Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 9

Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 9 Þakka alla vinsemd á sjötugsafmœli mínu. Ágúst Bjarnason. Innilegar þakkir til allra vina og vandamanna fyrir heimsóknir, skeyti, gjafir, blóm og annan hlýleik á áttrœöisafmœli mínu 20. maí. GuÖ blessi ykkur. Páll Gunnarsson. INDIAN lomcWater C0HTWN8 OJIHINE '°™»eppessesci;ew. lr)gerAle Póstkröfuþjónusta Hríngdu í síma 11620 eda 28316 og viA sendum í hvelli. Notaöu krodltkortaþjón- ustu og sparaðu póetkröfurelkninglnn. VAN HALEN - OU812 Það fer alltaf dálítill fiðringur um rokkunnendur þeg- ar Eddie Van Halen og félagar senda fró sór nýja plötu. Þessi fiöringur er til kominn vegna þess, að plötur þeirra í gegnum tiðina hafa aldrei valdið von- brigöum og sú er raunin meö OU812. Platan er al- veg meö ólíkindum góð, keyrslan og krafturinn í fyr- irrúmi og gítarsólóar Eddies á sínum róttu stöðum. Nú þegar er lagiö „Black and Blue“ komiö í efsta sæti bandaríska rokkvinsældarlistans og viö reiknum með svipuðum viðtökum hór. Komið, Van Halen aðdáendur og aðrir rokkunnendur, og fáið ykkur þessa dúndurplötu. SWU- lAh,„ >»4 ☆ STEINARHF fy AUSTimSmÆTI* OLC8/&C ♦ MU0AMM- STÍQ OO STRANOOÓTU, HAFNARFIRDt Alþýðu- kapítalismi Þór Sigfússon ritar upphafsorð bókarinnar. Hann segir að langmikil- vægasta forsenda einka- væðingar sé raunveru- legur hlutabréfamarkað- ur og að samkeppni fái sin notið í viðkomandi greinum. Hefur hann áhyggjur af þvi að hinn fijálsi verðbréfamarkað- ur muni lúta i lægra haldi fyrir frumvarpsdrögum um verðbréfamarkað, þar sem m.a. sé talað um bindiskyldu verðbréfa- sjóða og fleira í þá ver- una. „Það er enginn vafi á þvi að raunverulegur hlutabréfamarkaður á íslandi getur haft gífur- legar breytíngar i för með sér. Athafnafólki býðst að leita eftir fé á slikum markaði, sem er mun öruggara en lánsfé og leiðir þar með til þess að atvinnulífið verður stöðugra. Það er þvi mik- ilvægt að hlutabréfa- markaðir fái að búa við sama fijálsræði og í ná- grannalöndunum," segir Þór. Siðan segin „Einka- væðing og aukin þátttaka almennings í atvinnulif- inu samfara henni munu án efa leiða til mikilla breytinga á islensku þjóðfélagi. Ýmsir for- ystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt sig alla fram um að koma á varanlegum breytingum á hinum ýmsu sviðum, sem þegar eru famar að skila árangri. Loksins geta sparifjáreigendur tekið undir gömlu heil- ræðin um að græddur sé geymdur eyrir vegna frelsis á lánamarkaði, loksins getur athafna- fólkið fengið fjármagn tíl ráðstöfunar án tílskil- inna flokksskirteina með tilkomu óháðra fjárfest- ingariánasjóða og lengi mættí áfram telja. Við erum á réttri leið inn i samfélag auðstjóm- ar almennings. Gömlu hugmyndimar um hina Almenningur og einkavæðing Nýlega kom út bókin Auðstjórn almenn- ings, gefin út af Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tilefni 60 ára afmæli félagsins á síðasta ári. í ritinu er að finna hugmyndir átta ungra manna um einkavæðingu hér á landi og atriði tengd henni. Hér verður gripið niður í nokkrar þeirra. göfugu, lýðkjömu stjóm- endur í bankaráðunum em að baki og nú á stefn- an að vera sett á al- þýðukapítalisma með valddreifingu að leiðar- (jósi.