Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 76

Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 76
ALLTAF SÓLARMEGIM Síldveiðar auknar um 20.000 tonn „Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að veiddar verði 90 þús- und lestir af sfld á næstu vertíð. Það er 20 þúsund lestum meira en & síðustu vertíð," sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum farið eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar undanfarin ár og skipt kvótanum nær jafnt á milH bátanna," sagði Jón. „Um 90 bátar hafa rétt til síldveiða en það hefur verið mikið um framsöl á kvótanum og í fyrra stunduðu ein- ungis 50 til 60 bátar þessar veiðar. Þær hafa gengið mjög vel undan- farin ár, byijað í október og staðið framundir áramót. Minnkandi neysla á sfld í heimin- um og aukning á sfldveiðum við Kanada og Noreg gerir okkur hjns vegar erfitt fyrir varðandi sölpna. Við erum þó eina þjóðin sem þefur getað nýtt sinn sfldarstofn næf ein- göngu til manneldis," sagði Jón. íslendingur í námaslysi Ó«16. Fri Rune Timberiid, fréttaritara MorgtmbUðeiiu. BJORGVIN Björgvinsson, 31 árs gamall íslendingur, liggur nú á sjúkrahúsi f Tromsö vegna meiðsla sem hann hlaut við að slökkva eld f námu á Svalbarða. Hann er ekki f lffshættu. Björgvin var ásamt fleirum við slökkvistörf f námunni þegar hrundi úr námuþakinu ofan á hann og fé- laga hans, Norðmanninn Olav Bjerklund, 25 ára. Munu þeir hafa beinbrotnað og hlotið einhver brunasár. Flogið var með þá á sjúkrahúsið í Tromsö á þriðrjudags- kvöldið, en þar fengust þær upplýs- ingar að hvorugur þeirra væri í lífshættu. Eldurinn kom upp f námu 7, sem er ein stærsta náman í Longyearby- en á Svalbarða. Hann kviknaði í þrýstirými, §óra kílómetra inni í Qallinu, en náði að breiðast út f kolalag o g var orðinn óviðráðanleg- ur f gær, miðvikudag. Fjörutíu reyk- kafarar vinna nú við slökkvistarf í námunni, en yfírmaður námagraft- ar á Svalbarða, Stein Iver Koi, telur að það muni taka marga daga að slökkva eldinn að fullu. ísafjorður: Léstí bílslysi íaafirði. Beinaflutningabfll frá Flat- eyri fór út af veginum ofarlega á Dagverðardal f Skutulsfirði f gær, miðvikudag. Ökumaður bílsins lést f sjúkraflugvél á leiðinni til Reykjavíkur. Fjórt- án ára sonur hans slapp iítið meiddur og má það teljast mik- il mildi, þvf bfllinn er gjörónýt- ur. í gær lá ekkert nánar fyrir um tildrög slyssins, en talið er að bremsur bílsins hafi bilað í brattri FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. SALTFISKURINN SOLÞURRKAÐUR Grindavík. SUÐUR f Garði á Garðskaga er einn af gömlu þurrkurunum byijaður að sólþurrka saltfisk aftur og rifja þannig upp gamla timann. Guðbergur Ingólfsson fiskverkandi sagðist hafa byij- að að vinna nfu ára gamall á reit í Hafnarfirði við að breiða saltfisk. Nú nýtur Guðbergur aðstoðar konu sinnar, Magn- þóru Þórarinsdóttur, og nokk- urra unglinga við að breiða saltfisk á reit sem hann hefur komið sér upp f Garðinum úr fjörugrjóti. - Kr.Ben. Sovétmenn kaupa 125.000 trefla af Álafossi til viðbótar Sovéska samvinnusambandið staðfesti f gær kaup á 125.000 treflum til viðbótar þvf magni, Frá slysstað. beygju við svokallað Tunguleiti. Við það mun bfllinn hafa farið út af veginum, oltið á hliðina og runnið fimmtíu til hundrað rnetra. Framendinn rakst á stóran stein, við það snerist bfllinn, pallurinn rifnaði af og lenti nokkra metra sem áður hafði verið skrifað undir. í byijun mars var gerður samningur um kaup samvinnu- frá bílflakinu sem stöðvaðist rétt ofan við vatnsból ísafjarðarkaup- staðar. Farþeginn komst af sjálfs- dáðum út úr bflnum og gat stöðv- að bfl sem leið átti framhjá. - Ulfar sambandsins á ullarvörum að upphæð tvær milljónir banda- ríkjadala, en Álafossmenn gerðu sér vonir um frekari sölu og hafa undanfaraar vikur staðið í samningaþófi við sovéska fyrir- tækið. Ekki fengust í gær upplýs- ingar um nákvæmt verð, en það mun vera í anda verðstefnu fyr- irtækisins. islendingar kaupa vörur frá sam- vinnusambandinu upp á þijár millj- ónir bandarfkjadala, þar af eru tveir olíufarmar. Ullarvörusamningur Álafoss og samvinnusambandsins frá því í marsbyijun hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir bandarílq'a- dala, eða um 90 milljónir ísl. króna. Það var aðeins um fjórðungur þess sem Álafossmenn vonuðust til að Sovétmenn keyptu í heild, það er bæði sovéska samvinnusambandið og sovéska ríkisfyrirtækið Razno. Samningurinn þá gerði aðeins ráð fyrir peysukaupum, en eftir var að semja um treflana. Fyrirtækin hafa sfðan þá staðið í samningaþófi um frekari ullarvörukaup. Álafossmenn höfðu gert sér vonir um að sam- vinnusambandið keypti til viðbótar 150.000 trefla, 24.000 peysur og 10.000 teppi fyrir eina milljón Morgunblaðið/Úlfar króna, en Sovétmenn hafa aðeins staðfest kaup á 125.000 treflum, eins og fram kom. Álafoss væntir einnig frekari samninga við sovéska ríkisfyrirtæk- ið Raznoexport og gerir Álafoss sér nú vonir um að saman gangi í kjöl- far viðbótarsamninga við sovéska samvinnusambandið. Álafoss hefur nú þegar samið við Razno um ullar- vörukaup upp á 80 millj. ísl. kr. og væntir viðbótarsamninga upp á annað eins, samkvæmt ramma- samningi þjóðanna. Á145 kíló- metrahraða LÖGREGLAN á Akureyri stóð 25 ára gamlan ökumann fólks- bifreiðar að þvi að aka með 145 kflómetra hraða eftir veginum við Vaðlareit sfðdegis á miðviku- dag. Okumaðurinn var færður á lög- reglustöðina á Akureyri og þaðan rakleiðis fyrir dómara, sem dæmdi hann til að greiða sekt og til að sjá af ökuleyfí sínu um tveggja mánaða skeið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.