Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 30

Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Einar Falur Bjórkjallarinn verður í kjallara Naustsins, þar sem nú eru hlerar fyrir gluggum. Kjallarinn verður innréttaður f þýskum stíl. Bjórkjallari inn- réttaður í Naustinu „ÁSÓKNIN í bjórinn á eftir að verða sem farsótt fyrsta árið, enda eru íslendingar annálaðir dellukarlar, og þá er um að gera að vera tilbúinn," segir Sveinn Hjörleifsson veitingamaður i Naustinu, en hann ætlar að inn- rétta bjórkjallara að þýskri fyrir- mynd. Sveinn ætlar ap opna kjallarann með haustinu og fullvíst er að fleiri veitingamenn eru í startholunum eftir samþykkt bjórfrumvarpsins. Kjallari Naustsins hefur komið að ýmsum notum í gegnum tíðina. Þar var fískvinnsla til skamms tíma og gamla Geirsbúðin notaði hann sem lager. Og nú fær hann enn nýtt hlutverk, að þessu sinni sem bjórkrá. Gert er ráð fyrir að rými verði fyrir 200 manns í nýja bjórkjallar- anum, en 100 manns að auki í Geirsbúð á hæðinni fyrir ofan og verður innangegnt á milli. Ætlunin er að innréttingar verði í grófara lagi með langborðum og bekkjum og þykkir veggimir með djúpum gluggum og hvítkalkaðir. Ekki liggja öll leyfí fyrir en að sögn Sveins ætti ekkert að mæla gegn því að þau fáist samþykkt. Til að lögleg lofthæð náist þarf að bijóta eina 20—30 sentímetra upp úr gólfínu. Sveinn sagði að gæta yrði þó þess að grafa ekki of djúpt því þá gæti lekið inn í kjallarann á háflæði. Kostnaður við breytingam- ar liggur á bilinu 3—5 milljónir króna. Miklar breytingar hafa staðið yfir á ytra útliti Naustsins í þeim tilgangi að færa það í upprunalegt horf og mun þeim framkvæmdum verða lokið í sumar. Skírnir: Vorheftið komið út VORHEFTI Skírnis, tímarits Hins islenska bókmenntafélags, 162. árgangur 1988, er komið út. Meðal efnis þessa heftis er eftir- Aðalfundur Torfu- samtakanna AÐALFUNDUR Torfusamtak- anna 1988 verður haldinn i Litlu- Brekku á Torfunni í dag, fimmtu- daginn 19. mai og hefst hann klukkan 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önn- ur mál. Torfusamtökin eru félagsskapur áhugafólks um umhverfísvemd og varðveislu menningarverðmæta á fs- landi. Á síðasta ári kom út á vegum samtakanna bókin um Kvosina, sem er byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur, eftir þau Guðmund Ing- ólfsson, Guðnýju Gerði Gunnarsdótt- ur og Hjörleif Stefánsson og verður hún til sölu á fundinum. Fráfarandi stjóm skipa þau Guð- jón Friðriksson, formaður, Guðmund- ur Ingólfsson, _ Guðrún Guðmunds- dóttir, Hörður Ágústsson og Johann- es Kjarval. Hjörleifur Stefánsson og Þorsteinn Bergsson eru varamenn. talið: Hubert JSeelow skrifar um söfnun Jóns Ámasonar á bama- efni, Hermann Pálsson um erlend áhrif í íslenskum fomsögum og Maureen Thomas um Gunnlaðar- sögu og kvenröddina í íslenskum bókmenntum. Myndskreytt grein er um bókverk Dieters Rot og veru hans á íslandi eftir Aðalstein Ing- ólfsson. Þijár greinar eru um stjóm- mál; Hannes Jónsson skrifar um forsendur og framtíð íslenskra ör- yggismála, Eyjólfur Kjalar Emils- son veltir fyrir sér réttmæti fæling- arstefnunnar og Jesse L. Byock greinir þátt vinfengis í valdatafli á þjóðveldisöld. í Skímismálum skrifa Hjördís Hákonardóttir um gagnrýni á íslenska dómstóla og Vilhjálmur Ámason um einstakiingshyggju og íslenskan menningararf. Skáld Skímis að þessu sinni er Helgi Hálfdanarson, en hann þýðir ljóðið „Danáa" eftir