Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Varnar- og öryg’g’- ismálin í nýju ljósi Til þess að gera sér grein fyrir, hvaða raunhæfu breytingar við gætum gert á okkar vamarmálum án þess að rýra öryggi okkar, en stuðla samt að minnkandi vígbún- aði í Evrópu, er rétt að minna á, að allt frá stofnun fullvalda kon- ungsríkis á íslandi 1918 og fram til dagsins í dag höfum við fram- r kvæmt í grundvallaratriðum tvenns konar öryggisstefnu. Fyrst: 1918— 1941 einhliða yfirlýsta hlutleysis- stefnu og síðan 1941 stefnu um virka samvinnu við vestænar lýð- ræðisþjóðir í öryggismálum og aðild að NATO síðan 1949. Á hitt er og að líta, að reynslan hefur sannað að á stríðstímum kom- umst við yfirleitt ekki hjá erlendri hersetu (1940—1941 og 1941— 1947), en á friðartímum komumst við yfirleitt hjá erlendri hersetu og framkvæmdum um liðlega 22 ára tímabil öryggisstefnu byggða á hlutleysi (1918—1941), en um 4 ára skeið (1947—1951) öryggisstefnu byggða á herstöðvarkjama flug- rekstrarsveita án hersetu. Undan- tekning frá þessari meginreglu er, að síðan 1951 höfum við auk aðild- ar að NATO frá 1949, rekið örygg- isstefnu byggða á veru erlends vamarliðs í landinu, þrátt fyrir að friður hafi ríkt í okkar landfræði- lega nágrenni. Mikið hefur vantað á, að umræð- ur á íslandi um öryggis- og vamar- mál hafi verið byggðar á rökrænni greiningu allra þátta málsins. Gagnstæðar svart—hvítar skoðanir „í“ eða „úr“ NATO og herinn „hér“ eða „burt“ hafa einkennt umræð- una. Lítið sem ekkert hafur farið fyrir rökrænni greiningu á vamar- þörf okkar og mismunandi mögu- leikum til að fullnægja henni. íslenskt starfslið í stað er- lends herliðs? Augljóst er af samsetningu bandaríska vamarliðsins á íslandi og uppbyggingu vamarstöðvanna, að í eðli sínu er vamarliðið fyrst og fremst eftirlits- og viðvömnarlið; hlutverk þess er einkum eftirlit á svæðinu umhverfis ísland; það á að fylgjast með ferðum flugvéla, kafbáta og annarra skipa í nám- ^ unda við landið. Þegar frá em tald- ir áhafnarmenn 18 F—15 ormstu- þotuflugvéla em aðeins innan við 200 eiginlegir hermenn í liðinu, þjálfaðir til vígaferla og öryggis- gæslu, hitt em þjónustu- og tækni- menn ýmis konar. Eðlilegt er að spurt sé, hvort þörf sé á erlendu herliði á friðartím- um til þess að gegna því eftirlits- og viðvömnarhlutverki sem banda-, ríski herinn annast í dag á íslandi. íslendingar annast þegar rekstur loranstöðvarinnar fyrir reikning vamarliðsins og að mestu veður- þjónustu og flugumferðarstjóm vegna Atlantshafsflugsins. Engir óyfirstíganlegir erfiðleikar virðast í vegi þess að þjálfaðir fslenskir tæknimenn og verkfræð- ingar yfirtaki rekstur ratsjárstöðv- anna í landinu, enda er það þegar í undirbúningi og utanríkisráðherra hefur skipað „ratsjámefnd" og sett á stofn ratsjárstofiiun til að annast eftirlit með endumýjun á ratsjár- búnaði vamarliðsins og hafa yfir- umsjón með rekstri ratsjárstöðv- anna. Með skipulegri áætlun og sér- þjálfun nokkurra af okkar ágætu flugmönnun virðast engir óyfírstíg- anlegir erfiðleikar í vegi fyrir því, að íslendingar manni og reki í sama tilgangi og nú er og með ekki lak- ari árangri fyrir NATO þær 9 Orion P—3C kafbátaleitarflugvélar, eina KC—135 eldsneytisflugvél, 2 E—3A Sentry ratsjárflugvélar, 3 HH—3 björgunar- og sjúkraflutningaþyrl- ur og eina IC—130 leiðsöguvél fyr- ir björgunarvélina, enda komi full Lönd innlimuð f Sovétríkm 1940-1945: ■ 1 1 = Lönd tekin undir 'V == óhrifageira Sovótríkjanna Ibúafj.