Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 63
MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 63 FRJÁLSAR KORFUKNATTLEIKUR ítRÓm FOLK ■ ÍA og Valur leika sinn 100. leik á meistaraflokki í knattspymu í 3. umferð íslandsmótsins. Það er fyrsti heimaleikur Skagamanna og mun fara fram á grasi. Af þess- um leikjum eru 71 á íslandsmóti, 14 í bikarkeppni, 8 í Meistara- keppni KSÍ og 6 aukaleikir. Skaga- menn hafa sigrað í 41 leik, en Valsmenn í 40, en 18 hefur lokið með jafntefli. Guðjón Þórðarson, sem nú þjálfar KA, hefur leikið flesta af þessum leikjum, eða 44 og Jón Alfreðsson hefur leikið 42. Matthías Hallgrímsson hefur hinsvegar skorað flest mörk í þess- um leikjum eða 14 og Ingvar Elís- son hefur skorað 13 mörk. Báðir hafa leikið með Val og reyndar orðið íslandsmeistarar með liðinu. ■ FJÓRIR leikmenn liða í 2. deild munu hefja keppnistímabilið í leikbanni. Það eru Ingvar Guð- finsson, .Tindastóli, Sævar Leifs- son, Vlði, Guðmundur Hilmars- son, FH og Ólafur Jóhannesson, Fylki. Þeir eru allir í eins leiks banni. ■ TVEIR leikmenn liða í 3. deild byija í banni. Það eru Sigþór Þórarinsson, Reyni Sandgerði og Tómas Karlsson, Magna. Þá eru Tveir leikmenn I 4. deild í banni. Það eru Hallsteinn Baldursson, sem lék með HSÞ c og Höskuldur Steinarsson, Aftureldingu, en hann var dæmdur í tveggja leikja bann. ■ STUTTGART tapaði, 1:2, fyrir Leverkusen í gærkvöldi i Bundesligunni, á útivelli. ■ SONNYSiIooy, landsliðsmað- ur Hollands, getur ekki leikið með í EM í V-Þýskalandi í sumar. Silooy, sem leikur með franska félagínu Racing Club de París, féll í gær á læknisskoðun. Hann á við augnsjúkdóm að stríða. ■ FYRSTA golfmótið hjá GR á Grafarholtsvellinum, fer fram á morgun. Það er keppnin um Arne- son skjöldinn. Ræst verður út kl. 11. ■ A TLANTIC-goIfmótið fer fram hjá Golfklúbbi Grindavíkur á morgun. Mótið er opið og keppt verður 18 holur með og án forgjöf. Þátttöku þarf að tilkynna í kvöld í síma 92-68720. Guðni fér til Banda- ríkjanna GUÐNI Guðnason, einn af lyk- ilmönnum úrvalsdeildarliðs KR í körfuknattleik, hyggst halda til Bandaríkjanna og stunda nám samhliða því að leika körfuknattleik. Hann mun lœra við háskólann í Oskosh í Wisconsin, en þar er annar KR-ingur fyrir, Páll Kolbeinsson. Eg fer að öllum líkindum út og nú bíð ég bara eftir endan- legu svari frá skólanum," sagði Guðni Guðnason í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta ekki stór skóli og hefur lagt meiri áherslu á námið en' íþróttir. En körfuboltalið skólans er gott og ætti að vera með sterkustu liðum í sínum riðli á næsta vetri." Guðni er þessa dagana í próf- lestri, en hann er á 2. ári í við- skiptafræði við Háskóla íslands. Hann hyggst halda áfram námi í viðskiptafræði við skólann í Os- kosh í tvö ár til viðbótar. „Það verður gaman að prófa eitt- hvað nýtt, leika við aðra menn og þama er körfubolti tekinn al- varlega. Hinsvegar veit ég ekki hvort ég kemst í liðið, en vona það besta." Eins og áður sagði hefur Páll Kolbeinsson stundað nám við þennan skóla og var í liðinu í fyrra. Nú hefur liðið fengið nýja og góða leikmenn og margir reikna nieð því Oskosh skólinn verði í fremstu röð í sínum riðli næsta vetur. íném FOLK ■ SIGURLIÐIN í leikjum 1. deildarinnar í sumar fá ekki aðeins þtjú stig, heldur einnig 25.000 kr. og 12.000 ef liðið skorar flest mörk umferðarinnar. Það eru Samvinnu- ferðir/Landsýn sem veita þessi verðlaun. Þá munu Samvinnuferð- ir einnig standa fyrir tveimur auka- leikjum. Það er keppni 6. flokks í bráðabana og mun hún fara fram í leikhléi. Auk þess er það SL- leikurinn, en þar gefst áhorfendum kostur á að giska á úrslit leikja. ■ WLODIMIERZ Smolarek hefur skrifað undir þriggja ára samning við hollenska liðið Feyeno- ord. Smolarek hefur leikið með Eintracht Frankfurt