Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 41
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988
41
IItargi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
*
Utboðsstefna
sjónvarpsins
Sjónvarpið er sterkur fjöl-
miðill. Það er nánast við-
varandi gestur á heimilum
flestra landsmanna þær vöku-
stundir sem fólk hefur til
frjálsrar ráðstöfunar heima við.
Framboð og úrval sjónvarpsefn-
is fer og vaxandi, þótt deila
megi um menningarlegt gildi
lungans af langhlaupinu.
Tvær innlendar sjónvarps-
stöðvar keppa um hylli þjóðar-
innar. Myndbandaleigur fylla í
efnisskörð á skjáum fólks.
Meirihluti þessa efnis alls er af
erlendum toga. Fjarskipta-
hnettir auka síðan á kúfínn, en
þeir færa út kvíar erlends sjón-
varpsefnis hér sem annars stað-
ar.
Hætt er við að íslenzk menn-
ingararfleifð, ekki sízt móður-
málið, eigi í framtíð undir högg
að sælg'a, þar sem er síbylja
erlends sjónvarps-tals, sem
glymur í eyrum fólks frá barns-
aldri fram á efri ár.
Góður íslenzkur lestexti veit-
ir vissulega nokkra vöm.
Skylda ætti sjónvarpsstöðvar til
að setja íslenzkt tal í erlent
dagskrárefni fyrir böm; tal sem
þjónar jafnframt sem fram-
burðarkennsla. Það á og að
vera framtíðarmarkmið að setja
íslenzkt tal f flest erlent sjón-
varpsefni. Mergurinn málsins
er þó sá að stórefla innlenda
dagskrárgerð, og ekki sízt
íslenzka kvikmyndagerð. í þeim
jarðvegi á íslenzk menningar-
arfleið sprota, sem geta orðið
að stómm tijám er tímar líða.
Eins konar skjólbelti þjóðmenn••
ingar, ef vel tekst til.
Það er rétt stefna hjá dag-
skrárstjóra Ríkissjónvarpsins
að bjóða út hluta af dagskrár-
verkefnum stofnunarinnar til
einstaklinga og fyrirtækja.
Þetta verklag skapar grundvöll
fyrir íslenzka kvikmyndagerð-
armenn „til að starfa við gerð
vandaðs efnis, auk framleiðslu
á leiknum myndum fyrir kvik-
myndahús", eins og segir í yfír-
lýsingu frá Félagi kvikmynda-
gerðarmanna. Með þessum
hætti er — með nútímalegum
vinnubrögðum — gætt hagsýni
í rekstri sjónvarpsins um leið
og hlúð er að íslenzkri kvik-
myndagerð. Hvort tvegga er
af hinu góða.
Starfsmannafélag Sjón-
varpsins hefur mótmælt útboði
á verkefnum af þessu tagi. Það
eru út af fyrir sig eðlileg við-
brögð, þegar horft er til
þröngra starfshagsmuna. Og
ekkert er eðlilegra en að starfs-
fólk Sjónvarpsins fái tækifæri
til að glíma við vönduð dag-
skrárverkefni innan stofnunar-
innar. Það væri hinsvegar
skammsýni að einoka alla dag-
skrárgerð þar. Útboðin skapa
nauðsynlega samkeppni, nauð-
synlegt aðhald. „Stefnan er
sú,“ segir Hrafíi Gunnlaugsson,
dagskrárstjóri í viðtali við
Morgunblaðið, „að fá sem bezt
dagskrárefni fyrir sem fæstar
krónur og fá jafnframt að kalla
til starfa okkar hæfustu fag-
menn og listamenn á sviði sjón-
varps og kvikmynda.“
„Sjónvarpið er eign allra
landsmanna og á að þjóna
þeim“, segir dagskrárstjórinn,
„en ekki að haga sér eins og
klúbbur." Það er þetta sjónar-
mið sem ræður ferð þegar dag-
skrárverkefni eru boðin út. Það
að tryggja viðskiptavinunum,
sem endanlega borga rekstrar-
kostnaðinn, sem bezt dagskrár-
efni með sem minnstum til-
kostnaði.