- Fermilur íbúafj- Fermílur Nr Lönd (1000) lands Nr. Lönd (1000) lands 1 Finnsku svæðin 450 17.600 9 Austur-Prússland 2 Eistland 1.122 18.300 (bætt við Pólland) 1.320 8.954 3 Lettland 1.951 25.400 10 Pólland 22.172 81.808 4 Litháen 2.957 21.500 11 A-þýskt svæði 5 A-Pólland 11.800 69.900 (bætt við Pólland) 6.239 2.418 6 Rúþenía (Ték.) 731 4.900 12 • A-Þýskaland 18.807 42.900 7 Bersarabia og 13 Tókkóslóvakía 12.340 49.381 N-Búkovma (Rúm.) 3.700 19.400 14 Ungverjaland 9.750 32.986 0 Austur-Prússland 1.197 5.400 15 Rúmenía 16.100 91.584 16 Búlgarla 7.160 42.796 17 Albanía 1.175 10.629 Samtals 23.908 182.400 Samtals 95.063 363.459 •Heimild: Facts about NATO, París 1961, bls. 7. greiðsla reksturskostnaðar fyrir og NATO leggi til öll tækin. Með skipulegri þjálfun virðast heldur engin vandkvæði á því, að víkingasveit 150—250 íslenskra sérþjálfaðra manna yfirtaki þau öryggis- og löggæslustörf sem á annað hundrað bandarískir her- menn annast nú í vamarstöðvunum og öll þjónustustörf að auki, sem um 2000 bandarískir borgarar ann- ast ídag til þess að halda vamar- stöðinni í viðbragðsstöðu. Eftir er þá aðeins spumingin um að manna og reka þær 18 F—15 orrustuþotur sem leika daglega stríðsleiki með því að fljúga frá Keflavíkurflugvelli gegn „unident- ifíed flying object which might be hostile", þ.e. óþekktum flugvélum í námunda við landið sem gætu verið óvinveittar, sen hafa ekki til- kynnt sig til íslenskrar flugum- ferðarstjómar, kanna hvers eðlis þær em og ljósmynda þær, svo sem nú er gert. Spumingin er, hvort slíkir stríðsleikir séu ekki óþarfir á friðartímum og megi að skaðlausu fyrir íslenska öryggishagsmuni leggjast af? Mér virðast öll rök mæla með því, m.a. með tilliti til Washingtonsamkomulags Gorb- atsjovs og Reagans og áframhald- andi samningaviðræðna beggja að- ila um frekari afvopnun og slökun. Ef bandamenn okkar í NATO og þá einkum Bandaríkjamenn leggja hins vegar á það mikla áherslu, að þessum stríðsleik frá Keflavíkur- flugvelli sé haldið áfram enn um stund hér á landi á friðartímum, þá virðast engin tæknileg vand- kvæði á því, að íslenskir flugmenn og flugumferðarstjóm gegni þessu hlutverki fyrir bandamenn okkar með þeirra tækjum og á þeirra kostnað. Gleymum því ekki í þessu sam- bandi, að í undirbúningsviðræðum að vamarsamningnum frá 1951 var það aftur og aftur á dagskrá, að Islendingar yrðu þjálfaðir af Banda- ríkjamönnum til að taka við a.m.k. hluta af vamarstörfunum í landinu, og f þingsályktun Alþingis frá 28. mars 1958 er gert ráð fyrir því, að herinn fari en „íslendingar annist sjálfir gæslu og viðhald vamar- mannvirkja, þó ekki hemaðarstörf". Eðlilegt og sanngjarnt markmið endurskoðunar varnarsamningsins Af því sem nú hefur verið sagt má ljóst vera, að vegna íslenskra öryggishagsmuna mætti banda- ríska vamarliðið hverfa frá íslandi í áföngum, t.d. eftir 6, 12 og 18 mánuði, jafnframt því sem íslenskir tæknimenn, flugmenn og löggæslu- menn yrðu þjálfaðir til þess að taka við hlutverki vamarliðsins, viðhalda vamarstöðinni í viðbragðsstöðu og reka allt fjarskipta- og ratsjárkerfið með tækjum og á kostnað banda- manna okkar í NATO, enda væri þetta ekki síst gert í þágu öryggis- hagsmuna þeirra, en við eigum enga óvinarímynd sem gerir slíkan rekstur okkur nauðsynlegan á frið- artímum. Hér er því komin upp sú staða, sem telja verður eðlilegt og sann- gjamt markmið vinsamlegra við- ræðna við NATO og Bandaríkin um endurskoðun á vamarsamningnum í þágu hagsmuna beggja aðila, ís- lendinga og bandamanna þeirra. Það hefur sýnt sig að í augum bandamanna okkar í NATO er full- nægjandi að á íslandi sé herstöðvar- kjami flugrekstrarsveita án er- lendrar hersetu á friðartímum, og slíkt ástand var samþykkt við inn- göngu okkar í NATO. Með því að Islendingar taki að sér að láta slíka aðstöðu í té, yfírtaki vörslu vamar- stöðvanna og allt eftirlitsflug á kostnað NATO og með tækjum þess, þá þarf ekki að hafa erlendar hersveitir í landinu, en sæmilega væri samt séð fyrir öryggi íslands °g öryggishagsmunum banda- manna okkar á svæðinu umhverfis ísland. Því má ekki gleyma, að það sem talið verður „fullnægjandi vamir“ er háð mati eða skilgreiningu við- komandi ríkis á þeim ógnunum sem að því steðja. Smáríki sem á sér engan óvin og er af engum ógnað kemst