Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 29 Michel Rocard, hinn nýi forsætisráðherra Frakklands: Réttur maður til að fylgja stefnu Mitterrands eftir París. Reuter. MICHEL Rocard, sem útnefndur var forsætisráðherra Frakklands í g^er, var ákafur vinstrisinni áður en hann hann snerist til hófsamr- ar jafnaðarmennsku. Hann er sagður réttur maður á réttum stað til þess að fylgja eftir hinni hófsömu stefnu, sem Francois Mitter- rand, forseti, boðaði síðustu vikurnar fyrir frönsku forsetakosning- arnar, sem fram fóru sl. sunnnudag. Rocard er hæfileikaríkur tækni- krati. Á sínum tíma var honum ýtt til hliðar í Jafnaðarmannaflokknum fyrir að keppa við Mitterrand um útnefningu flokksins fyrir forseta- kosningar árið 1981. Nú hafa sætt- ir tekist með þeim og leitaði forset- inn ráða hjá Rocard fyrir kosning- ar. Kom hann fram fyrir hönd for- setans í kosningabaráttunni og rétti hægrimönnum fram sáttarhönd. Sagði hann helstu frambjóðendur hægrimanna [Jacques Chirac og Raymond Barre] hafa unnið þjóð- inni gagn og að í röðum hægri- manna væru margir hæfileika- menn. Eru Mitterrand og Rocard nú sagðir trúnaðarvinir. Lengi vel átti Rocard ekki upp á pallborðið í Jafnaðarmannaflokkn- um þar sem hann var talsmaður frjáls markaðskerfis og strangra efnahagsaðgerða á sama tíma og flokkurinn setti þjóðnýtingu á odd- inn og boðaði aukin ríkisútgjöld sem einu leiðina út úr efnahagsörðug- leikum. Rocard, sem keðjureykir og þykir hvatlegur, fékk því uppreisn æru þegar stjóm Laurents Fabius- ar, forsætisráðherra, tók upp þá efnahagsstefnu, sem hann hafði lengi barist fyrir, undir lok vald- atíma síns. Rocard er 57 ára, fæddur 23. ágúst 1930 í bænum Courbevoie, útborg Parísar. Hann er lúterstrú- armaður, en mótmælendur eru fá- mennir en áhrifamiklir í Frakk- landi. Hann á þijá syni og eina dóttur. Hann útskrifaðist með gráðu í lögum og stjómmálavísind- um frá hinni virtu menntastofnun Ecole Nationale d’Administration, en þaðan hafa allir helstu leiðtogar Frakklands útskrifast. Hann hóf afskipti af stjórnmálum á dögum Alsírstríðsins, 1954-62, og var at- kvæðamikill í stúdentapólitík á þeim ámm. Árið 1967 varð hann leiðtogi Sameinaða sósíalistaflokksins (PSU), lítils „ný-vinstri“ flokks. í forsetakosningunum 1969 keppti hann við Georges Pompidou um hylli vinstri manna en fékk aðeins 3,6% atkvæða í fyrri umferðinni. Reuter Mótmæli í skipasmíðastöð Til slagsmála kom milli lögreglu og fyrrum starfsmanna í skipa- smíðastöðvum í Gijon og Bilbao á Spáni í gær. Höfðu verkamenn- irnir sett upp vegatálmanir, stöðvað járnbrautarferðir með því að kveikja elda á brautarteinum og kveikt í strætisvögnum til þess að mótmæla því að tugum verkamanna var sagt upp störfum í skipasmíðastöðvum vegna endurskipulagningar. Rekstur skipa- smíðastöðva í heiminum hefur gengið erfiðlega að undanförnu. Stjömuspá hindraði Reykja- víkurför Nancy Reagan Washington, frá ívarí Guðmundssyni fréttaritara Morgunblaðsins. STJÖRNUSPÁ sem forsetafrú Nancy Reagan taldi óheillavænlega fyrir sig varð til þess að hún fór ekki með manni sínum til íslands á Reykjavíkurfundinn í Höfða haustið 1986. Segir Donald Regan fyrrum framkvæmdastjóri starfsliðs Hvíta hússins frá þessu í nýrri bók sinni. Þar kemur jafnframt fram, að Regan þótti ánægjulegt að koma til Reykjavíkur með forsetanum á fundinn og rifja upp kynni sín af íslendingum. Bók Donalds Regans Til birtingar hefur vakið mikið umtal. Þykir hann einkum ganga nærri Nancy Reagan í umsögnum sínum um húsbænd- urna í Hvíta húsinu. En þegar Reg- an var látinn hætta í tengslum við hreinsanir vegna vopnasölunnar til írans og fjárstuðnings við kontra- skæruliða var almennt talið að frú Reagan hefði gengið harðast fram í að hrekja hann úr starfi þar sem hann var sem hægri hönd forset- ans. Bókin hefur verið aðalfrétt allra §ölmiðla í tvo daga. Hvar sem tveir menn hittast á fömum vegi í höfuðborginni, er spurt: „Hefur þú heyrt . .. ?