Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988
t Móöir mín, HÓLMFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Hávallagötu 23, Reykjavík, er látin. Knútur Hallsson.
t Ástkær móðir mín, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Brávallagötu 10, lést í Landakotsspítala, 17. þessa mánaöar. Jarðarförin ákveöin síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Unnur Axelsdóttir.
t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN S. HJARTARDÓTTIR, Fannafold 135, lést í Borgarspítalanum 17. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlfn Ellý Vllhjálmsdóttir, Hákon M. Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn.
t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, tengda- dóttir, systir og amma, KRISTÍN ESTER SIGURÐARDÓTTIR, Dverghamri 32, Vestmannaeyjum, lést þann 11. maí í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudagjnn 20. maí kl. 14.00. Ólaf ur T ryggvason, T ryggvi Þ. Ólafsson, Brynhlldur Baldursdóttir, Slgurður Ó. Ólafsson, Sædís Steingrímsdóttir, Linda Björk Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þórhildur Stefánsdóttlr, systkini og barnabörn.
t Jarðarför ÁSTU HANNESDÓTTUR, áöur tll heimilis á Freyjugötu 6, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. maí kl. 10.30. Aðstandendur.
t Kveðjuathöfn um föðursystur okkar, SOFFÍU PÁLMADÓTTUR MAINOLFI fyrrum kaupkonu á Laugavegi 12, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 19. maí, kl. 13.30. Auður Ingvarsdóttir, Sigurður Ingvarsson. Pálmi Ingvarsson.
+ Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, STEINN SIGURGEIR KRISTJÁNSSON frá Ólafsvfk, verður jarösunginn frá Ólafsvíkurkirkju, laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Olafsvíkurkirkju. Eygló Steinsdóttlr, Jón Auðunn Viggósson, Halla Steinsdóttir, Birgir Jónsson, Adolf Steinsson, Erla Þóröardóttir, Nfna Steinsdóttir, Hilmar Gunnarsson, Áslaug Þrálnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, OLGA LAUFEY ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Álfaskeiði 84, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni f Hafnarfirði föstudaginn 20. maí kl. 13.30. Erla Olsen, Bjarnl Ólafsson, Ágústa Olsen, Þorsteinn Sigurðsson, Sonja Valdimarsdóttir, Erlingur Herbertsson, Halldóra Guðjónsdóttir, Ingi Hannesson, Ólöf Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Elnarsson, Hulda Þorbjörnsdóttir, Marinó Þorbjörnsson. barnabörn og barnabarnabörn,
Nanna Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 18. september 1906
Dáin 14. marz 1988
Mig langar að minnast nokkrum
orðum gagnmerkrar konu, vinkonu
minnar Nönnu Guðmundsdóttur,
kennara og bókavarðar, en hún lézt
fyrir nokkru að heimili sínu í Beru-
firði í Suður-Múlasýslu. Ég kynntist
henni fyrir mörgum árum í Ingólfs-
stræti 14 hjá Kristínu Ólafsdóttur
lækni og Vilmundi Jónssyni land-
lækni, en við vorum báðar tengdar
því heimili.
Nanna stóð föstum fótum í
íslenzkri menningu og var hafin
yfir allt smátt og ómerkilegt, sem
nú þykir við hæfi að fjölyrða um í
tíma og ótíma. Hún var meira hugs-
andi en flestir aðrir, sem ég hef
kynnzt. Ef ég minnist hennar, koma
þessi orð fyrst upp í hugann; þjóð-
rækni, ættjarðarást, nægjusemi og
bindindi. Hún var hollvinur íslenzkr-
ar menningar í hvaða formi sem
var, brot af bergi lands eins og blik
af þess draumi, eins og Jóhannes
úr Kötlum orðar svo fagurlega í
kvæði sínu, íslendingaljóði.
Nanna bjó alla sína ævi í Beru-
firði í Suður-Múlasýslu. Ég heim-
sótti hana oft á sumrin og kom
alltaf fróðari til baka. Hún var
minnug og óvenjulega skemmtileg,
hafði glöggt auga fýrir allri gaman-
semi og skemmtilegheitum í ræðu
og riti. Þá er ótalið, hvað hún lagði
til menningarmála, svo sem skóg-
ræktar og landgræðslu. Fyrir ofan
túnið í Berufírði lét hún girða af
stórt svæði. Þar voru gróðursettar
flestar tegundjr tijáplantna, sem
vaxið geta á íslandi. Oft hugsaði
ég um það, að svona gæti landið
allt verið vafið gróðri, ef fólkið sem
það byggir, bæri meiri umhyggju
fyrir því.
Eitt enn nefni ég, sem var Nönnu
til mikils sóma. Það var hvað hún
hugsaði vel um kirkjuna og kirkju-
garðinn í Berufírði. Berufjörður er
gamalt prestssetur, sem lagt var
niður sem slíkt snemma á öldinni.
Oft finnst mér slíkar jarðir fara í
niðumíðslu og fólk, sem fær þær
til ábúðar, ekki hugsa um menning-
argildi þeirra. Kirkjumar fara í
óhirðu og kirkjugarðamir verða
ijótasti blettur landareignarinnar.
