Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
Söfn eiga að leita svara
við erfiðum spurningnm
- segir Robert McCormick Adams forstöðumaður
Smithsonian stofnunarinnar í Washington
Morgunblaðið/Emilía
Robert McCormick Adams er forstöðumaður stærstu safnastofnunar
í heiminum, The Smithsonian Institute í Washington. Myndin var
tekin á Þjóðminjasafni íslands þar sem Adams kynnti sér meðal
annars verkefni fornleifafræðinga á Þingvöllum.
ROBERT McCormick Adams tók
við stjórnartaumum Smithsonian
stofnunarinnar í Washington fyrir
fjórum árum, 58 ára að aldri.
Hann veitir forstöðu fjórtán söfn-
um og rannsóknarstofum sem
mynda stærstu stofnun sinnar teg-
undar i heiminum, ræður yfir
fimm þúsund starfsmönnum, sex
þúsund sjálfboðaliðum og um 22
milljarða króna veltu árlega. Ad-
ams hefur með lestri timaritsins
„Iceland Review" um árabil eflst
að áhuga fyrir landi og þjóð. Hann
lét ekki af íslandsheimsókn verða
fyrr en i byijun júní en fullyrðir
i samtali við Morgunblaðið að
þetta verði aðeins fyrsta ferðin
af mörgum.
„Ég hitti Vigdísi Finnbogadóttur
forseta íslands í Washington á
síðasta sumri. Má segja að það hafi
orðið kveikjan að þessari ferð,“ sagði
Adams þegar blaðamaður hitti hann
að máli í Víkingasal Hótel Loftleiða
morgun einn í síðustu viku. „Það er
raunar einstök tilviljun að heimsókn
okkar hjónanna skuli bera upp á
Listahátíð. Aðdráttarafl íslands á
alla húmanista hlýtur að vera menn-
ingarlegt framlag þjóðarinnar.
Það er furðulegt til þess að hugsa
að ísland skuli vera svo afskekktur
hluti hins vestræna heims að það
þurfi leiðtogafund til þess að minna
fólk á tilvist hans, en samt hafi
landið gengt jafn mikilvægu hlut-
verki í menningarsögunni.
Hér er býr fámenn þjóð yfir stór-
kostlegum sjóði ritverka, flarska lítið
kynntra en eftir því sem ég kemst
næst ( flokki merkilegustu bók-
mennta heimsins. Það sem jafnframt
er einstakt er hvemig þessar bók-
menntir halda áfram að vera samofn-
ar menningu þjóðarinnar," segir
Adams.
Hliðstæða með íslandi
og Mið-Austurlöndum
Að loknum fyrstu árum mennta-
skóla innritaði Adams sig í eðlis-
fræði við tækniháskólann í Massa-
chusetts-fylki, MIT. Hann skipti þó
fljótt um skoðun, fór heim til Chicago
og lauk námi frá háskóla borgarinn-
ar í fomleifa og mannfræði. A náms-
árunum fékkst hann við margvísleg
störf, vann í stálverksmiðju, smíðaði
bíla fyrir Ford, gegndi hermennsku
í Shanghai og gekk á Klettafjöllin í
frístundum.
Árið 1950 urðu straumhvörf í lífi
Adams þegar hann var ráðinn að-
stoðarmaður í leiðangri um héraðið
Kúrdistan í írak. Þar kviknaði áhugi
hans á Mið-Austurlöndum og gerði
hann sögu þeirra og þjóðhætti að
sérgrein sinni._ Hann hefur stundað
rannsóknir I Sýrlandi, Saudí-Arabíu,
íran og írak og reynir eftir fremsta
megni að iðka vísindin með erilssömu
starfi í Smithsonian. Segir þó að það
sé nær ógjömingur að skipuleggja
rannsóknir í þessum heimshluta
vegna ótryggs stjómmálaástands.
