Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÖ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Varnar- og örygg- ismálin í nýju ljósi Eftirlits- og viðvörunarkerfið og gæsla varnarmannvirkja í höndum Islendinga á kostnað og með tækjum NATO? eftir Hannes Jónsson Árið 1941 var tímamótaár fyrir þróun íslenskrar öiyggis- og varn- arstefnu. Þá var formlega bundinn endi á hlutleysisstefnuna frá 1918 með þríhliða vamarsamningi ís- lendinga, Bandarikjamanna og Breta. Jafnframt var tekin upp ný stefna um virka samvinnu við vest- rænu lýðræðisríkin í vamar- og öryggismálum íslands. Tfmamótasamningurinn frá 1941 er upphaf þeirrar þróunar sem skref fyrir skref færði okkur þá fastmót- uðu stefnu f öryggis- og vamarmál- um sem við framkvæmum í dag. Stiklur í þeirri þróun em Keflavík- ursamningurinn 1946, NATO- aðildin 1949 og vamarsamningur- inn við Bandarfkin 1951. Grundvallaratriði öryggis- og vamarstefnunnar er samstarf okk- ar við vestrænu lýðræðisríkin innan Atlantshafsbandalagsins. Þar er í raun um að ræða framhald öryggis- stefnunnar frá 1941 þó í öðm formi sé. Tengt þessu meginatriði stefn- unnar, og að hluta til afleiðing þess, er vera vamaliðs Bandaríkjamanna í landinu samkvæmt vamarsamn- ingnum frá 1951. Hér þarf þó vamaðar við: Aðild að NATO og vera vamarhers í landinu em tvö aðskilin mál. Tvö sjálfstæð og aðskilin mál Forsendur NATO em sambúðar- vandi austur- og vésturveldanna, tortryggni og ótti kjamorkuvæddu risaveldanna hvors í annars garð, öryggishagsmunir þeirra og hin gagnstæðu sikeppandi hugmynda- fræðikerfí þeirra með sínum gagn- stæðu hagsmunum. Verði breyting á þessum forsendum hefði það eðli- lega áhrif á þörfína fyrir vamar- bandalögin. í heimi friðar, samlynd- is og vinsamlegra samskipta ríkja, hefði hin friðsamlega vinnuaðferð diplómatísins möguleika á að tryggja öryggishagsmuni ríkja með samningum um afvopnun og al- þjóðlega löggæslu, þannig að her- mennskan yrði óþörf nema sem al- þjóðalögregla og öryggissveitir Sameinuðu þjóðanna, sem önnuðust friðargæslu á grundvelli alþjóða- laga. Því miður bendir margt til þess, að slíkt ástand sé enn fjarri raunvemleikanum og enn verði þörf fyrir vamarbandalag vestrænna rikja. Forsenda vem vamarliðsins á Islandi er önnur og þrengri, þótt hún tengist eðlilega nokkuð hinni fyrri. Bandaríkjamenn óskuðu eftir að senda vamarlið til íslands á gmndvelli aðildar okkar að NATO vegna hins ótrygga ástands sem skapast hafði vegna Kóreustyrjald- arinnar, er hófs 1950 en lauk 1953. Eðlismunur þessara tveggja sjálfstæðu aðskildu mála sést greinilega þegar litið er til tímabils- ins 1949—1951. Þá vomm við aðil- ar að NATO, en enginn samningur um erlenda hersetu var til, ekkert erlent vamarlið í landinu, en Keflavíkursamningurinn tryggði að flugrekstrarsveitir héldu vamar- mannvirlq'unum við án erlendrar hersetu. Þótt forsendur fyrir fyrra málinu, aðildinni að NATO, sé í fullu gildi í dag, er upphaflega forsendan fyr- ir vem vamarliðsins á íslandi löngu ógild, 35 ámm eftir að Kóreustyij- öldinni lauk. Útþensluógnun Sovétrílg- anna Vissulega var útþensluógnun Sovétríkjanna og kommúnismans í Evrópu um og eftir síðari heims- styijöldina gild ástæða fyrir stofnun NATO 1949. í skjóli griðasáttmála Hitlers og Stalíns, sem þeir Molotov og Ribbentrop undirrituðu í Moskvu 23. ágúst 1939, og þó einkum lejmi- samnings tengdum honum, var Austur-Evrópu skipt í sovéskt og þýskt áhrifasvæði. Rússar lögðu því undir sig austurhluta Póllands, Eistland, Lettland, Litháen, hluta af Finnlandi, auk Bessarabíu, sem tilheyrði Rúmeníu, strax árið 1940 og bættu við árið 1945 hluta af Póllandi og Rúmeníu, einnig norð- austurhluta af Þýskaíandi og aust- urhluta Tékkóslóvakíu. Þannig var samtals liðlega 182.000 fermílum lands með um 24 milljónir íbúa bætt við yfírráðasvæði Sovétríkj- anna á ámnum 1940 og 1945. En þetta var bara byrjunin á útþenslu Sovétríkjanna og áhrifa- svæða