Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 15 Langholtskirkja i Reykjavík. Hátíðahöld á degi aldr- aðra í Langholtskirkju MIKIL hátíðahöld verða í Lang- holtskirkju, kirkju Guðbrands biskups, á degi aldraðra, upp- stigningardag. Þau hefjast með guðsþjónustu kl. 2. Ræðumaður verður kennar- inn og hugsuðurinn Eiríkur Stef- ánsson. Ræðu sína nefnir hann „María guðsmóðir". Einsöng með kór kirlq'unnar syngur Ragnheið- ur Fjeldsted sópran. Sigurður Haukur verður við altarið og Jón Stefánsson við orgelið. Klukkan 3 hefst veislukaffi og sýning listmuna, sem aldraðir hafa gert á samverustundum vetr- arins. Til þessarar dagskrár er öllum öldruðum sóknarbúum boðið og aðstandendum þeirra. Einnig eru sérstakir gestir okkar starfsfólk Bæjarleiða og aðstandendur þeirra. Það er lítill þakklætisvott- ur til þess góða fólks er í árarað- ir hefur stutt kirkju sína og starf hennar fyrir aldraða. Slíkt fram- lag mun einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. Komum og gleðjumst saman, gerum daginn öldruðum eftir- minnilegan hátíðisdag, og sýnum gestum okkar frá Bæjarleiðum að við kunnum að meta framlag þeirra kirlqunni til styrktar. Sig. Haukur Guðjónsson Dómkirkjan í Reykjavík. Dómkirkjan: Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup prédikar við messu Á MORGUN er uppstigningar- dagur. Þá minnast kristnir menn þess að Kristur steig upp til himna. Á siðustu árum hefur uppstigningardagur einnig verið helgaður málefnum aldraðra og starfi fyrir þá. Á morgun verður messað í Dóm- kirkjunni kl. 2. Þar prédikar dr. Sigurbjöm Einarsson biskup, en sr. Hjaiti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Eftir messu verður kirkjugestum, 67 ára og eldri, boðið til kaffi- drykkju á Hótel Borg. Þar mun Sigurður Bjömsson óperusöngvari syngja einsöng við undirleik Mar- teins H. Friðrikssonar, dómorgan- ista. Forráðamenn Dómkirkjunnar vænta þess, að safnaðarfólk njóti þama góðra stunda. (Fréttatilkynning) Okeypis ráðgjöf hjá Byggingaþjónustunni Steypuskemmdir - utanhús- klæðningar - þakviðgerðir Byggingaþjónustan stendur fyrir sérsýningu á efnum og dag- legrí ráðgjöf fyrír almenning um viðgerðir á steypuskemmdum, efni til utanhúss- og þakklæðn- inga og fjölmargt annað sem þessum málum viðkemur. Sérfræðingar frá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins verða á staðnum 9.—13. maí og veita ráðgjöf daglega kl. 16—18. Fulltrú- ar frá flestum sýnendum munu verða til staðar og gefa upplýsingar um sína vöru á sama tíma. Aðgang- ur að sýningunni og öll ráðgjöf er ókeypis. Áuk þess verður allt sýningar- svæði Byggingaþjónustunnar opið sem endranær og öll venjuleg ráð- gjöf, svo sem frá arkitektum og landslagsarkitektum, verður á sínum venjulega tíma, sem er kl. 16—18 alla miðvikudaga, og sér- fræðingar frá Ljóstæknifélaginu verða til taks á fímmtudag kl. 16-18. Þessi sýning stendur yfir dagana 9,—20. maí nk. f Byggingaþjón- ustunni á Hallveigarstíg 1 og verð- ur opin virka daga kl. 10—18. Fimmtudaginn 12. maí, uppstign- ingardag, verður þó lokað en laug- ardag 14. maí og sunnudag 15. mai verður opið kl. 14—16. (Fréttatilkynning) BLY EÐA EKKIBLY? RAÐLEGGING UM NOTKUN BENSÍNS SKODA EIGENDUR NOTIÐ SUPER 98 BLYBENSIN PEUGEOT EIGENDUR NOTIÐ SUPER 98 BLYBENSIN ALFA ROMEO EIGENDUR NOTIÐ SÚPER 98 BLÝBENSÍN CHRYSLER EIGENDUR PLYMOUTH EIGENDUR DODGE EIGENDUR ÁRGERÐA 1986 - 1987 - 1988 NOTIÐ BLÝLAUSA BENSÍNIÐ CHRYSLER EIGENDUR PLYMOUTH EIGENDUR DODGE EIGENDUR —irmnnw—m-inTMBBiii uiim ÁRGERÐA 1985 OG ELDRI NOTIÐ SÚPER 98 BLÝBENSÍN OFANGREINDAR UPPLÝSINGAR MIÐAST VIÐ BIFREIÐsAR SEM JÖFUR HF HEFUR FLUTT INN. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.