„Þótt ótrúlegt megi virðst sé ég
vissar hliðstæður með íslandi og
löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs,"
segir Adams. „Ég hef eitt hvað mest-
um tíma við rannsóknir í írak sem
telst vera á því svæði sem er vagga
ritlistar í heiminum. Sú þjóð átti einn-
ig sína gullöld bókmennta og má
segja að áhugi minn á þessum ólíku
heimshlutum sé af sama meiði
sprottinn. Ég tel að veður eða gróður-
far skipti ekki sköpum. Þvert á móti
getur verið gagnlegt að bera ólík
svæði saman og draga af því ályktan-
ir. Þannig kvikna iðulega nýjar hug-
myndir."
Adams kveðst hafa einbeitt sér
að rannsóknum á sögu þjóða í ljósi
efnahags og þjóðfélagsgerðar. Hann
segir ógjöming að líta framhjá hinni
ríku bókmenntahefð Mið-Austur-
landa. „Ég hef mjög gaman af því
að velta fyrir mér því hlutverki sem
bókmenntimar leika í sögunni. ís-
landssagan getur hæglega verið lyk-
ill að skilningi á högum annarra
þjóða," segir hann.
Var ekki ætlað
hlutverk safns
Smithsonian var stofnað með lög-
um Bandaríkjaþings árið 1846, tíu
ámm eftir að óskilgetinn sonur her-
togans af Norðymbralandi á Eng-
landi hafði ánafnað bandarísku þjóð-
inni eigum sínum í þágu „þekkingar-
öflunar og útbreiðslu hennar meðal
manna." Þessi gjafmildi enski
vísindamaður, James Smithson, gaf
engar skýringar á gerðum sínum.
Hann steig aldrei fæti á bandaríska
gmnd.
Þingmenn í Washington deildu f
áratug um hvort þiggja skyldi arfinn
og ráðstöfun hans. Þeir féllust loks
á að leggja peningana í ríkissjóð og
fjármagna með þeim sölu ríkis-
skuldabréfa. Skyldu vextir af fénu
kosta rekstur Smithsonian stofnun-
ar. Ætlun upphafsmannanna var að
efla rannsóknir á ólíkum sviðum og
má segja að söfnin séu ávöxtur af
því þróttmikla visindastarfí sem
stofnunin hefur staðið fyrir.
Þegar Adams var boðið starfið við
Smithsonian gegndi hann stöðu
rannsóknarstjóra við fomleifa- og
mannfræðideild háskólans f Chicago.
Hann jánkar því að áhugi hans bein-
ist einna helst að þætti rannsókna í
starfi stofnunarinnar.
„Ég sóttist ekki eftir þessari stöðu
en þótti að sjálfsögðu stórkostlegt
að fá að starfa á þessum vettvangi,"
segir Adams og bætir við hann haldi
kennarastöðu sinni í Chicago. Þannig
reyni hann eftir megni að sinna
fræðistörfum.
„Joseph Henry fyrsti forstöðumað-
ur Smithsonian vildi beina kröftum
stofnunarinnar að rannsóknum og
taldi að það þjónaði best því mark-
miði að auka þekkingu mannkyns.
Þá voru hvítir menn enn að bijóta
land í vestrinu. Með tíð og tíma
áskotnaðist stofnuninni ógrynni nátt-
úrgripa og minja um búsetu og lifn-
aðarhætti frumbyggja Norður-
Ameríku, indjána. Þrátt fyrir að
Henry væri í vafa um ágæti þess að
Smithsonian tæki við slíkum gjöfum
fór nú svo að stofnunin tók æ meira
að líkjast safni. Ekki hjálpaði upp á
sakimar að Bandaríkin fögnuðu ald-
ar sjálfstæði árið 1876 og enn bætt-
ust sögulegir munir í safnið," útskýr-
ir hann.
Geimvísindi og f lug
laða f lesta gesti að
Deildir Smithsonian spruttu upp
ein af annarri, gjaman í nokkru sam-
ræmi við áhugasvið þess sem veitti
stofnuninni forstöðu á hveijum tíma.
