Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 49 Karl Gunnars- son — Minning Fæddur 16. apríl 1914 Dáinn 30. apríl 1988 Enda þótt Gunnar Jónsson frá Háreksstöðum ílökuldalsheiði byggi aðeins í 14 ár á Fossvöllum í Jökulsárhlíð var hann síðan kennd- ur við Fossvelli. Stundum þó við bemskustöðvamar sem þeir aðrir synir Jóns Benjamínssonar, er margir urðu þjóðkunnir og með ís- lendingum vestanhafs og nefndir Háreksstaðabræður. — Kona Gunn- ars á Fossvöllum var Ragnheiður dóttir Stefáns sjálfseignarbónda í Teigaseli á Jökuldal, Bjarnasonar. Varð þeim hjónum auðið 14 bama, er flest voru fædd áður en þau komu að Fossvöllum í fardögum 1918. Húsmóðurstörf Ragnheiður vom mikil, er hinn stóri unglinga- og bamahópur óx úr grasi, en gestagangur í mestan máta. Liggja Fossvellir um þjóðbraut þvera frá fomu fari eins og gerð trébrúarinn- ar á Jöklu fyrr á öldum sýnir. Dró og sízt úr á þessari öld, að lands- símastöð var á Fossvöllum frá fyrsta tíma símans í landinu og pósthús. Búumsvif vom mikil sem jafnan síðan og jarðabætur, en Gunnar var þekktur umbótasinni og framkvæmdamaður, er á sann- aðist á Fossvöllum, þótt kreppan hlyti að þrengja einnig að stórbú- inu, og á ámnum 1990—16, er þau Ragnheiður bjuggu á hinni af- skekktu útvegsjörð Húsavík eystri. Þar fæddist Karl sonur þeirra hinn 16. apríl 1914. Var hann því í fyrstu bemsku er flutzt var í Bakkagerðis- þorp og síðar að Fossvöllum. Þar ólst hann upp við aðstæður, sem vom hinar ólíkustu og í Húsavík, þó að allmargt fólk væri þar á köfl- um. Karl var við bundinn á Fossvöll- um, að undanskilinni skólavist og vinnu úti í frá, fram að þrítugu og raunar búandi þar fardagaárið 1943—44 á móti Ragnari bróður sínum, en Ragnar tók við jörð og búi af foreldmm þeirra 1932. Sat hann jörðina til dauðadags, 31. marz 1967, við mikla rausn og umsýslu, en síðan ekkja hans, Anna Einarsdóttir, og böm þeirra. Skemmra varð í búskap Karls á Fossvöllum en þeir bræður munu hafa ætlað, er Karli gafst færi á Hofteigi á Jökuldal, prestsseturs- stað, sem ekki hafði verið veittur í 16 ár. Úr kjörinni nýbýlisstofnun í landi Fossvg.Ha varð ekki því sinni, og fór Karl búnaði sínum að Hof- teigi lýðveldisárið. Tóku hann og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir frá Sleðbrjót, við Hofteigi, er Bene- dikt Gfslason fræðimaður lét þar að fullu af búskap, en hann hafði haldið staðinn frá 1928. Með þeim réðst til bús í Hofteigi yngsti bróðir- Minning: Páll Kr. Péturs- son - skipstjóri Fæddur 22. desember 1927 Dáinn 28. apríl 1988 í dag er borinn til hinstu hvíldar mágur minn, Páll Kroyer Pétursson, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Páll var yngstur 3ja systkina, sem upp komust og ólust upp í Höfn á Siglufirði. Hin tvö em Helgi og María, sem hér sjá á bak bróður sínum. Með þeim systkinum var ávallt mjög kært, þótt ekki væri háttur þeirra að>flíka þeim tilfínn- ingum, enda urðu þau snemma á lífsleiðinni að hafa stuðning hvert af öðm, því móðir þeirra, Kristín Jóhanna Pálsdóttir, lést er Páll var aðeins 4ra ára gamall. Kynni mín af Páli urðu ekki löng, en ánægjuleg. Hann var hógvær maður, glaðsinna, og viðmót hans var bjart og ljúft. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns. Að leiðarlok- um þakka ég Páli samfýlgdina. Ég bið guð að styrkja ykkur, Ragna og Olöf, við fráfall ástkærs eiginmanns og föður. Öllum öðmm ástvinum Páls færi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning hans. Anna Sigríður Einarsdóttir Mig langar í örfáum orðum að minnast Palla stjúpföður míns. Hann reyndist mér sem besti faðir alla tíð, er hann kom inn í líf móð- ur minnar árið 1973. Þau giftu sig ári síðar, 2. febrúar 1974. Þessi Sveinsína Baldvins- dóttir — Minning Fædd: 16.júlí 1911 Dáin 1. maí 1988 Hún elsku amma okkar, Sveinsína Baldvinsdóttir, er dáin. Amma sem, alltaf var svo kát og tilbúin til þess að gleéja aðra. