Morgunblaðið - 19.05.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 19.05.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Skrúðganga skugganna Erlendar baekur Siglaugur Brynleifsson Norman Lewis: The March of the Long- Shadows. Secker & War- burg' 1987. Norman Lewis hefur skrifað tólf skáldsögur og sex bækur annars efnis. Ferðasögur hans eru taldar til hins besta í þeirri grein. Meðal þeirra eru: „A Dragon Apparent" og „Golden Earth“. „Naples ’44“ er með betri bókum um síðari heimsstyijöld. Lewis er mjög skyggn á umhverfi og fólk og nær einkennum staða og andrúmslofti flestum betur í ferðalýsingum og skáldsögum. Sikiley var fyrsta skattland Rómveija. Aður en það gerðist höfðu Grikkir og Karþagó komið þar við sögu. Serkir mótuðu sögu eyjarinnar um aldir, Byzans hafði hagsmuna að gæta þar og á þjóð- flutningatímanum óðu Vandalar þar yfir. Síðan koma Normannar og með Friðrik keisara II. blómstr- aði serknesk-normönsk menning á eynni. Aragóníu-ættin réð eynni frá því snemma ár 14. öld þar til Spánveijar ná völdum þar á 16. öld. Búrbóna réð eynni frá 1815 og þar til Garibaldi sameinar Sikil- ey Italíuríki 1860. Og síðan hefur oft verið viðkvæðið, „Norður-ítalir líta á Ítalíu sunnan Rómar og eyj- amar sem nýlendu“. Frumbyggjar eyjarinnar voru nefiidir „Siculi" og síðan hafa ætt- ir mjög blandast og þjóðemi en þrátt fyrir yfirráð margvislegra þjóðhöfðingjaætta mótaðist snemma þessi „sikileyska meðvit- und“, sem vakti mörgum undrun og virðist hafa haldist lítt breytt um aldir og fram yfir miðja þessa öld. Sérleiki eyjarskeggja á lífsskoð- un og smekk er inntak sögu Lew- is. Sögumaðurinn John Philips er sendur af bresku leyniþjónustunni til eyjarinnar til þess að kjmna sér aðskilnaðarhreyfinguna, sem _ á nokkum byr þar, aðskilnað frá ít- alíu og stofiiun sjálfstæðs ríkis Sikileyinga. Árið er 1947, ástandið á eynni er markað af stríðinu. Þýskir og ítalskir herir höfðu verið hraktir frá eynni 1943 af Bretum. Bresku hermennimir hegðuðu sér þama í samræmi við þá gömlu einkunn sem hertoginn af Wellington gaf þeim eftir orustuna við Waterloo, á þá leið að „hann hefði sigrast á Napóleon með úrkasti mannkyns- ins“. Hnupl og rán fylgdu óbreyttu dátahyskinu eins og fyrrum sam- kvæmt frásögn kunningja Philips, Þjóðveijamir vom betur agaðir og virtust eyjarskeggjum á mun hærra siðferðisstigi. Fátækt og hungur, verkföll og bófaflokkar móta samfélagið, sem er ennþá lénskt eins og hafði verið um ald- ir. Aðallinn, það sem eftir er af honum, og klerkamir ráða ríkjum og uppreisnartilburðir geijast með- al íbúa afskekktra flallahéraða. Kraftaverkatrúin mótar trú al- þýðunnar og einstaka sinnum komajafnvel erkienglar til hjálpar. Margt bendir til þess að breyttir tímar séu í aðsigi, lénsk tengsl em að rofna og bankavaldið mótar afstöðuna til mennskra samskipta, sem stangast algjörlega á við hefð- bundið mat og siðferði. Aðallinn er fjárvana, þótt hann ráði ennþá yfír jarðeignunum og bændumir em allslausir ásamt öreigum borg- anna. Skorturinn ríkir. John Philips hafði dvalið þama með breska hemum