Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 27 Bjórbannið afnumið Búist við 7-10 millj- ón lítra sölu á ári — segir Höskuldur Jónsson, forsljóri ÁTVR AÐ SÖGN Höskuldar Jónssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins, er búist við að um- svif fyrirtækisins aukist til mikilla muna með afnámi bjórbannsins. „Olgerðarmenn hafa sagt að bú- ast megi við því að 7-10 miljjónir lítra af bjór muni seljast á ári. Nú seljum við um 3,5 milljónir lítra af áfengi á ári, þannig að magnið, sem við þyrftum að dreifa, myndi fjórfaldast ef þetta gengur eftir,“ sagði Höskuldur. Höskuldur sagði að væntanlega yrði að auka bæði verslunar- og geymslurými fyrirtækisins og bæta við starfsmönnum til þess að anna dreifíngu sterka ölsins. Geymslu- pláss væri nú af afar skomum skammti. Fyrirtækið gæti þó bjarg- að sér fyrir hom til að byrja með. „Við munum sjá hvemig málin þró- ast, og framkvæma síðan í samræmi við það, en við gefum okkur ekkert fyrirfram, og æðum ekki út í fjár- festingar," sagði Höskuldur. Hann sagðist telja eðlilegt að íslenskir ölframleiðendur myndu sjálfír annast geymslu á framleiðslu sinni og flytja hana beint úr birgða- geymslum sínum í verslanir ATVR. Höskuldur sagði að nýjar verslanir ÁTVR í Mjóddinni í Reykjavík, í Hafnarfirði og á Eskifirði myndu væntanlega létta á dreifíkerfínu. Höskuldur sagði að enn væri óá- kveðið hvaða bjórtegundir _ yrðu teknar til sölu í verslunum ÁTVR. „Það er óráðlegt að ætla sér að gleypa of stóran bita í einu í því efni," sagði Höskuldur. Við höfum verið bjórlaus í áttatíu ár, og það er engin þörf á öllum heimsins bjór- tegundum á fyrsta ári eftir aflétt- ingu bannsins. Hins vegar virðast fslendingar vera búnir að leita uppi öll finnanleg bjómmboð.“ Höskuldur sagði að framleiðsla innlendu bmgg- Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. húsanna yrði tekin til sölu, og einn- ig nokkur erlend merki. „Við munum reyna að hafa auga með því hvað telst vinsælast í veröldinni," sagði hann. Að sögn Höskuldar munu ákvarðanir um þetta ekki liggja fyr- ir fyrr en í haust. Kostar ölið 230 krónur? „ÞETTA er alveg óplægður akur og það á miklu meira eftir að gerast í málinu en það sem gerð- ist á Alþingi," sagði Guðvarður Gíslason, eigandi Gauks á Stöng, sem er elsta og ein vinsælasta kráin í Reykjavík. Guðvarður sagði að mörg vandamál yrðu til nú er afnám bjórbannsins yrði að veruleika, til dæmis hvað varðaði verðlagningu. Guðvarður sagði að ekki væn víst að drykkjusiðir kráargesta breyttust til muna með tilkomu bjórsins. „Maður gæti i'myndað sér að 33 sentilítra bjórflaska myndi kosta 300 krónur á veitingahúsi og kolla af öli beint úr krana 230 krón- ur. Þetta yrði áreiðanlega feikivin- sælt til að byija með, en þegar til þess er litið að tvöfaldur vodki kost- ar 330 krónur, þá er spuming hvom kostinn fólk velur,“ sagði Guðvarð- ur. „Ég held að veitingamenn verði að setjast niður og gera sér grein fyrir því hvemig þeir vilja hafa þetta," sagði Guðvarður. Það er til dæmis ekki víst að það sé skynsam- legt að bjórinn kosti það sama í öllum veitingahúsum. Það má eigin- lega skipta þeim í þijá flokka; hót- el, betri veitingahús og svo krám- ar. Verðlagningu á bjór er til dæm- is þannig háttað erlendis, að betri veitingahúsin halda drykkjunni í skefjum með hærra verði, en krám- ar, sem ekki bjóða eins fágaða þjón- ustu, geta þá haft hann ódýrari. Guðvarður sagðist telja að þama gætu jafnvel skapast forsendur fyr- ir auknu frelsi í verðlagningu áfeng- is, en það væri undir ríkisvaldinu komið, bæði hvað varðaði opinbera skattlagningu á sterka ölið og hversu mikil álagning yrði leyfð hjá veitingahúsunum. Gæði okk- ar öls eru * sambærileg „VIÐ höfum verið ölgerð frá 1913 og verðum það áfram, það er of snemmt að segja hvort ein- hveijar breytingar verða á fram- Ieiðslunni,“ sagði Jóhannes Tóm- asson, forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar. Hann sagði að stækkun verksmiðjunn- ar væri ekki á döfinni í bili, þess þyrfti ekki. „Við höfum bmggað pilsner frá 1917 