Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Stefán Ágúst Kristjánsson fv. forstfóri - Minning Fæddur 14. maí 1897 Dáinn 1. mai 1988 Meðan voru gðtur greiðar, gaman var að fínnast. Eg vil nú að lokum leiðar Ijúfra kynna minnast. Það er dýrmætt að eiga minning- ar um slíka vini eins og Stefán Ágúst og Sigríði konu hans. Þau hjónin reistu sér skála um þjóð- braut þvera, þar sem dásamlegt var að koma, rausn var mikil og allar viðtökur til fyrirmyndar. Ég kynnt- ist Stefáni fyrst, er ég gekk í stúk- una Brynju, þar sem hann var einn af stjórunum og bar hátt. Við hjón- in áttum því láni að fagna að leiðir okkar lágu oft saman og bar margt til. Steingrímur og Stefán voru áhugamenn um veiðiskap og eitt sinn fórum við öll í ógleymanlega veiðiferð í Hrútafjarðará, þau hjón- in reyndust þá eins og alltaf einkar skemmtilegir og ákjósanlegir félag- ar. Um þessar mundir var stutt á milli heimila okkar og heimsóknir gagnkvæmar. Einnig störfuðu hjón- in bæði á Hótel Varðborg, sem var næsta hús við Strandgötu 5, þar sem við bjuggum. Okkur fannst því mikið skarð fyrir skildi, þegar þau fluttu suður. Við söknuðum þeirra mikið, vegna þess góða sambands, sem var á milli okkar og svo settu þau svo sannarlega svip á bæinn. Við héldum bréfa- og símasam- bandi eftir að þau komu suður. Við vorum boðin á þeirra heimili í Reykjavík, þar sem gleði og glæsi- bragur var yfir öllu. Sigríður lést fyrir nokkrum árum. Þá skrifaði Stefán bókina „Angan bleikra blóma", sem er mjög sérstætt verk, og sýnir mikið. Stefán heimsótti okkur alltaf, þegar hann var á ferð- inni. Hann sýndi mér nýjustu lögin sín og ljóðin og við gátum enda- laust talað um þessi sameiginlegu áhugamál okkar. Stefán var gáfað glæsimenni. Hann var bæði laga- smiður og ljóðskáld. Hann var mik- ill framkvæmdamaður og alveg sér- staklega á sviði bindindishreyfing- arinnar. Hann gekk heill að áhuga- málum sfnum og áhuginn var brennandi. Hann var mikill gæfu- maður að eiga slíka konu sem Sigríður var og fjölskyldu, sem varð honum til sóma. Ég mun ávallt vera þakklát fyrir samfylgdina við þau hjónin og þá gleði sem það veitti mér að kynnast þeim. Við hjónin sendum fjölskyldu Stefáns dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún S. Friðriksdóttir í dag verður til moldar borinn Stefán Ágúst Kristjánsson, fyrrum forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar, en hann lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík 1. þ.m. á 91. aldursári. Stefán Ágúst, eins og hann var jafnan nefndur, var Eyfírðingur að ætt og uppruna, fæddur 14. maí 1897 á stórbýlinu Glæsibæ í Amar- neshreppi. Að honum stóðu merkar bændaættir við Eyjafjörð vestan- verðan. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Oddsdóttir frá Dagverðar- eyri og Kristján Jónsson, trésmiður og bóndi í Glæsibæ. Á æskuheimili sínu dvaldi Stefán Ágúst fram yfír tvftugsaldur og vann að búi foreldra sinna jafnframt því sem hann stundaði heimanám. Bar hann alla ævi mjög hlýjan hug til æskustöðva sinna. Leið Stefáns lá til bændaskól- ans á Hólum í Hjaltadal, svo sem þá var títt um unga og efnilega bændasyni. En það átti ekki fyrir honum að liggja að verða bóndi og yrkja jörðina. Annað hlutskipti var honum ætlað. Að afloknu búfræði- prófi hélt hann til Akureyrar, og í hinum norðlenzka höfuðstað vann Stefán Ágúst sitt ævistarf f hart nær hálfa öld, unz hann fluttist suður yfír heiðar árið 1970 og sett- ist _að í Reykjavík. Á Akureyri var Stefán Ágúst einn af þeim, sem settu svip sinn á bæinn. Það gerði hann svo sannar- lega. Um það getur undirritaður borið vitni eftir nær áratugar bú- setu á Akureyri. Fyrstu árin á Ak- ureyri fékkst Stefán við kennslu, verzlunarstörf og skrifstofustörf, en á árinu 1936 réðst hann til Sjúkrasamlags Akureyrar