Kannski er sú, sem þetta skrifar,
viðkvæmari fyrir þessu en aðrir,
vegna þess að hún er alin upp á
prestssetri, sem nú er aflagt sem
slíkt. íbúðarhúsið stóð mitt á milli
kirkju og kirkjugarðs, og maður sat
oft uppi á kirkjulofti, meðan sólin
var að setjast og þokan sveimaði
um dalinn. í litlu kirkjunni í Beru-
firði er öllu vel við haldið. Þar er
m.a. altarisklæði frá 17. öld og eft-
irlíking af gamalli altaristöflu, sem
þau systkinin létu gera eftir altaris-
töflu, sem var í kirkjunni, en er nú
á Þjóðminjasafninu.
Mikið er ísland fátækara, eftir
að Nanna er horfin á braut. Nú
heyrist ekki framar af hennar vör-
um þessi syngjandi skaftfellski
hreimur í orðum eins og bam og
stjama, sem enginn nær nema þeir,
sem aldir eru upp á þessu svæði.
Mig langar að lokum að stinga upp
á því, að þeir, sem vildu minnast
Nönnu og fínnst þeir eigi henni eitt-
hvað upp að inna, planti einu tré í
garðinn sinn í hennar minningu.
Eg kveð svo þessa vinkonu mína
með miklum söknuði og bið himna-
smiðinn að lýsa henni á ótroðnum
stígum.
Þorbjörg Björnsdóttir
Anna Einars-
dóttir - Minning
Fædd 5. október 1903
Dáin 1. maí 1988
Hún Anna Einarsdóttir, föður-
systir mín, er dáin. Mig langar að
sýna henni þakklæti mitt með því
að minnast hennar með nokkrum
orðum.
Anna Einarsdóttir var fædd að
Hafranesi við Reyðarfjörð 5. októ-
ber 1903, elsta bam Guðrúnar
Hálfdánardóttur og Einars Friðriks-
sonar bónda og útgerðarmanns þar.
Ólst hún upp á mannmörgu heim-
ili, en þau systkinin voru 8 og auk
þess voru þar skyldmenni og vinnu-
fólk, oft um og yfír 20 manns á
heimilinu.
Anna giftist eftirlifandi manni
sínum, Eiríki Bjömssyni lækni, 9.
febrúar 1929. Eignuðust þau tvö
böm, Guðrúnu sem giftist Hafliða
Andréssyni, en hann lést árið 1970
t
Útför systur okkar og fóstursystur,
ÖSSURÍNU BJARNADÓTTUR
frá Bolungavfk,
sem lóst 8. þ.m., fer fram fró Fossvogskirkju föstudaginn 20.
maí kl. 13.30.
Jóna BJarnadóttir,
Ásta Bjarnadóttlr,
Steingrfmur Bjarnason,
Jóhann Kristjánsson.
t
Útför,
ÖNNU KATRINE ÞORGRÍMSSON,
faedd Ólsen,
Melgerðí 19,
fer fram frá Fossvogskapellu nk. föstudag, 20. maí, kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Davfð S. Jónsson.
t
Bróöir okkar,
JÓHANNESÁRNASON
frá Gegnishólaparti,
verður jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 21. maí kl.
13.30.
Kristfn Árnadóttir,
Slgurður Árnason.
Lokað
Lokað frá kl. 13.00 ÁRNASONAR. dag vegna jarðarfarar HELGA Gullkistan, Frakkastíg 10.
iangt um aldur fram, og Bjöm,
kvæntan Hjördísi Halldórsdóttur.
Minnisstæðar eru mér ferðimar
í Hafnarfjörð með foreldrum mfnum
og systkinum. Oft gengum við til
Hafnaifyarðar á sunnudagseftir-
miðdegi og fengum heimkeyrslu að
heimsókn lokinni. Böggull fylgdi
þó stundum skammrifi, en það var
þegar Eiríkur tók okkur Erling af-
síðis inn á læknastofu sína, sem var
á jarðhæð hússins, til að gera við
tennumar í okkur. Það gleymdist
þó fljótt, því alltaf tók Anna vel á
móti okkur þegar viðgerðinni var
lokið. Og næst þegar rætt var um
að fara í Hafnarfjörð tókum við
strax vel í það — heimsóknin var
tannviðgerðinni sterkari í minni.
Þá þótti okkur alveg einstakt að
leika okkur í garðinum þeirra á
Austurgötu, en hann er mjög sér-
stakur að því leyti að klettar ná inn
í hálfan garð, eins og reyndar víða
í Hafnarfirðinum.
Sambandið við Önnu og Eirík
datt að mestu niður á unglingsárun-
um. Það var ekki fyrr en á síðustu
2-3 árum, að við. Anna fómm að
hafa samband aftur. Og þegar við
töluðum saman í síma var ekki
hægt að heyra að 50 ára aldurs-
munur væri á okkur, svo mikið var
hlegið og gantast.
Anna og Eiríkur bjuggu fyrstu 3
hjúskaparárin i Ólafsvík, en fluttu
þá til Hafnarfjarðar, áð Austurgötu
41, og bjuggu þar í rúmlega hálfa
öld. Þau fluttu að Hrafnistu í Hafn-
arfirði fyrir örfáum mánuðum og
var það sérstaklega erfitt fyrir
Önnu að yfirgefa húsið sitt og að-
lagast nýju umhverfí. Ég held hún
hafi aldrei sætt sig við það. Hún
fékk mildan dauðdaga en hún varð
bráðkvödd á heimili sínu.
Anna var jarðsett í kyrrþey 16.
maf. Ég votta Eirfki, Guðrúnu, Bimi
og þeirra fólki samúð mína.
Hildur Friðriksdóttir