Vaxandi útboð framkvæmda
og þjónustu í ríkisgeiranum frá
1974 hafa tryggt skattborgur-
unum, sem borga brúsann, betri
nýtingu þess fjármagns, er þeir
greiða til samfélagsins. Útboð
hjá Vegagerðinni hafa, svo
dæmi sé tekið, flýtt lagningu
varanlegs slitlags á þjóðvega-
kerfið. Sama fjárveiting skilar
fleiri kólómetrum bundins slit-
lags.
Annars konar þjóðhagslegur
ávinningur opinberra útboða
kemur og til. Þau efla almenna
atvinnustarfsemi; atvinnustarf-
semi sem greiðir skatta og
skyldur til sveitarfélaga og
ríkissjóðs. Kostnaðurinn skilar
sér að hluta til aftur til verk-
kaupans. Útboð ýta einfaldlega
undir grósku í atvinnulífínu um
leið og þau tryggja samfélaginu
betri fjármagnsnýtingu.
Útboðsstefna Sjónvarpsins
þjónar hliðstæðum tilgangi.
Stofnunin — og gjaldendur af-
notagjalda til hennar — fá
meira fyrir fjármuni sína. Það
er þó enn mikilvægara að út-
boðin — samkeppnin — eflir
íslenzka kvikmyndagerð, inn-
lenda dagskrárgerð. Það er
mjög mikilvægt fyrir tungu
okkar og þjóðmenningu, bæði
i samtíð og framtíð, þegar um-
heimurinn „hellir yfír okkur"
vaxandi ljósvakaáhrifum.
Vandí landbúnaðarins
Síðari grein
eftirÞorvald
Gylfason
I. Kjarni vandans
Næstum allar þjóðir heims fram-
leiða meiri mat en þær þurfa.
Ástæðan til þess er einföld, en ligg-
ur þó ekki í augum uppi. Tækni-
framfarir í landbúnaði hafa verið
mjög örar síðustu áratugi ekki síður
en í öðrum atvinnugreinum, sem
betur fer. Afköst vinnuafls og véla
hafa því aukizt jafnt og þétt. Þörf
hvers manns fyrir matvæli hefur
hins vegar staðið í stað eða því sem
næst. Þótt við viljum sífellt stærri
hús, fínni föt og betri bíla, þurfum
við nokkum veginn sama fjölda
hitaeininga öld fram af öld. Þess
vegna þarf sífellt færri bændur til
að fullnægja fæðuþörf mannfjöld-
ans. Margir bændur em þó skiljan-
lega tregir til að bregða búi. Bú-
ferlaflutningar úr sveitum í borgir
og bæi ganga því hægar en þeir
þyrftu að gera til að tryggja jafn-
vægi milli framboðs og eftirspumar
eftir landbúnaðarafurðum. Þetta er
kjami vandans, sem við er að glíma
í landbúnaði um allan heim.
Svo er annað. Úr því að fæðu-
þörf fólks er nokkum veginn föst
af líffræðilegum ástæðum, hafa
verðbreytingar yfirleitt lítil eða eng-
in áhrif á heildareftirspum eftir
landbúnaðarafurðum. Lækkun
framleiðslukostnaðar og þar með
matvöruverðs til neytenda vegna
tækniframfara eykur því ekki
heildareftirspum eftir matvöm að
marki. Lækkun framleiðslukostnað-
ar dregur þess vegna úr söluverð-
mæti framleiðslunnar, og tekjur
bænda dragast saman eftir því.
Þess vegna er það algengt, að
bændur tapi beinlínis á tæknifram-
fömm í landbúnaði.
Og þannig geta bændur stundum
hagnazt á illviðmm og uppskem-
bresti, þótt undarlegt megi virðast.