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn í Skálagerðið til ömmu og afa. Þá var sest niður við eldhús- borðið og amma kom með heilmikið af einhverju góðgæti handa okkur. Svo byrjaði hún iðulega á því að segja okkur einhverjar sögur frá því í gamla daga, aðallega mein- fyndnar prakkarasögur af vinum og vandamönnum sem við skemmt- um okkur mikið yfír. Hún kunni svo sannarlega að segja sögur og aldrei gat hún verið kyrr á meðan, alltaf var afþurrkunarklúturinn á fullu og er erfitt að ímynda sér hana öðruvísi en með klútinn í hendinni eða í vasanum, brosandi út í annað munnvikið. En nú hefur amma sofn- að svefninum langa og fengið hvfld frá öllum þrautum. Við munum aldrei sjá hana aftur. Minningin um hana lifir og sú minning er björt, falleg og lifandi. Við viljum þakka ömmu fyrir allar yndislegu sam- verustundimar. Elsku afi, Guð styrki þig og aðra aðstandendur í sorginni. Ágústa og Óskar inn frá Fossvöllum. Var það Her- mann, þá 24 ára stúdent. Félags- búskapurinn varð honum til mikils stuðnings við framhaldsnám, en að loknu guðfræðiprófi vígðist hann að Skútustöðum 1949. Síra Her- mann varð skammlífur. Hann lézt af slysförum á Skútustöðum aðeins 31 árs. Örstuttu síðar dó Ragn- heiður móðir þeirra 75 ára að aldri, en Gunnar frá Fossvöllum kvaddi á hásumri 1957, 86 ára öldungur, manna léttfærastur og glaðastur í sinni, gestur sonar síns og tengda- dóttur í Hofteigi. Búskaparsaga Karls og Guðrún- ar í full 38 ár í Hofteigi er um miklar byggingaframkvæmdir á húsalausu prestssetrinu, ræktun stórra túna allt um takmarkalitla útbeit á hinni landsþekktu fjáijörð, en þau höfðu hátt á 5. hundrað fjár á árabili, jafnvel fleira, þegar búið var stærst. Hafði Benedikt Gíslason að vísu gert ýmsar aðbætur, en eftir hinum gamla byggingarhætti, enda ábúðin ótrygg. Hlutu Karl og Guðrún að sæta því og bjuggu við þá annmarka og bæjarkulda, unz þau fengu loks formlegt byggingar- bréf og gátu hafizt handa um húsa- gerð. Reistu þau vandað íbúðarhús 1954, og var það lýst og hitað frá heimarafstöð frá 1964, en svo mik- il útihús, að talin eru fyrir 560 fjár. Vélakostur varð að vísu góður og vinnuafköstin slík, að hjúahald var löngum ekkert, en bömin, sem stunduðu langskólanám, gjama heima á sumrum er mögulegt var og léttu bústörfin sem mest þau máttu. Elzt bamanna er Björg, fé- lagsráðgjafi í Reykjavík, þá Ragn- stórkostlegi og góði maður varði mestum hluta ævi sinnar til sjós. Þá sigldi hann um heimsins höf. Og aldrei kom hann heim öðruvísi en færandi hendi. Hann vildi allt fyrir fjölskyldu og heimili sitt gera. Árið 1981 kynntist ég eiginmanni mínum, Kristgeiri Hákonarsyni, og áttu leiðir þeirra eftir að liggja sam- an til sjós um stundarsakir. Reynd- ist hann honum sem besti tengda- faðir og félagi. Það er svo margs góðs að minn- ast á liðnum árum, þær minningar mun ég varðveita. Við þökkum elsku Palla okkar fyrir allt og allt. Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Sviður i gömlum sáram, samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga. - Sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. — Þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín, svæfði mig svefninum langa. (Ö.A.) Sigríður Brynja Pétursdóttir Kristgeir Hákonarson KYPUR lxíviku 3 FLUGLEIDIR £ -fyrir þíg- * og fræddi um fyrri tíð, menn og málefni, af sannri frásagnarlist. Brá þá iðulega fyrir saknaðarhreim, eins og þegar föður hans var getið eða síra Sigurjóns, föðurbróður hans á Kirkjubæ. Ellegar sorgaratburða og slysfara, sem fylltu næman hug- ann viðkvæmni og samúð. Karl átti svo margt og fjölbreytt íhugunar- efni, að létti honum hinn afar langa erfiðisdag og gladdi, þegar hlé varð og á vökunni. Ásamt vitundinni um návist eiginkonunnar, hins alúðar- fulla og elskusama vinar, var það honum sú gnægð, að hann harmaði