Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 11

Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 11 Empire Brass Kvintettinn. í aftari röð eru f.v. Martin Hackle- man, Rolf Smedvig og Jeffrey Cumow og fyrir framan J. Samu- el Pilafian og Scott A. Hartman. Empire Brass Kvint- ettinn í Háskólabíói Tónleikar á sunnudag EMPIRE Brass Kvintettinn heldur tónleika á vegum Lista- hátíðar sunnudaginn 12. júní. Efnisskráin er fjölbreytt, allt frá verkum eftir H&ndel, tíl svítu úr West Side Story. Þetta er í annað sinn sem kvintettinn kemur til íslands. Empire Brass Kvintettinn var stofnaður fyrir tilstilli Leonards Bemstein árið 1971. Árið 1976 varð kvintettinn fyrsti málmblás- arahópurinn til þess að vinna Naumburg kammermúsíkverð- launin og 1980 unnu þeir Harvard Music Association verðlaunin. Þeir halda árlega námskeið í Tanglewood, sumarskóla sem rek- inn er í tengslum við Sinfóníu- hljómsveitina í Boston. Efnisskrá þeirra er fjölþætt, þeir leika jöfn- um höndum renaissance- og bar- okktónlist og nútímaverk, sem mörg hver hafa verið samin sérs- taklega fyrir þá. Á tónleikunum á sunnudag leika þeir verk eftir Hándel, Kreisler, Rossini, Albeniz, Turina, Bach, Bozza, Gerschwin og Bemstein. Kvintettinn skipa Rolf Smed- vig, trompetleikari, Jeffrey Cumow, trompetleikari, Martin Hackleman, sem leikur á franskt hom, Scott A. Hartman, básúnu- leikari og J. Samuel Pilafian, sem leikur á túbu. Þeir komu hingað til lands árið 1985 og héldu tón- leika og þá var einnig gerður um þá sjónvarpsþáttur, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu sama ár. Tónleikar á Kjarvalsstöðum: Islensk tónlist fyrir lágfiðlu og píanó í kvöld SVAVA Bernharðsdóttir, lág- fiðluleikari, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleik- ari, halda tónleika á Kjarvals- stöðum í kvöld. Á efnisskránni er eingöngu íslensk tónlist. Svava Bemharðsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskó- lanum í Reykjavík vorið 1982. Síðan hefur hún stundað fram- haldsnám við Konunglega tón- listarháskólann í Haag og Juill- iard skólann í New York. Hún hefur þegar lokið bachelor- og mastersgráðum frá þeim skóla og vinnur nú að doktorsgráðu. Svava hefur unnið lágfíðlukeppni Juilliard skólans og hlaut starfs- laun listamanna á síðastliðnu ári. Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði síðan framhaldsnám við Guildhall skólann í London. Hún hefur komið fram á mörgum tónleikum, heima og erlendis, Svava Bernharðsdóttir bæði sem einleikari og í samleik. Á tónleikunum í kvöld flytja þær Svava og Anna Guðný verk eftir Þorkei Sigurbjömsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir Áskel Másson, Jón Þórarinsson, Mist Þorkelsdóttur, Hilmar Þórð- arson og Kjartan Ólafsson. (Úr fréttatilkynningu) Kvikmynda- samkeppni ÞRJÁR stuttar kvikmyndir sem gerðar eru eftir verðlauna- handritum úr samkeppni sem listahátíð efndi til í fyrra verða frumsýndar í Regnboganum á laugardaginn kl.l9:30. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina og mun hún verða valin af sýningargestum og dómnefnd. Dómnefndina skipa þeir Viðar Víkingsson, Sæbjörn Valdimarsson og danskur mað- ur, Sunne Sorensen. Verðlaunahandritin sem mynd- imar era gerðar eftir áttu þau Erlingur Gíslason, Láras Ýmir Óskarsson og Steinunn Jóhannes- dóttir. Þær verða sýndar áfram í Regnboganum og gildir hver að- göngumiði jafnframt sem at- kvæðaseðill og verður komið fyrir kassa í anddyri Regnbogans sem sýningargestir geta skilað at- kvæðum sínum í. Verðlaunin fyrir bestu myndina verða síðan afhent við lok listahátíðar. 