Þetta stafar af því, að uppskem-
brestur hækkar matvömverð án
þess að draga úr eftirspum og sölu
að ráði, svo að tekjur bænda hækka.
Þess vegna getur það stundum ver-
ið hagkvæmara fyrir bændur að
fleygja mat en að bjóða hann til
sölu.
Þegar vandi landbúnaðarins er
skoðaður í þessu ljósi, þarf engum
að koma það á óvart, að fólki fækk-
ar sífellt í sveitum um allan heim
og að ríkisstjómir streitast á móti
með því að styrkja landbúnað um-
fram aðrar atvinnugreinar. Fólks-
fækkun í sveitum er þvert á móti
eðlileg og óumflýjanleg í gróandi
þjóðlífí. Viðleitni ríkisvaldsins til að
hægja á fólksflóttanum úr sveitum
eða milda áhrif hans á þjóðlífíð hlýt-
ur jafnframt að teljast eðlileg og
sanngjöm innan hæfílegra marka.
II. Fólksfækkun í sveitum
Engum þarf heldur að koma það
á óvart, að fólki fækkar enn í
íslenzkum sveitum ekki síður en
erlendis. Fyrir hálfri öld var um
þriðjungur vinnandi fólks á íslandi
við landbúnaðarframleiðslu. Nú er
þetta hlutfall komið niður í aðeins
um 6% af mannaflanum, en er samt
ennþá helmingi hærra hér á landi
en til dæmis í Bandaríkjunum og
Frakklandi, þar sem landbúnaður
er þó hafður í hávegum.
Á hinn bóginn nemur landbúnað-
arframleiðsla aðeins um 4% af þjóð-
arframleiðslu íslendinga. Þetta er
til marks um það, að framleiðni í
landbúnaði er mun minni en hún
er að meðaltali í öðrum atvinnu-
greinum landsmanna. (Svipuð nið-
urstaða fæst, ef búvöruvinnsla er
tekin með í reikninginn.) Hvernig
stendur á þessu?
Ein ástæðan er vafalaust sú, að
ísland er harðbýlt. Það þarfnast
ekki skýringar. Eins er ofbeit alvar-
legt vandamál víða um land. Hún
er sömu ættar og ofveiðin á miðun-
um umhverfís landið og stafar af
því, að fé er beitt á land, sem eng-
inn á og enginn vemdar sem skyldi.
Ofbeitin á nokkum þátt í því, að
dilkaþungi hér er mun minni en
hann væri, ef gróðureyðingin væri
minni. Dilkaþungi hér er yfírleitt
miklu minni en til dæmis á Græn-
landi og Skotlandi.
Þá virðist það líklegt, að rausnar-
leg aðstoð ríkisins við landbúnað
gegnum tíðina hafí hneigzt til að
svipta landbúnað að einhveiju leyti
þeim sjálfsaga, sem nauðsynlegur
er hveijum atvinnuvegi til að
tryggja sem mesta hagkvæmni í
rekstri og fí'árfestingu. Á því er til
dæmis enginn vafí, að fækkun og
stækkun sláturhúsa myndi draga
verulega úr slátmnarkostnaði og
tryggja almenningi ódýrara kjöt en
nú tíðkast. Ýmislegt annað mætti
nefna. Hitt er þó líka alveg rétt,
að margt hefur breytzt til batnaðar
í íslenzkum landbúnaði á síðustu
árum, svo sem aukin áherzla á
rekstrarhagræðingu, búháttabreyt-
ingar og fækkun sauðfjár bera vitni
um.
III. Ríkisaðstoð
Stuðningur ríkisins við land-
búnað er umtalsverður. Ríkisstjóm-
in hyggst veija rösklega 5 milljörð-
um króna, eða næstum 10% ríkisút-
gjalda, til búnaðarmála á þessu ári
samkvæmt fjárlögum. Þessi upp-
hæð jafngildir næstum 120.000
krónum á mánuði handa hverri íjög-
urra manna fjölskyldu í sveitum
landsins.
