Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Ein af myndskreytingnm Gallén-Kallela við finnska ljóðabálkinn Kalevala. nafnið Kalevala árið 1835. Þeir kyntu enn frekar undir þá þjóðar- vakningu og hetjurómantík, sem söfnun kvæðanna og útgáfa hafði komið af stað. Á þetta jafnt við frumkvöðla í skáldskap, húsagerð- arlist, myndlist, tónlist, listiðnaði og hönnun. Þannig nærðust fínnsk- ar listir á þessum hetjukvæðum líkt og ungbam af móðurmjólkinni. Akseli Gallén-Kallela, sem hafði stundað listnám í Helsingfors í þrjú ár, hélt til Parísar árið 1894 og stundaði nám við Académie Julian og varð einnig fyrir miklum áhrif- um af alþýðlegum myndum Jules Pastien-Lepage. Frá þeim tíma er hin þekkta mynd hans „Drengur með kráku", sem hangir á þjóðlistasafni Finn- lands, Atheneum í Helsingfors. Sú mynd minnir ekki svo lítið á ofur- raunsæi nútímans, en er af hærri gráðu fyrir hina nánu náttúrulifun, er streymir frá henni. Þegar árið 1897 gerir hann aðra fræga mynd, „Móðir Lemminkáinens", sem einn- ig hangir uppi á sama safni og er eins og nafnið bendir til máluð undir áhrifum frá Kalevala. List Gallén-Kallela einkenndist þannig af náttúrulýsingum og myndum goðsagnalegs efnis og eru þessar tvær myndir gott dæmi um það. Hann var og ótrúlega fjöl- hæfur og kom við sögu í húsagerð- arlist, veggspjaldalist, höggmynda- list, tréskurði og glerlist — auk beinna myndlýsinga og skreytinga svo sem getur að líta á sýnlngunni í Norræna húsinu. Gallén-Kallela telst með þekkt- ustu myndlistarmönnum Norður- landa og var einu og hálfu ári yngri en Norðmaðurinn Edvard Munch og ári yngri en Daninn Vilhelm Hammarshöi, en allir hafa þeir varpað ljóma á norræna myndlist. Hann var á tímabili félagi og vinur E. Munchs og. þeir héldu m.a. sýningu saman árið 1895 í sýningarsal Ugo Barroccio við Unt- er den Linden 16. í Berlín þar sem hann dvaldi þá. Gerði og ágæta andlitsmynd af Munch þetta ár. Varð fyrir áhrifum af symbolistum í Berlín eins og Munch en þróaðist á annan hátt — einnig af Jug- endstíl. Teiknaði myndir undir áhrifum þessara liststefna í listtímaritið Pan. Ekki er gott að segja, hve hollt það er fyrir myndlistarmenn að upptendrast af þjóðemisrómantík og vafalítið sakna þess einhveijir, að Gallén-Kallela skyldi ekki ein- ungis hugsa um málaralistina sem slíka líkt og Munch og Hammers- höi. Hér hafði hann burði til að verða jafnoki þeirra, en hins vegar má ekki gleyma, hve goðsagna- kennd list hans hafði mikil áhrif á landa hans og ýtti undir þjóðarvit- und þeirra. Þeir áttu ekki anrtan færari og því er ekki að undra, að hann skuli hafa hlotið nafnbótina Þjóðarlistamaður. Það er honum og öðmm samtíðarmönnum í list- inni að þakka hve sterk þjóðleg einkenni finnsk list hefur í dag, sem skín jafnvel úr framsæknustu fínnskri nútímalist. Akseli Gallén-Kallela gaf fínnsku þjóðinni Kalevala í sjón- rænum búningi og fyrir það verða þeir honum ævinlega þakklátir. Hluti þess, þ.e. myndlýsingamar, er einmitt það sem getur að líta í kjallarasölum Norræna hússins fram til 22. maí. Skreytingamar era einstakt handverk, hvemig sem á það er litið og víst hefðu menn notið sýn- ingarinnar dijúgum betur, ef ágæt- ar þýðingar Karls ísfelds hefðu fylgt textunum til aukins skilnings á útfærslunni og myndmálinu. Fyrir þessa vöntun og hina þungu ramma er þetta full erfíð sýning fyrir hinn almenna skoð- anda. era hér nokkur dæmi úr fjölmiðlum undanfarinna ára: 1) „ ... borun eftir heitu vatni í Öxnafírði." (Fréttastofa Bylgjunnar nýlega.) 