þeirra. Eftir sigurinn yfír Þýskalandi féll hvert landi í Aust- ur-Evrópu af öðm undir áhrifageira Kommúnistar fengu í raun einka- rétt á pólitísku starfí og völdum. Almenningur gat ekki komið þeim frá völdum í kosningum. Valfrelsi var í raun afnumið. Eftir alla þessa útþenslu fóm bandamenn að spyija: Hvar tekur þetta enda? Verðum við næsta fóm- arríkið á altari kommúnismans? Hvað er til vamar? i umróti slíkra spuminga fæddist hugmyndin um eitt öflugt vamar- bandalag væstrænna lýðræðisríkja sem hefta skyldi að fleiri Evrópu- ríki yrðu útþenslu Sovétríkja Stalíns að bráð. NATO var í augsýn sem vamarbandalag er stæði vörð um sjálfstæði og fullveldi lýðræðisríkja Evrópu og treysti og tryggði öryggi þeirra. Þar var í fæðingu viðnámið sem hefti frekari útþenslu Sov- étríkjanna í Evrópu og'hefur tryggt okkur Evrópubúum frið og öiyggi síðan. __ Úrelt óvinarímynd Útþensluógnun Sovétríkjanna og komúnismans í Evrópu um og eftir síðari heimsstyijöldina var gild ástæða fyrir stofnun NATO 1949 og þeirri óvinarímynd sem til varð af Sovétríkjum Stalíns. Síðan hefur og almenn vegna útþenslustefnu Sovétríkja Stalíns._ í hugum okkar íslendinga er því enginn óvinarimynd í dag. Við eig- um enga óvini, aðeins misjafnlega góða vini. Á meðal grundvallarat- riða utanríkisstefnu okkar allt lýð- veldistímabilið hefur verið að efna til og viðhalda vinsamlegum sam- skiptum við önnur ríki, enda þótt við höfum átt nánustu samvinnu við Norðurlönd og aðildarríki NATO. Af þessu leiðir, að í reynd hefur óvinarímynd sú af Sovétríkjunum sem NATO hefur mótað og við- haldið um langa hríð ekkj verið verulega sannfærandi á fslandi. Nægir að nefna örfá dæmi því til sönnunar. Sovétríkin voru meðal fyrstu bandamanna sem viðurkenndu stofnun lýðveldis á íslandi strax 1944. Þegar við áttum í hagsmunadeilu við Breta út af landhelgismálinu 1952, 1958, 1972 og 1975, þá ýmist viðurkenndu Sovétríkin nýju fískveiðimörkin formlega eða í verki. Þegar Bretar beittu okkur lönd- unarbanni á árunum 1952—1956 til þess að reyna að þvinga okkur frá útfærslunni úr 3 í 4 mflur, þá viðurkenndu Sovétríkin 4 mflna mörkin og komu auk þess til hjálp- Bjarni Benediktsson Emil Jónsson Eysteinn Jónsson íslensk ráðherranefnd, sem f voru Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson og Eysteinn Jónsson, fór til við- ræðna f Washington í mars 1949, til þess að kanna hvaða skuldbindingar íslendingar þyrftu að taka á sig með aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þeir gerðu viðmælendum sfnum grein fyrir þvf, að Island hefði engan her, ætlaði ekki að stofna her, og vildi ekki hafa erlendan her á íslandi á friðartímum. Aðeins ef hættuástand skapaðist eða stríð brytist út mundi koma til greina að leyfa erlendum varnar- her dvöl á íslandi og þá aðeins að ákvörðun íslendinga sjálfra. Þessi skilyrði, sem Bjarni Benediktsson setti fram fyrir hönd allrar nefndarinnar, samþykktu forystu- menn NATO. Kom þetta m.a. fram opinberlega f leyniskjölum utanríkisráðuneytisins frá 1949, sem birt voru f Washington árið 1975. Samkvæmt frásögn Deans Achesons, þáverandi utanríkisráðherra, af viðræðunum 14. mars 1949, svar- aði hann yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar þannig: „Ég benti á, að okkur væri öllum yós sérstaða íslands. sem hefði engan vamarher og óskaði ekki eftir að hafa erlendan vamarher f landinu á friðartímum. Ég sagði, að við hefðum enga ósk um að breyta þessu ástandi.