og veitti því forstöðuð allt til ársins 1970 eða í 34 ár. Frá árinu 1946 var Stefán jafnframt forstjóri Borgar- bíós á Akureyri, en á því ári keypti Góðtemplarareglan á Akureyri fas- teignir Hótel Norðurlands og kom þar á fót kvikmyndahúsi og hóteli. Var Stefán Ágúst einn aðalhvata- maður að þessum framkvæmdum reglunnar á Akureyri. Hér að framan hefí ég í stórum dráttum rakið meginstörf Stefáns Ágústs, þau sem veittu honum og fjölskyldu hans viðurværi, en þar með er ekki nema hálfsögð sagan, því að til viðbótar framangreindum aðalstörfum komu félagsmálastörf hans, sem unnin voru af brennandi áhuga án þess að spurt væri um daglaun að kveldi. Stefán Ágúst var 10 ára, þegar Ungmennafélag Akureyrar, fyrsta ungmennafélagið á landinu, var stofnað, og á unglings- og mótunar- árum hans fór alda ungmennafé- lagshreyfíngarinnar um landið. Enginn vafí er á því, að Stefán Ágúst varð fyrir miklum áhrifum af þeirri hreyfíngu og hugsjónir hennar hafa mótað mjög áhugamál hans og félagsmálastörf. Stefán var að eðlisfari mjög listhneigður mað- ur. Sérstaklega átti tónlistin hug hans allt til æviloka. Við komuna til Akureyrar gerðist hann einn af stofnendum karlakórsins Geysis, sem um árabil gerði garðinn frægan undir stjórn Ingimundar heitins Ámasonar. í Geysi starfaði Stefán í tvo áratugi, og var um árabil í stjóm kórsins. Stefán var einn af frumkvöðlum þess, að Tónlistarfé- lag Akureyrar var stofnað árið 1943 og var stjómarformaður og fram- kvæmdastjóri þess allt frá stofnun til ársins 1967 eða í 24 ár sam- fleytt, en Tónlistarfélagið endur- vakti Lúðrasveit Akureyrar og hafði forgöngu um Tónlistarskóla Akur- eyrar og annaðist lengi rekstur hans ásamt öðrum. Tónlistarfélagið gekkst fyrir tónleikum á Akureyri með þátttöku bæði innlendra og erlendra tónlistarmanna. í þakklæt- isskyni fyrir hin miklu störf á sviði tónlistarmála á Akureyri var Stefán Ágúst gerður að heiðursfélaga Tón- listarfélags Akureyrar og sérstak- lega heiðraður af bæjarstjóm Akur- eyrar. Stefán lék á píanó og samdi allmörg lög, og hafa sum þeirra verið flutt opinberlega. Þá flutti hann fyrr á ámm útvarpserindi m.a. um tónlistarmenn og tónlistar- mál. Stefán Ágúst var mjög virkur félagi í Oddfellowreglunni allt til hins síðasta. Hann var einn af stofn- endum Félags verzlunar- og skrif- stofufólks á Akureyri og um skeið formaður þess félags. í ýmsum öðr- um félögum var hann góður liðs- maður og lét raunar alstaðar að sér kveða í þeim félögum og þeirri starfsemi, sem hann tók þátt í, en ekki sízt mun nafn Stefáns Ágústs verða tengt samtökum bindindis- manna á Akureyri, en Stefán var alla tíð einlægur og eldheitur bind- indismaður. í þeim málum sem öðr- um var hann heill og óskiptur og dró ekki af sér. Slíkum manni sem Stefáni Ágústi hlutu að verða falin ábyrgðarstörf og forusta á vegum Reglunnar, enda varð það svo. Hér verður fátt eitt af þeim talið, en þess má geta að Stefán Ágúst var um árabil í framkvæmdanefnd IOGT og umboðsmaður Hátempl- ars. Fyrir sín miklu og margþættu störf að menningar- og félagsmál- um var Stefán Ágúst sæmdur ridd- arakrossi hinnar (slenzku Fálkaorðu á árinu 1972. Stefán Ágúst var kvæntur Sigríði Friðriksdóttur bónda í Amamesi við Eyjafjörð Guðmundssonar. Sigríður var glæsileg kona, rösk og með afbrigðum myndarleg húsmóð- ir, sem bjó fjölskyldu sinni fagurt og gott heimili. Þau Stefán áttu tvö mannvænleg böm: Annellu, sem gift er Magnúsi Ólafssyni lækni, og Friðrik, viðskiptafræðing og for- stjóra Stangaveiðifélags Reykjavík- ur og giftur er Ólavíu Sveinsdóttur. Sigríður lézt árið 1970 og varð frá- fall hennar Stefáni mikið áfall. Svo sem fyrr segir, fluttu þau Stefán Ágúst og Sigríður til Reykjavíkur árið 1970. Voru það að sjálfsögðu mikil umskipti fyrir þau bæði. En Stefán Ágúst