Morgunblaðið - 10.06.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
JL j
Morgunblaðið/Bj arni
Ifylgdmeð fullorðnum
BÖRNIN, sem fara í góða veðrinu niður að Tjöm til að gefa öndunum
brauð, hafa nú fleiri að fæða en áður, því fyrstu ungamir eru skriðnir
úr eggjunum. Þeir telja þó ömggara að fara ekki langt frá móðurinni
á meðan þeir em að læra sundtökin.
Heimsókn forsætisráðherra til Finnlands:
Rætt víð Holkeri um
alþjóðleg samskipti
Frá Lara Lundsten, fréttaritara Morfjunblaðsins.
FORMLEG dagskrá Þorsteins Pálssonar í Helsinki hófst I gærmorg-
un. Er þetta i fyrsta sinn sem forsætisráðherra Islands kemur í opin-
bera heimsókn til Finnlands. Hitti Þorsteinn bæði Mauno Koivisto
forseta og Harri Holkeri forsætisráðherra að máli í gær og síðdegis
flutti hann fyrirlestur hjá Paasikivi-samtökunum, og fjallaði hann
um utanríkis- og öryggisstefnu íslands.
Forsætisráðherrahjónin Þor- samskiptum Finna og íslendinga.
steinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar
komu til Helsinki á miðvikudag, en
formleg dagskrá hófst ekki fyrr en
í gær þar sem Mauno Koivisto for-
seti var í Ungverjalandi þangað til
í gær. Harri Holkeri forsætisráð-
herra er staðgengill forsetans og
gat þess vegna ekki sinnt sínum
skyldum sem forsætisráðherra og
gestgjafi íslensku forsætisráðherra-
hjónanna á meðan.
Formlegar viðræður hófust milli
Þorsteins og Harris Holkeris í við-
hafnarbústaði finnsku ríkisstjómar-
innar í miðborg Helsinki strax í
gærmorgun. Engin vandamál eru í
VEÐUR
IDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær)
VEÐURHORFUR / DAG, 10. JUNl 1988
YFIRLIT f GÆR: Yfir hafinu suður af landinu er víðáttumikil 1.038
mb hæð og frá henni hæðarhryggur norðvestur um Grænland, en
992ja mb lægð við Labrador. Áfram verður hlýtt um allt land, eink-
um þó norðaustanlands.
SPÁ: í dag verður áframhaldandi suðvestlæg átt á landinu, skýjað
og súld öðru hverju með 10-15 stiga hita vestanlands en bjart
veður og víða 15-20 stiga hiti austanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðvestlæg átt, skýjað
og dálítil súld vestanlands, en léttir smám saman til austanlands.
Hiti 10-17 stig, hlýjast á Norður- og Norðausturlandi.
y, Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CXD Mistur
—{- Skafrenningur
Þrumuveður
% f %
VEÐUR VÍÐA UMHEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 20 alskýjað
Reykjavfk 10 þoka i grennd
Bergen 17 léttskýjað
Helsinki vantar
Jan Mayen 2 léttskýjað
Kaupmannah. 26 léttskýjað
Narssarssuaq 13 léttskýjað
Nuuk 14 alskýjað
Osló 26 léttskýjað
Stokkhólmur 24 hálfskýjað
Þórshöfn 13 léttskýjað
Algarve 19 skýjað
Amsterdam 1S skúr
Aþena vantar
Barcelona 21 skýjað
Chicago 11 heiðskírt
Feneyjar 22 þokumóða
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
Hamborg 16 þokumóða
Las Palmas 22 skýjað
London 13 súld
Los Angeles 13 heiðskírt
Lúxemborg 18 skýjað
Madríd 14 súld
Malaga 20 alskýjað
Mallorca 28 skýjað
Montreal 9 skýjað
New York 13 skúr
Paris 23 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
San Diego 14 heiðskírt
Winnipeg 12 iéttskýjað
Helst er brýnt að finna íslenskan
vaming sem Finnar vilja kaupa, en
undanfarið hafa viðskipti landanna
verið nokkuð óhagstæð íslending-
um.
Viðræður forsætisráðherranna
snerust um þróun alþjóðamála, sam-
skipti risaveldanna eftir leiðtoga-
fundinn í Moskvu og sameiningar-
stefnu Vestur-Evrópu innan vé-
banda Evrópubandalagsins. Forsæt-
isráðherramir voru nokkuð sam-
huga um að þróun samskipta aust-
urs og vesturs sé að komast í réttar
skorður. Bæði Flnnar og íslendingar
fylgjast náið með þeirri þróun sem
miðar að því að gera Vestur-Evrópu
að einu markaðssvæði. Hvorki
Finnar né íslendingar hafa í hugað
aðild að EB en hvorugum er kleift
að einangra sig og loka augunum
fyrir þessari þróun, enda vom þessi
mál einnig umræðuefni forsætisráð-
herranna.