og sterkt öl frá því á stríðsár- unum, þannig að við kunnum okkar fag,“ sagði Jóhannes. Egill Skalla- grímsson framleiðir nú sterkan Pól- arbjór fyrir fríhöfn og sendiráð og tvær tegundir af léttöli undir 2,25% styrkleika, Egils bjór og pilsner. „Ég er á móti höftum," sagði Jóhannes er hann var spurður hvort hann teldi að innlend bjórfram- leiðsla þyrfti vemd. „Ég tel að við höfum alveg sambærileg gæði við erlent öl og þurfum enga vemd." „Þörf á tímabund- inni vernd“ ÖLGERÐIN Sanitas mun stækka bjórverksmiðju sína í sumar vegna afléttingar bjór- bannsins og gera einhveijar breytingar á framleiðslunni. Ragnar Birgisson, forstjóri San- itas, segist hins vegar telja að innflutningstakmarkanir þurfi á erlendan bjór um tíma á meðan innlenda framleiðslan sé að koma undir sig fótunum. „Við emm stærsta bmgghús. á íslandi og höfum verið að stækka verksmiðjuna mjög mikið undan- farið ár,“ sagði Ragnar. „Undan- farið hálft ár höfum við líka verið að vinna mikla gmnnvinnu fyrir framleiðslu á sterkum bjór til þess að vera við öllu búnir og í sumar munum við stækka verksmiðjuna enn meira.“ Sanitas framleiðir núna Thule- bjór, að styrkleika rúm 5% og Víking-bjór, sem er um 6,5% að styrkleika. Einnig framleiðir verk- smiðjan Sanitas lageröl og pilsner. Ragnar sagðist reikna með að tvær síðastnefndu tegundimar yrðu af mismunandi styrkleika í framtí- ðinni, en þær innihalda nú báðar um 2,25% af alkóhóli. „Þar sem við megum ekki aug- lýsa, þurfum við fyrst og fremst að keppa við aðra hvað varðar umbúðir, gæði vömnnar og styrk- leika," sagði Ragnar. „Það sem er okkur efst í huga er hvers konar aðlögun við fáum að markaðnum. Nú þurfum við að fara að keppa við verksmiðjur á borð við Carls- berg og Heineken, sem hafa bmggað bjór í tvær eða þijár aldir og haft allan þann tíma til að þróa sína framleiðslu. Það er auðvitað erfítt að keppa við vörumerki, sem er búið að auglýsa í tvöhundmð ár, þegar við höfum aldrei auglýst okkar vöm, þótt við viljum auðvit- að að hún sé sambærileg að gæð- Búist er við að sala áfengs öls geti numið allt að 10 milljónum lítra á ári. Ef svo fer, mun árssal- an nema um 30 milljónum venju- legra bjórflaskna. um. Þeir gætu sennilega framleitt fyrir íslandsmarkað í kaffíhléinu hjá sér. Það er ekki hægt að tala um að okkar bjór muni ganga bet- ur í sölu vegna þess að hann verði ódýrari, við þekkjum dæmi þess að erlendar bjór- og pilsnertegund- ir séu seldar á lægra verði hér en í framleiðslulandinu. Þess vegna teljum við eðlilegt að í tvö eða þijú ár verði til dæmis innflutn- ingsbann á erlendan bjór á meðan innlenda framleiðslan er að koma undir sig fótunum. Ég get nefnt sem dæmi að þegar við gengum í EFTA fékk íslenskur iðnaður tíu ár til að laga sig að óheftum inn- flutningi. Við verðum að gera upp við okkur hvort það eigi að byggja upp íslenskan iðnað eða flytja allt inn,“ sagði Ragnar. Baráttan heldur áfram ANDSTÆÐINGAR bjórsins, sem Morgunblaðið hafði tal af í gær, voru að vonum óánægðir með málalok á Alþingi. Hilmar Jóns- son, stórtemplar Stórstúku ís- lands, sagði þó að bindindismenn væru ekki af baki dottnir og hann vonaði að þeir myndu enn eflast í andstöðunni við bjórinn. „Við höfum verið í samstarfi við landlækni hvað varðar fundahöld um landið undanfarin ár, og við munum reyna að efla það samstarf að mun og gera það sem við get- um,“ sagði Hilmar. Hann sagði nauðsynlegt að efla forvamar- og fræðslustarf í áfengismálum, en til þess þyrfti hið opinbera þó að leggja fram aukinn skerf. „Þeim samtök- um, sem hafa beitt sér fyrir áfengis- vömum, hefur verið skammtaður skítur úr hnefa af hinu opinbera," sagði Hilmar. Hilmar sagðist vonast til þess að fólk, sem með blaðaskrifum og ýmsum öðrum hætti hefði barist gegn bjómum, myndi halda áfram að vekja athygli á ástandinu í áfengismálum. „Ég er að ýmsu leyti mjög ánægður með það hversu margir hafa tekið þátt í þessari al- mennu umræðu," sagði Hilmar. „Ólíkir hópar hafa sameinast í bar- áttunni gegn bjórnum." Tómas Helgason, prófessor í geð- læknisfræði við