Morgunblaðið - 11.05.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 11.05.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Grænland: NATO-aðild og landgrunnssamn- ingar fella stjómina Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Grænlenska landsstjórnin er fallin. Siumut, annar stjórnar- flokkanna og sá stærri, vill ekki lengnr vinna með hinum, vinstri- flokknum Inuit Ataqatigiit, og hefur í hyggju að mynda minni- • • Q^yggisráð SÞ: Beita neit- unarvaldi Sameinuðu þióðunum, Reuter. BANDARIKIN beittu í gær neit- unarvaldi til að koma i veg fyrir að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti ályktun sem for- dæmdi árás ísraela inn í Suður- Líbanon i síðustu viku. Fjórtán riki greiddu atkvæði með ályktun- inni en Bandarikin ein voru á móti. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem Bandaríkin koma í veg fyrir að ályktun sem fordæmir aðgeiðir ísra- ela í Líbanon sé samþykkt í Öryggis- ráðinu. í yfírlýsingu frá Vemon Walters, sendiherra Bandaríkjanna í Öryggisráðinu, segir að Bandaríkin geti ekki samþykkt ályktun sem ekki taki tillit til þeirrar staðreyndar að ýmsar Qandsamlegar aðgerðir gegn Israel eigi rætur að rekja til Líban- ons. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær harmaði fulltrúi Líbanons, Rachid Fakhoury, að Bandaríkin skyldu hafa beitt neitunarvaldi: „Getur verið að fulltrúar fjórtán ríkja hafí á röngu að standa en atkvæði eins einasta endurspegli réttlætið?" hlutastjórn með stuðningí stjórn- arandstöðuflokksins Atassuts. Samvinna Siumuts og Inuits sprakk fyrst og fremst á tveimur málum. Það fyrra er, að í kosninga- baráttunni fyrir þjóðþingskosning- amar í gær rak Inuit harðan áróður fyrir því, að Grænlendingar segðu skilið við Atlantshafsbandalagið en Siumut leggur áherslu á, að Græn- lendingar séu í ríkjabandalagi með Dönum og verði því að sætta sig við aðildina að NATO. Hið síðara máiið er samkomulag- ið, sem Jonathan Motzfeldt, for- maður landsstjómarinnar og Sium- ut-maður, gerði við dönsku stjóm- ina um grænlenska landgmnnið. Inuit segir samninginn, sem á að gilda í sjö ár, óhagstæðan Græn- lendingum og vill, að hann verði ónýttur, en það tekur Siumut ekki í mál. Þá hefur Inuit einnig gagn- rýnt Siumut fyrir að vilja leyfa, að úran verði unnið sem aukaafurð samhliða annarri námavinnslu í Grænlandi. Flokksstjóm Siumuts ákvað á mánudagskvöld að hætta samvinn- unni við Inuit og mynda nýja lands- stjóm, eingöngu skipaða Siumut- mönnum. Otto Steenholdt, formað- ur Atassut, sagði í kosningabarátt- unni, að flokkur hans væri fús til að styðja stjóm Siumutsflokksins ef hann losaði sig við Inuit og benti á, að stóm flokkunum bæri lítið f milli í efnahagsmálum og nýtingu hráefna. Þessir tveir flokkar, Sium- ut og Atassut, hafa 22 sæti af 27 á landsþinginu. IrvingBerlin 100 ára Reuter New York, Reuter. um allan heim. Alexander’s Ástsælasti lagahöfundur Bandaríkjanna, Irving Berlin, er 100 ára í dag. Hann er sonur rússneskra innflytjenda og heitir réttu nafni Israel Baline. Er fyrsta lag hans var flutt opinberlega urðu kynni á mis- tök og kynnti hann sem Irving Berlin og undir því nafni varð hann þekktur. Lög hans sem skipta hundruðum eru þekkt Ragtime Band, No Business Like Show Business, White Chrismas og God Bless Amer- ica eru meðal þekktari laga hans. Hann samdi gríðarlega mikið fyrir kvikmyndir og starfaði með kvikmyndastjörn- um á borð við Fred Astaire, A1 Jolson, Judy Garland og Bing Crosby. Berlin kvæntist Irving Berlin Ellin Mackay árið 1926, þau eiga þijár dætur og barnabör- inin eru orðin níu. Berlin hefur verið heilsuveill síðasta árið og mun ekki vera viðstaddur veislu sem haldin er honum til heiðurs í New York í dag. Á meðfylgjandi mynd frá árinu 1935 er Berlin að spila undir fyrir dansi þeirra Ginger Ro- gers og Fred Astaires. • • Oldungadeild Bandaríkiaþings frestar umræðum um Washington-sáttmálaiin: Risaveldin greinir á um túlkun eftirlitsákvæða Sovétmenn sakaðir um að ganga á bak orða sinna Washington, Genf, Reuter. UMRÆÐUM um afvopnunarsátt- mála risaveldanna sem undirrit- aður var Washington í desember á siðasta ári hefur verið frestað um óákveðinn tíma í öldungadeild Bandaríkjaþings. Deildin þarf að staðfesta samninginn til að hann öðlist gildi. Upp er kominn ágreiningur milli stórveldanna um túlkun eftirlitsákvæða samn- ingsins og voru fulltrúar bæði Demókrataflokksins og Repúblik- anaflokksins sammála um að fresta umræðum þar til_ greitt hefði verið úr flækjunni. Ágrein- ingurinn verður tekinn til um- ræðu á fundi utanríkisráðherra risaveldanna sem hefst í Genf i dag. Robert Byrd, leiðtogi Demó- krataflokksins i öldungadeildinni, STJÓRN Sri Lanka samdi í gær frið við marxiska uppreisnar- hreyfingu sinhalesa i landinu. Hreyfingin, sem