sem liðsforingi á stríðsár- unum og átti þama nokkra kunn- ingja og vinkonu, markgreifafrú, sem var af fomri aðalsætt, sem átti ekkert nema óarðbærar jarð- eignir, sem vom að mestu í órækt. Þessar persónur em allar eftir- minnilegar, svo sem Minasola, sem „var óspilltur af skólavem" ólæs og óskrifandi, en gasddur innsæi, gáfum og mannþekkingu, sem áttu sér samsvömn í háklerki eyjarinn- ar sem hafði komist að sömu niður- stöðu og Minasola eftir margra ára nám í helgum fræðum og skyldum fræðigreinum. Dr. Moscato var annar vinur Johns, en hann hafði mestan áhuga á spritti því sem notað var til varð- veislu náttúmgripa í söfnum eyjar- innar. Giuliano er einhverskonar Hrói Höttur þeirra eyjarskeggja, einn þessara frægu útlaga, sem rændi banka og gaf fátækum féð. Margar fleiri persónur koma við sögu og þær em hver annarri ein- kennilegri. Aðskilnaðarhreyfingin §arar smátt og smátt út. 0g í lok- in kemur ítalskur her til eyjarinnar og setur á svið orrustu, sem er engin omista, gerð fyrir Qölmiðla. Gestristni og kurteisi er ein- kenni íbúanna, þeir taka öllum þrengingum með jafnaðargeði og þegar er farið að tala við fátæk- ustu bænduma um frelsið, að þeir eigi að beijast fyrir frelsinu, verða þeir hvumsa og segja að engir séu SÍMI 25722_ (4lfnu>) ff FYRIRTÆKI * „RESTAURAIMT" VIÐ LAUGAVEG. Vel innróttaöur og búinn mjög góöum tœkjum. * TÍSKUVERSLUN VIÐ LAUGAVEG. Eigin innflutningur á vönduöum vörum. * SÖLUTURNAR f RVÍK OG HAFNARFIRÐI. Sölutum- ar af ýmsum stæröum. Góö greiöslukjör. Kjöríö tækifærí á sjálfstæöum atvinnu- rekstrí. í sumum tiifellum mó greiöa andviröiö meö skuldabréfum. * SPORTVÖRUVERSLUN með eigin innflutning á sport- og tísku- vörum. ört vaxandi verslun meö heimsþekkt vörumerki. * MATVÆLAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI meö þekkta og auöseljanlega vöru. Margir möguleikar til að auka framleiöslu og fjölbreytni. * MATVÖRUVERSLUN ð Reykjavíkursvæöinu. G 66 velta. Góð stað- setning I alfaraleið. * BLÓMAVERSLUN í verslunarmiöstöö meö blóm og gjafavörur. Eigiö húsnæöi. Rótgróin og þekkt verslun. Sveígjanleg greiðslukjör. * PYLSUVAGN við einn af fjölsóttari skemmtistöðum bæjaríns. Góðir möguleikar á háum aukatekjum. * SÓLBAÐSSTOFA á góöum staö. Nýtískuleg aöstaöa. Topp sól- bekkir. * SNYRTIVÖRUVERSLU N I verslunarmiðstöö. Aðstaða fyrir snyrtistól. Verð 800-900 þós. sem greiðast mœttl með skuldabrófi. Vaxandi velta. * GÓÐ FJÁRFESTING: Nýtt verslunarhúsnæði við Austurströnd í lullri leigu. Góð ðhvilandi lán. Sðium. Jðkuil Jóhannesaon, Óakar Mlkaelsson Iðgglltur fastelgnasall. POSTHUSSTRÆTI 17 þeim fijálsari, þar sem þeir hafast við í afskekktum flallabyggðum öllum óháðir. En það er nýr tími að renna upp, það er hætt að syngja, auðveldara að skrúfa frá útvarpinu og hlusta á niðursoðna hljómlist frá Róm eða Neapel! Tæknin gerir handverkið óþarft og launavinnan rýfur hin alda- gömlu tengsl landsdrottna og leiguliða, það er hætt að borga í friðu, útreikningar launaseðilsins eru í lírum og tíminn er nákvæm- lega reiknaður upp á mínútu ef ekki sekúndu. Samfélagsform