var ekki þeirrar gerðar, þótt kominn væri á áttræðisaldur, að leggja árar í bát og leggjast í kör. Hann hélt sér andlega og líkamlega vel allt fram á síðastliðið ár er hann fór að kenna veikinda, og á níræðisaf- mæli sínu í fyrravor hélt hann mikla afmælisveizlu og flutti þar þmm- andi ræðu, sem viðstöddum verður eftirminnileg. Stefán Ágúst naut vel sinna efri ára. Þá gafst honum tóm til að sinna hugðarefnum sínum, yrkja ljóð, semja lög, leika á hljóðfæri og stunda útivist. Á áttræðisafmæli sínu, 1977, gaf hann út ljóðabók, „Hörpukliður blárra fjalla“, en mörg ljóðin í þeirri bók hafði hann ort, eftir að hann kom til Reykjavíkur, en aðra ljóða- bók hafði hann gefíð út árið 1963. í ljóðum hans kemur glöggt fram ættjarðarást hans og hugur hans til æskustöðvanna í Eyjafírði og hversu mikill náttúruunnandi hann var. Stefán Ágúst var alla ævi trúr æskuhugsjónum sínum. Hann var maður hollra lífshátta, eldhugi, allt- af bjartsýnn og jákvæður til hins síðasta og honum fylgdi janfan hressandi blær. Að leiðarlokum minnist ég vinar míns, Stefáns Ágústs, og vináttu hans í þijá áratugi. Hann verður mér ávallt minnisstæður persónu- leiki. Við hjónin flytjum bömum Stefáns og öðm venzlafólki hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús E. Guðjónsson Magnús Vilmundar- son — Minning Fæddur 17. október 1918 Dáinn 29. apríl 1988 í dag verður Magnús Vilmundar- son, Engihlíð 10, jarðsettur frá Fossvogskapellu, en hann andaðist í Borgarspítalanum 29. aprfl sl. eft- ir stutta legu. Með þessari stuttu kveðju er ekki ætlunin að rifja upp æviatriði hans enda var ég þeim lítt kunnur. Þó veit ég að hann átti ættir að rekja til Grindavíkur og þar lifði hann sín bemsku- og unglingsár. Kynni okkar hófust fyrst að rnarki er hann réðst húsvörður að Hlíðaskóla fyrir 10 ámm. Þar áttum við síðan samleið allt til leiðarloka. Þótt oft sé rætt um skóla og það starf sem þar er unnið gleymist oft í umræðunni að nefna aðra starfs- menn hans en þá sem kenna. En störf þeirra, sem til hliðar standa, em ekki síður nauðsynleg. Fari þar eitthvað úrskeiðis verða menn þess fljótlega varir. Svo er um starf húsvarðarins. Á hans herðum hvílir umsjón með skólahúsinu, að fylgj- ast með að þar sé allt í lagi og sjá um lagfæringar ef þess gerist þörf. Þetta er oft erilsamt starf og stund- um reynir nokkuð á þolinmæðina og umburðarlyndið þegar uppfylla þarf óskir margra á sama tíma. Magnús var gæddur þeim hæfí- leika í ríkum mæli að geta siglt á milli skers og bám í þessu starfí. Með æðmleysi og ljúfu geði leysti hann jafnan úr aðsteðjandi vanda og reyndi að sinna öllu kvabbi, stóm og smáu, án þess að gera þar á nokkum mannamun. Hvemig var maðurinn er oft spurt. Spumingunni má svara á ýmsa vegu, en hvað segja bömin? Það var aðdáunarvert hve Magnús átti gott með að deila geði við hina ungu og smávöxnu einstaklinga er hann umgekkst dag hvem. Allir vom þeir vinir hans og þyrfti hann á aðstoð að halda vom margar hjálpfúsar hendur á lofti reiðubúnar til að veita aðstoð. Þetta segir meira en mörg orð. Þegar samstarfsmaður og vinur er svo snögglega kvaddur af vett- vangi hins daglega amsturs er það harkaleg áminning um fallvaltleik lífsins, því hversu þróttmikill og stæltur reyrinn er fellur hann að lokum til jarðar. Þau örlög fær enginn umflúið. En við sem eftir stöndum geym- um í hugarfylgsnum ljúfar minning- ar um góðan dreng og félaga sem leitaði fyrst að hinu jákvæða í hveiju máli áður en hann kvað upp endanlegan dóm, sinnti skyldustörf- um af hógværð og festu og rétti hveijum þeim hjálparhönd sem þess þurfti með. Því fylgja honum hugheilar óskir um velfamað á þeirri vegferð sem hann hefur nú hafið. Ég votta Ásdísi, Magnúsi Elvari og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og veit að þar mæli ég