Af þessu fé á að veija um 3,2
milljörðum króna í búvömniður-
greiðslur og uppbætur á útfluttar
landbúnaðarafurðir. Þessar greiðsl-
ur nema um þriðjungi af fram-
leiðsluverðmæti landbúnaðarins í
ár samkvæmt fjárlögum (og gætu
reynzt allmiklu hærri, þegar upp
verður staðið í árslok, ef þær fara
langt fram úr fjárlögum eins og í
fyrra). Þessi fjárhæð jafngildir
ríflega 50.000 krónum á hveija
fjögurra manna fjölskyldu í landinu
öllu og næstum 900.000 krónum á
hveija fjögurra manna fjölskyldu
til sveita. Nú em niðurgreiðslur og
útflutningsuppbætur að vísu ekki
alveg sambærilegar, því að neyt-
endur njóta niðurgreiðslna yfírleitt
í enn ríkar i mæli en bændur, en
þá má ekki heldur gleyma hinu, að
niðurgreiðslumar em á endanum
sóttar í vasa neytenda sjálfra með
skattheimtu.
Niðurgreiðslur landbúnaðaraf-
urða em stundum skoðaðar sem
fjárhagsaðstoð við fátækar fjöl-
skyldur. Þessi skoðun átti rétt á sér
fyrr á öldinni, en hún orkar tví-
mælis í allsnægtaþjóðfélagi nútím-
ans, þar sem ríkið býr yfir miklu
hagkvæmari og öflugri aðferðum
til tekjujöfnunar á sviði ríkisfjár-
mála og tryggingamála. Það er
raunar trúlegt, að flestar fjölskyld-
ur vildu fegnar greiða allt að 50.000
krónum lægri skatta á ári og greiða
heldur markaðsverð fyrir mjólk og
kjöt. Verðhækkunin, sem kæmi í
kjölfar lækkunar eða afnáms niður-
greiðslna, myndi gera heimilunum
kleift að draga úr matarkostnaði
með því að kaupa heldur físk, svína-
kjöt eða kjúklinga að öðm jöfnu,
enda hafa svínabú og hænsnabú
staðið sig bærilega án ríkisaðstoðar
í samkeppni við hefðbundnar, vem-
daðar búgreinar undangengin ár.
Þannig myndu heimilin hagnast
á lækkun matarkostnaðar, án þess
að það bitnaði á landbúnaði í heild,
heldur myndu eftirspumin og fram-
leiðslan einkum færast milli bú-
greina. Aukin samkeppni milli bú-
greina myndi þar að auki hvetja
bændur í hefðbundnum greinum til
að lækka framleiðslukostnað með
aukinni hagræðingu til að reyna
að halda hlut sfnum til enn frekari
hagsbóta fyrir almenning.
Þorvaldur Gylfason
IV. Offramleiðsla í Evrópu
Til samanburðar varði Evrópu-
bandalagið um 1.000 milljörðum
króna í landbúnaðarstyrki í fyrra
eða um 12.000 krónum á hveija
fjögurra manna fjölskyldu á öllu
bandalagssvæðinu. Þetta jafngildir
um 330.000 krónum á hveija fjög-
urra manna sveita fíölskyldu á
svæðinu. Við þessar fjárhæðir bætt-
ust háir styrkir einstakra ríkja til
eigin landbúnaðar, þótt slíkar ijár-
veitingar séu reyndar óheimilar
samkvæmt reglum bandalagsins.
Af þessu má ráða, að við íslending-
ar veijum mun meira fé í landbúnað
samkvæmt fjárlögum en Evrópu-
bandalagsþjóðimar. Samanburður
sem þessi er þó ekki einhlítur vegna
þess, að hann nær aðeins yfir bein
búnaðarútgjöld, en dylur óbeina
styrki af ýmsu tagi, til dæmis áhrif
vemdartolla og vaxtahlunnindi,
sem erfítt er að meta til fjár með
einföldum hætti.