aldanna er að hiynja, eins og hallir aðalsins, stöðlunin að þrengja sér inn í líf mannanna. Brennisteinsvinnslan, sem hefur verið lífsafkoma fjöl- dans, dregst saman. Þessar svipmyndir og persónur Lewis eru mjög skemmtilegar og ýmsar athugasemdir hans sláandi. Lewis er mjög snjall lýsandi og hann skrifar best þegar hann skrif- ar ferðasögur, þessi skáldsaga hans minnir um margt á ferðasögu í skáldsögubúningi. Osignr Oddaverja Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Thor Haraldsson: ÓSIG- UR ODDAyERJA. 95 bls. Sagn- fræðist. H.í. Reykjavík, 1988. í Norðurlandasögu einni stendur að þjóðveldið íslenska hafi liðið undir lok vegna skorts á timbri, járni og salti. Fleiri skýringar hafa komið fram á falli þess, meðal annars sú, sem Jón Thor Haralds- son getur um, að umdæmi höfð- ingjanna hafi verið of mörg og þá jafnframt of smá. Höfðingi, sem hefði til að mynda ráðið fyrir Suð- urlandi öllu, hefði ef til vill getað lagt undir sig gervallt ísland. Slíkar hugleiðingar leiða aldrei til niðurstöðu enda sparar höfundur sér að fara verulega út í þá sálma. »Ritgerð þessari er ætlað að fjalla um ósigur Oddaveija fyrir ná- grannaætt sinni Haukdælum,« segir höfundur í inngangi. Jón Thor getur um skoðanir eldri fræðimanna á Oddaveijum: Þeir hafi verið menntaðir og siðfágaðir og þar af leiðandi of fíngerðir til að standast hrottaskap annarra höfðingjaætta á Sturlungaöld. En höfundi þykir þessi kenning ekki sennileg. Oddaveijar hafí ekki ver- ið eftirbátar annarra í deilum og sviptingum aldarinnar; og harðir vel ef því var að skipta. Fjöllyndi og ásókn eftir heimsins lystisemd- um hafí ekki heldur verið sérein- kenni þeirra. Fleiri hafi látið eftir sér það sem hugurinn gimtist. Hitt hafi fremur riðið baggamun- inn að yfirráðasvæði þeirra hafí einfaldlega verið of fámennt, t.d. mun fámennara en Haukdæla. Það hafí á endanum raskað valdajafn- væginu, Haukdælum í hag. Jón Thor minnir á að Þjórsá hafi deilt áhrifasvæðum, skilið á milli ættanna. Og svo sem til gam- ans ýjar hann að því að hún kunni enn að deila löndum í pólitískum skilningi og minnir í því sambandi Jón Thor Haraldsson á sérframboð Eggerts Haukdal fyrir nokkrum árum þar sem Rangæingar hafi í raun verið að spoma við veldi Ámesinga! Jón Thor vill ekki gera mikið úr menntun Oddaveija né skóla- haldi, enda muni fáar heimildir þar um; meira sé byggt á líkum og getgátum. En hvað sem því líður varð fall Oddaveija fyrirboði fleiri og stærri atburða; atburða sem hafa orðið íslendingum hugstæðari en flest annað í þjóðarsögunni. »Landið sárþarfnaðist friðar, og Noregs- konungur var sá eini, sem gat tryggt hann. Meður því að konung- ur friðaði landið, lauk íslenzku ættavígunum. íslenzku höfðingja- ættimar frá Sturlungaöld hverfa ein af annarri sem staðbundnir valdaaðilar,« segir Jón Thor Har- aldsson. Höfundur getur þess að ritgerð- in sé upphaflega skrifuð á norsku og miðuð við þekking þarlendra. Ekki kemur það að sök. En prent- villur eru allnokkrar í bókinni, fleiri en hæfir í útgáfu sem kennd er við háskóla. Um kínversku stj