Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1988 31 Nýja Kaledónía: Réttað í málum Kanaka í París Noumea. Reuter. TUTTUGU og níu Kanakar, sem sakaðir eru um að hafa myrt fjóra lögreglumenn og tekið aðra í gislingu, voru í gœr fluttir frá Nýju Kaledóníu til Parísar þar sem mál þeirra koma fyrir rétt. Haft er eftir heimildamönnum á eyjunum, að árásin á uppreisnarmenn, sem lauk með miklu mannfalli, hafi verið gerð vegna mikils þrýstings frá París. Talsmaður hersins sagði, að Kan- akamir hefðu verið fluttir til Frakk- lands vegna þess, að dómari í Nýju Kaledóníu hefði talið öryggi þeirra best borgið með því. Þá væru sam- skipti frumbyggjanna og innflytj- enda á eyjunum með þeim hætti, að óvíst væri um eðiilega málsmeð- ferð. Nefndi hann sem dæmi, að í höfuðborginni, Noumea, byggju 10.000 Kanakar en 60.000 hvítir menn og því líklegt, að kviðdómur yrði að mestu skipaður innflytjend- um. Eftir ónefndum heimildamönnum í dómskerfínu á Nýju Kaledóníu er haft, að ráðamenn í París hafí lagt hart að lögreglunni að ráðast gegn uppreisnarmönnum og frelsa gíslana fyrir forsetakosningamar sl. sunnudag. Sögðu þessir sömu menn, að mjög líklega hefði verið unnt að komast hjá blóðbaðinu með því að verða við einhveijum kröfum uppreisnarmanna, eins og t.d. að leyfa þeim að ræða við fréttamenn. Reuter Tveir biðu bana íflugslysi Lögreglu- og slökkviliðsmaður hylja lík annan tveggja manna sem létust þegar lítil flugvél brot- lenti við flugvöll Messerschmitt-Bölkow-Blohm verksmiðjanna í Hamborg á mánudag. Auk hinna látnu slösuðust fjórir menn alvarlega. Robert Heinlein látinn ÞVOTTAVÉLAR Carmel f Kaliforníu, Reuter. ROBERT Anson Heinlein, einn afkastamesti rithöfundur Bandarikjanna, lést á heimili sinu í Carmel síðastliðinn sunnudag. Heinlein, sem var áttræður, hafði að undanfömu verið undir læknishendi vegna hjartveiki og lungnaþembu. Heinlein átti við vanheilsu að stríða mestan hluta ævi sinnar og hneigðist til einveru hin síðari ár. Hann fæddist í Butler í Misso- uri og gekk i skóla sjóhersins þegar hann hafði aldur til. Þaðan útskrifaðist hann sem sjóliðsfor- ingi, en var leystur frá störfum á miðjum fjórða áratugnum eftir að hann fékk berkla. Frekar en að gera ekki neitt skrifaði hann smá- sögu fyrir vísindaskáldsagnaritið Astounding Magazine og fékk 70 dali fyrir vikið. Hann varð brátt feykivinsæll meðal lesenda blaðs- ins og áður en varði tók hann til við að skrifa bækur. Alls reit Heinlein hátt á fímmta tug bóka, sem hafa verið gefnar út á 28 tungumálum. „Stranger In A Strange Land“, sem gefin var út árið 1961, er vafalaust þekktasta bók hans, en meðal annarra má nefna „The Cat Who Walks Through Walls“, „Job — A Comedy Of Justice", „Time Eno- ugh For Love“, „Metuselah’s Chil- dren“, „Starship Trooper" og smásagna- og ritgerðasafnið „Ex- panded Universe". Ritdómari New York Times sagði fyrir tveimur árum að Heinl- ein væri vafalítið einn áhrifamesti rithöfundur bandarískra bók- Reuter Robert A. Heinlein. mennta. „Þetta stafar að hluta til af því að lesendur fyrri bóka hans — sem voru ranglega álitnar ungl- ingabókmenntir — eru nú að kom- ast til manns á menningarsvið- inu," sagði í biaðinu. I ritsmíðum sínum um fram- tíðina, lék Heinlein sér gjaman að orðsmíði, en þau orð hafa sum hver fest í enskri tungu. Þá hugs- aði hann upp margskonar tæki, sem síðar voru fundin upp, svo sem vatnsrúmið, leysimiðunarút- Reuter Misheppnað flugtak Það óhapp vildi til er loftskipið á myndinni var að leggja upp í flugferð við Brisbane í Ástralfu í síðustu viku, að það rakst í jörðina, valt á hliðina og stórlaskaðist. Flugmennirnir tveir sluppu með skrekkinn. Engir farþegar voru um borð. búnað fyrir flugskeyti og margt fleira. Sjálfur sagði Heinlein í blaða- viðtali, sem tekið var 1986, að þessar spár hans um tækni framt- íðarinnar rættust aðeins af tilvilj- un. „Vfsindaskáldskapur er og verður hugarburður ... breytir engu hvemig þú setur hann frarn." Hinu má þó ekki gleyma að Heinlein byggði bækur sínar mjög á góðri þekkingu sinni á stærð- fræði og vísindum. Var því oft ýmsilegt að græða á bókum hans annað en skemmtunina. w W -4 r. :52g - * ERLENT MURARAMEISTARAR Húsbyggjendur solmuux GÓLFÍLÖGN • Við sérhæfum okkur í gólfílögnum (sem undirverktakar) • Við leggjum í gólf með afkastamiklum tækjum (u.þ.b. 2000 fm á dag) • Við bjóðum verð sem er sarr keppnishæft (þ.e.a.s. ódýrari en hefðbundh gólfílögn) • Við notum vestur-þýsk gæðaefni ( aouunjux flotsteypa) #Við bjóðum eingöngu múrarameisturum og stærri verktökum þjónustu okkar (sem undirverktakar) GÓLFLAGNIR hf.,* P.O. BOX1523 121 REYKJAVÍK (*Einkaumboðsaðili)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.