Um hádegi var móttaka í forseta-
höllinni og stuttar viðræður við
Mauno Koivisto forseta. Síðan var
hádegisverður í boði forsetans og
þar á eftir heimsókn í skipasmíða-
stöð Wartsilá sem er stærsti skipa-
framleiðandinn í Finnlandi um þess-
ar mundir. í smíðum hjá Muártsilá
er m.a. kjamorkuknúinn ísbrjótur
sem Sovétmenn hafa pantað.
Deginum lauk með kvöldverði í
boði Harris Holkeris í embættis-
bústað forsætisráðherra Finna, Villa
Bjálbo, eftir ræðu Þorsteins Páls-
sonar hjá Paasikivi-samtökunum.
Formlegri dagskrá forsætisráð-
herra í Finnlandi lýkur í kvöld en
hann fer til Álandseyja um helgina
og heldur svo áfram til Stokkhólms
í fylgd með Holkeri á sunnudags-
kvöldið. Forsætisráðherramir taka
þar þátt í sumarfundi forsætisráð-
herra Norðurlanda.
Bændur lang-
lífari en aðrir
Hreyfa sig meira, drekka og reykja minna
BÆNDUR eru langlífir og deyja síður úr krabbameiní og hjartasjúk-
dómum en aðrir íslenskir karlar. Þetta er þakkað því að bændur
hreyfi sig meira, en reyki og drekki minna en annar karlpeningur,
að því er segir í fréttatilkynningu Vinnueftirlitsins um rannsókn á
dánarmeini íslenskra bænda.
Rannsókn Vinnueftirlitsins náði
til tæplega 6.000 manna, sem
greiddu í lífeyrissjóð bænda 1977-
1985. Vegna þess hve fáar konur
voru í þeim hópi var þeim sleppt í
rannsókninni. Rannsakað var
hversu margir bændur hefðu dáið
á umræddu tímabili og síðan athug-
að hve mörgum dauðsföllum hefði
mátt búast við hjá samsvarandi
hópi íslenskra karla almennt. 286
bændur höfðu dáið, en búast mátti
við 474,27 að mati Vinnueftirlitsins.
Þótt færri bændur hafi dáið úr
flestum tegundum krabbameina,
öndunarfæra- og hjartasjúkdómum
en aðrir, þá deyja fleiri úr krabba-
meini í húð og vörum. Er þar kennt
um mikilli útiveru og útfjólublárri
geislun sólarinnar. Þá deyja óvenju-
margir bændur úr hvítblæði. í
fréttatilkynningu Vinnueftirlitsins
segir að ekki sé Ijóst hvað valdi
því, en menn hafi velt því fyrir sér
hvort vissir búskaparhættir ráði
einhveiju, til dæmis komrækt,
mjólkurframleiðsla eða notkun
plágueyða og tilbúins áburðar.
Utanríkisráðherra um Rockall:
Danir samþykkja ekki
mikil réttindi okkar
„Elleman-Jensen sagði ennfrem-
ur að Danir gætu ekki samþykkt
að íslendingar ættu mikil réttindi
við Rockall. Ég spurði hann hvort
ég mætti hafa þetta eftir honum í
íjölmiðlum og hann játaði því,"
sagði Steingrímur einnig.
Hann sagði að þetta hefðu verið
lauslegar samræður og þeir myndu
ræðast betur við í dag og þá myndu
málin væntanlega skýrast betur.
Meðal annars ætlaði hann að at-
huga hvort ekki væri hægt að
ákveða fund milli þjóðanna um
þetta málefni.
dalkurl „Við ræddum lítillega
um Rockall í dag, bæði hvað
varðar bráðabirgðaniðurstöður
nefndarinnar og einnig þá stað-
reynd að hugsanleg olía er á
miklu dýpi og engin tækni tiltæk
i dag til þess að nýta hana,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, ut-
anríkisráðherra, í samtali í gær
við Morgunblaðið, aðspurður um
viðræður sínar við Uffe Elle-
man-Jensen, utanríkisráðherra
Danmerkur, en Steingrímur sit-
ur nú fund utanríkisráðaherra
Atlantshaf sbandalagsríkj anna,
sem haldinn er í Madrid.
í • l LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVIK
Dagskráin föstudag 10.
Kl. 20.00 Þjóðleikhúsið
Marmari eftir Guðmund
Kamban
Kl. 20.30 Þjóðleikhúsið, Litla
sviðið
Ef ég væri þú eftir Þor-
varð Helgason
Kl. 20.30 Kjarvalsstaðir
Svava Bemharðsdóttir
og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir
íslensk tónlist fyrir lág-
fiðlu og píanó
I