Landbúnaðarstefna Evrópu-
bandalagsins er þó langt frá því að
vera til fyrirmyndar . Hún er
óhemjudýr. Hún útheimtir 70% af
öllum útgjöldum bandalagsins.
Tveim þriðju hlutum landbúnaðar-
útgjaldanna er varið til að geyma
offramleiðsluna og selja hana á
heimsmarkaði, en aðeins þriðjungur
fjárins nýtist bændum beint. Helm-
ingur birgðanna er talinn óhæfur
til manneldis í þokkabót. Offram-
leiðslan nemur nú rösklega
30.000.000 tonnum, eða um 350
kg á hveija fjögurra manna fjöl-
skyldu á bandalagssvæðinu, og er
talin munu næstum þrefaldast
næstu þijú ár. Að þeim tíma liðnum
verða óseldar birgðir landbúnaðar-
afurða væntanlega komnar upp í
eitt tonn á hvert heimili í banda-
lagsríkjunum!
Hvers vegna eru birgðirnar þá
ekki seldar eða jafnvel gefnar svelt-
andi þjóðum í þriðja heiminum? Það
er vegna þess, að þá myndu afurð-
imar trúlega lækka svo mjög í
verði, að landbúnaður þessara þjóða
gæti lagzt í rúst. Auk þess stafar
hungursneyð í fátækraríkjum nú á
dögum yfírleitt ekki af matvæla-
skorti, heldur af öngþveiti í sam-
göngum, óstjóm og styijöldum.
Græna byltingin olli straumhvörf-
um í þriðja heiminum. Nú framleiða
jafnvel Indveijar meiri mat en þeir
þurfa sjálfír.
V. Innflutningsbann
Aðstoð ríkisins við landbúnað hér
heima einskorðast ekki við niður-
greiðslur og útflutningsuppbætur.
Um langt skeið naut landbúnaður
til dæmis sérstakra vildarkjara í
ríkisbankakerfínu umfram aðrar
atvinnugreinar, ekki sízt gegnum
afurðalánakerfíð, sem nú hefur ver-
ið lagt niður, og hann nýtur sér-
sakra kjara að nokkm leyti enn.
Um það mætti reyndar skrifa eina
grein enn, en það bíður.
Hér er hins vegar ætlunin að
vekja máls á því, að ísland er trú-
lega einsdæmi í okkar heimshluta
að því leyti, að innflutningur næst-
um allra landbúnaðarafurða, sem
hægt er að framleiða hér heima,
er bannaður með lögum. Þetta inn-
flutningsbann bitnar á neytendum.
Matvöruval í íslenzkum verzlunum
er miklu minna en erlendis, jafnvel
þótt það hafí aukizt og batnað mik-
ið síðustu ár. Auk þess er matur
miklu og stundum margfalt dýrari
hér heima en í nágrannalöndunum.
Að nokkm leyti stafar verðmunur-
inn af því, að okkar markaður er
miklu minni en markaður gran-
nlandanna. Við því er ekkert að
gera. Það er dýrt að vera íslending-
ur. En verðmunurinn stafar líka að
vemlegu leyti af því, að ódýr erlend
matvæli em ekki á boðstólum og
íslenzk búvömframleiðsla er dýrari
fyrir vikið: Innflutningshömlur,
hvort heldur blátt bann eða tollar,
leiða alltaf til hærra vömverðs en
ella, enda er tilgangurinn yfírleitt
einmitt sá.
