Norski sagnfræðingurinn Arnved Nedkvittne í senn oftúlkaði og gagnrýndi enskt fmmrit doktorsrit- gerðar minnar, Upp er boðið ísa- land, í Norskt Historiskt tidskrift árið 1984. Amved taldi að ég hefði á ýmsan hátt verið ósanngjam í garð einokunarkaupmanna og ein- okunarverslunarinnar. Bjöm virðist hins vegar vera sáttur við gagnrýni mína á verslun þessa en vera mjög ósammála mörgu af því sem ég segi um gamla bændasamfélagið á íslandi. Grein Amveds í íslenskri þýðingu ásamt svari mínu birtist í tímaritinu Sögu 1985. Tímamunurinn á umfjöllun þeirra Bjöms og Amveds um bók mína felst í því að Bjöm, líkt og hann segir sjálfur, vildi ekki lesa frum- gerð verksins, þótt hún veki mikla forvitni hans, af því að þar væri fyallað um „málefni Dana og íslend- inga á ensku". Nu væri bókin hins vegar kcmin út á íslensku og því gæti hann „svalað forvitni sinni". Þessi stefna í málum íslenskunnar er á ýmsan hátt virðingarverð, hún jaðrar þó við öfgar og jafnvel sér- visku. Svipað má segja um skýlausa vöm hans fyrir lífsháttum gamla bændasamfélagsins. Bjöm Stefáns- son er umfram allt að veija þá mynd af þessu gamla samfélagi, sem haldið hefur verið að íslending- um lengi; að það hafí einkennst af góðri menningu og samstöðu fólks, höfðingja og alþýðu, húsbænda og hjúa. Honum er mikið niðri fyrir og bregður því á þann óvenjulega leik að skrifa heilsíðugrein um hluta bókar, sem gefín er út í rösklega þúsund eintökum, í dagblað með marga tugi þúsunda áskrifenda. Hvernig ekki á að einfalda hluti Eins og fyrr hefur verið sagt býr Bjöm til ákveðna alhæfða mynd af bók minni, sem ekki er sönn nema að hluta, síðan ræðst hann á mynd- ina af miklum ákafa. Sér til stuðn-' ings í þessari ádeilu notar hann einkum tvær heimildir: Ritgerð eft- ir Ólaf Oddsson um Ólaf Stefánsson (f. 1735, d. 1812) og valda efnis- þætti úr fyrrnefndri bók minni, sem hann augsýnilega er sáttur við. Gallinn er sá að hann getur þess ekki að þessi efnisitriði eru tekin úr bókinni og má þar nefna sölu einokunarverslunarinnar á landbúnaðarafurðum. Þessi einföldun á einu- megin- þema bókar minnar er á ýmsan hátt skiljanleg. Það em engin sér- stök tíðindi fyrir íslenska lesendur þótt ég skýri frá því að einokunar- verslunin hafi verið hið versta fyrir- tæki, eða að íslendingar hafí sakir fátæktar varla þorað að gera neitt eða getað gert neitt í framfaraátt, eða að Ólafur Stefánsson hafí á ýmsan hátt verið hinn merkasti maður. Hins vegar em það tíðindi að þorri íslenskra landeigenda og embættismanna hafí verið andsnú- inn afnámi einokunarverslunarinn- ar; að þeir hafí óttast eflingu físk- veiða á kostnað landbúnaðar og þeir hafí með háum landskuldum haft mikið fé úr leiguliðum. íslenskt þjóðfélag var nokkurs konar samofin lífræn heild, þar sem aðgangur að jarðnæði réð fjölda ógiftra vinnuhjúa sem í samfélags- stiganum stóðú mitt á milli ómaga og bænda. Miðað við óbreyttar að- stæður, og flestir 18. aldar menn töldu aðstæður vera lítt breytanleg- ar, var íhaldssemi, að vilja halda þessum samfélagsvef órofnum, full- komlega eðlileg. Ég tengi síðan öll þessi atriði, einokunarverslunina, landeigenda- valdið, ófrjálst einlífí vinnuhjúa og almenna fátækt saman í órofa heild. Bjöm Stefánsson ræðir í grein RÝMINGARSALA Rýmum fyrir nýjum vörum Pokar frá 295.- til 795.- Leðurlíkistöskur 50% afsláttur Leðurtöskur 50% afsláttur Einstakt tækifæri fiVnnrfmf Aðeins í nokkra daga /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.