Morgunblaðið - 01.06.1988, Page 30

Morgunblaðið - 01.06.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Reuter Námsmenn mótmæla Námsmenn í Suður-Kóreu hafa um leið uppþotanna, sem urðu langt að brenna sig til bana og síðustu daga efnt til mótmæla i borginni Kwangju árið 1980. var myndin tekin við útför gegn stjómvöldum og minnst Einn stúdentanna gekk svo hans. Tilraunadýr í rannsóknum: Hjartafrumur í stað tilraunadýra Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsms. SAMTOK í lyfjaiðnaði í Evrópu veittu í gær viðurkenningu fyrir rannsóknaraðferðir sem draga úr notkun tilraunadýra við leit og prófanir á nýjum lyfjum. Þetta er annað árið í röð sem viðurkenn- ing samtakanna er veitt fyrir ár- angur á þessu sviði. Það vora belg- iskir visindamenn sem hlutu viður- kenninguna að þessu sinni. Belgísku vísindamennimir, sem vinna við rannsóknastofu Janessen- lyflafyrirtækisins, þróuðu aðferðir sem gera þeim kleift að nota einstak- ar hjartafrumur við tilraunir sínar á áhrifum hjartaiyfja. Töluverð um- ræða hefur verið um notkun tilrauna- dýra við prófanir á nýjum lyfjum innan Evrópu undanfarin ár og með verðlaunaafhendingunni í ár og sömuleiðis í fyrra vilja samtök lyfja- framleiðenda hvetja menn til að leita annarra leiða. Ljóst þykir að tilrauna- dýr verða um langa framtíð nauðsyn- leg við lyfjaframleiðslu en skikkan- legt þykir að rejma að draga úr notk- un þeirra sem frekast er unnt. í samtökum lyfj aframleiðenda (EFPIA) í Evrópu eru framleiðendur í sextán Evrópulöndum. Eitt af markmiðum samtakanna er að stuðla að aukinni samvinnu rannsókna- stofnana og lyflaframleiðenda með því m.a. að beina athygli manna að mikilvægi rannsókna af ýmsu tagi. Ekkert íslenskt fyrirtæki á aðild að EFIPA. Játa Rússar fjölda- morðin í Katynskógi? Afganistan: Sovézki herinn far- inn úr Panjsherdal Islamabad. Reuter. SVEITIR sovézka innrásarhers- ins og afganska stjórnarhersins eru horfnar með öUu úr Paiys- herdalnum og er hann þvi að fullu undir yfirráðum skæruliða, að sögn talsmanna þeirra. Að sögn talsmannsins lögðu sovézku og afgönsku sveitimar jarðsprengjur áður en þær hörfuðu úr dalnum. Hefði það tafíð flótta- menn í því að snúa aftur til fyrri heimkynna þar. Talið er að um 5.000 sovézkir hermenn hafi verið í dalnum undir það síðasta. Heimkynni skæruliðaforingjans Ahmad Shah Massoud eru í Panjs- herdal, sem hefur mikla hemaðar- lega þýðingu þar sem vegurinn frá Kabúl til sovézku landamæranna liggur um hann. Sovézki innrásar- herinn hefur gert ítrekaðar tilraun- ir til að leggja dalinn undir sig en sveitir Massouds hafa hmndið hverri stórsókn þeirra af annarri. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu í gær að Sovétmenn hefðu hafið brottflutning innrásarliðs síns frá helztu borgum Afganistans, s.s. Gardez og Ghazni í suðausturhluta landsins, Kandahar í suðurhlutan- um og Herat í vesturhlutanum. Reuter Æxlunartími svína lengdur Vísindamenn við háskólann í Sydney i Ástralíu hafa að und- anförau gert tilraunir sem miða að því að fá svin til að æxlast og fjölga sér allan ársins hring. Æxlunartími svina hefur til þessa verið bundinn við haust og vetur og afkvæmin fæðast á vorin. Ef þessar til- raunir bera árangur er gert ráð fyrir að hagnaður af svinaeldi muni margfaldast. Dr. Bob Love sem stjórnar tilraununum sagði að með hormónagjöfum væri reynt að fá svínin til að æxlast á þeim tima sem eðlisáv- isun dýranna segði þeim að gera það ekki. Moskvu. Sunday Telegraph. SOVÉSK stjóravöld gáfu í fyrsta sinn tíl kynna á laugardag, að þau kynnu að gangast við einu við- bjóðslegasta illvirki Stalíns — kal- drifjuðu morði á um 12.000 pólsk- um liðsforingjum i Katynskógi í nágrenni Smolensk i Vestur- Rússlandi. Sú deild Moskvuútvarpsins, sem sendir út á enskri tungu, sagði, að nauðsynlegt væri orðið að endurmeta þá „viðteknu skoðun", að ijöldamorð- in í Katynskógi hefðu verið framin af hemámsliði nasista 1941. „Nú verðum við að líta á þennan atburð