Matvömverð hér heima myndi
því áreiðanlega lækka til muna og
úrvalið aukast, ef fijáls innflutning-
ur landbúnaðarafurða væri leyfður
í áföngum. Innflutningsbann er
tímaskekkja. Allur annar innflutn-
ingur til landsins er fijáls og hefur
verið frjáls í næstum 30 ár. Hvergi
í nágrannalöndum okkar er til dæm-
is bannað að flytja inn ost frá út-
löndum, svo að ég viti, þótt bændur
framleiði ost í öllum þessum lönd-
um. Sjálfír flytjum við íslendingar
út landbúnaðarafurðir í stómm stíl.
VI. Heilbrigð samkeppni
Matarkostnaður íslenzkra heim-
ila er mjög mikill, eins og allir vita.
Innflutningur landbúnaðarafurða
er þess vegna brýnt hagsmunamál
almennings, svo brýnt, að það er
eiginlega undarlegt, að enginn
stjómmálaflokkur skuli hafa tekið
málið upp af alefli. Hvað sem því
líður, verðum við íslendingar að búa
okkur undir aukið innflutnings-
frelsi, ef við viljum vera viðræðu-
hæfír í hugsanlegum samningum
okkar við Evrópubandalagið um
aukin viðskipti eða jafnvel aðild að
bandalaginu á næstu ámm.
Ef við afréðum að sækja um inn-
göngu í Evrópubandalagið einhvem
tíma í framtíðinni, þyrftum við þó
varla að hafa miklar áhyggjur af
því, að erlendum bændum þætti
árennilegt að stunda landbúnað í
íslenzkum sveitum, þótt þeir ættu
kost á þvi. ísland er erfítt ábúðar
að ýmsu leyti. Framleiðni í flestum
greinum hefðbundins landbúnaðar
hér á landi er þess vegna miklu
minni en gengur og gerist í öðmm
Evrópulöndum, þar sem ýmis nátt-
úmskilyrði henta betur til land-
búnaðar. Það er þess vegna ekki
víst, hversu vel íslenzkum land-
búnaðarafurðum myndi vegna í
samkeppni við afurðir annarra Evr-
ópulanda á sameiginlegum evrópsk-
um landbúnaðarmarkaði. Frjáls
samkeppni í landbúnaði gengi þó
að sjálfsögðu ekki í gildi á einni
nóttu, heldur á löngum tíma. Hug-
vit og atorka íslenzkra bænda gætu
dugað þeim mjög vel til að búa sig
undir alþjóðlega samkeppni á er-
lendum markaði, ef þeir fengju
nægan umþóttunartíma. Þar að
auki væri það bæði sanngjamt og
skynsamlegt undir þessum kring-
umstæðum að styrkja bændur af
opinbem fé til enn frekari búhátta-
breytinga og framleiðsluhagræð-
ingar af ýmsu tagi.
Það er mjög trúlegt, að nálægð
íslenzkra bænda við íslenzkan bú-
vömmarkað gæfí þeim verðmætt
forskot fram yfír erlenda keppi-
nauta á innlendum markaði. Þetta
stafar af því, að flutningskostnaður
íslenzkra bænda væri miklu lægri
en útlendinga, og ekki síður af hinu,
að íslenzkir búvömframleiðendur
gerþekkja íslenzkan smekk og hafa
miklu betri aðstöðu en erlendir
bændur til að laga framleiðslu sína
að breyttum þörfum íslenzkra neyt-
enda.
Hitt er fullvíst, að heilbrigð sam-
keppni myndi hvetja til margvís-
legrar hagræðingar í íslenzkum
landbúnaði, bæta framleiðsluna og
lækka kostnað. Auk þess myndi
óheftur og tollfijáls innflutningur
landbúnaðarafurða til íslands frá
öðmm Evr ópulöndum auka úrval
og lækka matvömverð til neytenda
hér heima. Þetta myndi líka veita
íslenzkum bændum heilbrigt og
æskilegt samkeppnisaðhald, líkt og
aðrar íslenzkar atvinnugreinar hafa
búið við um skeið og þjóðin hefur
notið góðs af. Þar að auki myndi
aðild að Evrópubandalaginu veita
íslendingum aðgang að sameigin-
legum bandalagssjóðum, sem veitt
er úr til að styrkja landbúnað í
aðildarríkjunum rausnarlega innan
ramma samræmdrar landbúnaðar-
stefnu bandalagsríkjanna. En það
er önnur saga.