2) „Enn mun vera stormur á Vest- fjarðamiðum." (Veðurstofa íslands, um Gufuna.) 3) „Hlýtt verður í veðri, en þó kalt miðað við árstíma." (Sami og í 2), spá útvarpað hub 7/5 1983.) 4) „ ... Skaftártungur...“ (Margir „aðilar", bæði í „loftinu" og á pappír.) 5) „ ... graftrarleyfí ...“ (Margir „aðilar" að undanfömu.) 6) „Af þessu má ljóst vera að enginn norðlenskur biskup má taka sér það Bessaleyfi að kalla sig Hóla- biskup, nema hann sitji á Hólum." (Úr skagfírsku landsmálablaði, leið- ari fyrir nokkram áram, lesið upp í Gufunni.) Þessi dæmi era valin af handa- • hófi. Þó varpa þau ljósi á nokkuð af því sem ég hef komið að: 1) og 4): Það er óþarfí að þekkja nokkuð til landsbyggðarinnar. Norð- urland er norðurhlið Esjunnar og Austurland er austurhlið hennar. 3) og 6): Óþarfí er að hafa yfírlit yfír eina málsgrein. Einu gildir þegar henni er lokið, hvert upphafið hefur verið. 2) : Forðast ber eðlilegt mál. Framtíð, sem er hér um að ræða, (Þetta er veðurspá) er ekki til í íslensku í venjulegu máli. Sé þessi málsgrein skilin rétt er þetta nánast tilgáta um að nú sé stormur á Vest- fjarðamiðum. Sjómenn á þeim miðum geta hinsvegar litið út um brúar- glugga til að gá hvort svo sé. (Miklu lengra mætti skrifa um ' ástæðu til að menn gleýma sinni upprunalegu máltilfínningu í hvert sinn sem þeir skrifa fyrir aðra.) Dansstúdíó Sóleyjar: Sumarnámskeið fyrir 6—11 ára böm Dansstúdió Sóleyjar verður með sumarnámskeið fyrir stelp- ur og stráka á aldrinum 6—8 ára og 9—11 ára í sumar frá 6. júní til 20. ágúst. Hvert námskeið stendur yfír í viku, frá kl. 10.00-15.30. Hægt verður að koma með bömin kl. 9.00. Meðal efnis verður jassballett- kennsla, æfíngar í veggjatennis, inni- og útileikir, sund, rútuferð út úr bænum, fyrirtæki heimsótt, grill- veisla og margt fleira. Tilgangur námskeiðsins er að gefa bömum tækifæri til að kynnast íþróttum, útivera ýmiss konar, atvinnurekstri og síðan en ekki síst að eignast nýja félaga. í Dansstúdíói Sóleyjar er mjög góð aðstaða til námskeiða- halds. Starfsmenn námskeiðsins eru alls átta og allir faglærðir t.a.m. kennari, jasskennari, fóstra, íþróttakennari, sálfræðingur og þjálfari. Þetta er í fyrsta sinn sem Dans- stúdíó Sóleyjar stendur fyrir svona námskeiði og er nú þegar mikill áhugi fyrir því. Innritun er hafín í Dansstúdíóinu. (Fréttatilkynnmg) Hob-nobs frá McVities er svo stökkt og brakandi að nær ógerlegt er að borða það hljóðlega. Hob-nobs kökurnar eru stórar og matarmiklar enda í þeim bæði hafrar og ' heilhveiti. Hob-nobs er hreinasta afbragð með kaffi og sumum finnst það jafnvel enn betra með svolitlu smjöri. Hob-nobs. Það er þó ekki heimabakað? Dreifing: Bergdal hf • Skúlagötu 61 • 101 Reykjavík • Sími 91-22522
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.