“ Áður en bókin kom út hafði það kvisast, að í henni væri feitt á stykkinu einkum hvað varðaði áhrif Nancy Reagan á bónda sinn og stjómarstörf hans. Hafa frásagnir af trú frú Reagan á stjömuspádóma vakið mesta athygli. Nákvæmlega greint frá Reykja- víkurfundinum Donald Regan skýrir ítarlega frá Höfðafundinum og frá vem sinni í Reykjavík í upphafi síðari heims- styijaldarinnar er hann var liðs- foringi í landgönguliði flotans. Er sú saga kunn á íslandi úr viðtali við höfundinn í Morgunblaðinu í tengslum við Reykjavíkurfundinn. Regan hælir Geir Hallgrímssyni fyrir góða leiðsögn um Reykjavík, en þeir fóru saman um borgina, þegar tóm gafst frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs. Höftindur ber Islandi og íslendingum vel sög- una. Einn kaflinn, sá 17. alls um 30 blaðsíður, fjallar eingöngu um Reykjavíkurftmdinn en hans er og minnst víðar í bókinni. Stjörnuspá hefti Reykjavíkurför frúarinnar Höfundurinn segir á eftirfarandi hátt frá ákvörðun frú Nancy Reag- an um að vera ekki í för með forset- anum til íslands: „Eftir langar viðræður við vin- konu sína [stjömuspákonu í San Fransisco að sögn fréttamanna] ákvað frú Reagan, að að fara ekki í íslandsferðina með bónda sínum. f byijun leit svo út sem Raisa Gor- batsjova myndi ekki heldur fara til íslands, en leiðtogafrú Sovétríkj- anna skipti um skoðun. Frú Reagan ákvað að halda sig við fyrri ákvörð- un sína. Hún vildi ekki, sagði hún, láta lita út sem hún væri að keppa við frú Gorbatsjovu á einn eða ann- an hátt. Það gæti verið túlkað sem tmflun á alvöru viðræðna eigin- manna þeirra. Þetta var skynsam- leg ráðstöfun," segir höfundur og bætir við: „Frú Reagan ráðfærði sig einnig við vin sinn um hvaða dagur væri heppilegastur til að hefja ferðalagið til Reykjavíkur. Hann sagði að flmmtudagurinn 9. október væri heppilegasti brott- farardagurinn. Við tókum tillit til þess." Um hugarþel frú Reagans til Raisu Gorbatsjovu segir Donald Regan á öðmm stað í bók sinni, að á Genfarfundi þeirra Reagans og Gorbatsjov 1985 hafi frú Nancy Reagan sagt er minnst var á frú Gorbatsjovu: „Hvað heldur konan eiginlega að hún sé?“ Bók Donalds Regans seldist upp á augabragði og var hún varla fáan- leg í bókabúðum í Washington á miðjum fyrsta útgáfudeginum. Er Ronald Reagan forseti var að því spurður hvort Donald Regan hefði sent honum eintak af bókinni að gjöf, svaraði forsetinn: „Nei, það hefur hann ekki gert og ef hann hefði sent mér hana hefði hann vafalaust ekki gleymt að minna mig á, að senda honum ávísun fyr- ir andvirðinu“ Engum dylst að forsetanum mislíkar bókin. Hann hefur sagt að hann geti tekið öllum árásum á sig persónulega frá Donald Regan, hins vegar uni hann því ekki átölulaust þegar ráðist sé á eiginkonu sína. Árið 1973 sameinaðist PSU Jafnað- armannaflokki Mitterrands. Rocard sóttist eftir útnefningu við forsetakosningamar 1981 en dró sig í hlé þegar Mitterrand sagð- ist ætla fram. Fabius, einn af nán- ustu samverkamönnum flokks- formannsins, veittist harkalega að honum á flokksþingi fyrir að voga sér gegn Mitterrand og var Rocard settur út í kuldann. Mitterrand taldi sig þó ekki geta gengið framhjá honum við myndun fyrstu stjómar sinnar. Fékk hann minniháttar starf sem ráðherra skipulagsmála. Tveimur ámm síðar fékk Rocard lykilhlutverk er hann Reuter Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, og Michel Rocard, sem út- nefndur var forsætisráðherra í gær, stinga saman nefjum. varð landbúnaðarráðherra í nýrri nýrri efnahagsstefnu stjómarinnar. stjóm Fabiusar. Sagði hann af sér Skömmu seinna fór Fabius að ráð- 1985 eftir vonlausa baráttu fyrir um hans. abyrgð ABYRGÐ SIMI 50022 GREIÐSLUKJOR SEM ALLIR RAÐA VIÐ SAMAVERÐ UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.