Höfundur er prófessor í þjóð-
hagfræði við H&skóla íslands.
Morgunblaðið/Kristófer M. Kristinsson
Verk Péturs Bjarnasonar sem valið var til að skreyta leikvanginn
þar sem ólympíuleikar fatlaðra fara fram nú í maí.
Belgía:
íslenskt listaverk
sett upp í Brussel
Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
í TILEFNI ólympíuleika fatlaðra
sem haldnir verða í Brussel í
þessum mánuði verða sett upp
nokkur listaverk í kringum leik-
vanginn sem leikarnir fara fram
á. I hópi þeirra sem sýna verk
sín er Pétur Bjarnason sem
stundað hefur myndlistarnám í
Antwerpen.
Forráðamenn ólympíuleikanna
efndu til einskonar samkeppni inn-
an þriggja listaskóla í Belgíu um
myndir til að lífga upp á umhverfí
ólympíuleikvangsins. FVá skólanum
í Antwerpen var tillaga Péturs sam-
þykkt ásamt tillögum tveggja skóla-
bræðra hans. Pétur sýnir höggmynd
unna í trefjaplast. Myndin er til-
brigði við hross og sýnir eins konar
tvíteglunga sem hanga saman á
stertunum. Fréttaritari fylgdist með
uppsetningu myndanna og tók með-
fylgjandi myndir við það tækifæri.
Pétur er að ljúka námi við skól-
ann á þessu vori og nýverið hélt
hann lokasýningu sýna í sýningar-
sal í Antwerpen en hann hefur á
námsferli sínum hlotið viðurkenn-
ingar við frammistöðu sína. íslend-
ingar hér um slóðir þykjast auðvitað
góðir af Pétri og eru ánægðir með
þá samkeppni sem hann veitir þeim
Islendingum öðrum sem vekja at-
hygli á sér á og við íþróttavelli.
Hafnarfjörður:
Hátíðahöld á 80 ára afmælinu
HAFNFIRÐINGAR halda upp á
80 ára afmæli kaupstaðarins
dagana 1. — 4. júní með hátíðar-
dagskrá, opnun sýninga.íþrótta-
mótum, barnaskemmtunum og
fjölskylduskemmtun. Séð verður
til þess að allir þeir sem vilja
geti fundið eitthvað við sitt hæfi
þessa hátíðisdaga. Upp á af-
mælisdaginn 1. júní ber einnig
50 ára afmæli Rafveitu Hafnar-
fjarðar.
Forskot verður tekið á aðalhá-
tíðahöldin með vígslu Hafnarborg-
ar, lista- og menningarmiðstöðvar
Hafnarfjarðar, laugardaginn 21.
maí. Við vígsluna mun Eiríkur
Smith opna stóra málverkasýningu
og forsætisráðherra verður heiðurs-
gestur við opnunina.
Afmælishátíð kaupstaðarins
hefst á afmælisdaginn 1. júní með
athöfn í Hellisgerði þar sem mál-
fundafélagið Magni mun afhenda
bæjaryfírvöldum það svæði form-
lega. Um kvöldið verður hátíðar-
dagskrá í Hafnarborg þar sem
Vigdís Finnbogadóttir forseti verð-
ur heiðursgestur.
Á öðrum degi hátíðarinnar verða
opnaðar sýningar, í Riddaranum
verður sýning tengd ákveðnum per-
sónum, munum þeirra og sögu
Hafnarfjarðar. Skipulag Hafnar-
fjarðar í 80 ár verður sýnt í fjölnýti-
sal Öldutúnsskóla. Einnig verða
þennan dag kvikmynda- og mynd-
bandasýningar frá sögu Hafnar-
fjarðar.
