Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 14

Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Farþegamir voru um 500 talsins í þessari ferð og hafa ekki fyrr jafn- margir íslendingar ferðast með sömu flugvélinni. Á innfelldu myndinni er áhöfn Boeing 747 breiðþotu Lion Air í flugstöðinni í gær. Af 17 manna áhöfn voru 14 Islendingar. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Með 500 sæta breiðþotu í fríið Keflavik. UM 500 íslendingar flugu með flugfélaginu Lion Air til Kölnar í Vestur-Þýskalandi í gær og er það stærsti hópur íslendinga sem ferðast hefur með sömu flugvél- inni. Þetta voru félagar í BSRB Landbúnaðarráðherra hefur lagt til í ríkisstjóminni að aukin verði framlög til landbúnaðarmála, og á sama tíma hefur Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra fyrirskipað sérstaka athugun á fjárstreymi til landbúnað- ar. Afgreiðslu á beiðni landbúnaðar- ráðherra hefur verið frestað til næstu viku en þremur ráðherrum, Friðriki Sophussyni, Halldóri Ás- grímssyni og Jóni Baldvin Hannib- alssyni var falið að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. sem voru á leið í þriggja vikna fri og var farkosturinn Boeing 747 breiðþota sem tekur 500 far- þega. Hver farmiði kostaði 9.500 krónur fyrir utan flugvallarskatt og að sögn Sigrúnar Aspelund búnaðargeiranum, sem athugun viðstkiptaráðherra beinist að, sagði Jón Helgason að viðskiptaráðherra hefði ákveðið fyrr í vetur að greiða niður hækkun álagningar á land- búnaðarvörum, svo sem mjólk. Sala á mjólkurvörum hefði síðan verið meiri en áætlað var og svo mjög hefði gengið á birgðir að þær hefði ekki í lengri tíma verið minni. Við formanns ferðanefndar BSRB er það helmingi ódýrara en lægstu fargjöid sem í boði eru i áætlun- arflugi. Alls verða farnar fjórar ferðir með þriggja vikna millibili og sagði Sigrún að þegar væri þetta létti að vísu mjög undir greiðslubyrði vegna geymslugjalds þegar vextir væru jafn háir og raun bæri vitni. Jón sagði síðan að vextir hefðu verið mun hærri en ráð var fyrir gert í fjárlögum, þar sem reiknað hefði verið með 14-15% vöxtum en en vextir á afurðalánum hefðu verið 29-33V2%. Jón benti á að fjármála- ráðuneytið greiddi vaxtakostnað umfram áætlanir vegna útgjalda þar og þá væri spuming hvort gera ætti upp á millí ráðuneyta. Jón nefndi að lokum að meiri nið- urskurður hefði verið á fé vegna riðu en ráð var fyrir gert sem þýddi hærri upphæðir í bætur til bænda, en um leið örari fækkun sauðfjárins. uppselt í næstu tvær ferðir, en nokkur sæti laus í síðustu ferð sumarsins 11. ágúst. Vélin sem er í eigu Cargolux kom frá Manchester í Englandi. Áhöfn vélarinnar er að mestu íslensk og flugu flugstjóramir Eyjólfur Hauks- son og Þórður Siguijónsson vélinni í þessari ferð, en flugvélstjóri var Ásgeir Ásgeirsson. Flugfreyjur vom 14, þar af voru 9 íslenskar, yfirflug- freyja var Salvör Þormóðsdóttir. Með vélinni í þessari ferð var sölustjóri Lion Air, John Wijhma, og sagði hann að áætlað væri að félagið flytti um 500 þúsund far- þega á þessu ári. Hann sagði að samningurinn við BSRB væri því ekki stór í samanburði við heildar- farþegafjöldann, en eigi að síður vonaðist hann til að áframhald gæti orðið á þessu samstarfi. Kristján Torlacius formaður BSRB kvaðst vonast til að samningar næðust við íslenska aðila um ferðir af þessu tagi. Stéttarfélögin hefðu þá fyrst samið við erlent flugfélag þegar útséð var að samningar tækjust ekki við innlent. Það kom fram hjá BSRB-mönn- um að félögin sem stæðu að þessum orlofsferðum, VR, Starfsmannafé- lagið Sókn, Verkakvennafélagið Framsókn, Verslunarmannafélag Hafnaifyarðar, Verslunarmannafé- lag Ámessýslu, Samband íslenskra bankamanna, Félag bifvélavirkja og Félag jámiðnaðarmanna, legðu áherslu á að