Háskóla íslands, sagðist telja það meiriháttar slys í heilbrigðismálum íslendinga að samþykkja bjórinn. „Með samþykkt bjórfrumvarpsins er komið aftan að öllum meginreglum í nútíma læknisfræði og heilbrigðisvísindum og unnið gegn forvömum," sagði Tómas. „Það verða gerðar auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins að fást við hinar heilsufarslegu afleið- ingum aukinnar áfengisneyslu. Á ókomnum árum á þetta eftir að valda miklu tjóni fyrir einstaklinga og kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið." Vænstu umboðin ÞÓTT ÁTVR hafi enn ekki ákveðið hvaða erlendu bjórteg- undir verði teknar til sölu, eru nokkrar bjórtegundir sem eru öðrum þekktari og vinsælli er- lendis. Má því ætla að líklegt sé að þessi þekktustu merki muni komast í hillur áfengisverslana. Fyrirtækið Karl K. Karlsson hef- ur umboð fyrir dönsku bmgghúsin Carlsberg og Tuborg. 3K Trading Company hefur umboð fyrir banda- ríska bjórinn Budweiser, Vífílfell hf. fyrir Pripps frá Svíþjóð og Skorri hf. fyrir þýska Löwenbráu- ölið. Rolf Johansen & co. hefur umboð fyrir Heineken-bjórinn hol- lenska og Austurbakki hf. fyrir Dortmunder frá Þýskalandi. Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í vor: Míssa Solemnis flutt ásamt ein- söngvurum og 95 manna kór SÍÐUSTU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á starfsárinu sem er að Ijúka eru annað kvöld og verða helgaðir einu verki, Missa Solemnis eftir Beethoven. Auk hljómsveitar- innar flytja fjórir einsöngvarar ásamt 95 manna kór þessa lof- gjörð til Drottins. Stjómandi er Þjóðveijinn Reinhard Schwarz. Einsöngvararnir eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Viðar Gunnars- son og þýski tenórinn Adalbert Kraus. Mótettukór Hallgríms- kirkju og Kór Langholtskirkju mynda nærri eitt hundrað manna kór. Kórstjórar eru Hörð- ur Áskelsson og Jón Stefánsson. Stjómandinn á tónleikunum, Þjóðveijinn Reinhard Schwarz, mun á hausti komanda taka til starfa sem aðaltónlistarstjóri Ríkis- leikhússins í Miinchen. Hann hefur um árabil verið aðalstjómandi Sin- fóníuhljómsveitar Krefeld og Mönchengladbach. Hann er fæddur í Berlín og var um tlma aðstoðar- maður hjá Franco Ferrara og Her- bert von Karajan. Hann hefur stjómað hljómsveitum víða um Evrópu og 1978 var hann ráðinn hljómsveitarstjóri Ríkisóperunnar í Vín. Missa Solemnis eftir Beethoven er stærsta og viðamesta kórverk hans. Það var síðast flutt hérlendis 1970. Þetta verk er lofgjörð til Drottins og upphaflega ætlaði Be- ethoven að semja það í tilefni þess að vinur hans og nemandi, Rúdolf erkihertogi, var gerður að erkibisk- upi yfír Mæri. Sú athöfn var þó löngu um garð gengin, þegar verk- inu var lokið, en smíði þess tók um þijú ár. Verkið var frumflutt í St. Petersburg 26. mars 1924 og skömmu síðar voru þrír þættir verksins, Kyrie, Credo og Agnus Dei fluttir í Vín. Sjálfur á Beethov- en að hafa sagt að Missa Solemnis væri viðamesta og fullkomnasta verk hans. Þegar Missa Solemnis var fyrst flutt hér 1970 skrifaði Robert A. Ottósson, tónskáld, um verkið og sagði m.a.: „Beethoven túlkar textann mjög persónulega og lætur engum dylj- ast, að honum eru sum atriði öðrum kærari. Stef hans verða tákn eða þýðingar orða og hugtaka. Kórinn sjálfur er tákn almættis Guðs gegn lítilmótleika mannsins (einsöngs- röddunum). Leiðarljós Beethovens í persónulegri túlkun var sannfær- ingin: „Ég veit vel, að Guð stendur mér nær en öðrum listamönnum. Ég umgengst hann óttalaus, því að ég hef alltaf þekkt hann og skilið hann.“ Þessi sannfæring kunni sér ekki hóf í viti og snilld, en maðurinn vissi, að ekki er öllum gefín jöfn andleg spektin, svo að hann gaf verkinu yfírskriftina: „Af hjarta, — megi það aftur til hjarta ná“ — „Von Herzen. Möge es wieder zu Herzen gehen." Tónleikamir hefjast í Há- skólabíói fimmtudaginn 12. maí, klukkan 20:30. Miðar eru seldir á skrifstofu hljómsveitarinnar í Gimli við Lækjargötu og við innganginn I Háskólabíói við upphaf tónleik- anna. (Úr fréttatílkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.