Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 53
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 53 Bandaríkjunum. Þessar sprengjur orsökuðu dauða fólks og skemmdir á mannvirkjum. Hvaða þjóðir dæma ekki slíkan mann? Um slæman að- búnað hans í fangelsi á Kúbu hafa Kúbanir skýr svör. Til eru sannanir í formi videómynda, þar sem skáld- ið fatlaða sést gera sínar daglegu leikfimisæfíngar uppréttur og hress. Fangelsið, sem hann dvaldi í, er opið fréttamönnum og öðrum sem vilja kynna sér fangelsismál á Kúbu. Við fengum tækifæri til að heimsækja kvennafangelsi í Hav- ana. Þar var aðbúnaður mjög góður og aðaláhersla lögð á endurmennt- un kvennanna. Má nefna, að þetta sama fangelsi hafa Bandaríkja- menn nefnt sem hina verstu holu og miðstöð pyntinga. Þar sáum við bjartsýnar konur í huggulegu um- hverfi. En hér snýst umræðan um mann- réttindi ekki eingöngu um þetta. Mannréttindi eru einnig rétturinn til matar, menntunar og heilsu- gæslu. Verður mönnum þá tíðrætt um risann í norðri, þar sem bæði bamadauði og ólæsi er hærra en á Kúbu. Alþjóðahyggjan Alþjóðahyggjan er einn af hom- steinum utanríkisstefnu Kúbana. Fidel hefur sagt við fleiri tækifæri, að hvar sem þjóðir beijist fyrir sjálf- stæði sínu, rétti Kúba þeim hjálpar- hönd. All sérstæð er aðstoð Kúbana í menntun fólks frá þriðja heimin- um. Á Kúbu stunda nám um 24 þús. nemendur frá 80 þriðja heims löndum. Kúba ber allan kostnað af þessum skólum og fá nemendur kennslu á sínu eigin tungumáli, þannig að með nemendunum koma kennárar, sem fá þjálfun og aðstöðu á Kúbu. Flestir þessara skóla em á Æskueyjunni, úti fyrir suður- strönd landsins. Um 50 þús. alþjóðahyggjumenn frá Kúbu em starfandi í þriðja heims ríkjum. Þeir em læknar, kennarar, verkamenn, bygginga- menn og starfsmenn í her. Kúb- anskar herdeildir em í Angóla, sem kljást við suður-afríkanska innrás- arherinn. Það þykir mjög virðingarvert að hafa boðið sig fram sem alþjóða- Háskólann ítölsku- kennsla hafin í Háskólanum hefur verið tekin upp kennsla f ítölsku. Nú standa yfír ítölskunámskeið ætluð nem- endum skólans sem og öllum al- menningi. Námskeiðin standa yfir f fjórar vikur, 3 tíma á dag og eru þau bæði ætluð byijendum og þeim sem lengra eru komnir. Að sögn endurmenntunarstjóra Há- skólans, Margrétar S. Bjömsdótt- ur, hefur ásóknin f námskeiðin verið mikil og ekki reyndist til dæmis unnt að taka við nema um fjórðungi þeirra sem sóttu um að komast á byijenda námskeiðið. Námskeið þessi eru haldin af end- urmenntunamefnd Háskólans og Heimspekideild í samvinnu við ítölsku menningarmálastofnunina, „Mondo Italiano“ sem hefur aðsetur f Róm. Það er sendikennari stofnun- arinnar, Robert Tartaglione, sem sér um kennsluna en með honum hér á landi er einnig forstöðumaður stofn- unnarinnar, Ugo Letti. Kosnaður við námskeiðin er af verulegu leyti greiddur af ítölsku menningarmála- stofnuninni. í fyrrgreindu samtali við Margréti S. Bjömsdóttur kom einnig fram að ef vel tækist til við þessi sumamámskeið mætti jafnvel búast við framhaldi af ítölskukennslu við Háskólann næsta haust. Önnur sum- amámskeið í Háskólanum á vegum endurmenntunamefndar sem nefna mætti eru t.d. endurmenntunamám- skeið fyrir framhaldskólakennara, tölvunámskeið og endurmenntun- amámskeið fyrir tannlækna. hyggjumaður og enginn skortur er á sjálfboðaliðum. Sem dæmi má nefna Nicaragua. Þar em starfandi um 3.000 kennarar. Þegar auglýst var eftir þessum kennurum buðu sig fram 30 þús. manns, aðallega konur. Þegar andbyltingarmenn drápu nokkra þeirra, þá buðu 100 þús. sig fram til að koma í stað hinna föllnu. P.S. Þessi grein var boðin tíma- ritinu Þjóðlífi til birtingar, enda var þar nýverið slælega unnin grein sem var full af hleypidómum um Kúbu. Eftir rúmlega viku umhugsun hafn- aði ritstjórinn greininni og gaf eftir- farandi skýringu: „Mér finnst ekki ástæða til að birta þau sjónarmið sem þama koma fram.“ Einnig var óskað eftir því að Þjóðviljinn birti greinina en því var hafnað á sömu forsendum Höfundar eru við nám á Kúbu. Sölutjöld 17. júní 1988 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóöhátíðardaginn 17. júní 1988 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 3. júní kl. 16.15. íþrótta-og TÓMSTU N DARÁÐ AlXlÆDHR TRÉGUIGGAR KYNNING FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG KL. 13:00 -17:00 í SÝNINGARSAL GLUGGASMIÐJUNNAR, SÍÐUMÚLA 20. Álklæddir trégluggar er nýjasta vöruþróun- arverkefni Cluggasmiðjunnar. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Iðntæknistofnun . íslands og markmiðið er að ná fram betri og þéttari gluggum, en áður hefur verið unnt. Auk þess eru þessir gluggar viðhalds- fríir að utan. Nú þegar hefur þessi aðferð verið reynd við nokkur sérhönnuð verkefni, til dæmis: Hótel Loftleiðir, Útvarpshúsið, Holiday Inn hótelið, Framtíð v/Skeifuna og Sunnuhlíð í Kópavogi. Sú þekking og reynsla sem fengist hefur við þessar framkvæmdir verður nú notuð til að þróa og aðlaga álklæðningu fyrir almenna notkun í íbúðarhúsum. HELSTU KOSTIR ÁLKLÆDDRA TRÉGLUGGA: Cluggarnir eru viðhaldsfríir að utan. Álklæddir trégluggar eru ódýrari en álgluggar og ekki dýrari en venjulegir trégluggar, ef tekið er tillit til viðhalds- kostnaðar. Álklædda tréglugga er mun einfaldara að glerja við erfitt veðurfar. Ekkert kítti er notað að utan og því þarf ekki að bíða eftir þurru veðri. Fúavandamál eru hverfandi. Verðmæti hússins eykst. Útlit hússins verður öðrum til fyrirmynd- ar. Gluggasmiðjan hf. SÍÐUMÚLA 20 - 108 RFYKJAVÍK - SÍMI 681077 04.01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.