í tvö ár og leikið- 60 landsleiki með pólska landsliðinu. Smolarek er fimmti leikmaðurinn sem Hans Kraaay, þjálfari Feyenoord, hefur keypt síðustu daga. Zola Budd, hlaupastúlkan fræga. Budd ekki til Seoul Zola Budd, heimsmethafí kvenna í 5.000 metra hlaupi, hefur ákveðið að taka sér hvfld frá keppni í ftjálsum íþróttum í kjölfar ásakanna um ‘að hún hafí tekið þátt í móti í Suður-Afríku um ára- mótin. Samkvæmt reglum alþjóða fijálsíþróttasambandsins er kepp- endum bannað að taka þátt í mótun#^. í Suður-Afriku vegna aðskilnaðar- stefnu þarlendra stjómvalda. í gær gafst Zola Budd upp og sagð- ist ætla að hætta keppni að læknis- ráði. Alagið síðustu vikur hafí verið of mikið og hún treysti sér ekki til að keppa undir siíkri pressu. Hun fór til Suður-Aftíku i gær og mun dvelja þar næstu vikur. Miklar deilur hafa staðið um Budd síðan hún gerðist breskur ríkis- borgari eftir aðeins tveggja vikna dvöl í Englandi. Hún er aðeins 21 árs, en hefur þó náð mjög góðum árangri. Það verður þó að teljast ólíklegt að hún keppi á Ólympíuleik- unum í Seoul í haust, enda hefúr alþjóða fijálsíþróttasambandið lýst sig mótfallið þátttöku hennar og hefur jafnvel hótað að útiloka Breta frá leikunum .ef hún keppi. Halldór byrj- aður að æfa Halldór Áskelsson, landsliðs- maður úr Þór, sem meiddist í landsleiknum gegn A-Þjóðveijum á dögunum - vöðvaþræðir rifnuðu, er byijaður að æfa með Þórsliðinu. Leik KA og Þórs í 1. deild, sem átti að fara fram á sunnudaginn, hefur verið frestað til 15. júní. Vell- ir á Akureyri eru ekki orðnir góðir. GuAnl Guðnason er á leið til Bandaríkjanna. MorgunblaðiÖ/Einar Falur MorgunblaÖiÖ/Bjarni Þalr hafa báðlr varlð hjá Aston Vllla...Frank Upton, þjálfari Keflvík- inga og Ian Ross, þjálfari KR-inga. Þeir fögnuðu báðir sigri um sl. helgi. Keflavik vann Litla-bikarinn og KR Reykjavíkurmótið. HANDKNATTLEIKUR Kristján far- inn til Spánar KRISTJÁN Arason, landsliðs- maður í handknattleik, hélt frá V-Þýskalandi snemma í morg- un til Spánar. Þar mun hann rœða við forráðamenn 1. deild- arfélagsins Tecca, en þeir vilja ólmir fá hann til að leika með félaginu nœsta keppnistímabil. * Eg mun ræða við forráðamenn- ina og kanna hvað þeir hafa upp á að bjóða," sagði Kristján Arason í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Val Kristjáns stendur á milli Tecca eða FH. Kristján, sem fer í næstu viku með Gummersbach í keppnisferðalag til Tyrklands, mun fara aftur frá Spáni til V-Þýskalands um helgina. Tecca, sem er félag frá Santander á N-Spáni, ætlar sér stóra hluti Krlstján Arason. næsta keþpnistímabil. Fá til liðs við sig nokkra sterka leikmenn. Ef Kristján tekur boði félagsins, fer hann til Spánar eftir Ólympíuleik- ana í Seoul. KNATTSPYRNA / 1.DEILD KNATTSPURNA Pétur í banni gegn Víkingi Atvinnumennirnir löglegir í lok júní. Lárus með ífyrsta leikVíkings, gegn KR PÉTUR Pétursson mun ekki leika fyrsta leik KR á íslands- mótinu í knattspyrnu, gegn Víkingi. Hann er í leikbanni, eftir að hafa fengið rautt spald í síðasta leik mótsins f fyrra, gegn Víði. Björn Bjartmarz mun ekki leika með Vfkingum, en hann er einnig f banni og óvfst er hvort Atli Einarsson, Víkingi og Jón G. Bjarnason, KR, geti leikið f 1. umferð, vegna meiðsla. Atvinnumennimir sem koma heim verða flestir að bfða nokkra leiki. Lárus Guðmundsson mun þó leika fyrsta leikinn með Víkingum, en Ómar Torfason, sem leikur með Fram og Atli Eðvalds- son, Val, verða að bíða þar til í lok júní. Þá mun Guðni Bergsson ekki leika með Val fyrr en í byijun júní vegna meiðsla. Af öðrum köppum sem munu líklega missa af fyrstu leikjunum má nefna Stefán Halldórsson„ Víking, sem reif liðbönd f öxl, Steingrím Birgisson, KA, Kristinn R. Jónsson, Fram og Þorvald Geirs- son, Leiftri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.