Dýragarðurinn í Washington heyrir
undir stofnunina, hún rekur rann-
sóknarstofu í frumskógum Panama,
geimvísindastofu í Arizona og haf-
rannsóknarstofu í Florida. Náttúr-
gripasafn Bandaríkjanna sem telur
rúmlega 120 milljónir gripa er hluti
af stofnuninni svo og einstakt safn
Indjánaminja sem hýst er í New
York.
Þekktasta safn Smithsonian er
jafnframt hið fjölsóttasta í heimin-
um, flug og geimferðasafnið. Þangað
leggja tíu milljónir manna leið stna
árlega til að skoða meðal annarra
gripa flugvél Wright-bræðra, vélina
sem bar Charles Lindbergh yfir Atl-
antshafið, Apollo-geimfar og hylkið
sem John Glenn fór í út í geiminn.
Nú hefur safninu áskotnast geim-
skutla sem bíður þess í flugskýli á
Dulles-flugvelli að skotið verði yfir
hana skjólshúsi. Segir Adams fyrir-
séð að byggja þurfi nýtt safn sem
hýsi hana og muni frá næstu öld
geimferða.
Ekki voru allir sáttir um að Smith-
sonian einbeitti kröftum sínum að
vísindum og tækni í svo ríkum mæli.
Enn umdeildari hefur verið sú stefna
safnvarðanna að bjóða gestum upp
á sýningu á „poppminjum", helgaða
Ofurmenninu, sjónvarpsþáttunum
„MASH“, „Dallas" og teiknimynda-
sögum Gary Larson svo fátt eitt sé
nefnt.
Adams segir að allir þessir munir
eigi heima í Smithsonian og séu í
anda þeirra stefnu sem þar er fylgt.
„Skemmtanaiðnaðurinn hefur ávallt
mikið aðdráttarafl. Við þurfum líka
að þjóna þeim fjölmörgu sem sýna
þessum þætti þjóðlífsins áhuga.
Þannig Qölgar gestum safnsins og
það eitt að fá þá til að heimsækja
stofnunina eykur líkumar á því að
þeir skoði aðrar deildir safnsins."
Ný sýningardeild er í smíðum og
á það verkefni hug og hjarta Adams
um þessar mundir. „Áður en ég kom
til Islands fór ég til Japan í fylgd
samstarfsmanna minna til skrafs og
ráðagerða við japanska starfsfélaga
okkar um skipulagningu nýrrar
deildar í Smithsonian sem helguð
verður upplýsingaöldinni. Tilgangur
þessarar sýningar verður að sýna
áhrif tölvutækninnar á mannkynið.
Það efast margir um ágæti tækninn-
ar og við munum leitast við að draga
frarn í dagsljósið kosti hennar og
lesti. Söfn eiga ekki að skjóta sér
undan að leita svara við erfiðum
spumingum," segir hann.
„í tilefni tveggja alda afmælis
bandarísku stjómarskrárinnar á
síðasta ári efndi Smithsonian til
umdeildrar sýningar. Fjallaði hún um
fangabúðir sem settar voru upp í
Bandaríkjunum í síðari heimstyijöld-
inni þar sem Bandaríkjamönnum af
japönskum ættum voru lokaðir inni.
Líklega hefur hvorki fyrr né síðar í
sögu þjóðarinnar rejmt jafn mikið á
mannréttindaákvæði stjómarskrár-
innar. Eftir því sem lengra líður frá
stríðinu gera fleiri sér grein fyrir að
réttur var alvarlega brotinn á þessum
þegnum. Það er að mínu mati eitt
af hlutverkum lifandi safns að taka
þátt í umræðu um slík mál.“
Berum mikla ábyrgð
gagnvart þjóðinni
En hvemig gengur maður til verka
sem ræður slíkum mannafla og sæg
gripa? Adams segist vera hlynntur
valddreifingu og beiti henni. Deildir
Smithsonian eigi í raun fátt sameig-
inlegt nema fjárhaginn. Viðfangsefni
þeirra séu svo mörg og ólík að einn
maður geti aldrei hent reiður á þeim
öllum. Þeir sem vinni verkin séu
gjaman í bestri aðstöðu til að taka
ákvarðanimar.