Dagur bamanna í Hafnarfirði
verður 3. júní. Þá verða ýmsir við-
burðir fyrir yngstu kynslóðina.
Einnig verður þennan dag afhjúpað
listaverk á Fiskmarkaði Hafnar-
fjarðar eftir Rúnu og Gest
Þorgríms. Til hófs af því tilefni
verður boðið sjómönnum og físk-
vinnslufólki í Hafnarfírði.
Aðal hátíðisdagurinn fyrir al-
menning verður laugardaginn 4.
júní. Þá verður fjölskylduskemmtun
í íþróttahúsinu og alls kyns
skemmtiatriði og viðburðir í miðbæ
Hafnarfjarðar.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá félagsfundi Lögreglufélagsins. Jón Pétursson formaður i ræðustól en aðrir á myndinni eru frá
vinstri: Benedikt Lund varaformaður, Sigurgeir Arnþórsson ritari og Magnús Eggertsson fyrrverandi
yfirlögregluþjónn sem var fundarstjóri.
Morgunblaðið/BAR
Hörður Hilmarsson í framkvæmdanefnd afmælishátíðar, Gunnar Rafn Sigurbjömsson bæjarritari og
Guðmundur Stefánsson bæjarstjóri kynntu dagskrá 80 ára afmælishátíðar Hafnarfjarðar á blaðamanna-
fundi.
Lögreglufélag Reykjavíkur:
Lögreglusljóri er ekki bund-
inn þagnarskyldu um kærumál
LÖGREGLUFÉLAG Reykjavíkur
hélt á þriðjudag félagsfund þar
sem til umræðu voru, meðal ann-
ars, þær kærur sem lagðar hafa
verið fram á hendur lögreglu-
mönnum að undanförnu. A fund-
inum voru einnig kynntar hug-
myndir Landssambands lögreglu-
manna um setningu siðabálks fyr-
ir lögreglumenn. Nú er unnið að
skipun nefndar kunnáttumanna til
að vinna að þvi máli.
Fundurinn samþykkti ályktun þar
sem segir að félagsmenn telji að þar
sem Rannsóknarlögregla ríkisins fari
með rannsókn þessara mála hvíli
ekki á embætti lögreglustjórans í
Reykjavík nein sérstök trúnaðar-
skylda rannsóknaraðila um málsat-
vik og því sé það embættinu vansa-
laust að skýra opinberlega frá mál-
avöxtum sem fram kunna að koma
við „starfslega könnun."
í ályktuninni segir ennfremur að
reynist fótur fyrir kærum á hendur
lögreglumönnnum, sé um alvarlegt
mál að ræða sem í felist „óhugnanleg
röskun á réttarríkinu og alvarlegt
trúnaðarbrot við samfélagið". Það
sé mikilvægt bæði embættinu og
starfsmönnum þess að forsendur og
afleiðingar slíkra kæra séu rækilega
kannaðar. í ályktuninni segir að
kærur af þessu tagi hafi í for með
sér mikla röskun á starfí lögreglunn-
ar og því verði að krefjast þess að
lögreglustjórinn láti kanna öll slík
mál á starfslegum grundvelli, óháð
formlegri lögreglurannsókn. Reynist
fótur fyrir kærum sé óhæfílegt að
bíða eftir niðurstöðu ákæruvalds eða
dómstóla áður en tekið er á vandan-
um.
Ennfremur segir að komi á.daginn
að lagðar hafi verið fram rangar eða
stórlega ýktar kærur sé eðlilegt að
ákæruvaldið fjalli um þær á grund-
velli 106. greinar almennra hegning-
arlaga. Loks lýsir fundurinn furðu
yfir óvöndum fréttaflutningi sumra
qölmiðla um lögreglumálefni. Með
slíkum vinnubrögðum sé íslenskri
blaðamennsku gerð vanvirða.