Morgunblaðið - 11.05.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.05.1988, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 sjáið að þetta eru lýðræðisleg vinnubrögð og við teljum það styrk- leika PLO að vinna á þennan hátt. í augum annarra Arabaleiðtoga, sem þurfa hvorki samráð hvað þá samþykki eins né neins. er þetta framandlegt. Annars er ég eindreg- ið þeirrar skoðunar, að margt í Arabaheiminum sé að breytast, þótt það gerist allt með hægðinni. Ég nefni Alsír sem eitt þeirra ríkja sem kannski stefnir hvað mest af- gerandi til lýðræðislegra stjómar- hátta. Kannski vegna þess þeir þurftu að.heyja harðskeytta bar- áttu fyrir sjálfstæði sínu og hafa lært af henni. Túnis stefnir tvímælalaust i lýðræðisátt, þrátt fyrir ýms konar ljón í veginum, hygg ég að sú þróun verði varla stöðvuð." „Ég geri mér mæta vel grein fyrir því,“ sagði dr. Makhlouf„ að imjmd PLO er ekki hagstæð, þótt afstaðan hafí breytzt með árunum. Hryðjuverkalýður- þannig vorum við lengi afgreiddir. En það er varla stætt á því að afgreiða alla Pa- lestínuþjóðina á þann veg og ber vott um mikla vanþekkingu. Ég átta mig á því, að áróður okkar og kynningarstarf, einkum fyrr á árum var mjög óheppilegur og oft gerðum við mistök sem við vorum lengi að súpa seyðið af. En PLO nýtur viðurkenningar í vaxandi mæli sem hinn eini rétti aðili til að fara með málefni Palestínuþjóð- arinnar og hvað sem öllum fullyrð- um ísraela líður um PLO hryðju- verkasamtök, eru þær rangar. Við fordæmum hryðjuverk, við for- dæmum ofbeldisverk, en ég neita því ekki að á árum áður voru öfl sem töldust innan PLO en voru-á öndverðum meiði við forystuna, sem víluðu ekki fyrir sér ofbeldis- verk. Ég býst við að slíkt verði aldrei hægt að koma endanlega í veg fyrir neins staðar. Hryðjuverk verða aldrei afsökuð, þó svo menn skýri þau með að nauðsyn hljóti að brjóta lög.“ „í öllu þarf að gæta varúðar, alhæfíngu og áróðri og oft er erfítt að sitja undir máli Israela. Þeir neita að tala við okkur meðal ann- ars á þeirri forsendu, að við höfum haft það á stefnuskrá sinni,, að kasta ísraelum á haf út þegar við hefðum náð Palestínu aftur.“ Ég fullyrði og legg við drengskap minn, að þetta hefur aldrei, endur- tek aldrei verið í stefnuskrá PLO. BBC gerði sérstaka rannsókn á þessum fullyrðingum og leitaði með logandi ljósi að því hvar þessi hótun væri í stefnuskrá PLO, en hún fannst ekki, enda hefur hún aldrei verið það.“ „Ég hef oft verið spurður að því, hvort einhver von gæti verið til að ísraelar og Palestínuménn ættu eftir að lifa í samlyndi eftir það sem á undan er gengið. Ég trúi því í fullri einlægni. Sannleik- urinn er sá, að um margt eigum við ívið meiri samleið oft með gyð- ingum en arabiskum bræðrum okk- ar. Tíminn græðir sárin, svo fremi einhveijir fái ísraela til að veita okkur þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga land á ný. Fáir ættu að skilja þessa þörf betur en gyðing- ar, sem öldum saman flæktust um ofsóttir. Við biðjum ekki fólk að snúast gegn ísrael. Okkur er engin þægð í því. Við biðjum um stuðning við málstað þjóðar sem missti föð- urland sitt og býr ekki við þau sjálf- sögðu grundvallarréttindi að fá að búa fijáls í eigin landi. Það er sárt að ísraelar skuli ekki skilja þetta. Palestínumenn gera sér grein fyrir þjáningum gyðinga og því furðu- legra er að gyðingar átti sig ekki á að þeir eru að beita Palestínu- menn þeirri grimmd og niðurlæg- ingu sem þeir sættu sjálfír. En komu út úr þeirri löngu eldraun margefldir. Það vona ég að þjóð mín beri einnig gæfu til að að gera.“ TEXTI: JÓHANNA KRISTJÓNS- DÓTTIR myndir í skotinu þar sem bömin mála. Þær eru ánægðar með dags- verkið, litina og birtuna. „Förum á fleiri söfii!" kveður við úr aftursætinu þegar allir eru komn- ir inn í bflinn. En nú eru pabbi og mamma orðin þreytt, fætumir alveg búnir. „Þið hafíð ekkert úthald," segir táningurinn sem æfír fímm mismun- andi íþróttir og hleypur með Tímann í hádeginu. „Tvö söfn á dag er nóg. Ég er svangur," segir pabbi. „Hamborgara ...