kallast Frelsis- fylking þjóðarinnar (JVP), hefur heitið því að hætta ofbeldisverk- um, að sögn Laliths Athulath- mudalis, öryggismálaráðherra landsins. Áður hefur stjórn landsins sakað hreyfinguna um að hafa sýnt Juniusi Jayeward- ene forseta banatilræði í ágúst sagði á mánudag að fram hefðu komið visbendingar sem gæfu til kynna að Sovétmenn hygðust ekki standa við eftirlitsákvæði samn- ingsins. Ekki liggur fyrir hvenær umræður um Washington-samninginn um al- gera útrýmingu meðal- og skamm- drægra kjamorkuvopna á landi fara fram. Áformað hafði verið að þær hæfust í dag, miðvikudag, en Ro- bert Byrd sagði að þær gætu ekki hafist fyrr en eftirlitsákvæðin hefðu verið skýrð nánar. Talið er hugsan- legt að umræðumar heflist síðar í þessari viku eða í byijun þeirrar næstu hafí fullnægjandi svör borist frá Sovétríkjunum. Ákveðið var að fresta umræðum eftir að Maynard Glitman, helsti samningamaður og myrt 260 manns undanfarna átta mánuði. Leynilegar samningaviðræður hafa staðið í þrjár vikur og hefur uppreisnarhreyfíngin nú fallist á að afhenda búddamunkum, sem miðl- að hafa málum,_vopn sín þann 29. þessa mánaðar. í staðinn fær hreyf- ingin til baka 48 langferðabifreiðar, tvo fólksbíla og prentvél sem gerð hafði verið upptæk. Bandaríkjastjómar í viðræðum um meðaldrægu eldflaugamar, hafði svarað spurningum leyniþjónustu- nefndar öldungadeildarinnar. Will- iam Cohen, varaformaður nefndar- innar, sagði á mánudag að vandinn væri „alvarlegs eðlis" og því teldi hann ekki unnt að hefja umræður í deildinni. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur ítrekað hvatt þingmenn til að hraða störfum sínum þannig að stað- festing sáttmálans geti legið fyrir áður en hann heldur til fundar við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga í Moskvu þann 29. þessa mánaðar. Liggi staðfesting ekki fyrir kunni það að spilla fyrir viðræðum hans og aðalritarans. Frelsisfylkingin berst gegn samningi Indveija og stjómar Sri Lanka um að binda enda á uppreisn tamfla í landinu. Hreyfíngin sækir stuðning sinn til þjóðar sinhalesa sem eru í meirihluta á Sri Lanka. Stjómin bannaði Frelsisfylking- una árið 1983 og sakaði hana um að hafa efnt til uppþota gegn tamfl- um sem em í minnihluta á Sri Lanka. Eftirlit í Sovétríkjunum Ágreiningur risaveldanna snýst um það hvort bandarískum eftirlits- mönnum sé heimilað að skoða farar- tæki og smærri mannvirki sem kunna að geyma einstaka eldflauga- hluta þó svo þau séu bersýnilega ekki nógu stórtil að hýsa heila kjam- orkueldflaug. Bandaríkjamenn líta svo á að kveðið sé á um þetta í þeim hluta samningsins sem fjallar um eftirlit en Sovétmenn fallast ekki þá túlkun. Þá greinir ríkin einnig á um hvemig haga beri eftirliti utan við verksmiðjur í Sovétríkjunum þar sem samsetning eldflauga fer fram. David Boren, þingmaður Demó- krataflokksins frá Oklahoma og formaður leyniþjónustunefndar öld- ungadeildarinnar, sakaði Sovétmenn um að eiga upptök að ágreiningnum og Robert Byrd sagði að ýmislegt benti til þess að Sovétstjómin hygð- ist ekki standa við sáttmálann, sem þeir Reagan og Gorbatsjov undirrit- uðu á leiðtogafundinum í Washing- ton í desember. Charles Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði bréf hafa borist á sunnudag frá Júrí Dúbinín, sendiherra Sov- étríkjanna, og væri verið að leggja mat á svar hans við spumingum bandarískra embættismanna. Red- man staðfesti að í bréfínu væri vikið að ágreiningi um framkvæmd eftir- lits. Shultz og Shevardnadze funda Utanríkisráðherrar risaveldanna þeir George Shultz og Eduard Shev- Reuter Eduard Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, ræðir við blaðamenn í Genf í gær en í dag hefst þar í borg tveggja daga fundur hans og George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. ardnadze koma saman til fundar í Genf í dag og á morgun og sagði David Boren að leyniþjónustunefnd- armönnum hefði verið tjáð að ágreingurinn yrði tekinn til umræðu á þeim fundi. Þetta staðfesti She- vardnadze í gær er hann kom til Genfar. Talsmenn Repúblikana- flokksins í öldungadeildinni kváðust vera sannfærðir um að utanríkisráð- heirunum tækist að leysa þennan vanda og að unnt yrði að staðfesta samninginn fyrir Moskvu-fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs. Marlin Fitzwater, talsmaður Reag- ans Bandaríkjaforseta, tók í sama streng í gær og sagði það ekkert undrunarefni að ræða þyrfti nánar ákveðin tæknileg atriði. Æðsta ráð Sovétríkjanna þarf einnig að leggja blessun sína yfír samninginn en þeir sem gerst þekkja til í Sovétríkjunum segja að það verði ekki gert fyrr en niðurstaða öldungadeildar Bandaríkjaþings liggur fyrir. Sri Lanka: Marxistahreyfinff leyfð á ný Colombo, Reuter. ^ ^ ** **

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.