sem auða síðu í sögu þjóðanna," sagði Moskvuútvarpið og bætti við, að þýsk skjöl, sem greindu frá því, að sovéskar kúlur hefðu fundist í líkunum, hefðu nýlega „komið upp á yfirborðið". Pólsku liðsforingjamir voru í fangabúðum og þeirra var gætt af liðssveitum NKVD, rússnesku leyni- þjónustunnar, forvera KGB, eftir að Hitler og Stalín skiptu Póllandi. Tveimur árum síðar tilkynnti yfir- maður þýska innrásarhersins, þegar hann var kominn til Smolensk, að fundist hefði fiöldagröf í Katyn- skógi, og bauð hann alþjóðlegri nefnd að rannsaka líkin. Stalín vísaði þess- um ásökunum á bug og kallaði þær nasista-áróður. í tíð Samstöðu, frjálsu verkalýðs- félaganna í Póllandi, var reistur minnisvarði í Varsjá um fómarlömb- in í Katynskógi. Á veggspjöldum, sem gerð voru við það tækifæri, sagði, að Sovétmenn bæru ábyrgðina á morðunum. Þessi gjörbreytti tónn hjá Moskvu- útvarpinu kom fram í frétt af minn- ingarathöfn við hið opinbera minnis- merki vegna fjöldamorðanna. Á því minnismerki er nastistum kennt um voðaverkið. Fréttamaðurinn tók samt fram, að verið væri að „endumýja" minnismerkið. Hann sagði hins vegar ekki, hvort endumýjunin næði til áletmnarinnar á því. Þegar Mikhail Gorbatsjov kom til Varsjár í fyrra, tilkynnti hann, að sovésk-pólsk nefnd mundi rannsaka „auðar síður" í sameiginlegri sögu þjóðanna tveggja. Sú ákvörðun að nefna fjöldamorðin í Katynskógi „auða síðu“ kemur heim og saman við þá stefnu Gorbatsjovs að gera upp sakimar við Stalíns-tímabilið. Þar á hann sennilega langt og erfitt starf fyrir höndum. Bretland: Þyngja refsingar fyr- ir unga afbrotamenn St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttantara Morgunblaðsms. YFIRVÖLD munu í þessarí viku gera opinberar ýmsar aðgerðir til að þyngja refsingar þeirra ungu afbrotamanna, sem ekki eru dæmdir í fangelsisvist. Von- ast er til, að þær fækki föngum um fimm til tíu þúsund á árí. Nýlega lýsti innanríkisráðherr- ann, Douglas Hurd, því yfir, að hafin yrði bygging á mörgum nýjum fangelsum til að bæta aðstöðu fanga. í breskum fangelsum eru mun fleiri fangar en þau geta með góðu móti hýst. Ýmsir dómarar hafa verið tregir til að dæma unga afbrotamenn í betrunarvinnu vegna þess að hún væri ekki nægileg refsing. Umsjón með henni hefur verið losaraleg og dómstólamir hafa enga umsjón haft með þeim, sem dæmdir hafa verið í betrunarvinnu. Nú munu dómstólamir taka upp slíkt eftirlit og verður fylgst með hverjum og einum. Þeir, sem dæmdir verða í betrun- arvinnu, en ekki í fangelsi, verða að mæta á réttum tíma á hveijum degi og erfiða allan daginn við að þrífa sóðaskap eins og slagorð af húsveggjum og msl og ræsa fram skurði. Þeir, sem ekki stunda vinn- una, verða dregnir fyrir dómara á nýjan leik og eiga á hættu að lenda í fangelsi í staðinn. Leitast verður.við á láta þessa ungu afbrotamenn vinna á þeim svæðum, þar sem þeir bmtu af sér, til þess að þeir sjái skaðann, sem þeir hafa valdið, og læri að bæta samfélaginu það, sem þeir hafa gert. Einnig er líklegt, að þeim verði gert að greiða fómarlömbum ódæð- isverka sinna af launum sínum.' John Patten aðstoðarinnanríkis- ráðherra gefur út yfirlýsingu um þetta í dag. Hann sagði í blaðavið- tölum í gær og um helgina, að yfir- völd væm staðráðin í að skapa beint samband milli afbrotamannanna og þess samfélags, sem þeir hafa skað- að, og láta þá bæta skaðann. í sum- ar munu yfírvöld gefa út bók um refsingar, þar sem mótuð er stefna í fangelsismálum fram að aldamót- um. Meginatriðið í henni verður að sögn minni áhersla á fangelsi en meiri á betmnarvinnu utan fangels- is. Þessar nýju reglur koma til fram- kvæmda síðar á þessu ári og krefj- ast ekki lágasetningar. Rökin fyrir þeim em einkum mikill fjöldi fanga annars vegar og hins vegar hafa fangelsi oft slæm áhrif á unga fanga og beina þeim beinlínis inn á braut frekari afbrota. Auk þess er betmnarvinna mun ódýrari í framkvæmd en fangelsun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.