lítt það hlutskipti að búa í afar dreif- býlu og afskekktu samfélagi, þar sem félagsmál voru frábreytt og óhægt að sinna. Var hann að sjálf- sögðu reiðubúinn til hverrar skyldu- grar þátttöku, en lét öðrum eftir- sóknina með öllu fijálsa. Skal hér aðeins getið setu kirkjubóndans í sóknarnefnd með þeim Hvannár- heiður stúdent og kennari í Þránd- konum, Kristjönu Guðmundsdóttur heimi, Stefán mag. art, og mennta- og Lilju Magnúsdóttur. Var sam- skólakennari í Reykjavík, Gunnar, vinna þeirra bæði löng og farsæl, flugmaður á Akureyri, og Berg- enda þeim öllum sá lífsskilningur þóra, sem er hjúkrunarfræðingur nákominn, að sælla er að gefa en og búsett í Árhus við Kristjánsstað þiggja. Var Karli ánægjuefni er síra í Svíþjóð. Var bamalán Hofteigs- Gísli Brynjólfsson, fulltrúi jarð- hjóna mikið og bar þar engan eignadeildar ríkisins, fól honum að skugga á, að ekkert þeirra systkina rífa það, sem uppi hékk af gamla bjóst til að taka við jörð og búi af bænum og jafna rústimar á staðar- foreldrunum. Þegar það var sýnt, hlaðinu, en girðingu um kirkjugarð- en astma-sjúkdómur, sem Karl inn færði hann út og bætti og vann hafði lengi átt við að stríða, aftraði mjög að sjálfur. Stærsta skrefið var harðri vinnukröfu að nokkm var endumýjun kirkjuhússins flutningur frá Hofteigi undirbúinn 1970—72. Gleðin var einlæg við af yfirvegun og með góðum fyrir- verkalok, þegar hann málaði hið vara. Mun hér einnig hafa komið nýjaða og fegraða guðshús á til, að svo mikið var þegar aðhafzt Neðra-Dal utan. í þau 4 ár, sem um byggingar og ræktun, að naum- ég þjónaði Hofteigssókn, var mér ast varð meir að gert, og Karli ávallt ljós og mikils virði hinn góði leiðzt kyrrstaðan og einhliða við- hugur staðarbóndans, konu hans hald, er honum þótti búskapur án og fjölskyldu til kirkjunnar. Móttök- húsagerðar og nýræktar vera. umar í Hofteigi vom slíkar, að Fækkun sauðfjár og samdrátt til messuferðimar þangað vom sér- sveita sá hann fyrir í alllöngum og stakt tilhlökkunarefni. Fyrir þá afar leiðum aðdraganda þeirra samfundi og annað allt skal þakkað mála. Og hann gladdist yfir mennt- hinum trúfasta, gengna vini, þegar un bamanna í víðsýnni, skarpri sáð er dauðlegu, en upp rís ódauð- hugsun og hvarf burt af vettvangi legt. hins langa og stranga starfsdags á Ágúst Sigurðsson Dal og frá æskustöðvum beggja hjóna í Hlíð. Stóð heimili þeirra Guðrúnar síðan í Eyjabakka 30 í Reykjavík, fallegt kvöldsetur, piýtt góðum munum og dýrmætum minn- ingum að austan. Þegar litið er um öxl og til Hof- teigsbóndans, sem nú er kvaddur, skipa hinar verklegu framkvæmdir og vitneskjan um stórbúskap hans veglegan sess. Minna á forsjá hans og kapp, atorku og viðbrigða þraut- seigju. Allt bar og, úti og inni, vitni hinni ýtmstu snyrtimennsku, sem að verðleikum var viðurkennd af Menningarsamtökum Héraðsbúa og almennt, einkum meðan þjóðvegur- inn lá undir hlaðvarpanum. Margt annað kemur í hugann, sem var svo ríkt og heilt í huga þessa drenglun- daða, trúfasta vinar, gerhugula og glettna manns. Hann átti tóm til bóklestrar og valdi við flölhæfi. Aflögu vom ljúfar stundir er hann sat með gestum, veitull og kátur ABB Asea Brown Bovéri Vanish-undrasápan. Ótrúlegt en satt. Tekur burt óhreinindi og bletti sem hvers kyns þvottaefni og sápur eða blettaeyðar ráða ekki við. Fáein dæmi: Olíur, blóð-, gras, fitu-, lím-, gosdrykkja-, kaffi-, vin-, te-, eggja- bletti, snyrtivörubletti, byrópenna-, tússpennablek óg fjölmargt fleira. Nothæft alls staðar, t.d. á fatnað, gólf, teppi, málaða veggi, gler, bólstruð húsgögn, bilinn, utan sem innan. o.fl. Úrvals handsápa, algerlega óskað- leg hörundinu. Notið einungis kalt eða volgt vatn. Nú einnig í fljótandi formi. Fæst í flestum matvöruversl- unum um land allt. Heilsölubirgðir. Logaland, heildverslun, simi 12804.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.