örnumerkin Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir Neil Sommerville: Your Chinese Horoscope for 1988 Útg. The Aquarian Press 1988 Nýlega sögðu fjölmiðlar andagt- ugir frá því, að forsetahjón Banda- rikjanna leituðu iðulega til stjöm- uspámanna, áður en ákvarðanir væru teknar, að því er manni skild- ist í mikils háttar málum. Og í framhaldi af því spurðu menn og dæstu, hvort hugsanlegt væri að Reagan og Nancy töluðu til að mynda við slíka aðila, áður en þau kæmu sér saman um, hvort hann ætti að skrifa undir samning við Gorbasjev o.fl. Trúlega munu fjöl- miðlar í Bandarikjunum gera spak- legar úttektir á þessu grafalvar- lega máli á næstunni. En allir vita að Reagan er ekki eini stjómmálamaðurinn sem hug- ar að slíkri stjömuspádómum. Hef- ur jafnvel í huga það sem ráðlagt er. Öllum finnst gaman að lesa um sjálfa sig - og aðra svona með. Kostimir verða svo afgerandi og gallamir bara sjarmerandi. Það er líka mjög heppilegt að fá að vita hvemig manni lyndir við einstakl- inga í ýmsum merkjum, við hvem maður á að binda trúss sitt við og svo framvegis. Það er í rauninni bráðnauðsynlegt. Þó ekki væri til annars en hafa haldbærar skýring- ar ef sambönd/hjónabönd ganga ekki nógu vel. Og það er nú svo að hversu mjög sem menn fussa og fmssa við, býsnast og hneykslast er und- anlekning að hitta einhvem, sem veit ekki í hvaða stjömumerki hann er. Reynist meira að segja kunna á þvi nokkur skil. Kínversk stjömumerki eru tólf að sönnu, en þar spannar hvert stjömumerki eitt ár. Nú er til dæmis nýlega gengið i garð ár drekans, en áramót hjá Kínveijum eru um miðjan febrúar. Drekinn er samkvæmt trú Kínveija sterkasta merkið og það sem er mest spennandi, vonir ræt- ast á drekaári, mestir atburðir gerast, hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. En öll hafa merkin sína kosti og galla. Annað hvort væri nú. Neil Sommerville hefur nú tekið saman ágætavel aðgengilega bók um kínversku stjömumerkin, snák- inn, hestinn, geitina, apann, han- ann, hundinn, svínið, rottuna, ux- ann, tígrisdýrið, kanínuna auk drekans sem áður er nefndur. Hann gerir merkjunum skil á hefðbundinn hátt ef svo má segja. Og innan hvers merkis eru svo sem betur fer nokkur tilbrigði, eftir fæðingarári. Þó svo að klnversku merkin hafí f ýmsu öðruvfsi áherzlur en vestræn stjömumerki er þó margt sameiginlegt með þeim, eins og vænta má. Á hinn bóginn rugla þau mann í ríminu f fyrstu, þar sem maður þarf að finna sinn og sinna stjömumerkjastað alveg upp á nýtt. Ronald Reagan er til dæm- is í merki svínsins hjá kínverskum spekingum. Skyldi það hafa breytt einhveiju ef hann hefði athugað það? Ög kannski Nancy hafí gluggað í austræn fræði í leiðinni. Þessi bók er ágætis afþreying og vandvirknislega unnin. Lásti fremst í bókinni léttir manni leitina að merkinu sínu svo að það er hægt að demba sér beint í sjálfs- skoðunina. Ekki afleitt það. joycrr RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TQLVUHÚSGÖGN Wliai thc coiuing ycar liolds in store jor you NOL SOMtRVlUX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.