Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 56

Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 4 . Vinklar LlLL Sívalt Ryðfrítt stangastál Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Profílar Flatt Pípur OOo Fjölbreyttar stærðir og þykktir Ryðfríar stálplötur Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Stálgæði: AISI 430 (Wst. 4016) Plötuþykktir: 0,8 - 6,0 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm SINPRAA4STALHF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684 morðingja sem reyndi að drepa hann sjálfan í bífræfnu ráni fyrir nokkrum árum. Sakamála-félagamyndin Met- sölubók („Best Seller"), sem sýnd er í Háskólabíói, tekst á við erfítt verkefni; að gefa samúðarfulla lýs- ingu á kaldrifjuðum morðingja og nýtur við það dyggrar aðstoðar James Woods sem hér er í óvenju- góðu jafnvægi í hlutverki leigu- morðingjans. Hún reynir líka að gera hetju úr honum. Hvort tveggja mistekst. Hin Joseph Wambaugh-líka spennumynd er vel Ieikin af félög- unum James Woods og Brian Dennehy og skarplega mynduð af Lundgren verður Garpur; úr hasarmynd Regnbogans. í upphafi voru leikf öng Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hetjur himingeimsins („Masters of the Universe“). Sýnd í Regn- boganum. Bandarísk. Leikstjóri: Gary Goddard. Framleiðandi: Ed Pressman. Helstu hlutverk: Dolph Lundgren, Frank Langella og Meg Foster. Það er ekki oft sem heilu bíó- myndimar byggjast á leikföngum. Arið 1982 komu á markaðinn nokkrar leikfangadúkkur frá leik- fangafyrirtækinu Mattel sem kall- aðar voru Hetjur himingeimsins („Masters of the Universe"). Sam- nefnd bíómjmd er nú sýnd í Regn- boganum. Dúkkumar, eða öllu heldur skrímslin með andstæðingana Garp og Beina í fararbroddi, nutu gríðar- legra vinsælda og fljótlega var far- ið að gera teiknimyndir um þær (sýndar á Stöð 2) og svo allt hitt: myndbönd, hasarblöð, rúmteppi og náttföt. Það var bara tímaspursmál hve- nær bíómyndin yrði gerð. Hún kem- ur í Regnbogann via Golan og Glob- us og er að fráslepptum hriplekum söguþræði, Dolph Lundgren í hlut- verki Garps og síðustu tíu mínútun- um, miklu betri en maður átti helst von á. Það er góður hasar í henni og læti og ágætlega unnar tækni- brellur sem halda henni á floti og áhorfendum við efnið lengst af. Og svo gerist hún til allrar lukku á jörðinni í samtímanum (eins og önnur og betri geimvísindamynd, Star Trek IV, sem því miður kom aldrei í bíóin en hefur lengi fengist á myndbandaleigunum) en það eyk- ur mjög skemmtigildið að fá gesti utanúr geimnum hingað á okkar fábrotnu plánetu. Bíómyndin er í mörgu frábrugðin goðsögnum teiknimyndanna þótt flestar aðalpersónanna hafi fengið hlutverk. Prins Adam er t.d. ekki í myndinni. Mesta kaldhæðnin er sú að litlu He-Man-fríkunum, krökk- um á aldrinum 3-10 ára, er meinað- ur aðgangur að hetjunum sínum enda er hér róið á allt önnur mið. Það má vera að Garpur yfírbugi Beina í lokin en Frank Langella í hlutverki Beina tortímir Lundgren í leiklistarhringnum enda er ekki leiðum að lílqast. Langella er skól- aður og alvarlegur skapgerðarleik- ari og nær mjög sannfærandi tökum á hinum hroðalega ljóta og valda- sjúka Beina sem minnir helst á líkið af Darth Vader. Lundgren hafði fjóra aðstoðar- menn ef marka má kreditlistann (leiklistarráðunaut, þjálfara, radd- þjálfara og einn ráðgjafa til) en er samt eins steinrunninn og He- Man-dúkkumar í búðunum. Það litla sem hann segir bendir til þess að hann hafí fengið raddþjálfun hjá félaga sínum Sly Stallone. Og hveijum er svosem ekki sama. Þeir sem fara á þessa mynd hafa fyrir löngu flett framhjá okkur og em núna að lesa teiknimyndasíð- Morðingi segir frá Metsölubók („Best Seller“). Sýnd í Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri: John Flynn. Handrit: Larry Cohen. Framleiðandi: Carter De Haven. Kvikmyndataka: Fred Murphy. Tónlist: Jay Ferguson. Helstu hlutverk: Brian Dennehy, James Woods og Victoria Tennant. Leigumorðingi kemur til lög- reglumanns, sem vill til að er spennusöguhöfundur líka, og býður honum efni í gulltryggða metsölu- bók. Hann vill hefna sín á yfirmánni sínum sem er eigandi alþjóðlegs stórfyrirtækis og er mjög valdamik- ill. Hann vill rekja fyrir lögregl- unni/rithöfundinum blómlegan starfsferil sinn innan fyrirtækisins, rekja morðin sem hann framdi fyrir- tækinu til hagsbóta og hann vill vera hetjan. En því miður. Lögreglan/rithöf- undurinn býr helst ekki til hetjur úr morðingjum. Sérstaklega ekki kvikmyndatökumanninum Fred Murphy en handrit Larry Cohens hefði þurft meiri yfírlegu og persón- um eins og þeirri sem hin breska Victoria Tennant leikur hefði mátt sleppa algerlega frekar en að gera hana eins illa úr garði og raun er. í stað þess að fylla útí myndina sem einskonar sálufélagi og ást- kona Brians Dennehys í hlutverki lögreglunnar/rithöfundarins mynd- ar hún heljarstórt tómarúm. Maður veit raunar ekki um neitt samband þeirra á milli fyrr en Woods minn- ist á það í einni setningu og svo er ekki orð um það meir. Hlutverk hennar hefur nánast allt verið klippt úr. En það er ekki helsti veikleikinn heldur sú tilraun að vekja áhorfand- ann til samúðar með hinum kaldrifj- aða leigumorðingja. Við getum aldrei sætt okkur við sögu morð- ingjans og réttlætingu. Hann lítur á sig eins og hvem annan kaup- sýslumann. Hann sér um eignir fyrirtækisjns og skuldir. „Það er hægt að drepa hvem sem er hvenær sem er, jafnvel forsetann," er uppá- haldssetning morðingjans. Hvemig hinn heiðarlegi lögreglumaður get- ur yfírleitt þolað hann er spuming sem myndin svarar aldrei. Að því slepptu sitjum við eftir með svolítið sérkennilegt afbrigði af hasarkenndri slam-bang-bang félagamynd. Þessir tveir félagar geta aldrei orðið félagar. Þeir eiga báðir góðann leik, hinn þybbni og traustvekjandi Dennehy og granni og lítt traustvekjandi Woods. Ólík- ari menn er varla hægt að finna og það gefur myndinni sína beinu innspýtingu. RYÐFRÍTT STÁL EROKKARMÁL! Fyrirliggjandi í birgðastöð:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.