“ Matmaðurinn tekur viðbragð. „Það kostar," segir systir hans. „Við emm búin að græða nóg í dag,“ segir pabbi hlæjandi og tekur stefnuna á næsta hamborgarastað. Það er glaður hópur sem úðar í sig tómatsósu og frönskum, grettir sig í speglunum og gerir grín að þeim sem baxa fyrir gluggann í roki og rigningu. Það er hvorki minnst á bió, Emil, né keiluna í Öskjuhlí- ðinni enda bráðum komið að því að taka síðustu Akraborg. Sú upplifun að hafa verið að skemmta sér á „leið- inlegum" söfnum allan daginn án þess að borga krónu fyrir ruglar þau bersýniiega í ríminu. Og það á dög- um þar sem allir hlutir kosta of mikla peninga. „Ég hélt að væri leiðinlegt á söfn- un,“ segir einhver. „Af hvetju voru svona fáir á Nátt- úrugripasafninu? Eins og það var garnan," segir annar. „Já og svo var það ókeypis ...“ segir sá þriðji. „Það voru flestisr að drekka kaffí á Listasafninu!" „Vitiði. Það er safn uppi á Skóla- vörðuholti í kastala með draugí," segir pabbi sem er fæddur Reyk- víkingur. „Vá, en flott. Þegar við komum næst í bæinn skulum við fara á draugasafnið og upp í Hallgrlms- kirkjutum á eftir,“ segir matmaður- inn og smyr tómatsósu í hárið á sér. Kristfn Steinsdóttir Nýr fram- kvæmda- sljóri Nátt- úruvernd- arráðs ÞÓRODDUR F. Þóroddsson hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs og mun taka við störfum af Gísla Gíslasyni hinn 1. júni nk. Alls bárust tíu umsóknir um stöð- una, en Gunnar Gunnarsson, bú- fræðingur, dró umsókn sína til baka. Aðrir umsækjendur, sem ekki óskuðu nafnleyndar, voru Davíð Egilsson, jarðfræðingur, Oli Öm Andreassen, kvikmyndagerðarmað- ur, Sigrún Harðardóttir, kennari, Sigurður Jóhannsson, viðskipta- fræðingur, og Þór Þorbergsson, búfræðingur. Þóroddur er fæddur 1950 og lauk stúdentsprófi frá MII 1971 og BA- prófí í jarðfræði frá HÍ 1975. Hann var forstöðumaður Náttúrugripa- safhsins á Akureyri 1981-1986 og vann þá á vegum safnsins að ýms- um verkefnum fyrir Náttúruvemd- arráð. Auk þess átti hann sæti í ráðinu frá 1984-1987. Þóroddur er kvæntur Sigríði Friðgeirsdóttur og eiga þau tvær dætur. Afhenti trún- aðarbréf Benedikt Gröndal, sendiherra, afhenti, hinn 6. maí sl., sir Ninian Stephen, landstjóra Ástralíu. trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Ástralíu með aðsetri í Reykjavík. m FRA PHIUPSap . .UM TÆKNILEGA FULLKOMNUN I ap-farsímatólinu er: 16 stafa láréttur skjár og 20 stórir hnappar með innbyggðri lýsingu. 100 númera minni sem getur samanstaðið af allt að 22 tölustöfum. Langlínulæsing sem eingöngu er opnanleg með 4 stafa leyninúmeri. - Rafhlaða ap -farsímans endist í allt að 2 daga miðað við eðlilega notkun. . .UM TÍMASP ARNAÐ Sem viðbót á farsímann frá PHILIPS-ap er símsvari sem geymir allt að 9 númer sem hringt var úr. Með einum hnappi kallarðu síðan upp númerin. . .UM AUKH> ÖRTGGI I þessu bráðfallega og sterka símtóli er hátalari og hljóðnemi. Það gerir þér kleift að tala og hlusta akandi MEÐ BÁÐAR HENDUR Á STÝRI, sem stóreykur öryggi þitt og annarra í umferðinni. Simtólið liggur í láréttri stöðu sem gerir aflestur af skjánum auðveldari og greinilegri. . .UM HAGKVÆMNI OG PÆGINDI Á gjaldmælinum á skjánum má sjá skref yfirstandandi símtals og heildamotkun. Blikkandi Ijós sýnir ef hringt hefur verið í símann án þess að svarað hafi verið. Innbyggt „minnisblað" gerir þér kleift að skrá hjá þér símanúmer meðan á símtali stendur og kalla það síðan upp. Fislétti ffarsíminn ffrá PHILIPS-ap er aðeins 4,3 kg. og svarar kröffum nvtimaþjóðffclags á loffti, láði sem legi. Söluaðilar utan Reykjavíkur: • Rafborg, Grindavík O Aöalrás. Akranesi • Kaupfólag Borg- firðlnga, Borgarnosi • Bókav. Þ. Stefánssonar, Húsavlk • Nesvideo, Neskaupstaó • Akurvik, Ákureyri • Rafmagnsverkst. Ragnars Ólafssonar, Suóureyri • Rás sf. Þorlákshöfn • Póllinn hf., Isafirói. birgir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.