Símonídes frá Keos. Ritdómar eru um sex bækur, þ. á m. skrifa Svava Jakobsdóttir um Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur og Pétur Gunnarsson um Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobs- dóttur. Ritstjóri Skímis er Vilhjálmur Ámason en afgreiðslu annast Hið íslenska bókmenntafélag, Þing- holtsstræti 3. Þetta vorhefti Skímis er um 200 blaðsíður. LUXEMBORG 17xíviku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- A AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR I Bangladesh er kannski rit- frelsi, þegar allt kemur til alls „ÞEGAR árið 1988 gekk í garð blasti óvissan við hvert sem litið var. Spurningin sem leitaði á alla var sú sama: Hvað ger- ist? Segir forsetinn af sér vegna síaukins þrýstings? Eða slær hann stjómarandstöðuna út af laginu? Er þjóðin á leið til al- gers stjómleysis, upplausnar? Það er deginum ljósara, að ríkis- stjórnin er ekki nægilega voldug til að koma í veg fyrir að stjómarandstaðan geri ómældan skaða og það er einnig sýni- legt að stjóraarandstaðan er ekki nægilega voldug til að knýja stjórnina til að segja af sér.“ deskum ráðherra að vera, alltof greindur til að reyna að ljúga í blaðamenn og alltof raunsær til að sjá ekki svínaríið hvert sem litið væri. Undir þetta get ég tekið, enda hafði Mahomoud reyndar tekið við embættinu fá- einum vikum áður þegar fyrir- rennari hans sagði af sér í mót- Kannski ástand í menntunarmálum skáni, svo að blaðamenn geti tekið svona mynd, en þessi mynd með fleirum var afhent erlend- um blaðamönnum í Dhaka til að sýna framfarirnar undir stjóm Ershads. Ofangreind orð eru ekki skrifuð af illa þenkjandi er- lendum blaðamanni, sem þekkir lítt til raunverulegs ástands í Bangladesh. Þau eru tekin úr grein í tímaritinu Tide og er gefíð út í Bangladesh og kemur út á ensku. í greininni er reynt að fjalla ítarlega í hveiju það liggi, að Bangladesh virðist aldr- ei getað náð sér upp úr eymd- inni og niðurstaða bangladeska blaðamannsins er að sameiginleg ábyrgð á þessum vanda liggi hjá stjóm og stjómarandstöðu. Það er sjálfsagt engin ný speki, en fyrst og fremst vakti athygli mína að lesa þessa grein, svona skilmerkilega og opinskáa, vegna þeirrar stöðugu gagnrýni bangladeskra blaðamanna - og undir hana tekið af erlendum blaðamönnum - að harkaleg rit- skoðun sé í Bangladesh. Þessi grein og aðrar í Tide bera sannarlega ekki vott um ritskoðun og raunar fannst mér dagblöðin þar vera mjög afger- andi í gagnrýni ef þau vildu það við hafa. Stóryrðin vom ekki spömð að segja frá kosningas- vindli stjómarinnar, myndir og frásagnir af fundum stjómar- andstöðu em daglega og þó svo að blaðamenn fæm í verkfall fáeinum dögum eftir kosning- amar til að mótmæla ritskoðun og kúgun, þótti mér það ekki ýkja sannfærandi aðgerð, eftir að hafa þó fylgzt með blöðum þar á bæ. Hins vegar get ég tekið undir það sem blaðamenn og stjómar- andstöðumenn halda fram um sjónvarpið. Það er hlutdrægt og sinnir ekki stjómarandstöðunni í neinu. Það tíundar og rækilega allt um ferðir og gerðir Ershads forseta og liðsmanna hans og mætti af því draga þá ályktun, að aðrir kæmu ekki við sögu. Þar era aldrei sýndar myndir frá mótmælafundum né öðra því sem gæti talizt neikvætt í garð stjómarinnar. Hasina Wajid, annar helzti leiðtogi stjómarand- stöðunnar kallar sjónvarpið dag- bók Ershads hershöfðingja og það er ekki svo vitlaus samlík- ing. I annarri grein í þessu