þau stefndu ekki að stofnun ferðaskrifstofu. - BB Tilmæli frá viðskiptaráðherra: Mjólkursala meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir: Birgðir af mjólkurvör- um sjaldan verið minni JÓN Helgason landbúnaðarráðherra segir að sala á mjólkurvörum hafi verið meiri það sem af er þessu ári en áætlað var og birgðir séu nú mun minni en verið hefur í langan tíma. Hann segir að samdrátt- ur hafi að vísu orðið í april, vegna verkfalla, en ágæt sala hafi verið í maí samkvæmt bráðabirgðayfirliti. Þessi aukna sala hefur lækkað birgðakostnað en um leið hefur kostnaður ríkisins vegna niður- greiðslna á mjólk og mjólkurvörum hækkað umfram áætlanir fjárlaga eða um 60 milljónir króna. Tafir urðu enn á flugi Flugleiða Áframhaldandi tafir urðu á flugi Flugleiða í gær. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða varð 15-20 mínútna seinkun i senn, bæði í innanlandsflugi og millilandaflugi. Einar sagði ekki vera hægt að skýra þessar tafir með öðru en seinagangi flugmanna. Flugmenn höfðu ekki samið um kaup og kjör við Flug- leiðir, þegar bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru sett. Einar sagðist ekki vita gegn hveijum aðgerðir flug- manna beindust, þar sem Flugleiðir færu að iögum og því væri tilgangslaust að beina aðgerðum gegn félag- inu. „Þetta eni tafir sem sýnast vera óskýranlegar, það er ekk- ert sérstakt að gerast á þess- um árstíma í veðri eða öðru sem ætti að valda þessu. Þetta eru svona 15-20 mínútur á flug. Það er enginn samningur laus, eftir að lögin tóku gildi. Hækkun kom á launin núna 1. júní og félagið lítur svo á, að það geti ekki samið um neitt sem lögin kveða ekki á um. Lögin banna aðgerðir til að knýja fram aðrar lausnir en lögin kveða á um. Flug- menn segjast vera að gæta fyllsta öryggis. Það er hins vegar afskaplega skrýtin stað- hæfing, eru þeir þá að segja að það sé ekki gert undir venjulegum kringumstæð- um?“ sagði Einar Sigurðsson í gær. Einar sagði að enginn fund- ur hefði verið boðaður, enda væru hendur aðila bundnar af bráðbirgðalögunum og því ekki um neitt að semja. Flug- menn hafa ekki lýst yfir nein- um aðgerðum gegn félaginu. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir f.ugmönnum að það væri misskilningur að þeir væru að leika sér að því að fresta flugi. í sama viðtali lýstu þeir óánægju sinni með stöðu samningamála sinna og sögðu Flugleiðir eiga að taka næsta skref í þeim málum. Jón Helgason sagði við Morgun- blaðið að tillaga hans hefði aðallega verið um þrennt. í fyrsta lagi hefði hann viljað fá það útkljáð hvort halda eigi áfram sama hlutfalli í niðurgreiðslum á hefðbundnum landbúnaðarvörum og ákveðið var þegar söluskattur var lagður á mat- væli um áramótin, en vegna verð- lagshækkana hafa niðurgreiðslumar lækkað í hlutfalli við vöruverðið. Jón sagði að þetta væri raunar ekki land- búnaðarmál en fá þyrfti úr þessu skorið vegna áhrifa á útsöluverð landbúnaðarafurða. Ef sama hlut- falli verður haldið áfram og áður er um að ræða útgjaldaaukningu upp á um 90 milljónir. í öðru lagi sagðist Jón hafa lagt til að tekið yrði 420 milljóna króna lán, erlendis eða innanlands, vegna útflutningsbóta, sem yrði greitt til baka með framlagi næstu tveggja ára samkvæmt búvörusamningi. Sami háttur var hafður á í fyrra og fór því framlag til útflutningsbóta á þessu ári að miklum hluta til að greiða lán frá síðasta ári. Jón sagist í þriðja lagi hafa lagt til heimild til lántöku upp á 80 millj- ónir vegna loðdýraræktar, sem yrði varið til að endurlána fóðurstöðvum til að gera þeim kleyft að halda fóð- urverði í lágmarki, og til skuldbreyt- inga á lánum bænda. Aðspurður um orsakir fyrir öðrum kostnaði umfram fjárlög í land- Seðlabanki endurskoði regl- ur um gjaldeyrisviðskipti JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur beint þeim tilmælum til Seðla- bankans að hann endurskoði reglur um gjaldeyrisviðskipti við banka og sparisjóði, til að draga sem mest úr hættu á gengistapi eins og Seðlabankinn varð fyrir, við gengisfellinguna í maí. Ráðherra hefur einnig óskað eftir að upplýsingar Seðlabankans um gjaldeyrisvið- skipti við banka og sparisjóði verði bættar og segir, að ef það hefði verið Ijóst hve stór hluti af gjaldeyrisútsreyminu úr Seðlabankanum dagana fyrir gengisfellingu, hefði verið vegna viðbúnaðar bankanna við áætluðum gjaldeyriskaupum, hefðu menn metið öðru vísi þörfina á að loka gjaldeyrisdeildunum. Haft er eftir Jóni Baldvini Hannib- alssyni flármálaráðherra í Alþýðu- blaðinu á fimmtudag að ef það hefði legið ljóst fyrir daginn eftir „svarta miðvikudaginn" að ríkisbankamir sjálfir hefðu átt frumkvæði að, og kannski stærstan hlut í gjaldeyris- spákaupmennskunni, þá hefði geng- isfellingin aldrei verið samþykkt af hálfu Alþýðuflokksins. Jón Sigurðs- son sagði við Morgunblaðið að það væri alveg ljóst að bankamir hefðu að nokkru leiti verið að byggja upp gjaldeyrisstöðu sem hafði gengið á fyrstu dagana í maí. Þá sáu þeir fram á mikla sölu framundan og töldu sig þurfa að byrgja sig upp. „Þetta tel ég vera eðlileg við- skiptasjónarmið af þeirra hálfu en hins vegar býst ég við því að það sé rétt skoðun að menn hefðu metið öðruvísi þörfína fyrir að loka gjald- ejrrsideildunum, hefði það verið ljóst hversu stór hluti af gjaldeyrispönt- unum hjá Seðlabankanum voru vegna bankanna sjálfra en ekki vegna sölu sem farið hafði fram,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði að af aðdraganda þessarar gengisfellingar mætti laéra að þörf væri á skjótari og gleggri upplýsingar um gjaldeyrisviðskipti milli Seðlabankans og viðskipta- bankanna en hingað til hafa verið tiltækar, þannig að Seðlabankinn geti gert viðskiptaráðuneytinu við- vart um óvenjulegar eða óeðlilegar sveiflur. Þá tæki Seðlabankinn áhættu í þessum viðskiptum og bankinn hljóti að verða að endurskoða reglumar sem gilda um gjaldeyrisviðskipti við bankana þannig að hann dragi sem mest úr eigin gengisáhættu í þeim viðskiptum. Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að meta hvort bankar hafi keypt gjaldeyri umfram eðlileg- ar viðskiptaþarfir en viðskiptabönk- um er heimilt að varðveita þann gjaldeyri sem þeim er seldur. Þó eiga þeir að selja Seðlabankanum þann gjaldeyri sem er umfram eðli- legar viðskiptaþarfír ef Seðlabank- inn telur það nauðsynlegt. Viðskiptaráðherra sagðist hafa beint þeim tilmælum til bankans, í bréfi, dagsettu 1. júní, að gera ráð- stafanir til að bæta upplýsingamar um gjaldeyrisviðskipti og endur- skoða reglumar um sölu gjaldeyris til banka og sparisjóða. Jón Baldvin Hannibalsson segir í Alþýðublaðinu að tveir ríkisbankar hafi aðallega staðið í hamstri með gjaldeyri. Viðskiptaráðherra sagðist ekki vilja segja eitt eða neitt um þátt einstakra banka í þessum við- skiptum. Iðnaðarbankinn hefði sjálf- ur valið að gera uppskátt um sín viðskipti og vera kunni að aðrir geri það sama. Helgi Bergs bankastjóri Lands- bankans sagði við Morgunblaðið að ef ijármálaráðherra ætti við Lands- bankann gæti hann aðeins fullyrt það að ráðherra hefði rangt fyrir sér og meira vildi hann ekki segja um þetta mál. Hann sagðist ekki búast við að Landsbankinn gerði opinber- lega grein fyrir gjaldeyrisviðskiptum sínum dagana fyrir gengisfelling- una. Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri Búnaðarbankans sagðist visa um- mælum fjármálaráðherra á bug. Bankamir gegndu ákveðnu hlut- verki gagnvart viðskiptavinum sínum, og þegar eftirspumin ykist yrðu þeir að undirbúa gjaldeyris- kaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.