einnig fyrir hönd alls starfsfólks Hlíðaskóla. Tómas Einarsson Stefán Ágúst var fæddur í Glæsibæ við Eyjafjörð. Foreldrar hans vom Kristján Jónsson bóndi þar og kona hans Guðrún Odds- dóttir. Voru þau hjón bæði ey- fírzkra ætta. Foreldrar Kristjáns voru Jón Sigfússon bóndi á Hall- andi og kona hans María Rannveig Kristjánsdóttir. Jón á Hallandi var kallaður kvæðamaður. Hann hafði söngrödd góða og þann eiginleika hlaut Kristján sonur hans í vöggu- gjöf og þá hans synir. Foreldrar Guðrúnar vom Oddur Jónsson bóndi á Dagverðareyri og kona hans Am- björg Sigurðardóttir. Afí Odds var Oddur bóndi Gunnarsson á Dag- verðareyri. Hjá honum dvaldist Bólu-Hjálmar um tíma í æsku og batt tryggð við heimilið, en Oddur og niðjar hans reyndust Hjálmari vel f bágindum hans síðar á ævinni. Um þá Dagverðareyrarmenn orti Bólu-Hjálmar: Dagverðar skal eyrar ætt upp frá þessu heita. Hér má finna mannval mætt, merkilegt og vel innrætt, stór sem æra eftir væri að breyta. Á Dagverðareyri hefur sama ættin búið um langan aldur og býr þar enn rausnarbúi. Frændsemi við það ágæta fólk var Stefáni Ágúst jafnan hugstæð. Glæsibær, þar sem Stefán Ágúst fæddist og ólst upp fram yfír tvítugsaldur, stendur við fjörðinn skammt utan Akureyrar. Þar er fom kirkjustaður og prestsetur fram undir síðustu aldamót. Krist- ján og Guðrún hófu búskap í Glæsibæ árið 1888, festu kaup á jörðinni um aldamótin og bjuggu þar unz Kristján andaðist árið 1928, sjötugur að aldri. Þá tók þar við búi Guðmundur sonur þeirra og nú býr Davíð sonur hans þar myndar- búi. Æskuheimili Stefáns Ágústs í Glæsibæ var fyrir margra hluta sakir einstakt í sinni röð, ekki vegna þess að efnahagur væri þar meiri en á öðmm bæjum, heldur var sá menningarbragur á þessu heimili, að orð var á haft. Söngur var í hávegum hai'ðuf og tónlistaráhugi mikill. Húsbóndinn hafði mikla og fagra söngrödd, og lætur Jóhann Ó. Haraldsson tónskáld svo um mælt í grein, er hann skrifaði í Eininguna á aldarafmæli Kristjáns, að hann hafði verið „gæddur næsta fágætri söngrödd, sem þroskaðist svo með ámnum, að hann varð einn allra hljómmesti bassi, er þekktist á stóm svæði norðanlands". Synir hans vom og ágætir söngmenn, sungu í kirkjukórum og síðar karla- kómmj og léku sumir prýðisvel á orgel. I grein, er Steindór Steindórs- son skólameistari frá Hlöðum ritaði um Kristján í Glæsibæ í Heima er bezt fyrir þrem ámm, segir hann frá komu sinni í Glæsibæ sunnudag einn: „Stefán Ágúst lék á orgel, en þeir feðgamir sungu bæði fleirradd- að og einsöng, en sum lögin að minnsta kosti hafði Stefán sam- ið ... Og þetta var ekkert einsdæmi í Glæsibæ, öll ijölskyldan var hljóm- elsk og iðkaði þá list eftir föngum." Annað, sem sérstakt þótti við þettta heimili, var mikil ræktun garðávaxta og blóma, en á þessum tímum var garðyrkja lítt eða ekki stunduð á bæjum þar í sveit og því síður blómarækt. Segir Steindór í áðumefndri grein, að „skrúðgarð- urinn í Glæsibæ ætti verðugan sess í garðyrkjusögu landsins". Auk bústarfanna fékkst Kristján við smíðar víða í byggðarlaginu, enda hafði hann lært til þeirrar iðn- ar. Einnig tók hann að sér verk- stjóm við sfldarsöltun, sem þá var víða stunduð við Eyjaflörð. Jafn- framt sinnti hann mjög félagsmál- um. Hann stofnaði bindindisfélag í sveitinni, var formaður bindindis- samtaka Norðurlands og fór um byggðir Eyjafjarðar til að afla þessu málefni stuðnings. Hann sat í hreppsnefnd, sýslunefnd og sóknar- nefnd og var meðhjálpari í Glæsi- bæjarkirkju, enda trúmaður mikill. Kristján og Guðrún eignuðust níu böm og náðu sjö fullorðinsaldri: Jón, Oddur, Ambjörg, Guðmundur, Sigurður Júlíus, María Rannveig og Stefán Ágúst, sem var þeirra yngstur. Eru þau nú öll látin. Það er óhætt að segja, að systk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.