tíma- riti er einnig ráðizt harkalega á þá ákvörðun Ershads að halda því til streitu að kosningamar fari fram þó svo að allir hljóti að sjá, að niðurstaða þeirra verði marklaus. Og það sé í raun ekk- ert sem geti réttlætt, að Jatyia- flokkur Ershads skipi sér í þing- stóla ef það gangi eftir að innan við 5% neyti atkvæðisréttar síns. Þar með sé Ershad að hundsa allar lýðræðisreglur og hann gefí höggstað á sér sem hann megi sízt við nú. Það hefur enginn ráðamaður í Bangladesh treyst sér, svo að ég viti til að greina frá því; hversu mikil kjörsóknin var. I samtali við mig, þegar ég var í Dhaka, sagði Anizul Islam Mah- moud, upplýsingamálaráðherra og nú nýskipaður menntamála- ráðherra, að þáttakan hefði verið um 50%. Fáum - og sennilega ekki ráðherranum sjálfum heldur - dettur í hug að taka þessa tölu alvarlega og flestir hölluðust að tölu á bilinu 5-7 prósent. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu eftir kosningamar sagði A. M. Matin, aðstoðarforsætis- ráðherra á blaðamannafundi eft- ir að kjörfundi iauk, að kosning- amar hefðu farið ljómandi vel fram og mætti líkja þeim - hvað heiðarleika og allt slíkt snerti - við kosningar á Englandi. Þessi ummæli Matins þóttu sérstak- lega óheppileg og á næstu dög- um vom ráðamenn í óðaönn að reyna að útskýra fyrir erlendum blaðamönnum, að þama hefði kímnigáfa Matins hlaupið með hann í gönur. Anizul Mahmoud sagði að þetta hefði verið sérs- taklega „kaldhæðnislega að orði komizt," en hafa yrði í huga að blaðamennimir hefðu ekki sýnt kurteisi á fundinum og verið með óviðeigandi athugasemdir. Satt að segja hafði ég ekki orðið þess vör, enda afsakaði það heldur ekki kyndugan húmor ráðher- rans.Mahmoud viðurkenndi ekki beinlínis, að yfírlýsing Matins hefði verið mgl, en hann ítrek- aði, að orðin hefðu ekki verið nógu yfírveguð. Fréttamaður Reuters sem sit- ur í Delhi og var þama vegna kosninganna hafði sagt að Mah- moud væri of opinskár af bangla- mælaskyni við kosningaleik Ers- hads. Mútuþægni embættismanna er opinbert lejmdarmál, smygl er stundað í stómm stíl og emb- ættismenn loka augum fyrir því, ef þess er gætt að gauka ein- hveiju að þeim í staðinn. Skriff- innska og skipulagsleysi setur mark sitt á daglegt líf. Mahmoud kvaðst ekki myndu sitja lengi í stól upplýsingaráð- herra, þama hefði verið um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Það gekk og eftir, því að hann hefur nú verið gerður að mennt- amaálaráðherra. Óneitanlega vekur það vonir, því að Mahmoud virðist í senn óþolinmóður og metnaðarsamur og sérstaklega skipuiagður í vinnubrögðum sín- um að dómi þeirra sem til hans þekkja. Þau tíðindi að hann hefði tekið að sér yfírstjóm mennta- mála í þessu menntunarsnauða landi, þar sem 22 milljónir af 105 em læsar, em í mínum huga með hinum betri. Að nafninu til er skólaskylda í landinu frá því böm em 6-11 ára. Þau ár greiðir ríkið 94% kostnaðar og 74% af launum kennara. Eftir 11 ára aldur verða foreldrar síðan að taka við og um það leyti er líka mikill meiri- hluti bamanna löngu hættur í skólanum og hefur snúið sér að því að afla fjölskyldunni tekna, með snúningum, betli, aðstoð á ökmnum eða við hvað sem til fellur. Bangladesh á því langt í land á því sviði sem mörgum öðmm að gera menntun sjálfsagða, að ekki sé nú sagt eftirsóknarverða. Hvað sem líður yfirlýsingum ráðamanna um metnað og þjóð- arstolt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.