“ Sovétríkjanna. Dvöl sigursælla her- sveita Rauða hersins í hjarta Evr- ópu samhliða góðum árangri kommúnista við að koma nokkru af sínu fólki inn í „alþýðubreið- fylkingar“ eða „popular front“ ríkisstjóma olli því, að Pólland og Austur-Þýskaland féllu undir Sov- étáhrifageirann árið 1945, Albanía og Búlgaría 1946, Ungveijaland 1947, Rúmenía og Tékkóslóvakía 1948. Var hér um að ræða 363.500 fermflna landsvæði með um 95 milljónir íbua sem vom af rússnesku þjóðemi (sjá teikningu). Eftir að lönd þessi komust undir áhrifageira Sovétríkjanna lokuðust þau austan við Jámtjaldið" sem Winston Churchill nefndi svo í ræðu sinni í Fulton, Missouri, Banda- ríkjunum 16. mars 1946. Pjöl- flokkakerfíð og lýðræðislegar kosn- ingar hurfu úr þjóðfélagsgerðinni. ríkt friður í Evrópu, landamæri hafa verið virt hér í áífu og skipu- lag kommúnismans ekki þröngvað upp á neitt Evrópuríki. Þetta hefur verið vopnaður friður byggður á ógnaijafnvægi kjamorkuveldanna og vamarbandalaga þeirra. Þegar grannt er skoðað sést, að aðild Islands að NATO byggist öðr- um þræði á vamarhagsmunum ná- granna okkar á Atlantshafssvæðinu sem hafa talið ísland ómissandi hlekk í vamarkeðju vestrænna ríkja vegna hemaðarlegs mikilvægis landsins á Norður-Atlantshafs- svæðinu. f raun hefur ísland, sjálf- stæði þess, fullveldi og öryggi, ekki verið ógnað beint á lýðveldistímabil- inu, þrátt fyrir þorskastríðin, sem em dæmi um alvarlegustu hags- munaárekstra okkar við önnur ríki alit lýðveldistímabilið síðan 1944. Ógnunin hefur aðeins verið óbein ar 1953 og gerðu við okkur við- skipta- og greiðslusamning um kaup á físki og sölu á olíuvörum, sem jafnan síðan hefur verið end- umýjaður og framkvæmdur báðum ríkjum til hagsbóta. Síðan 1961 hefur verið í gildi samningur íslands og Sovétríkj- anna um menningar-, vísinda- og tæknisamvinnu og síðan 1977 samningur um gagnkvæma viður- kenningu 200 mflna auðlindalög- sögu og vísinda og tæknisamvinnu á sviði sjávarútvegs. Fleira mætti telja, en þetta og hin grónu viðskiptatengsl íslands og Sovétríkjanna og áratuga löng vinsamleg samskipti ríkjanna hafa valdið því, að óvinarímynd NATO af Sovétríkjunum hefur ekki verið mjög sannfærandi á íslandi. íslend- ingar hafa yfírleitt ekki tileinkað sér þessa óvinarímynd, þrátt fyrir Dr. Hannes Jónsson „ Af því sem nú hefur verið sagt má ljóst vera, að vegna íslenskra öryggishagsmuna mætti bandaríska varn- arliðið hverfa frá Is- landi í áföngum, t.d. eftir 6,12 og 18 mán- uði, jafnf ramt því sem íslenskir tæknimenn, flugmenn og löggæslu- menn yrðu þjálfaðir til þess að taka við hlut- verki varnarliðsins, við- halda varnarstöðinni í viðbragðsstöðu og reka allt fjarskipta- og rat- sjárkerfið með tækjum og á kostnað banda- manna okkar í NATO, enda væri þetta ekki síst gert í þágu öryggis- hagsmuna þeirra, en við eigum enga óvinar- ímynd sem gerir slíkan rekstur okkur nauðsyn- legan á friðartímum.“ aðildina að Atlantshafsbandalag- inu. í framkvæmd hefur ísland rek- ið vinsamlega utanríkisstefnu gagnvart Sovétríkjunum, eins og öðrum ríkjum, allt NATO-tímabiIið frá 1949. Fyrir flest okkar er óvin- arímynd NATO af Sovétrflqunum úrelt. Þetta er e.t.v. mest áberandi sérstaða okkar í sambandi við NATO-aðildina. Stöðug breyting forgangs- atriða heimsmála Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd, að alþjóðasamskipti, ekki síður en gengi gjaldmiðla, er ekki stöðugt, heldur fljótandi fyrir- bæri. Við búum í heimi breytinga þar sem alþjóðleg samskipti eru sífellt að breytast vegna herfræði- legra, stjómmálalegra og hugsjóna- fræðilegra forgangsmarkmiða ríkja á mismunandi tímum. Nefna mætti mörg dæmi þessu til staðfestingar. Það eru ekki nema 45 ár síðan litið var svo á, að það væri í þágu lífshagsmuna Bandaríkjanna að hjálpa Sovétríkjunum að veija sig gegn árásum herdeilda Hitlers. I dag sjá þessi stórveldi aftur á móti hvort annað sem megin mótheija. Hitt hefur líka gerst, að þýska Sambandslýðveldið er nú orðið einn af nánustu bandamönnum Banda- ríkjanna, en þýska Alþýðuveldið einn af nánustu bandamönnum Sov- étríkjanna. Samt eru bæði þýsku nútímaríkin aðeins tveir hlutar þess ríkis og þeirrar þjóðar sem Hitler stjómaði í stríðinu gegn banda- mönnum. Enn eitt athyglisvert dæmi um’ breytingar á forsendum í alþjóða- málum er, að fyrir 35 árum var við lýði í heiminum eintóna kommún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.