„Smithsonian lýtur að hluta
ákvörðunum ríkisins en hefur einnig
sjálfstæðan fjárhag. Það má segja
að helmingur af sjóðum okkar séu
tekjur af útgáfustarfsemi og sölu
eftirlíkinga af munum í eigu safns-
ins. Þannig nálgast velta safnsins
hálfan milljarð dollara. [22 milljarða
króna]. Þetta eru stórar upphæðir
og mikil umsvif eins og sjá má.
Stofnunin á sér enga hliðstæðu.
Við berum mikla ábyrgð gagnvart
þjóðinni og allt okkar starf hlýtur
að taka mið af því fjölbreytta sam-
félagi sem hún er hluti af. Þetta er
afar ólíkt því háskólaumhverfi sem
ég er sprottinn úr. En það er þetta
lykilhlutverk Smithsonian í menning-
arlífi Bandaríkjanna sem gerir starf-
ið krefjandi og eftirsóknarvert," seg-
ir Adams.
Sagan hermir að Robert
McCormick Adams hafi getið sér
gott orð á sviði kortagerða í eyði-
mörkum. Sé raunar talinn í fremstu
röð á því sviði. Það hlýtur að þurfa
sterka skapgerð til þess að una sér
með þrífótinn og mælistikuna í auðn-
inni, þar sem kennileitin eru aðeins
síbreýtilegar sandöldur og skjótt
fennir í sporin. En sjálfsagt er það
forstöðumanni slíkrar stofnunar hollt
vegamesti að kunna þó list að marka
stefnu í hverfulum heimi og halda
áttum.
BS
Bólstaðarhlið: Efri hæð og ris
til sölu. Á efri hæð eru m.a. 2 saml.
suðurstofur, 3 herb. o.fl. I risi eru 3
herb. o.fl. (áður 3ja herb. (búð). Bílskúr.
Verð 8,5 millj.
Hagar — sérhœö: 5 herb. góð
Ibúð á 1. hæð. Sérinng. og -hitl. Nýjar
innr., parket. Bilskúr. Verð 7,2 mlllj.
Bólstaðarhlfð: 2ja-3ja herb. fal-
leg rislb., getur losnað fljótlega. Verð
3,9 millj.
Sellugrandi: Góð 3ja herb. Ibúð
á 2. hæð ásamt stæöi I bilhýsl. Laus 3
fljótlega. Verð 6,0 millj. «
Spóahólar: 3ja herb. glæsileg §
ibúð á 2. hæð. Góður bilskúr. Verð 4,8 S
millj. g
Glœsiibúð — Þingholtin: o
Til sölu 3ja herb. glæsileg íbúö á 1. hæð §
i fjórbýlishúsi. Allar innréttlngar, gólf- ‘
efni og lóð nýstandsett. Óvenju vönduð
og glæsileg eign. Bílskúr. Ibúð á róleg-
um staö en þó örskammt fré miöborg-
Inni. Verð 7,0 millj. 50% útb. kemur til
greina. Allar nánari uppl. é skrifstofunni
(ekki i sima).
Laugalækur: Vandað 205,3 fm
raðhús ásamt bilskúr. Nýstandsett bað-
herb. o.fl. Verð 8,8 mlllj.
EICNA
MIÐUIMN
27711
MNG'HOITSSTRÆTI 3
Svrnir Kristinsson. sölustjori - Þorleifur Guðmundsson, solum.
Þórólfur Halldórsson, loglr. - (Jnnsteinn Betlt, hrl., simi 12320
GÍRÓSEÐLA MÁ FÁ í BÖNKUM FYRIR ÞÁ SEM VILJA STYRKJA GOTT MÁLEFN!