39 milljóna króna hagn- aður hjá Skagstrendingi Skagaströnd. RÚMLEGA 39 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Skag- strendings hf. á sfðasta ári, og er eiginfjárstaða félagsins mjög góð. Örvar, frystitogari félagsins, var með næst mesta aflaverðmæti allra íslenskra togara og fsfisktog- ari félagsins, Arnar, varð afla- Fáskrúðsfj örður: Siglt með fisk og f öt Fáskrúðsfirði. LJÓSAFELL SU 70 hélt úr höfn á Fáskrúðsfirði, fulllestað af fiski, föstudaginn 3. júnf áleiðis til Þýskalands í söluferð. Frá Þýskalandi fer skipið til Pól- lands til gagngerðra endurbóta og með skipinu þangað fara 210 kass- ar af fatnaði sem safnaðist hér á staðnum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Fötunum var safn- að af fólki úr RK-deild Fáskrúðs- fjarðar og móttakandi er Rauði krossinn í Póllandi. Þessir 210 kass- ar vógu um 3 tonn. Rauða kross-deildin á Fáskrúðs- firði þakkar öllum sem veittu deild- inni stuðning. - Albert hæstur ísfisktogara á Norður- landi. Á aðalfundi Skagstrendings hf., sem haldinn var laugardaginn 28. maí kom fram að hagnaður af rekstri fyrirtækisins varð heldur minni á árinu 1987 en árið 1986. Hagnaður- inn árið ’87 var rúmar 39 milljónir Morgunblaðið/Albert Kemp Sigríður Jónsdóttir, formaður Rauða kross-deildarinnar á Fá- skrúðsfirði að koma fatakössum um borð í Ljósafell. en var rúmar 45 milljónir árið ’86. Félagið rekur nú þrjú skip, Örvar sem er frystitogari, Arnar sem er ísfísktogari og Stakkanes sem er á rækjuveiðum, en auk þess rekur fé- iagið hótel á Skagaströnd í samvinnu við Hólanes hf. Örvar aflaði 4.596 tonna á árinu að verðmæti krónur 265 milljónir, sem er næst mesta aflaverðmæti allra togara landsins. Amar aflaði 3.615 tonna sem gerði hann að aflamesta ísfísktogara á Norðurlandi. Aflaverðmæti Amars vora 105 milljónir en aðeins um 5% af því verðmæti fékkst með sölum erlendis, þar sem það hefur verið stefna stjómenda Skagstrendings hf. að selja sem minnst af afla óunnið úr landi. Amar og Örvar höfðu jafn marga úthaldsdaga eða 258 daga hvort skip á árinu. Stakkanesið afl- aði 306 tonna af rækju að verðmæti 17,4 milljónir króna á 138 úthalds- dögum. A aðalfundinum kom fram að ákveðið hefur verið að fara út í leng- ingu á Örvari og er hönnun og undir- búningur þess verks hafínn. Félagið stundaði töluverðan inn- flutning á ýmsum rekstrarvöram sínum á síðasta ári eins og áður, og sparaði sér töluverðar upphæðir í milliliðakostnaði. Á aðalfundinum var samþykkt að gefa út jöfnunarhlutabréf sem hækk- ar hlutafé félagsins um 40%, einnig var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa. ÓB. Dalasýsla: Kosið um samein- ingu átta hreppa Búðardal. NÚ HEFUR verið ákveðið að kosningar um sameiningu sveit- arfélaga í Dalasýslu fari fram 25. júni samhliða forsetakjöri. Ákveðnir hafa verið kynningar- fundir i hveijum hreppi. Þeir eru átta og ibúar i sýslunni um 1.000. í Laxárdalshreppi verður kynn- ingarfundurinn í dag, föstudaginn 10. júní. Segja má að miklar vonir séu bundnar við sameiningu sveit- arfélaga í Dalasýslu, meðal annars með tilliti til atvinnumála. Tals- menn sameiningarinnar segja að ef hægt verði að styrkja atvinnu og byggja upp þau fyrirtæki sem fyrir era aukist atvinnumöguleikar fólks úr sveitunum sem sækir at- vinnu sína í Búðardal. Samdráttur í atvinnu og þjónustu geti leitt til byggðaröskunar sem Dalasýsla megi vart við. Kristjana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.