af með næsta litlar vamir. Aðild að NATO, fáni þess að hún í vamarstöðvunum hvem dag, vam- arstöðvamar í viðbragðsstöðu og rekstur íslendinga á eftirlits- og viðvömnarkerfi því sem bandaríska vamarliðið annast í dag, gerir meira en fullnægja brýnustu þörf íslend- inga fyrir vamir í landinu miðað við ástand öryggismála í okkar heimshluta í dag. Breyting vamar- og öiyggismála okkar í þessa átt virðist því í senn fullnægja okkar eigin vamar- og öiyggisþörfum og taka sanngjamt tillit til Bandaríkja- manna og annarra bandamanna okkar í NATO. Við slíka breytingu kæmi til álita að stofna innanríkisráðuneyti sem tæki við yfirstjóm vamarmála af utanríkisráðuneytinu og yfirstjóm lögreglumála og landhelgisgæslu af dómsmálaráðuneytinu, enda yrðu víkingar vamarmálasveitanna und- ir heraga og nytu samsvarandi rétt- inda á móti auknum skyldum. Það er svo hagræðingaratriði, hvort víkingasveitimar væm sérdeild í endurskipulagðri landhelgisgæslu eða sjálfstæðar greinar ráðuneytis- ins. Samhliða slíkum breytingum héldi ísland eðlilega áfram að reka sína farsælu utanríkisstefnu, m.a. þann meginþátt hennar að eiga vin- samlega sambúð og samskipti við öll ríki, enda þótt samvinnan verði eðlilega nánust við Norðurlönd og bandamenn okkar í NATO. Lokaorð Greinilegt er að aðild okkar að NATO er byggð á traustum gmnni langtímasamnings sem nýtur fylgis yfírgnæfandi meirihluta eða um 80% kjósenda. Vera vamarliðsins í landinu byggist aftur á móti á skammtíma- samningi og forsendur hans, Kóreu- styrjöldin, em brostnar fyrir 35 ámm. Bandaríkjamenn hafa hins vegar allt frá 1943 haft áhuga á langtímasamningi um herstöðvar á íslandi. Þeir hafa þó bæði í orði og verki staðfest, að á friðartímum sé fullnægjandi fyrir öryggishagsmuni okkar, þeirra og bandamanna okkar í NATO, að hér sé herstöðvakjami flugrekstrarsveita án hersetu. Þetta gætu Islendingar annast. Vamar- svæðunum yrði haldið í viðbragðs- stöðu af íslendingum. Þeir önnuð- ust rekstur allrar eftirlits-, viðvör- unar- og fjarskiptaþjónustu með tækjum og á kostnað bandamanna okkar. Ef til ófriðarbliku kæmi ætti hún sér nokkum aðdraganda í þróun erfiðrar sambúðar. Þann tíma mætti nota til að mæta hugs- anlegu hættuástandi. Vamarstöðv- amar mætti aftur manna ef nauð- syn krefði til þess að fyrirbyggja að óvinveittir herir eða hugsanlegir árásaraðilar gætu notfært sér að- stöðuna á íslandi. Þannig væri ör- yggishagsmunum okkar, Banda- ríkjanna og annarra bandamanna okicar í NATO fullnægt. Miðað við þróun heimsmála í dag virðist þó fremur ólíklegt að til ófriðarástands dragi í okkar ná- grenni. Líklegra er að skynsamleg breyting á fyrirkomulagi okkar vamarmála leiði til betri sambúðar, þróunar í átt til afvopnunar, friðar og samstarfs í samvinnu ríkja. Það væri vei ef okkar litla þjóð gæti haft jákvæð áhrif til þróunar í þessa átt. En jafnvel þótt svo yrði ekki og ástand heimsmála breyttist lftið eða ekkert til batnaðar, væm breytingar þær á fyrirkomulagi vamarmála okkar, sem hér hafa verið ræddar, stórt spor í þá átt að við réðum sjálf sem mestu um framkvæmd okkar vamar- og ör- yggismála. Það eitt út af fyrir sig er verðugt sjálfstæðismál fyrir íslenska þjóð nútímans að keppa að. Höfundur er sendiherra. TURB0 BACKUP afritunarforritiö Orðsending til Citroen- og Saab-eigenda: Allar Citroen- og Saab-bifreiðar eru gerðar til nota á 97 oct. Super bensíni og sérstak- lega mælt með því frá verksmiðjunum. Með endurstillingu vélar er þó hægt að nota blýlaust bensín á Citroen, framleidda eftir október 1985, og Saab, árgerð 1985 og yngri. Án endurstillingar má nota blýlaust bensín á Saab turbó, árgerð 1985 og yngri. Almenn regla fyrir Citroen og Saab: Notið 97 oct. Super bensín. Allar frekari upplýsingar eru gefnar á þjón- ustuverkstæðum Glóbus hf., sími 681555. G/obus? Lágmúla 5. TÖLVUPRENTARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.