“ Stirt skrif- stofubákn Jón Daníelsson ræðir i greininni Verkaskipting rikis og einkaframtaks um óhagkvæmni ríkis- reksturs miðað við einka- rekstur. Jón segir m.a.: „RQdsfyrirtæki, hvort sem þau stunda fram- leiðslu eða þjónustu, virð- ast í flestum tilvikum lúta ákveðnum lögmálum. Þetta em stór skrifstof u- bákn og fyrir vikið hefur starfsfólk enga heildar- yfirsýn yfir starfsemi stofnunar sinnar; ein- blínir þess í stað á ein- stakar deildir og mark- mið þeirra. Yfirmenn leitast við að auka völd sin, td. með fjölgun starfsfólks og skiptir þá staða þeirrar deildar sem þeir stjóma meira máli en markmið fyrirtækis- ins í heild. Orka starfs- fólksins beinist æ meir að innbyrðis samskiptum og minna í þá framleiðslu eða þjónustu sem inna á af hendi. Starfsfólk óskar eftir starfsöryggi og æviráðningum og þar með óbreyttu ástandi í rekstri fyrirtækisins. Af þessu leiðir að báknið verður stirt, ósveigjan- legt og tregt til að fallast á umbætur í rekstri sem skerða völd þess. Ævi- ráðningar stuðla að þvi að erfitt er að sælga starfsfólk til ábyrgðar vegna mistaka eða letí. Reynt er að koma frá því fólki sem vill færa rekst- ur til betri vegar. Þótt starfsfólk inni störf sin vel af hendi fær það enga sérstaka umbun fyrir. Þetta fólk er litíð hom- auga af samstarfsmönn- um sem óttast að ætlast verði til þess að þeir vinni álíka vel. Starfsfólk skortir þvi hvatningu til að leggja sig fram við vinnu. Einkiifyrirtæki em rekin með það í huga að hagnaður verði sem mestur og oft em tekjur stjóraenda bundnar að einhveiju leytí við hagn- að. Þetta hvetur stjóm- endur til að reka fyrir- tækið á sem hagkvæm- astan hátt, hafa starfs- fólk sem fæst og jafn- framt umbuna þvi fyrir vel unnin störf. Allt starfsfólk er ábyrgt gagnvart eigendum og þvi er það undir stöðugu eftirliti auk þess sem fylLsta spamaðar er gætt í rekstri. Einkafyrirtæki em háð þvi að viðskipta- vinum líki þjónusta þeirra og em þar með líklegri til að hlúa að þeim en rikisfyrirtæki sem flest skáka í skjóli einokunar og em þvi óháð ánægju viðskipta- vina.“ Leið til betri kjara í greininni Einkavæð- . ing og kunningjaþjóð- félag eftir Vilhjálm Eg- ilsson segir m.a.: „Kunn- ingjaþjóðfélagið er ekki takmarkað við rikisbú- skapinn og rekstur opin- berra stofnana. Kunn- ingjaþjóðfélagið er líka til staðar i einkarekstrin- um þar sem menn hygia vinum sinum og skyld- mennum og hafa á loftí alls kyns fordóma. Sá er þó munurinn að í einka- rekstri em menn for- dómafullir fyrir eigin reikning og ráða sömu- leiðis vanhæft starfsfólk á eigin ábyrgð. f opin- berum rekstri em það hins vegar skattgreið- endur sem borga brú- sann.“ Síðar segir Vilþjálmur: „Umræður um einkavæð- ingu í hinum eiginlega ríkisrekstri em mun skemmra á veg komnar en á öðrum sviðum rikis- búskaparins. Hér má þó vænta ýmissa breytinga á næstu árum og það e.tív. ekki síst frá ríkis- starfsmönnum sem hing- að til hafa verið frekar neikvæðir út í hugmynd- ir um einkavæðingu. Fleiri og fleiri ríkis- starfsmenn em famir að sjá það sem leið til betri kjara að einkavæða ein- staka þjónustuþættí þar sem því verður við komið og sinna viðkomandi þjónustu á hagkvæmari hátt en nú er gert með færra fólki. Hér er ekki verið að tala um ræstíng- ar eða mötuneytí heldur hina eiginlegu starfsemi s.s. kennslu eða heil- brigðisþjónustu." O RLANE Snyrtivörukynning ídagfrá kl. 13.00-18.00. Verslunin Libía, Laugavegi 35. SUMARBUÐIR Dagana 22. júlí -12. ágúst nk. efnir íþróttasamband fatl- aðra til sumarbúða fyrir fatlaða á Laugarvatni. Haldin verða þrjú viku námskeið og megináherslan verður lögð á íþróttir og útivist. Sækja þarf um dvöl í sumarbúðunum fyrir 25. júní nk. Allar nánari upplýsingar er unnt að fá á skrifstofu íþrótta- sambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laugardal. Síminn á skrifstofunni er 91-83377. LACOSTE GLERAUGU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.